Dagur - 06.12.1979, Page 4

Dagur - 06.12.1979, Page 4
Skrifstofur Tryggvabraut 12. Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðstu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Úrslitin sýna kröfu kjósenda um vinstri stjórn Úrslit alþingiskosninganna er sigur málefnalegrar umræðu yfir skrumi og einföldunarpólitík. Sigurvegari kosninganna er Framsóknarflokkurinn, sem end- urheimti að fullu fyrri þingmanna- tölu sína og settist í sitt gamla sæti sem næststærsti flokkur landsins og stærsti flokkur lands- byggðar utan höfuðborgarsvæð- isins. Framsóknarflokkurinn er stærsti flokkur í 5 kjördæmum af 8. Flokkurinn jók fylgi sitt í öllum kjördæmum og endurheimti þing- sæti í Reykjaneskjördæmi, Reykjavík, Vestfjörðum og Norð- urlandskjördæmi eystra og vann auk þess þriðja þingsæti sitt í Norðurlandskjördæmi vestra, sem tapast hafði 1971. Efling Framsóknarflokksins er því mikil í öllu landinu, en mestur er sigurinn á Norðurlandi. f Norðurlandskjör- dæmi vestra jókst fylgið frá þing- kosningum 1978 um 11,5% og í Norðurlandskjördæmi eystra um 12%. Norðlendingar frá Hrútafirði að Langanesfonti létu því ekki sitt eftir liggja að efla Framsóknar- flokkinn þegar mikið lá við. Er það mjög við hæfi. Eftir þennan kosningasigur hef- ur Framsóknarflokkurinn í Norð- urlandskjördæmi eystra náð því hlutfalli af greiddum atkvæðum sem hann hafði að jafnaði fyrir 1971, eða nálægt 44%. Frá síðustu alþingiskosningum, sem háðar voru fyrir tæpu einu og hálfu ári, jókst atkvæðatala flokksins í kjör- dæminu úr 4150 í 5894 eða um 1744 atkvæði. Þetta sýnir að sjálfsögðu vaxt- armöguleika Framsóknarflokks- ins, en umfram allt eru kosninga- úrslitin vottur um það traust, sem flokkurinn fékk hjá vinstri sinnuðu fólki fyrir forystu sína í vinstri stjórninni og skýra stefnumörkun í efnahags- og atvinnumálum. Dagur túlkar þessi úrslit sem kröfu kjósenda Framsóknar- flokksins um endurreisn fyrra stjórnarsamstarfs. Eins og skýrt kom fram í kosningabaráttunni boðuðu frambjóðendur Fram- sóknarflokksins nauðsyn áfram- haldandi vinstra samstarfs. Þessi skoðun er greinilega áréttuð í grein Ingvars Gíslasonar í blaðinu í dag. Það stendur ekki á fram- sóknarmönnum að beitast fyrir endurreisn fyrra stjórnarsam- starfs. Það er von blaðsins að Al- þýðubandalagsmenn og Alþýðu- flokksmenn láti ekki sinn hlut eftir liggja um stjórnarmyndun. Lífsfletir Ævisaga Árna Björnssonar tónskálds skráð af Birni Haraidssyni í öllum greinum er bók þessi af- rek. Hún er það frá hendi skrá- setjara og þeirra sem með honum unnu að bókinni frá upphafi til enda. Bókinn er einnig afrekssaga fólks. Sigur andans yfir efninu. Bókin er fagurt æfintýr. Hún er átakanlegur harmleikur og að lokum stórbrotin hetjusaga. Ámi Bjömsson er Keldhverf- ingur, en þar vaxa enn greinar af hinum mikla listamannameiði, er rótum skaut á Hallbjarnarstöðum á Tjömesi, fyrir hartnær 200 ámm. Lim hans teygir sig vítt um land núorðið. Ámi var undra- bam, tónlistin bjó í hjarta hans og mótaði orð hans og æði. Ytri kjör voru kröpp og námsferillinn seinfarinn, en það var fagurt ævintýr, því drottning listanna skýlir börnum sínum. Á miðri sigurgöngu féll skugg- inn þó yfir kjörbarn hennar og eru þar örlagaskuld goldin, sem enginn veit