Dagur - 03.01.1980, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaöur: ASKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Við áramót
Áramót eru tími reiknisskila. Þá gera
menn upp reikninga liðins árs og í
Ijósi niðurstöðunnar eru gerðar áætl-
anir fyrir árið, sem í hönd fer og metnir
þeir valkostir sem eru fyrir hendi. Enn
mun líða nokkur tími þar til tölulegar
niðurstöður liggja fyrir um síðasta ár
og því of snemmt að gera það að um-
ræðuefni sem einkanlega byggist á
tölum. Á öðrum sviðum þjóðiífsins
ætti myndin að vera skýrari og óviss-
an minni — en því fer fjarri að svo sé.
Við þessi áramót stöndum við íslend-
ingar frammi fyrir margvíslegum
vanda, en þannig hefur það verið og
mun jafnan verða. Hins vegar er það
eflaust svo, að flestir mikli þennan
vanda fyrir sér, og geri sér ekki grein
fyrir í hverju hann er fólginn og það er
áhyggjuefni. Ekki hrjáir íslendinga
atvinnuleysi eins og flestar ná-
grannaþjóðirnar — a.m.k. ekki enn
sem komið er. Þetta er athyglisverður
og mikilvægur árangur sem vert er að
undirstrika. Ekki síst vegna hinnar
miklu og varnanlegu verðbólgu sem
ekki hefur tekist að halda í skefjum.
Líklegt er taiið að jöfnuður hafi
náðst í viðskiptum landsins við aðrar
þjóðir á síðasta ári þrátt fyrir olíu- og
bensínhækkunina sem olli okkur
rúmlega 40 milljarða króna útgjalda-
aukningu á árinu.
Á hinu pólitíska sviði er allt í óvissu
um þessi áramót. Landið er stjórn-
laust og hefur svo verið um 3ja mán-
aða skeið. Þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir til að leita eftir grundvelli til
myndunar starfshæfrar ríkisstjórnar
þá hefur enn ekkert gerst sem bendir
til þess að það muni takast í bráð.
Hætt er við að alþingismenn muni
sæta vaxandi gagnrýni ef þetta
ástand varir mikið lengur. Hvort-
tveggja er að ýmis mál bíða nú úr-
lausnar og tæpast verður tekið á þeim
meðan núverandi ástandið varir. En
nú fer mjög að reyna á langlundargeð
þeirra sem í hlut eiga og svo hitt að
vandamálin stækka óðfluga og blátt
áfram hrannast upp eftir því sem
lengra líður. Og ekki eru þeir fáir sem
telja það mjög ámælisvert ef dagar
þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr
verða fleiri en þeir eru þegar orðnir.
Ástandið í stjórnarmyndunarmál-
unum er uggvænlegt og lofar ekki
góðu. Það er ekki nóg með að skoð-
anamunur milli flokkanna sé mikill í
mörgum veigamiklum málum — svo
mikill að vandséð er hvort málamiðl-
un næst. Innan sumra flokkanna er
ástandið engu betra. Þar er hver
höndin upp á móti annarri og engin
forysta sem virðist hafa möguleika á
að ná samstöðu um neitt. Hjá því get-
ur varla farið að til stórtíðinda dragi
innan fárra vikna í þessum flokkum
— en tii hvers það kann að leiða skal
ósagt iátið. Það gefur auga leið að
forystumenn þeirra flokka, sem
hvorki hafa dug eða hæfileika til að
stjórna eigin flokki, eru tæpast lík-
legir tii að ná samstöðu mllli flokka
um lausn á þeim vandamáium þjóð-
arinnar sem nú bíða úrlausnar.
Kveðja f rá blaðstjórn
Dags í tilefni ritstjóraskipta
Erlings Davíðssonar. Grundvallarskoðanir hafa ekki brenglast
og rólegyfirvegun hefur ráðið ríkjum. Sanngirni og hlútlœgni
gagnvart mönnum og málefnum hefur verið höfð að leiðarljósi.
