Dagur


Dagur - 07.02.1980, Qupperneq 8

Dagur - 07.02.1980, Qupperneq 8
DAGTJR Akureyri, fimmtudagur 7. febrúar 1980 Ibúar kaupstaða utan Reykjavíkur __Q__________________ Hefur fjölgað um 7.7% sl. 2 ár — Akureyringum fjölgaði um 3.5% EF BORNAR eru saman bráðabirgðatölur um mann- fjölda á landinu 1. desember s.I. og endanlegar tölur frá 1. des- ember 1977 kemur í ljós, að íbúum kaupstaða utan Reykja- víkur hefur fjölgað um 7,7% á þessu tveggja ára tímabili, eða úr 80.707 í 86.956. í sýslum landsins fækkaði um 3,4%. Nokkur fólksfækkun varð í Reykjavík en á landinu öllu fjölgaði um 1,73%. Um síðustu áramót voru landsmenn 226.339. Akureyringum fjölgaði á þessu tveggja ára tímabili úr 12.643 í 13.083, eða um 3,5 prósent. Á Sauðárkróki voru íbúar 2.100 um áramót og hafði .þeim fjölgað um 99 frá áramótum 1977-’78, eða um 4,9%. Á Siglufirði fækkaði um 12 á þessu tímabili og voru Siglfirðingar 2.047 um síðustu áramót. Fækkun- in nemur 0.6%. Ólafsfirðingum fjölgaði um 22 og voru um ára- mótin 1.180 og nemur fjölgunin 1,8%. Dalvíkingar voru um ára- mótin 1.244 og hafði fjölgað um 16 á þessum tveimurárum, eða um 1,3 prósent. Á Húsavík bjuggu um síð- ustu áramót 2.409 og hafði þeim fjölgað um 69 á tveimur árum, eða um 2,9 prósent. Þótt fækkað hafi í sýslum lands- ins þegar á heildina er litið, á þess- um tveimur árum, varð fjölgun í öllum sýslum norðanlands, nema í S.-Þingeyjarsýslu. I Eyjafjarðar- sýslu voru íbúar um áramótin 2.705 talsins og hafði fjölgað um 49 á tveimur árum, eða um 1,8%. í S.-Þingeyjarsýslu fækkaði úr 2.991 í 2.960, en í N.-Þingeyjarsýslu fjölgaði úr 1.778 í 1.789. Þá fjölgaði á þessum tveimur árum í Skaga- fjarðarsýslu úr 2.310 í 2.347, í A.~ Húnavatnssýslu fjölgaði úr 2.470 í 2.534, í V.-Húnavatnssýslu fjölgaði úr 1.479 í 1.558 og í Strandasýslu fjölgaði úr 1.155 í 1.179 á þessum tveimur árum. Minni fita í osti en margir halda NÁKVÆMAR merkingar hafa verið teknar upp á mörgum vörutegundum á undanförnum árum. Mjólkuriðnaðurinn á íslandi hefur rutt þar brautina og á öllum helstu mjólkurvörum er all nákvæm skilgreining á næringargildi vörunnar og efnainnihaldi. Innihald af flestum næringarefnum hefur verið gefið upp sem prósenta af þunga vörunnar. Þó hefur verið ein undantekning frá þessari reglu. Fita í osta hef- ur alltaf verið gefin upp sem prósenta af fitu í þurrefni ostsins. Ef sama regla hefði gilt um nýmjólk, þá hefði staðið á mjólkurumbúðum fituinnihald; „30%,“ í stað þess eins og nú er 3,8%, sem hún raunveruleg er, þegar er miðað við heildar þyngd vör- unnar. Mest seldi ostur á ís- landi hefur verið merktur 45%, flestir neytendur hafa því gengið út frá því, að ost- urinn væri 45% feitur. Svo er ekki, fituinnihald þessa osts er aðeins 26%. Þótt það breyti ekki orkugildi ostsins þá ætti það að gleðja alla, sem hafa áhyggjur af of mikilli líkamsþyngd, að vita að osturinn er alls ekki eins feitur og flestir héldu. I>átl(akt'iidur í skíðafcrðum Flugleiða geta einnig farið á gönguskiði f Kjarna. Göngubrautirnar eru upplýstar. Ljósm. - Dagur: á.þ. Skíðaferðir til Akureyrar og Húsavíkur hafnar FYRIR SKÖMMU hófust á vegum Flugleiða skíðaferðir frá Reykjavík til Akureyrar og Húsavíkur. Á þessum tíma verða í giidi sérstök kjör varðandi flug og gistingu og gilda þau frá 1. febrúar til og með 28. I skíða- ferðunum til Akureyrar og Húsavíkur er iágmarksdvöl fjórir dagar og þrjár nætur. Sið- an er hægt að kaupa til viðbótar fleiri daga og er slíkt samkomu- lagsatriði við viðkomandi gististað. I skíðaferðum til Akureyrar er gist á Hótel KEA og Hótel Varð- borg en enn fremur sér Ferðaskrif- stofan Úrval um skíðaferðir þeirra sem dvelja í skíðahótelinu í Hlíð- arfjalli. Gert er ráð fyrir þriggja nátta