Dagur - 21.02.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 21.02.1980, Blaðsíða 4
Utgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12. Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Of mikil yfirvinna í viðtali sem Dagur átti nýlega við Ófeig Baldursson, rannsóknar- lögreglumann á Akureyri, lætur hann Þá skoðun sína í Ijósi, að mikil vinna umráðamanna barna og unglinga, sé meginástæða þess, að unglingar ieiðist til af- brota. Hann segir að í flestum til- fellum sé eitthvað athugavert við heimilisaðstæður þeirra unglinga, sem fremja afbrot. Þetta er athyglisverð skoðun manns, sem byggir á reynslu og afskiptum af afbrotaunglingum. Það er hárrétt sjónarmið, að eitt- hvað sé athugavert við heimilis- aðstæður, þegar foreldri, annað eða bæði, eru svo niðursokkin í yfirvinnu, að þeim gefst enginn tími til að sinna börnum sínum. Skiptir ekki meginmáli í þessu sambandi, hvort nauðsyn ber til að vinna yfirvinnuna, vegna fram- færslu heimilisins, eða hvort ástæðan er lífsgæðakapphlaup umfram þarfir. Vanræksla barna er jafn slæm, hvort heldur sem er. Hitt er svo aftur á móti allt of algengt, að menn neyðist til að vinna mikla yfirvinnu og kemst varla nokkur Evrópuþjóð með tærnar þar sem íslendingar hafa hælana í þeim efnum. Ofmikið vinnuálag hefur einnig aðrar aukaverkanir. Það er al- þekkt hve erfiðlega gengur að fá fólk til félagsstarfa. Það er of þreytt að afloknum löngum vinnu- degi, til að mæta á fundi, hvað þá að taka virkan þátt í félagsstarfinu. Þetta getur svo valdið því, að ör- fáir stjórnendur taka afdrifaríkar ákvarðanir fyrir fjölmenn féiags- samtök, án þess að hinir almennu félagar komi þar nærri. Hefur því meðal annars oft verið haldið fram, að mikilvægar ákvarðanir verkalýðsfélaga geti verið ákaf- lega ólýðræðislegar og ekki endi- lega í fullu samræmi við vilja þorra félagsmanna. Hér hafa aðeins verið nefnd tvö dæmi um þá miklu ókosti sem fylgja of miklu vinnuálagi. Nefna mætti mörg fleiri, en foreldrar ættu að vera þess minnugir, að börn þeirra lenda miklu fremur á glapstigum vegna skorts á um- hyggju, heldur en vegna þess að gjafirnar eru of fáar og fjárhagur- inn bágur. Loftur Magnússon, augnlæknir Brýn þörf að fa annan augn- lækni til starfa — Fólk þarf að panta tíma með góðum fyrirvara LOFT MAGNÚSSON þekkja víst flestir Norðlendingar, en hann hefur um nokkurra ára skeið verið eini starfandi augn- læknirinn á Norðurlandi. Starfssvæði Lofts er stórt — nær frá Siglufirði til Vopna- fjarðar. Á svæðinu búa nokkrir tugir þúsunda, mun fleiri en einn maður getur með góðu móti annað. Til þess að ræða við Loft og fá upplýsingar um starfið fóru tvær stúlkur úr verslunar- deild Gagnfræðaskólans á fund hans, þær Anna Guðný Sigur- Brýnt að fá annan augnlækni til starfa — Ég hóf nám í augnlækning- um í Svíþjóð árið 1964, og var ég þar í um það bil 8'/2 ár, en til Akur- eyrar kom ég svo árið 1972 og hef verið hér síðan. — Hve stóru svæði þjónar þú?. •— Ég þarf að anna svæðinu frá Siglufirði um N.