Sókndirfsku fyrir byggðastefnu og lýðræðislega félagshyggju
hefur hvergi skort og blaðið reyndar verið mjög mótandi í
viðhorfum þjóðarinnar til byggðastefnunnar. Málvöndun hefur
verið með því bezta, sem þekkist í íslenzkri fjölmiðlun, og svo
áberandi hefur hún verið, að einn hinn mesti núlifandi mál-
snillingur þessarar þjóðar sá eitt sinn fyrir nokkrum árum
ástœðu til þess að minnast Dags séstaklega í þessu efni. Festa
hefur ríkt i útgáfu blaðsins og hefur Erlingur lagt mjög ríka
áherzlu á, að kaupendur blaðsins gœtu treyst á reglubundna
útkomu þess. Á síðustu árum hefur verið unnið að endurnýjun
á allri aðstöðu blaðsins og öflunar nýjustu tœkni tilprentunar
þess og hefur Erlingur sýntþessu mikinn áhuga og lagt drjúgan
skerf af mörkum tilþessara mála. Á þessum tímamótum, þegar
hann kýs að láta af störfum sem ritstjóri má með sanni segja, að
staða blaðsins á flestum sviðum sé traust og heilbrigð. Fyrir
höndblaðstjórnarinnar vil égþví viðþessi tímamót fœra honum
alúðar þakkir fyrir góða ávöxtun þess punds, sem honum var
fengið til varðveizlu fyrir aldarfjórðungi síðan. Jafnframt óska
ég honum, eiginkonu hans, frú Katrínu Kristjánsdóttur, og
fjölskyldunni allri framtíðarheilla. Erlingur hefur, eins og
kunnugt er, haslað sér völl sem þjóðkunnur rithöfundur og er
ég þess fullviss, að stílvopn hans muni enn leiftra um mörg
ókomin ár lesendum hans til gagns og ánœgju.
Eins og áður sagði tekur Hermann Sveinbjörnsson við rit-
stjórninni frá byrjun þessa árs. Hermann er œttaður frá Nes-
kaupstað, lögfrœðingur að mennt og kunnur fréttamaður við
Ríkisútvarpið. Kona hans er A uður Sœmundsdóttir. Ég býð
þau hjónin hjartanlega velkomin til mikilvœgra starfa í höf-
uðstað Norðurlands. Engin dul eráþað dregin, að mjög miklar
vonir eru bundnar við störf Hermanns sem ritstjóra Dags. Ég
örfáum orðum og þá í þeim tilgangi að bera fram verðskuld-
aðar þakkir og góðar óskir.
Það mun nánast óumdeilt, að staða Dags sem fjölmiðils sé
mjög sterk áAkureyri og í Eyjafirði, og reyndar á Norðurlandi
yfirleitt. Það mun einnig nánast óumdeilt, að Dagur nýtur
víðtœks trausts sem heiðarlegur, málefnalegur fjölmiðill og ein
helzta brjóstvörn byggðastefnu og lýðrœðissinnaðrar félags-
hyggju í þessu landi. Þetta traust, sem við finnum að Dagur
nýtur, er dýrmœtasta eign blaðsins og fjöregg þess. Þetta traust
hefur ekki áunnist fyrir tilviljun, heldur aðeins fyrir óþrjótandi
elju og áhuga þeirra, sem blaðið hafa leitt og fyrir það starfað,
og eiga þar lang drýgstan hlut að máli ritstjórarnir, sem mótað
hafa stefnu blaðsins og málflutning allan í sókn og vörn. Er-
lingur Davíðsson fékk það erfiða hlutverk fyrir u.þ.b. aldar-
fjórðungi að taka við ritstjórastarfinu af Hauki heitnum
Snorrasyni, hinum fœrasta blaðamanni og ritstjóra, sem hafið
hafði Dag til aukins vegs og virðingar og ávaxtað dyggilega
það pund, sem hann tók við frá sínum mikilhœfu forverum í
ritstjórastarfinu. Erlingur hafði áður starfað við blaðið um 5
ára skeið og hefur hann því alls starfað við blaðið um helming
af œviskeiði þess, en Dagur varð 60 ára 1978, eins og menn
muna. Mikið vatn hefur til sjávar runnið þann aldarfjórðung,
sem Erlingur hefur ritstýrt blaðinu, og meiri breytingar og
efnahagslegar framfarir orðið í landinu en á nokkru öðru
