Dagur - 03.01.1980, Blaðsíða 8
DAGUR
Akureyri fimmtudagur 3. janúar 1980
EINANGRUNARBAND
J Wí -p—1 'D CRí - -—i ofl “P
uu lii uái L - > UJ alL - UJ
Verð ekki aftur í
Æ|g segir Kristján Eldjárn
I H dlTllv v wl ávarpi til þjóðarinnar
KRISTJÁN ELDJÁRN for-
seti íslands flutti sl. þriðjudag
ávarp í útvarpi og sjónvarpi
eins og venja er á nýársdag.
Forsetinn tilkynnti að hann
muni ekki gefa kost á sér til að
gegna embætti forseta að
þessu kjörtímavili loknu.
Forsetinn sagði m.a. í ávarpi
sínu: „Góðir landsmenn. Langt
er nú liðið á 3ja kjörtímabil mitt.
Það er áreiðanlega á vitorði
flestra að ég hef fyrir alllöngu gert
það upp við mig að bjóða mig
ekki oftar fram til að gegna em-
bætti forseta Islands. Fyrir
nokkrum mánuðum skýrði ég
forsætisráðherra sem þá var frá
ákvörðun minni svo og formönn-
um allra stjórnmálaflokka —
ennfremur nýlega núverandi rík-
isstjórn. Og nú skýri ég yður öll-
um frá þessu opinberlega. Stað-
festi það sem fáum mun koma á
óvart."
I lögum um framboð og kjör
forseta íslands segir m.a. að for-
setakjör skuli fara fram síðasta
sunnudag í júnímánuði. Forsætis-
ráðherra auglýsir kosninguna í
útvarpi og Lögbirtingarblaði eigi
síðar en 3 mánuðum fyrir kjördag
og tiltekur lágmark og hámarks-
tölu meðmælenda forsetaefnis úr
landsfjórðúngunum í réttu hlut-
falli við kjósendatölu. Framboð-
um til forsetakjörs skal sam-
kvæmt lögunum skila í hendur
dómsmálaráðuneytinu ásamt
samþykki forsetaefnis, nægilegri
tölu meðmælenda og vottorðum
yfirkjörstjórna .um að forsetaefn-
ið sé á kjörskrá. Framangreint
þarf að vera komið í ráðuneytið
síðan hverjir séu í kjöri til for-
setaembættisins. Ef frambjóð-
andi er einn er hann sjálfkjörinn
fullnægi hann settum skilyrðum.
Kristján Eldjárn, forseti Islands.
• UtibúKEA • Góður leiðari
á Hauganesi , te|ðara Tin)aas þana 2
25 ara október 1954 má lesa eftir-
farandi: „Það stjórnarfar,
KEA opnaði útibú á Hauga- sem myndi skapast hér á
nesi þann 12. september landi, ef íhaldið fengí meiri-
1954 og því varð útibúið 25 hluta væri alræði braskar-
ára í síðasta mánuði. Útibús- anna — versta og skaðleg-
stjóri frá upphafi hefur verið asta stjórnarfar, sem til er í
Angantýr Jóhannsson frá heiminum, þegar skipulag
Setá, en fulltrúi hans og kommúnismans er undan-
hægri hönd í starfi er Antonía skilið. Það eru braskarar sem
Antonsdóttir. Verslunin er ráða Sjálfstæðisflokknum og
vaxandi í útibúinu þótt við- þeir myndu nota valdaað-
skiptasvæðið sé ekki mann- stöðuna án minnstu misk-
margt. Árið 1978 var heildar- unnar og tillitsemi.“ Svo
veltan u.þ.b. 160 milljónir mörg voru þau orð.
króna.
Steinn sker út laufabrauð á Þórshöfn
JÓLABLAÐ Dags var komið út
þegar við fengum þessa ágætu
mynd austan frá Þórshöfn - en
hvað um það mynd Más Óskars-
sonar sendur vel fyrir sínu. Hún
sýnir Stein J. Guðmundsson (t.h.)
ásamt Jóni Jóhannssyni á Þórs-
höfn, en Steinn var að aðstoða
Jón og konu hans Maríu Jó-
hannsdóttur við útskurð á
laufabrauði.
Steinn byrjaði að skera út
laufabrauð 8 ára gamall og hefur
ekki ennþá misst úr neitt skipti -
orðinn vanur að skera út laufa-
brauð enda orðinn 65 ára gamall.
