Dagur - 21.02.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 21.02.1980, Blaðsíða 8
Tonna TAE k'mir flest DAGUR Akureyri, fimmtudagur 21. febrúar 1980 Húseiningar h.f. Hafa keypt hús- eignir Tunnuverk- smiðju ríkisins Endurskipulagning fer nú fram á rekstri fyrirtækisins UM SÍÐUSTU mánaðamót keyptu Húseiningar h/f á Siglufirði húseignir Tunnuverk- smiðju ríkisins. Fyrirtækið framleiðir nú 60 hús á ári, en nú er hafin endurskipulagning á rekstri fyrirtækisins og má búast við að framleiðslan verði aukin á næstu árum ef nægjanleg fyrir- greiðsla fæst frá opinberum að- ilum. „Eins og stendur sjáum við ekk- ifram á að geta aukið framleiðsluna vegna húsnæðisskorts. Tilbúin hús taka mikið rými og við þurfum oft að geyma allt upp í 30 hús á lager. Oft er það svo að fólk getur ekki lokið við gerð grunnsins og þá verðum við að geyma einingarnar fyrir það, þar til vorar á ný,“ sagði Sigurður Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Húseininga h/f er DAGUR ræddi við hann í tilefni þess, að fyrirtækið er loks búið að eignast eigið húsnæði. Nauðsynlegt er að endurbyggja geymsluhús- næðið og sagði Sigurður að áætlað væri að það kostaði um 100 milljónir, en auk þess þarf pláss fyrir efni til húsanna, sem fyrir- tækið flytur sjálft inn til landsins. „Við erum að vinna að endur- skipulagningu á vinnslunni, sem við höfum látið sitja á hakanum þar sem við áttum ekki húsnæðið. Við munum t.d. athuga notagildi stóru skemmunnar og húsnæðisþörf í sambandi við lager. í framhaldi af því munum við hefjast handa við útvegun fjármagns. Endurskipu- lagningunni mun ljúka á þessu ári. Nú vinna hjá Húseiningum h/f 25-30 manns og mun föstum starfsmönnum ekki fjölga fyrr en húsnæðið eykst.“ Sigurður sagði að það væri fyrir- tækinu nauðsynleg að komast inn í rekstrar eða afurðalánakerfi Seðla- banka íslands. Ástæðan er sú að Húseiningar þurfa að lána kaup- endum mikinn hluta kaupverðsins og á verðbólgutímum tapar fyrir- tækið á slíkri lánastarfsemi. Ráða- menn í Seðlabankanum segja hins- vegar að það sé hlutverk Bygg- ingasjóðs eða Húsnæðismála- (Framhald á bls. 6). Siglufjörður Mynd: M.Ó. Fyrstu verkamanna- bústaðirnir á Blönduósi I VETUR hafa fyrirtæki á Blönduósi unnið við byggingu fyrstu verkamannaíbúðanna, sem reistar hafa verið á Blönduósi. Það er til marks um tíðina í vetur að alltaf hefur Ný saumastofa stofnuð á Þórshöfn Stofnkostnaður áætlaður 15 milljónir verið unnt að steypa. Um er að ræða 6 íbúðir i raðhúsi og hófst vinna við það í október. Stefnt er að því að byggingu hússins Ijúki á þessu ári. Fyrr í þessari viku voru tvær íbúðanna orðnar fokheldar og aðr- ar tvær að ná því byggingarstigi. Reiknað er með að húsið verði orðið fokhelt og fullfrágengið að utan í byrjun maí. Upphaflega var húsið boðið út í tveimur áföngum. Fyrst voru sökklar boðnir út og var Tré- í SUMAR verður hafin starf- ræksla saumastofu á Þórshöfn. Gert er ráð fyrir að hún geti veitt 12 manns atvinnu og stofn- kostnaður er áætlaður um 15 milljónir króna. Ýmsir aðilar eru hluthafar í saumastofunni og má nefna Þórshafnar-, Sval- barðsstrandar- og Sauðanes- hreppa. Auk þess er Kaupfélagið á Þórshöfn hluthafi. Nýja saumastofan verður í húsi járn- vörudeildar Kaupfélagsins. Ólafur Rafn Jónsson, sveitar- stjóri, sagði isamtali við DAG að upphafið mætti finna hjá atvinnu- smiðjunni Fróða falið verkið. Tré- smiðjan Stígandi sér hins vegar um að steypa húsið upp og ganga frá því að utan. Þessir tveir áfangar munu kosta um 60 milljónir króna. Næstu daga á að fara að vinna í múrverki og pípulögn. Vélsmiðja Húnvetninga sér um pípulagnir og Jóhannes Þórðarson um múrverk- ið. Ekki hafa áður verið byggðir verkamannabústaðir á Blönduósi. Þegar er búið að úthluta öllum íbúðunum og fengu færri en vildu. Fiskeldi og haf- beit f lónunum í Kelduhverfi? UM MIÐJAN apríl verður væntanlega