-Austurland til Vopnafjarðar. Hingað kemur einnig töluvert af fólki úr Skaga- fjarðar og Húnavatnssýslum því landfræðilega séð er það hag- kvæmt og ferðir augnlæknis að sunnan í þessar sýslur eru strjálar. -***!'■■■ * ISgp d 1 - 'jK'* Anna og Inga ræða viö Loft i sfðustu viku. geirsdóttir og Inga Óskarsdótt- ir, en þær voru í starfskynningu hjá DEGI dagana 13-15. febrú- ar. Þær spurðu Loft í upphafi hvenær hann hefði hafið starf sem augnlæknir á Akureyrj. — Er vinnuálag ekki mikið þegarsinna þarf svona stóru svæði? — Það má segja að svo sé, þar sem ég þarf að sinna þessu einn, en vonandi stendur það til bóta á næstunni. — Hvernig er ástandið í augn- lækningamálum hér á Akureyri? — Ástandið gæti betra verið hér eins og annarsstaðar. Brýnust er þörfin að fá annan augnlækni til starfa. Eins og kunnugt er þá er þröngbýli mikið á sjúkrahúsinu og verða allar sérgreinar að gjalda fyrir það. Við bíðum óþreyjufullir eftir því að næsti áfangi nýbygg- ingar sjúkrahússins verði tekinn í notkun. Langur biðtími — Hvað þarf fólk að bíða lengi eftir því að fá tíma? — Það þarf að bíða lengur en mörgum þykir æskilegt, en biðtími nú er um það bil 216 mánuður. Ef um bráð tilfelli er að ræða svo sem slys og fleira þá er því tafarlaust sinnt, en nokkuð er um þessháttar tilfelli á degi hverjum. Held ég þó að við stöndum ekkert verr að vígi heldur en þeir sem búa á Suðvest- urlandinu. — Við höfum heyrt að óánægja ríki í sambandi við tímapantanir. Hvernig er þeim málum háttað? — Það gengur þannig fyrir sig að hringi fólk fær það úthlutað tíma fyrri hluta dagsins frá 9,15-12,00, og er þá biðtíminn 216 mán. eins og ég sagði áðan. Hins vegar hef ég reynt að halda í þá reglu, að ráðstafa ekki seinni hluta dagsins fyrr en þann sama dag og koma þannig til móts við þá, sem þurfa að komast í skoðun með stuttum fyrirvara. Þessi númeraút- hlutun á morgnana er tilorðin af biturri reynslu. Upphaflega var þetta hugsað svo, að þegar ég byrjaði mína eftirmiðdagsmóttöku Loftur: ,Við bfl óþreyjufullir eftir því að næsti áfangi nýbygg ingar sjúkrahussins verði tekinn í notkun.“ Mynd: á.þ. kl. tvö, þá fengi fólk á biðstofunni númer eftir mætingarröð ásamt upplýsingum hvenær það kæmist að. Fólk gæti þá notað sinn tíma til annars betra en að bíða á bið- stofunni. Þetta stóðst ekki því sjúklingarnir fóru þá að mæta sí- fellt fyrr til að tryggja sér af- greiðslu. Því var afhendingartími númeranna fluttur fram til kl. níu. Utanbæjarfólk á oft erfitt með að mæta svona snemma og finnst það lítil greiðasemi að ekki er hægt að taka tillit til þess. Endanlega hef ég þó orðið að hafa svigrúm til þess að breyta út af þessum aðalreglum þegar sérstakar aðstæður krefjast. Vandinn er sá að þetta er of mikið starf fyrir einn mann, vilji hann halda sínum vinnutíma innan nokkurnveginn skynsamlegra marka. Ég vil leggja áherslu á að fólk sýni þá fyrirhyggju að panta sér tíma með góðum fyrirvara, en- það er hægt þegar aðdragandinn er langur, eins og þegar maður finnur að gleraugun eru að verða ófull- nægjandi, svo tekið sé dæmi. 7 vikur fara í ferðalög — Hve mörgum sjúklingum getur þó sinnt á dag? — Ég get tekið á móti u.