Kunnugir segja að Steinn skeri
manna best út laufabrauð og að
auki virðist hann hafa góða lyst á
því ef marka má mynd Más
Óskarssonar.
Gamlárskvöld á Akureyri:
Eins og mánudags-
kvöld
„VIÐ HÖFUM sagt undanfarin
áramót að gamlárskvöld væri
eins og venjulegt laugardags-
kvöld, en mér fannst gærkvöldið
vera eins og mánudagskvöld,“
sagði Erlingur Pálmason lög-
regluvarðstjóri í samtali við
blaðið á nýársdag. „Eftir böllin
var margt um manninn í mið-
bænum um tíma. Þetta voru að-
allega unglingar sem voru að
koma af skemmtunum i Gagn-
fræðaskólanum og Dynheimum.
Ástandið er gjörbreytt frá því
sem það var fyrir nokkrum árum
— eða á milli 1950 og 1960. Þá
var nóg að gera á
gamlárskvöld.“
Alls voru 4 brennur á Akureyri á
gamlárskvöld, en það er nokkuð
Fangageymslur auðar á nýársnótt
0 Erfiðisvinna
barna
Fjöldi þeirra barna sem vinna
erfiðisvinnu allt frá 7 ára aldri
eða jafnvel yngri, er ekki vit-
aður með vissu, en sam-
kvæmt því sem Francis
Blanchard, forseti Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar
sagði nýlega, er fjöldinn ekki
undir 52 milljónum. Flest eru
þessi börn við vinnu í land-
búnaði og hæst er hlutfallið í
fátækustu þróunarlöndunum
eða um 40 börn af hverjum
1000 íbúum.
(Úr grein eftlr Björn Þor-
steinsson kennara).
% Vísnagátur
Kristján H. Benediktsson
hefur sent frá sér bækllng
sem inniheldur fjölmargar
vísnagátur. Víkurblaðið á
Húsavík gefur út. Og hér
kemur ein vísan
Á lygnu vatnl Ijóst hún sést.
Lýtir gjarnan nefið mest.
i timburvegg hún tollir best.
Talin áður mannskæð pest.
minna en oft áður. Erlingur sagði
að kveikt hefði verið í brennunum
fyrr en almenningur hefði átt von á
og því færri en ella komið til að
horfa á. Þegar umferð vegna
brennanna lauk gjörtæmdust götur
af fólki þar til dansleikir hófust um
miðnætti.
Dansað var á fimm stöðum,
Sjálfstæðishúsinu, H-100, Gefjun-
arsalnum, Dynheimum og Gagn-
fræðaskólanum. Lögreglan var
aldrei kölluð út á þrjá fyrstu stað-
ina, einu sinni í Dynheima, en
nokkrum sinnum í
Gagnfræðaskólann.
„Enginn var settur í fangelsi á
nýársnótt. Það stóð aldrei til því
enginn gaf tilefni til að það væri
gert. Þá urðu engin slys á fólki,“
sagði Erlingur að lokum.
Fyrsta barnið á
fæðingardeild F.S.A. var
14 marka sveinbarn
KLUKKAN 4.45 á nýársdags-
morgun leit fyrsta barn ársins á
Akureyri dagsins Ijós. Það reyn-
ist vera tæplega 14 marka
drengur — sonur hjónanna Sig-
urlaugar Guðmundsdóttur og
Hermanns Ragnars Jónssonar,
Seljahlíð lg. Móður og syni
heilsaðist vel í gær.
Um klukkan 14 í gær höfðu 4
böm fæðst á nýja árinu og að sögn
viðmælenda blaðsins var það 5.
væntanlegt síðar um daginn.
Á síðasta ári fæddust 435 börn í
429fæðingumáF.S.A. ogárið 1978
voru fæðingarnar 355. Aukningin
milli ára er því um 22%. Húsnæði
fæðingardeildarinnar er fyrir Iöngu
orðið alltof lítið og ef fram heldur
sem horfir er lífsnauðsynlegt að
stækka það til muna.
Tæringar-
hraði
hægur
IÐNTÆKNISTOFNUN ís-
lands hefur gert athuganir á
málmtæringu fyrir Hitaveitu
Akureyrar. Komið hefur í
ljós að tæringarhraði á stáli
og eir er mjög hægur í hita-
veituvatni á Akureyri, en
ástæða talin til að fylgjast
áfram með tæringu.