aldarfjórðungsskeiði fyrr í sögu þjóðarinnar. Breytingunum og
framförunum hefur að sjálfsögðu fylgt mikið umrót ogþví verið
vandasamt landsfeðrum og öðrum, sem að stefnumótun og
upplýsingu fyrir almenning hafa starfað, að sjá til átta og leiða
mál á farsælar brautir. Fjölmiðlar hafa fengið vaxandiþýðingu
og um leið lagst á þá aukin ábyrgð, sem þeir margir hverjir því
miður hafa ekki verið í stakk búnir til þess að axla og því
brugðist hlutverki sínu sem nauðsynleg kjalfesta heilbrigðrar
skoðanamyndunar sem grundvallar skynsamlegrar framtíðar-
lausnar á vandamálum hvers tíma. Frá þessu eru vissulega til
ánœgjulegar undantekningar og í þeim hópi er Dagur alveg
tvimœlalaust eins og hann hefur mótast undir öruggri ritstjórn
telþað mikið happ, að við skyldum eiga því láni að fagna að fá
hann til þessa starfs. Honum fylgja því beztu óskir blaðstjórn-
arinnar, sem vissulega mun leitast við að styðja hann ogstyrkja
í vandasömu hlutverki. Það mun hiklaust létta honum byrjun-
arsporin að hafa við hlið sér sem blaðamann Áskel Þórisson,
sem öðlast hefur góða reynslu á sviði blaðamennsku, m.a. með
því að vera staðgengill Erlings Davíðssonar að undanförnu. Því
hlutverki hefur hann gegnt með prýði, sem hér með erþakkað
að verðleikum. Þá mun Hermann einnig njóta atfylgis'.okkar
ötula framkvœmdastjóra, Jóhanns Karls Sigurðssonar, svo og
annarra starfsmanna blaðsins í bœ og byggð. Ég vil að lokum
fœra öllu þessu góða fólki þakkir og árnaðaróskir blaðstjórn-
arinnar á nýbyrjuðu ári.
Valur A rnþórsson.
Erlingur Davíðsson.
Árið 1979 hefur kvatt með gleði sinni og sorg. Arið 1980 hefur
gengið í garð og þjóðin heilsar því með eftirvœntingu — bíður
atburða þess og uppskeru milli vonar og ótta í heimi umróts og
óvissu. Áramót eru jafnan þau miklu tímamót í lífi einstaklinga
og þjóða, þegar staldrað er við og skyggnst til átta, reynt að
meta árangur og áhrif hins liðna og jafnframt hugað að nútíð
og reynt að ráða í rúnirframtíðarinnar. Hjá okkur á Degi urðu
áramótin nú enn meiri tímamót en venjulega. Þegar gamla árið
kvaddi lét Erlingur Davíðsson af störfum ritstjóra og þegar
nýja árið heilsaði tók við starfinu Hermann Sveinbjörnsson.
Þessa atburðar vil ég fyrir hönd blaðstjórnarinnar minnast
Hermann Sveinbjömsson.
4.DAGUR
Þáttaskil
við blaðið
Við þessi áramót verða þau þáttaskil hjá Degi, að undirrit-
aður lœtur af ritstjórastarfi en við því tekur Hermann
Sveinbjörnsson. Þessi þáttaskil voru mér áður ofarlega í
huga, einkum til þess að geta um skeið unnið við aðra
tegund ritstarfa, enýmsar breytingar hjá blaðinu og nokkur
óvissa um framtíð þess, komu í veg fyrir þau þá.
Nú hafa mál þróast á þann veg, að auðvelt er upp að
standa, því hagur blaðsins er góður, miðað við blaðaútgáfu í
þessu landi, útgáfan hefur tvöfaldast, blaðið eignast sína
dýrmætu offsetprentvél og húsnœði, sem veitir starfsmönn-
um blaðsins ágæta aðstöðu. Má segja, að Dagur standi nú
traustari fótum en nokkru sinni áður, hvernig sem á er litið.
Á þessum tímamótum er mér Ijúft og skylt að þakka
samstarfsmönnum mínum við blaðið um nær 30 ára skeið,
fréttamönnum þess mörgu og ágætu prentiðnaðarmönnum,
blaðstjórn og síðast en ekki síst hinum almennu kaupendum
og lesendum, sem hægt en ákveðið fjölgar ár frá ári.