hvernig til var stofnað né hvenær. En þá hefst hetjusag- an. Hetjusaga Helgu Þorsteins- dóttur, konu Áma og dætra þeirra, fyrst og fremst, en vinir, leikir og lærðir, studdu að. Tón- listin, gyðjan góða, yfirgaf heldur ekki kjörbamið. Hún breytti húsi sorgarinnar í söngvahús. Hús gleðinnar, vonarinnar og sigurs- ins. Ég undrast snilld Bjöms Har- aldssonar, á gamalsaldri að rita þetta verk. Þekking á tónlist og frægum verkum og höfundum, vitanlega átti hann góða að. En hér er meir en persónusaga. Saga tónlistar er innofin. Saga „postulanna tólf“ er unnu að fæðing og fullþroska Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Við kynn- umst fjölda listamanna og andi þeirra lýsir hverja línu bókarinn- ar. Myndir hér eru bæði margar og mikilsvirðar. Það er engu vant. Bréfið, sem Björg dóttir Áma, nú leikkona í London, skrifar söguritara er fagurt vitni um æskuheimilið í skugga sjúkdóms Árna. Bréf séra Gunnars Bjöms- sonar vitnar um þetta sama heimili, sem hús mússíkur, er Katrín Ámadóttir leiddi þangað skólasystkini sín í tónlistaskóla til æfinga. En hlutur eiginkonunnar Kristján frá Djúpalæk skrifar um bækur og húsmóðurinnar Helgu er stærstur, ógleymanlegastur og virðingarverðastur. Hann kann líka að tjá okkur það hann Bjöm, söguritarinn aldni, ekki með mörgum lýsingarorðum í hástigi, heldur lætur hann verkin tala. Kærar þakkir öll. Þessi bók gefur lesendum fordæmi, falli skuggi örlagadómsins yfir þá. Kreppa og þroski Johan Gullberg Þýðandi Brynjólfur Ingvarsson Bókaforlag Odds BJörns- sonar Þessi bók kom út s.l. sumar og ég hefði viljað vekja athygli á henni fyrr, því hún er gagnleg. Mætti vera til á heimilinu. Bókin er fyrst og fremst leið- beiningarrit fyrir þá, er eiga við að búa fólk með geðræn vanda- mál, andlega erfiðleika yfirleitt. En þó er hún ekki síst miðuð við starfsfólk á geðdeildum. En að auki er hún þörf í þjóðfélagi vel- ferðarinnar, þar sem máltækið gamla virðist sannast: Það þarf sterk bein til að þola góða daga. Allt fram á okkar daga var hugsjúkt og geðveikt fólk með- höndlað eins og dýr og glæpalýð- ur. Ófögur yrði sagan sú yrði hún skráð, ekki síður en saga niður- setninga og hreppsómaga fortíð- ar. Nefnd skulu nokkur atriði, sem hér er fjallað um og talin eru geta valdið „andlegum kreppum": Hvenær má bam byrja á dag- heimili, samkeppni systkina, bamið og dauðinn, bamaskóla- aldur, unglingsaldur, gelgjuskeið, táningsár. Þá má nefna hlut- verkaskiptingu og kynlífsvanda- mál, fertugskreppuna, gamals- aldur, ellilífeyriskreppu og and- látið. Þetta eru nokkur af mál- efnum bókarinnar og reynt að leiðbeina bæði sjálfum kreppu- þolum og þeim, sem umgangast þá og eiga að hjálpa þeim utan sjúkradeilda og innan. Tunga okkar er enn lítt tamin að sérfræði og vísindum. Orð hefur orðið að skapa, þýða og staðfæra og hefur víða hörmulega til tekist, ekki síst í sál-, félags- og hagfræðigreinum. Margir telja langskólamenn okkar nálgist því meir að verða ómálga sem þeir ná hærri menntagráðu. Þýðandi þessarar bókar er skáld og orð- hagur alla jafna en margt mætti þó að þessari þýðingu finna, málfarslega. Kannski heldur hann sig um of við orðrétta yfir- færslu? Hefði verið betra að end- ursegja efnið meir á frjálsu færi? Mér þykja setningar hér