Dagur - 22.11.1979, Síða 3

Dagur - 22.11.1979, Síða 3
mörgum að sú áætlun standist og óttast menn að framkvæmdir við þjónustubyggingu og tengiálmu seinki enn í nokkurn tíma. Eins og nú er ástatt eru þrengsli í sjúkrahúsinu hvarvetna til mikils baga og fjötur um fót og vinnuaðstaða yfirleitt erfið. Hús- næðisskortur háir sjúkrahúsinu meira en nokkuð annað, hefir neikvæð áhrif á starfsemi sjúkra- hússins, setur henni skorður og hindrar eðlilega þróun spítalans. Eins og kunnugt er útheimtir sjúkrahús nú á tímum fjölda sér- hæfðs starfsfólks, sérfræðinga, umfangsmikinn útbúnað og ^Udyakost og mikið vinnurými. Núverandi spítali er hannaður fyrir aldarþriðjungi á þeim tím- um þegar tækjaþróun á sjúkra- húsum var tillötlulega skammt á veg komin, legurými hlutfallslega mikið í þeim, en vinnurými lítið. Fyrirkomulag sjúkrahússins er því orðið óhentugt og úrelt auk þess sem húsrými þess er framar öðru alltof lítið. Eins og sakir standa eru þarfir spítalans einkum tvenns konar, annars vegar aukið vinnurými og hins vegar aukið hjúkrunarrými. Þjónustubyggingin ásamt tengi- álmu er einmitt að megin hluta vinnurými. Þegar það verður, að skurðstofur, slysastofa, gjörgæsla og röntgendeild flytja í þjónustu- bygginguna, skapast möguleiki á, að aðrað deildir spítalans fái aukið húsrými og hjúkrunardeild hans stækki. Líta má svo á, að nú orðið séu markmið spítalans í byggingar- málum bæði til skamms tíma og langs tíma. Skoða má þjónustu- bygginguna ásamt hluta af tengi- álmu sem markmið spítalans til skamms tíma en sérdeildahús samkvæmt ákvörðun stjórnvalda frá árinu 1971 sem markmið hans til langs tíma. Ekki má leggja markmið spítalans til langs tíma til hliðar, þó að framkvæmdir við nýbygginguna hafi dregist úr hömlu. Eftir sem áður hlýtur stefnan í málum spítalans að vera sú, að hér verði komið upp þró- uðu sérdeilda- og svæðissjúkra- húsi fyrir Akureyri, Norðurland og hluta af Austurlandi og sé það jafnframt varasjúkrahús landsins í almannavömum þess. Það er mikilvægt sanngirnis og réttlætis mál fyrir landsbyggðina, að það sé eitt þróað svæðissjúkrahús staðsett utan Reykjavíkur. Akur- eyri er fyrir margra hluta sakir eini staðurinn sem þar kemur til greina vegna legu sinnar, fjar- lægðar frá Reykjavík og þeirrar byggðar sem þar er og á Norður- landi. Það er mál, sem stuðlar að jafnvægi í byggð landsins og það er ásamt öðrum málum eitt af meiriháttar skilyrðum fyrir vexti og viðgangi Akureyrar og byggð- ar á Norðurlandi. Allt um það mega markmið spítalans til langs tíma ekki verða á kostnað markmiða hans til skamms tíma. Eins og nú er komið málum, hefir það mesta þýðingu fyrir spítalann að náð verði markmiðum hans til skamms tíma. Að svo stöddu skiptir það meginmáli, að lokið verði við þjónustubyggingu hans ásamt hluta af tengiálmu, svo að unnt verði að flytja í hana og taka hana í notkun sem fyrst. Óhætt mun að fullyrða, að það muni verða þungur róður og ekki á færi nema málafylgjumanna, að fá framkvæmdum við þjónustu- bygginguna flýtt, þannig að hún verði fullgerð til notkunar áður en langt um líður. Kæmi þar til úthlutun árlega á mjög auknum fjárhæðum úr hendi fjárveitinga- valdins og líklega viðurkenning á þjónustubyggingunni sem eins- konar forgangsverkefni í heil- brigðisþjónustunni. Þess háttar tilmæli eða kröfugerð af hálfu forsvarsmanna sjúkrahússins væri ekki ósanngjörn, þegar haft er í huga, hversu sjúkrahúsið hefir verið sniðgengið og er orðið illa sett í húsnæðismálum. Annað sem reyna þarf í bygg- ingarmálum sjúkrahússins að fenginni reynslu, er að ná umsjón með framkvæmd nýbyggingar- innar úr höndum Innkaupastofn- unarríkisins og fela hana heima- mönnum. Til þess þarf leyfi og samþykki fjármálaráðuneytisins og meðmæli heilbrigðismála- ráðuneytisins, en ekki má það heita vonlaust verk. Fordæmi fyrir þessháttar umsjón heima- manna með byggingarfram- kvæmdum heilbrigðisstofnana mun vera að finna bæði í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Til þess að hreyfing komist á málið í heild þarf að vekja skiln- ing og áhuga almennings á því. Málið þarfnast stuðnings frá fólki almennt og það þarfnast atfylgis frá þeim fulltrúum, sem kjörnir eru af almenningi til að þoka málum áleiðis í bæjarstjórn og á Alþingi og leiðrétta það sem af- laga fer. Enda þótt helstu vandamál læknisfræðinnar, svo sem æða- og hjartasjúkdómar, krabbamein og geðveiki, séu að meira og minna leyti óleyst enn sem komið er, koma nútímalækningar engu að síður oftlega að gagni, lengja mannsævina og bjarga mannslíf- um endrum ogsinnum. Ekki mun ofmælt að í lækningum er meira í húfi en margt annað. öll meiri háttar barátta við sjúkdóma, bráða og langvinna, er nú orðið háð inni á sjúkrahúsum, því verður seint ofmetin sú þýðing sem stór og þróuð sjúkrahús hafa fyrir heilsu og velfarnað almenn- ings. Nú harðnar í ári í efnahags- málum þjóðarinnar og boðaður hefir verið niðurskurður á opin- berum framkvæmdum meðal annars spítalabyggingum. Ekki blæs því byrlega nú í seglin fyrir framkvæmdir við þjónustubygg- ingu spítalans. Fjórðungssjúkra- húsið hefir dregist svo aftur úr og er orðið svo afskipt í byggingar- málum að kalla má það homreku í því tilliti. Það er of mikilvægt mál og varðar of mikið almenn- ingsheill til að það sé látið liggja í þagnargildi til lengdar. Þeir sem starfa við sjúkrahúsið vænta þess að fólk í bæ og héraði, sveitar- stjórnarmenn og alþingismenn kjördæmisins leggi þessu máfi lið. Með því móti einu fær sjúkra- húsið leiðréttingu fyrr en síðar á því misrétti, sem það hefir orðið fyrir í byggingarmálum og fær að þróast á eðlilegan hátt í samræmi við framfarir í læknisfræði og kröfur tímans. Það er ábyrgðar- hluti að hafast ekki að til að bæta aðstöðu sjúkrahússins : ■ ' ■ : . - Nýr borgari DAGUR.11

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.