þ.b. 25-30 sjúklingum á dag og í sumum tilvikum geta þeir orðið 40. Slíkt gerist helst úti á landi, en þar byrja ég móttökuna fyrr og hætti se.inna. Ólafur Oddsson, héraðslæknir: Lúsar hefur orðið vart á Akureyri Enginn þarf að skammast sín fyrir að fá lús í NÓVEMBER síðastl. varð vart við höfuðlús á Akureyri. í því sambandi var gerð leit í skólum og á barnaheimilum bæjarins. Nú hefur aftur orðið vart við lús hjá nokkrum ein- stakiingum á skólaskyldualdri. Leit í nánasta umhverfi hefur ekki gefið tilefni til að ætla að um neina útbreiðslu sé að ræða. Ég tel rétt að taka fram að í venjulegri heilsufarsskoðun í skól- um er ekki leitað að lús sérstaklega. Slík leit getur verið bæði tímafrek og erfið hjá hármiklum einstak- lingum. Einfaldast er og ef til vill árangursríkast að húsráðendur leiti sjálfir vandlega í hári heimilisfólks síns. Höfuðlúsin er tveggja til þriggja millimetra langt gráleitt skordýr. Hún heldur sig venjulega í hár- sverðinum og festir egg sín, nitina, á höfuðhárinu. Nitin, sem er egg- laga, situr föst við hár, ef strokið er eftir því með þumal og vísifingri, en flasa dettur aftur á móti af. Höfuðlús veldur kláða og stundum koma sár á hnakka ef viðkomandi hefur klórað sér mikið. Verði lúsar vart á heimili ber að tilkynna slíkt heimilislækni. Sé um böm á skólaskyldualdri að ræöa er rétt að láta einnig skólahjúkrunar- konu strax vita. Nauðsynlegt er að fólk sýni hreinskilni ef það verður vart við höfuðlúsina á heimili sínu. Nauðsynlegt er að láta alla vita sem nýlega hafa komið á heimilið, til- dæmis leikfélaga barna. Það þarf enginn að skammast sín fyrir að fá lús. Sá þrifnaður sem almennt ríkir nú hér á landi er slíkur að varla verður lengra komist í þeim efnum. Það er því ekkert samband á milli óþrifnaðar og þess að fá á sig lús, en lúsin getur borist hratt á milli fólks. Meðferð: Þvoið hárið og þerrið á venjulegan hátt. Gegnvætið hárið í kólfenótan spritti. Kembið hárið með þéttum kambi á meðan það er vott. Þannig næst nitin best úr. Þvoið sprittið ekki úr, heldur látið það sitja í hárinu í 5-6 daga. Þá fyrst má þvo hárið. Nú er klófenótan sprittið borið aftur í hárið og látið vera í 1 dag og hárið þá þvegið. Klófenotan spritt fæst í lyfjabúð án lyfseðils. Geymið það þar sem börn ná ekki til. Héraðslæknir, Ólafur H. Oddsson. Ort í tilefni stjórnarskipta Til menntamála- ráðherra Brátt mun slóð hins fallna fennt. Frelsast þjóð úr böndum. Landsins hróður, list og mennt, lentu I góðum höndum. Stjórnarskiptin Traustir fírar, tiu i sveit, taka stýri valda. Út I mýri á mannorðsbeit möppudýrin halda. — Hve langan tíma er hverjum einstaklingi ætlaður? — Það er u.þ.b. 15-20 mínútur, en í sumum tilfellum nægir sá tími ekki og færast þá allir tímar aftur sem því nemur. — Hvernig skiptist vinnuvikan þegar þú ert ekki í ferðalögum? — Ég tek á móti sjúklingum á stofunni fjóra daga í viku. Á þriðjudögum er ég á sjúkrahúsinu við aðgerðir. Um helgar hef ég einnig störfum að gegna á sjúkra- húsinu. — Er mikið um að fólk leiti til Reykjavíkur til lækninga? — Það er eitthvað um það að fólk leiti þangað til augnlæknis, en þó ekki mikið. Til þess geta verið margvíslegar