marg- ar of langar og „knúsaðar“, þó maður hafi verra séð. Orð eins og „útleysa“, (sjá bls. 15. og víðar) er einlægt notað þar sem betur færi að hafa sagnirnar: valda, orsaka, leysa (úr læðingi). Á bls. 148 stendur þessi setning (rætt um vanda að tilkynna slys): „Lögregluþjónn getur að vísu sjálfur útleyst loststig með komu sinni“. Ætli maður hefði ekki bara sagt að hann gæti valdið taugaáfalli með komu sinni. Þetta eru dæmi, sem mér urðu til ama hjá annars góðum þýð- anda. Hvað þá um hina stofnanamálsþrælana? Stefán Valgeirsson, alþingismaður: Kjósendur krefjast þess að Framsókn myndi stjórn „Mér er nú efst í huga þakklæti til allra þeirra sem stuðluðu að þvi að sigur Framsóknarflokks- ins varð eins stór og raun ber vitni. Ég hef unnið meira og minna við kosningar í 40 ár og ég hef aldrei fundið jafn mikinn baráttuvilja fyrir nokkrar kosningar, að undanskildum forsetakosningunum 1968. Það sem vakti mesta athygli mína var það hve margt ungt fólk hafði samband við okkur og vann fyrir flokkinn af miklum dugnaði,“ sagði Stefán Val- geirsson alþingismaður í samtali við Dag þegar úrslit í alþingis- kosningunum lágu fyrir. Sigurinn var stór Síðan sagði Stefán: Ég veit ekki hvort fólk hefur almennt gert sér grein fyrir því hvað sigur okkar var stór. Þótt við leggjum saman at- kvæðamagn Sjálfstæðisflokksins og Jóns Sólness kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn hefur 3ja manninn samt inn með yfirburð- um. Annar maður Sjálfstæðis- flokksins fékk 1809,5 atkvæði, en þriðji maður Framsóknar var með á bak við sig 1964 og % úr atkvæði. Ef Jón hefði ekki klofið sig út úr Sjálfstæðisflokknum — og gerum ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið samanlegt átkvæða- magn D- og S-listans (sem er ákaf- lega ólíklegt) þá hefði Halldór Blöndal náð kosningu sem kjör- dæmakjörinn þingmaður, en um leið lagt að velli Áma Gunnarsson, sem var með 1788 atkvæði á bak við sig. Þjóðin hafnar stefnu Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins Ánægjulegast við þetta allt sam- an er sú staðreynd að Framsóknar- flokkurinn var inni með þrjá þing- menn — þó svo klofningurinn í Sjálfstæðisflokknum hefði ekki komið til sögunnar. Við bættum við okkur 1754 at- kvæðum sem þýðir 12% aukning. Hlutfallslega er Framsóknarflokk- urinn í Norðurlandskjördæmi Stefán Valgeirsson. eystra og vestra með hæsta hlut- fallstölu, eða 43,9% en Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavík kemur næst með 43,8%. Ég sé ekki betur en að niður- staðan í þessum kosningum sé sú að þjóðin hafni algjörlega þeirri stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn boðaði fyrir kosningar. Enda er „leiftursóknin" með öllu ófram- kvæmanleg eins og Sjálfstæðis- flokkurinn setti hana fram. Það hafa kjósendur séð. Þeir hafa einnig áttað sig á samdráttarstefnu Alþýðuflokksins. Fólkið krefst þess að sé haldið uppi fullri atvinnu, sé það mögulegt og við munum leggja okkur fram til að verða við þeirri kröfu. Mun reyna til þrautar — Að lokum? Fylgisaukning Framsóknar- flokksins undirstrikar þann vilja þjóðarinnar að hann haldi áfram stjórnarforystu. Framsóknarflokk- urinn mun líka reyna til þrautar, sé farið fram á það, að fá A-flokkana til samstarfs. Ef þessum þremur flokkum