ljóst hvort Tungu- lax h/f, í samstarfi við norska aðila, mun leigja Lón í Keldu- hverfi. Fyrirtækin hafa í hyggju að hefja þar fiskeldi og hafbeit í stórum stíl. í samningsdrögum er gert ráð fyrir að samningurinn gildi til 15 ára. Þeir bæir í Kelduhverfi sem hér eiga hlut að máli eru: Lón 1 og II, Fjöll I og II og Auðbjargarstaðir. „Sannleikurinn er sá að málið er á ákaflega viðkvæmu stigi,“ sagði Björn Guðmundsson, Lóni. „en Tungulax hefur verið að leita eftir að legja aðstöðuna hér og gera tilraunir í stórum stíl með fiskeldi. Við erum búnir að gera uppkast að samningi sem er í at- hugun hjá okkur.“ Eins og Dagur skýrði frá á sín- um tíma, hefur Fiskifélag íslands verið með tilraunir í Lóni. Björn sagði að þó samningar tækjust yrði félagið áfram með tilraunir í vatninu. Blaðið hefur fregnað að norski aðilinn hafi í hyggju að kaupa allt að 45% af hlutabréfunum í Tungulaxi. Stjórnarformaður Tungulax er Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður. málanefnd sem kom saman s.l. haust og ræddi hvernig mætti auka fjölbreytni í atvinnulífi á Þórshöfn. Nefndarmenn komust að þeirri niðurstöðu að rðtt væri að stofna sauma- og prjónastofu og byrja með saumastofuna. Nú er unnið að pöntun véla og áður en starfsemin hefst verða fengnir kennarar frá Iðntækni- stofnun til að leiðbeina starfs- mönnunum. Væntanlega verður hafist handa við breytingar á hús- næðinu í þessum mánuði. Þegar hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri, Öm Sigurðsson Siglufjörður Byggðar12 leiguíbúðir BORIST hefur bréf frá Húsnæðis- málastofnun ríkisins til ráðamanna á Siglufirði, þar sem tilkynnt er að samþykkt hafi verið að veita bæjarstjórn Siglufjarðar lán úr byggingasjóði ríkisins að fjárhæð kr. I66.84l.000 til byggingar 12 leiguíbúða í fjölbýlishúsunum að Laugarvegi 37-39 gegn eflirfarandi skilyrðum. Að boðið verði veð í byggingaframkvæmdunum sjálf- um sem og efni á byggingarstað, jafnframt því sem bakábyrgð bæjarsjóðs verði boðin fram. Sam- þykkt þessi er gerð með fyrirvara um það, að bæjarstjórn leggi fram yfirlýsingu banka um að hún muni standa við greiðslu sínar á bygg- ingartímanum. § Gunnar ogGeir Skoðanakönnun Dagblaðs- ins er fyrir margra hluti at- hyglisverð. f Ijós kemur að Gunnar nýtur margfalt meira fylgís en Geir — hvorki meira né mlnna um 76% sjálfstæð- ismanna taka Gunnar Thor- oddsen fram yfir Geir. Af stuðningsmönnum annarra fiokka en Sjálfstæðisflokks- ins sögðust 5,4% frekar styðja Geir, 80,3% sögðust frekar styðja Gunnar og 14,3% voru óákveðnir f af- stöðu til þessara tveggja stjórnmáiamanna. # Nærtilfjórða hvers kjósanda Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dagblaðsins segir í leiðara sJ. mánudag: Með Gelr Hallgrímssyni nær Sjálf- stæðisflokkurinn til fjórða hvers kjósanda flokksins en ekki hinna þriggja né tll óháðra kjósenda. Með Gunnari Thoroddsen nær flokkurinn hins vegar til mik- ils hluta sjálfstæðismanna og til nær alls þorra óháðra § Læraþeir? Spurningin er hvort ráða- menn f Sjálfstæðisftokknum læri eitthvað af atburðum undanfarnar vikur. Ef flokk- urinn fer á ný í kosningar með Geir Hallgrfmsson í farar- broddi er næsta öruggt að það mun hrikta í undirstöðum flokksins. Sjálfstæðisflokk- urinn tapaði sfðast þrátt fyrir að hann væri í stjörnarand- stöðu — að óbreyttum að- stæðum — með Geir í öku- mannssætinu — mun flokk- urfnn fá herfilega útreið næst þegar gengið verður til al- mennra kosninga. # Tageiðrast Tage Erlander, sem lengi var forsætisráðherra Svía og for- ingi jafnaðarmanna þar í landi, ræddí nýlega við blaðið Dagen um áfengismál. Þá sagði hann m.a.: „Væri ég nú að byrja stjórnmálaferil minn, vildi ég vera bindindismaður og mæla kröftuglega með áfengislausu lífí. Mér var ekki Ijóst hve ægllega örlagaríkt áfengið yrði fyrir þjóðina."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.