Hlutverk Dags hefur œtíð verið almenn fréttamiðlun og
sú víðtœka þjónusta sem blað getur veitt almenningi í um-
hverfi sínu og auðveldar samskipti fólks á sviði fjárhags-
félags- og menningarmála, og að koma á framfœri hug-
myndum og hugsjónum og auðvelda skoðanaskipti um
framfara- og menningarmál í landsfjórðungnum. Dagur
hefur reynt að vera jákvœðari í frétta- og málflutningi en
önnur blöð, hefur frá upphafi stutt samvinnuhugsjónina,
einnig Framsóknarflokkinn og þar með þá landsbyggðar-
stefnu, sem miðast við búsetu fólks sem víðast um land til að
nýta auðlindir lands og sjávar, og aðþað fólk beri eins mikið
úr býtum og þjóðarhagur leyfir.
Um leið og ég ber fram þá ósk, að blaðið haldi œtíð vöku
sinni í þessum efnum og verði jafnan frjálst og þróttmikið
frétta- og þjóðmálablað Norðlendinga, árna ég því allra
heilla í höndum nýs ritstjóra, og annarra ágœtra starfs-
manna blaðsins og kveð yngri og eldri velunnara þess með
virðingu og kœrri þökk.
Erlingur Davíðsson.
Við undirritaðir vildum þakka Erlingi Davíðssyni
ánœgjuleg samskipti á undanförnum árum. Um leið
bjóðum við velkomin tilstarfa Hermann Sveinbjörnsson.
Áskell Þórisson —Jóhann Karl Sieurðsson.
Landbúnaðarafurðir:
Þess vegna
hækkar verðið
UNDANFARIN ár hefur verð á
landbúnaðarafurðum hækkað á
þriggja mánaða fresti. Einstaka
sinnum hafa stjórnvöld gripið í
taumana og aukið niðurgreiðsl-
ur, þannig að neytendur hafa
ekki orðið varir við hækkanir á
verðinu til bænda, nema þá
óbeint. Því einhversstaðar koma
peningarnir frá, sem varið er til
að greiða niður vöruverðið. Það
eru allir skattgreiðendur, sem
taka þátt í þeim kostnaði, það
eru framleiðendur og neytendur.
Tekjur eða kaup bænda miðast
við kaup nokkurra launþega hópa,
sem eru þó allir í svokölluðum lág-
launahópum. Þegar kaup þessara
stétta er hækkað, þá verður að
reikna hækkað afurðaverð til
bænda svo tekjuhlutföllin raskist
ekki. Þá hafa breytingar á verði
allra rekstrarvara landbúnaðarins
áhrif á afurðaverðið. Venjan hefur
verið, að þar sé um einstefnu að
ræða, sífelldar hækkanir. Nokkuð
mótvægi gegn þessum hækkunum
eru aukin afköst í landbúnaðinum.
Þegar afurðamagn í verðlags-
grundvallarbúinu er aukið en
vinnuframlae óbreytt, þá dregur
það úr hækkunum á afurðaverð-
inu. f verðlagsgrundvelli landbún-
aðarins er áætlað að laun og
launatengd gjöld bóndans og þess
fólks, sem starfar við búreksturinn
nenii um 55.6% af því, sem kemur
inn fyrir seldar afurðir, en 44.4%
fari til að standa undir öðrum
kostnaði við framleiðsluna.
Þar vegur kjarnfóður mest eða
12.4%, þá eru það útgjöld vegna
véla 9.7% og áburðar 7.7%. Það
hefur því veruleg áhrif á búvöru-
verðið hér á landi þegar heims-
markaðsverð á korni hækkar eða
þegar skráð verð á olíu á Rotter-
dammarkaði hækkar. Einnig hefur
það áhrif á verðið þegar Seðla-
bankinn ákveður hækkun á
vöxtum.