dvöl í hverri ferð. Dvelji gestir á Hótel KEA kostar flug og dvöl í eins manns herbergi 47.000,- kr. en 38.000,- sé dvalið í tveggja manna herbergi. Gisting hverja nótt umfram þær þrjár sem seldar eru í ferðina kostar kr. 8.000,-. Dveldi skíðafólkið á Hótel Varð- borg kostar flug og þriggja nátta dvöl í eins manns herbergi 41.000,- kr. en 35.000,- séu tveir í herbergi. Hver nótt umfram kostar þar kr. 6.000,-. í skíðaferðum til Húsavíkur er gist á Hótel Húsavík: Flug til og frá Húsavík ásamt þriggja nátta dvöl á hótelinu kostar kr. 47.000,- sé dvalið í eins manns herbergi en kr. 38.000,- sé dvalið í tveggja manna herbergi. Hver umfram nótt kostar þar kr. 8.000,-. Mikið um lausa ómerkta hunda — segir Maríus Helgason, formaður Dýraverndunarfélagsins Marius Helgason ásmt hundi sinum. Mynd: á.þ. NÚ ERU röskiega eitt hundrað hundar skráðir á Akureyri, en talið er að þeir séu allt að tvöfalt fleiri, að sögn Maríusar Helga- sonar, formanns Dýraverndun- arfélagsins. Ekki eru önnur skilyrði fyrir hundahaldi en þau, að það verður að skrá þá, greiða 30 þúsund krón- ur í leyfisgjald á ári og eigendur verða að gæta þess, að skepnurnar g*ngi ekki lausar. — Það eru ansi margir, sem vilja spara sér þessar 30 þúsund krónur og láta því ekki skrá hundana. Þeir eru því í rauninni réttlausir flæk- ingshundar, og það er því miður allt of algengt að hundar sjáist lausir og ómerktir á þvælingi, sagði Maríus. Hann sagði að fljótlega yrði tek- in í notkun aðstaða til geymslu á dýrum, ef fólk þyrfti að fara burt um einhvern tíma. Akureyrarbær er að koma þessari aðstöðu upp í gömlu gróðrarstöðinni inn undir flugvelli. Því hefur oft verið haldið fram, af andstæðingum hundahalds, að þeim fylgdi svo mikill sóðaskapur. T.d. væri vart hægt að, ganga um götur margra erlendra stórborga vegna hundaskíts. Maríus var innt- ur eftir þessu atriði, en hann minnti á það, að vikulega, allt árið um kring, væru unglingar látnir hreinsa glerbrot og annan óþverra af götum miðbæjar Akureyrar. Sá sóðaskapur væri vissulega ^kki kominn frá hundunum. § Hrossakjöts- útflutningur Fyrir nokkru voru seldar tæpar 100 lestir af hrossa- kjöti til italíu, og eru þau við- skipti á vegum Hamborgar- skrifstofu Sambandsins. Ef af sölu verður, er reiknað með að um 300 lestir verði seldar þangað. Verðið á hrossakjöt- inu er talið viðunandi miðað við verð á öðrum landbúnað- arvörum. # Afganistan, Alþýðu- bandalag og Sjálfstæðis- flokkur Innrás sovétherjanna inn í Afganistan ætlar að hafa margvísleg áhrif t.d. mun hún verða til þess að bregða birtu á þau átök sem eiga sér stað innan Sjálfstæðfsflokksins. Ragnhildur Helgadóttir og fleiri hægriharðlínumenn hafa alvarlega varað við öllu samstarfi við „kommúnista og meðreiðarsveina þeirra í þjóðfélaginu" og voru þar að koma höggi á Styrmi Gunn- arsson og Matthías Bjarna- son svo einhverjir séu nefnd- ir, sem vilja gjarnan að Al- þýðubandalag og Sjálfstæð- isflokkur láti pússa sig sam- an og myndi stjórn. # Búlgaríu- kynning Nú er hafin Búlgariukynníng á Hótel Loftleiðum í Reykja- vík og hófst hún með stofn- fundi vináttufélags Islands og Búlgaríu. Vel ertil þessara kynninga vandað, listamenn og þjóðréttir kynntir, og mikill fengur í þeim fyrir ibúa höf- uðborgarsvæðisins og þá sem þar eiga leið um hverju sinni. En hvers á þorri lands- byggðafólksins að gjalda. Skyldi ekkf vera örlítill grundvöllur fyrir heimsóknir þessara ágætu gesta t.d. til Akureyrar? Sumar íslenskar ferðaskrifstofur virðast sjá sér hag í því, að kynna landsbyggðafólkinu ferða- möguleikana sem þær bjóða upp á. Stór liður í þessum landkynningum er jú kynning á ferðamálastarfsemi við- komandi landa.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.