tekst ekki að koma sér saman er líklegast að mynduð verði ný viðreisn. Ef það gerist verða fleiri fjaðrir plokkaðar úr Alþýðu- flokknum. Nú misstu þeir þriðjunginn af atkvæðunum sem þeir fengu í fyrra — það gæti farið svo að eftir veru í nýrri viðreisn myndi Alþýðuflokkurinn tapa öðru eins. Að lokum vildi ég þakka þeim fjölmörgu sem hringdu í mig á kosninganóttina. Það voru ólíkleg- ustu menn úr öllum flokkum sem sögðust hafa kosið með okkur. Einnig vildi ég koma á framfæri þakklæti til starfsmanna skrifstofu Framsóknarflokksins á Akureyri og einnig til þeirra sem vinna á Degi fyrir ánægjulegt og árangurs- ríkt samstarf. — áþ. Ný hljómplata: Einar frá Hermundar- felli og Garðar í Lautum í Reykjadal KOMIN ER út hljómplata hjá SG-hljómplötum þar sem Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli í Ingvar Gíslason, alþingismaður: Við stefnum að vinstri stjórn Norðlensk alþýða er ein og óskipt SIGUR Framsóknarflokksins var mikill í þessum kosningum, en hvergi viðlíka og í báðum kjör- dæmum Norðurlands. í Norður- landskjördæmi eystra varð sigur flokksins þó mestur. Flokkurinn hefur hér hlutfallslega mest at- kvæðamagn og atkvæðatalan er vissulega langhæst allra kjördæma utan Reykjavíkur. Ekki er ég í vafa um að flokkurinn átti fylgisaukn- ingu að fagna í öllum byggðum kjördæmisins. Bendi ég á í því sambandi — mönnum til hugleið- ingar — að Norðurlandskjördæmi eystra er víðlent og fjölmennt kjör- dæmi með margþætta samsetningu atvinnulífs, starfsstétta og stærðar- hlutfalla einstakra byggða. Að því leyti er kjördæmið eins og ísland í hnotskurn, margbrotið og fjölþætt samfélag vinnandi fólks í öllum starfsgreinum. Framsóknarflokk- urinn er því ekki sterkur hér í kjör- dæminu fyrir það eitt að hann á mikið fylgi meðal bændastéttar- innar — sem er óumdeilt mál — heldur af því að fólk í öllum byggðum og af öllum starfsstéttum finnur sig eiga samleið með flokknum þegar á reynir. rram- sóknarflokkurinn er og á að vera flokkur norðlenskrar alþýðu og er ekki „stéttarflokkur" að neinu öðru leyti. Stéttarhagsmunir verka- mannsins á Akureyri og bóndans í Mývatnssveit eru jafnmikilvægir á sama hátt og enginn getur fært sönnur á hvor þessara manna vinni þjóðnýtara starf eða leggi meira á sig í erfiði og vinnuafköstum. Norðlensk alþýða er ein og óskipt. Hagsmunaárekstrar og samstarf Það er gæfa Framsóknarflokks- ins að hann sækir fylgi sitt jafnt í þéttbýli og dreifbýli. Fljótt á litið kann svo að virðast að hagsmunir geti rekist á innan kjördæmisins. Enda fer ekki hjá því í vissum til- fellum. Sumum kann e.t.v. að sýn- ast Akureyri risi meðal annarra byggða kjördæmisins. En fram- sóknarmenn á Norðurlandi ættu ekki að mikla slíkt fyrir sér, og gera það reyndar ekki. Meðan kjör- dæmaskipunin er í núverandi horfi ber að minnast þess að hvergi í kjördæminu er samankominn á einum stað stærri kjósendahópur Framsóknarflokksins en á Akur- Ingvar Gfslason. eyri. Svo hefur verið í mótlæti og svo er í meðlæti. Ég taldi fyrir kosningar að lágmarksaukning á fylgi flokksins á Akureyri einni þyrfti að vera 500 atkvæði frá því sem var 1978. Þessi aukning varð áreiðanlega meiri í reynd. Fram- sóknarflokkurinn er nú stærsti og samstæðasti flokkur á Akureyri. Með þessum orðum