Bændum er ekki síður en öðrum
illa við verðbólguna og mundu
leggja sitt að mörkum til að kveða
hana niður, en þeir verða eins og
aðrir að sætta sig við hana og lifa
sínu lífi með tilliti til hennar. Það er
ekki á valdi bænda að rjúfa þann
vítahring sem við lifum í, því ef þeir
fengju ekki hækkað afurðaverð í
samræmi við aukinn kostnað við
framleiðsluna, þá leiddi það aðeins
til þess að þeir hefðu engar tekjur
og landbúnaðarframleiðsla leggð-
ist niður. Ekki yrði það til að auka
velsæld á íslandi.
SKÖMMU FYRIR jól var
haldið svokallað Ýlismót í
Júdó. Keppt var í karla- og
kvennaflokki og voru kepp-
endur tíu. Keppt var um Ýlis-
bikarinn sem er farandbikar
gefin af Sporthúsinu. Dóm-
ari var Guðmundur Kr. Guð-
Finnskur
skíða-
kennari
kemur til
Akur-
eyrar
í MARS er væntan-
legur til Akureyrar á
vegum Skátafélags
Akureyrar finnskur
skíðakennari, sem
kenna mun notkun
gönguskíða.
Hann mun fyrst og
fremst kenna notkun
skíðanna til annars en
keppnisíþrótta, og
hefur hann langa
reynslu sem kennari
hjá finnskum skátum.
Reiknað er með að
hann muni kenna al-
menningi í Kjarna-
skógi og verður það
auglýst síðar. Nánari
upplýsingar um komu
finnans gefur Þor-
steinn Pétursson í
síma 21509, ef ein-
hverjir hópar hafa
áhuga á að fá að njóta
leiðsagnar hans.
mundsson og mótsstjóri
Hjalti Þorsteinsson.
Jón Hjaltason bar sigur úr
býtum á mótinu og fékk Ýlis-
bikarinn til varðveizlu í eitt ár,
og afhenti bikarinn Steindór
Steindórsson f.v. skólameistari.
Annars urðu úrslit þessi:
Karlaflokkur vinningar
1. Jón Hjaltason 5
2. Þorsteinn Hjaltason 4
3. Kristján Friðriksson 3
Kvennaflokkur vinningar
1. Ásgerður Ólafsdóttir 3
2. Sigríður Stefánsdóttir 2
3. Anna Einarsdóttir 1
Kvenfólkið glimdi af mikilli hörku.
Hér sést Sigríður Stefánsdóttir
(með flétturnar) sækja að Ásgerði
Ólafsdóttur sem verst fimlega.
Mynd: Ó.Á.
Jólamót í hand-
knattleik
Akureyrarliðin Þór og KA
léku jólaleik í handknattleik,
miili jóia og nýjárs. í þessum
leik voru bæði liðin að reyna
nýja menn og í leiknum var
mikið skorað af mörkum.
Þórsarar sem nú léku með
Pálma Pálmason voru mun
sterkari aðilinn en þeir gerðu
32 mörk á móti 26 hjá KA.
Ekki er að efa að Pálmi mun
styrkja Þorsliðið mikið. I KA
liðinu eru ný andlit, en þeir
Ármann Sverrisson og Frið-
jón Jónsson sem fyrr í vetur
léku með HK léku með KA í
þessum leik. Þeir hafa nú
tilkynnt félagsskipti yfir í sitt
gamla félag KA, aftur og
munu verða löglegir til
keppni seinni hluta janúar.
Innanhússknattspyrnumót
MILLI jóla og nýjárs gekkst
knattspyrnuráð Akureyrar
fyrir innanhúsknattspyrnu-
móti og var keppt í öllum
flokkum karla. Keppendur
voru frá Akureyrarfélögun-
um Þór og KA. Þórsarar voru
sterkari aðilinn á þessu móti
en þeir unnu fimm flokka en
KA aðeins tvo.
Annars urðu úrslit þessi:
5. fl.
4. fl.
3. fl.
2. fl.
í.n.
m. fl.
old boys
KA — Þór
KA —Þór
KA — Þór
KA — Þór
KA — Þór
KA — Þór
KA — Þór
5-1
2-5
2- 5
5-6
7-10
9-6
3- 7
„Leitað bragða“. Dómarinn Guðmundur Kr. Guðmundsson fylgist með hverri hreyfingu glfmumanna. Mynd: Ó.Á.
Jón Hjaltason
bar sigur úr-
býtum á mótinu
DAGUR.5