er, ég ekki ofgera hlut Akureyrar á. kostnað annarra byggðarlaga. Slíkt er fjarri mér. En ég vil ekki að hlutur Ak- ureyrar gleymist í þessu sambandi. Þó er ég umfram allt að leggja áh- erslu á nauðsyn samvinnu allra Norðlendinga um sameiginleg hagsmunamál, ekki síst hin póli- tísku mál. Þakkir til samstarfs- manna Það var ánægjulegt að vinna í þessari kosningabaráttu. Við fram- bjóðendur Framsóknarflokksins komum víða og hittum marga að máli. Við áttum alls staðar góðu að mæta. Stuðningsfólk okkar vann af lifandi áhuga, sem ég vil þakka sérstaklega. Samherjar mínir á framboðslistanum reyndust hver öðrum betri sem fundarmenn og baráttumenn yfirleitt. í því sam- bandi nefni ég nýju mennina á list- anum, Guðmund Bjarnason, Níels Á. Lund og Hákon Hákonarson, sem tóku þátt í kosningabaráftunni til jafns við okkur Stefán Valgeirs- son. Verður þeim það seint full- þakkað. Nöfn Böðvars á Gaut- löndum og þeirra frambjóðenda, sem skipuðu neðri sæti listans, gáfu B-listanum góðan heildarsvip. Ég hlýt í lok þessarar kosningabaráttu að bjóða Guðmund Bjarnason sér- staklega velkominn í þingflokkinn, en minni á að Níels, Hákon og Böðvar eru varamenn okkar þriggja kjörinna þingmanna. Þeir gegna því mikilvægu hlutverki í samstarfi okkar. Það er von okkar nýkjörinna þingmanna og varamanna að yfir- lýstur vilji okkar um endurreisn vinstra samstarfs geti orðið að veruleika. Með þvi hugarfari tökum við til starfa að loknum þessum sögulegu kosningum. Ingvar Gíslason. Þistilfirði og Garðar Jakobsson bóndi í Lautum í Reykjadal leika saman á harmoniku og fiðlu. Er harmonikan af aldinni gerð og engan veginn vansalaust að leika á hana þannig að hagnýttir séu þeir fábreyttu möguleikar sem hún gef- ur. Á plötuumslagi segir m.a. „Þessi lög munu láta vel í eyrum elstu kynslóðarinnar, enda eru mörg þeirra falleg og skemmtileg. Þau eru þáttur úr dansmenningu þjóð- arinnar, og í þeim lifir æskufjör og lífsgleði liðinna kynslóða. Meiri- hluti laganna er sennilega upp- runnin í Noregi eða Svíþjóð." Ljósmyndin á framhlið plötu- umslagsins er frá Akureyri frá síð- ustu aldamótum og er tekin af Hallgrími Einarssyni ljósmyndara, en lánuð af Minjasafninu á Akur- eyri. Jólatré SALA JÓLATRJÁA og greina hjá Skógrækt ríkisins hefst í Mývatns- sveit 12. desember. Á Húsavík verður selt dagana 14. og 15. des- ember hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Sölumenn verða í útibúum KEA í Ólafsfirði 18. desember og Dalvík 19. desember. f Þingeyjarsýslum verður salan að öðru leyti í útibú- um kaupfélaganna. Sérstök athygli er vakin á því að fók getur pantað jólatré frá Skóg- rækt ríkisins, Vöglum, í síma 23100. Þetta er í fyrsta skipti sem nóg er af íslenskum trjám til sölu fyrir jólin. Áhuginn gerir menn gjaldþrota Dagur ræðir við Hauk Jóhannsson, skíðakappa ÍSLENSKA landsliðið í alpagreinum er nýlega komið úr æfingaferðalagi á Ítalíu. Þeir dvöldu þar á stað sem heitir Snallstad og er rétt við landamæri Austurríkis. Ak- ureyringarnir Haukur Jóhannsson, Karl Frímans- son og Nanna Leifsdóttir eru í íslenska landsliðinu og blaðamaður íþróttasíðunnar átti eftirfarandi viðtal við Hauk hér eitt kvöldið en hann var þá nýlega komin af æfingu í badminton, en hann er Akureyrarmeistari í þeirri iþróttagrein. Hann sagði Snallstað vera í um 3000 metra hæð og loftið þunnt og tæki nokkurn tíma að venjast loftslaginu. Á þessum stað æfa flest landslið Evrópu og Ameríku. f öllum brekkum er fullt af fólki og allt „mor- andi“ í æfingarbrautum. Hauk- ur sagði að aðstaða væri öll mjög góð, en veður var ekki upp á það besta þessar þrjár vikur sem þau dvöldu þar. íslanska landsliðið æfði undir stjórn landsliðsþjálfarans Guðmund- ar Södering en hann er sænskur. Haukur sagði að allt skíða- landsliðið væri komið á samn- ing hjá skíðaframleiðendum og fengu þeir sinn útbúnað frían. Hann kvaðst til dæmis hafa fengið fjögur pör af skíðum ásamt öðrum útbúnaði svo sem bindingum, skóm, stöfum o.fl. Unglingalandsliðið fengi hins vegar tvö samskonar sett. Hann segir þetta hjálpa mikið til því þessi skíði notuðust aðeins eitt ár, en hvert par kostaði hér út úr búð um 150.000.00 kr. Sömu þjónustu segir hann öll önnur skíðalandslið fá hjá framleið- endum skíðavara. Að vísu sagði Haukur að þetta væri það eina sem þeir fengu fyrir ekki neitt, því ferðina til Ítalíu hefðu þau þurft að greiða sjálf, jafnvel þótt hún væri farin til undirbúnings Ólympíuleikjunum sem fram fara síðar í vetur. Þetta væri nú ekki heldur eina æfingaferðin, því eftir nokkra daga fara þau til Noregs og verða þar fram til 22. desember. Að vísu hefði Nanna sparað sér heimferðina því hún fór beint frá Italíu til Svíþjóðar og kemur síðan til móts við hina í Noregi. Aftur eftir áramótin fara þau svo til Evrópu í æfingabúðir, og enn þurfa þau að greiða allan kostnað sjálf. Það eru svo ekki fyrr en á sjálfum Ólympíu- leikjunum sem þau fara frítt. Haukur sagði að lauslega áætl- að væri þessi kostnaður 1,5 til 2 milljónir í útlögðum peningum, og síðan kæmi svo vinnutap upp á aðra eins upphæð. Það er því dýru verði keypt hjá skíðamönnum að taka þátt í Ólympíuleikjunum. Skyldu þessir skíðamenn ekki vera einu íþróttamennirnir sem þurfa að borga slíkar ferðir sjálfir? (inn- skot blaðam). Að vísu sagði Haukur að IBA hefði styrkt þau en það segði lítið í hinum geysilega kostnaði. Haukur var af því spurður hvort hann hefði ekki orðið var við Svíann Stenmark þama í brekkunum. Jú, hann hélt nú það. Hann æfði þama allan daginn og þegar allir fóru inn í hótelin þegar veðrið var orðið mjög vont, snjókoma og stormur hélt Stenmark áfram að „skíða,“ og sagði að hann yrði að æfa sig við þessar aðstæður því þær gætu einnig komið upp í keppni og þá þyrfti hann að kunna að mæta þeim vandræðum sem snjókoman ylli. Haukur sagði að venjulega væru það þjálfararnir sem rækju skíðamennina áfram, en hjá Stenmark væri þetta öfugt því hann ræki sinn þjálfara áf- ram. Hann sagði að hvar sem Stenmark færi væri hann um- kringdur af fréttamönnum sem jafnvel eltu hann á þyrlum um fjallið. Sífellt væri fólk að biðja hann um eiginhandaráritanir, en Stenmark tæki þessu öllu með jafnaðargeði. Á kvöldin sæist hann hins vegar ekki, og alls ekki á börum hótelanna því hann gengur snemma til náða og bragðar að sjálfsögðu aldrei áfengi né neytir tóbaks. Handbolti UM HELGINA verða tveir leikir í annarri deild i handbolta í íþróttaskemmunni, en þá keppa Akureyrarliðin Þór og KA við Þrótt úr Reykjavík. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.