ástæður. Aðstæður til rannsókna eru betri þar, að sumu leyti og einnig vilja sumir leita til fleiri en eins læknis, og er ekkert við það að athuga. Hvað um ferðalög til nær- liggjandi kaupstaða í sambandi við starfið? Ég ferðast töluvert mikið út um landsbyggðina. Það fara um það bil 7 vikur á ári hverju í slík ferðalög. Ég fer þrisvar á ári til Húsavíkur og tvisvar til Siglufjarðar og er þá eina viku í senn á þessum stöðum. Til Vopnafjarðar, Þórshafnar Raufar- hafnar og Kópaskers fer ég einu sinni á ári og er það hálfsmánaðar ferðalag. Engir tveir sjúklingar eru eins — Hver kostar ferðalögin sem farin eru í sambandi við starfið? — Landlæknisembættið hefur borgað útlagðan kostnað við ferð- imar, hafi ég t.d. orðið að fara með flugvél eða kaupa mér bíl. Við- komandi sveitarfélög borga hins vegar uppihald á staðnum. Fari ég á eigin bíl stenda ég fyrir þeim kostnaði sjálfur — Hvernig er aðstöðunni úti á landsbyggðinni háttað? — Á Húsavík og Siglufirði eru tæki til augnskoðunar flest keypt fyrir mína milligöngu. Þau eru ekki nægjanleg og verð ég því að hafa með mér eigin tæki í þessar ferðir og mest þegar ég fer á minni stað- ina. Annars fæ ég ómetanlega að- stoð hjá starfsfólki á þessum stöð- um og hef aldrei þurft yfir aðbún- aði að kvarta. — Erstarfið einhæft? — Á landsvæði með ekki hærri íbúatölu koma að sjálfsögðu ekki upp mörg óvænt og sérstök tilfelli. Þá vandamál fólks séu mörg hins sömu þá eru engir tveir sjúklingar eins og má því segja að starf læknis sé alltaf fjölbreytilegt og skemmti- legt. Ég vil að lokum taka það fram að ég kann vel við mig hér á Akureyri og vildi hvergi annars staðar vera. Afmæliskveðja Þórhallur Guðnason Lundi Fnjóskadal 75 ára, 21. febrúar 1980 ÞÓRHALLUR Guðnason hefur manna lengst unnið hjá Skógrækt ríkisins, Vöglum. Fyrst hóf hann þar störf 12 eða 13 ára gamall og þá við fræsöfnun hjá Stefáni Kristjánssyni, sem þá var skógar- vörður. Síðustu 40 árin hefur Þór- hallur stundað vinnu hjá Skóg- ræktinni á Vöglum, fyrst samhliða búskap, en nú hin síðustu árin samfelda vinnu. Þegar ég fluttist norður i byrjun júní 1949, var heldur kuldalegt um að litast í Fnjóskadal og kafsnjór og ófærð í skóginum. Þá var ég svo lánsamur að fá Þórhall fyrir samstarfsmann. Alla tíð hefur Þórhallur unnið stofnun- inni af einstakri trúmennsku og ósérhlífni. Það er sama hvaða verkefni Þór- halli hafa verið falin, girðinga- vinna, skógarhögg, húsbyggingar eða margvísleg störf í gróðrarstöð, svo eitthvað sé nefnt, því er vel borgið sem hann tekur að sér. Þórhalli er vel ljós þýðing skóg- ræktar til landverndar og nytja á völdum stöðum og því vil ég fyrir hönd stofnunarinnar færa honum sérstakar þakkir fyrir framlag hans til skógræktar í landinu. Ég á Þórhalli mikið að þakka, ekki aðeins sem samstarfsmanni, heldur einnig vináttu hans og tryggð. Með ljúfmennsku sinni og grandvarleik hefur Þórhallur áunnið sér almennar vinsældir og virðingu samstarfsmanna og sveit- unga sinna. Kona mín og ég sendum Þórhalli og fjölskyldu hans hjartanlegar af- mælisóskir og vonumst til að eiga enn um ókomin ár samleið með þér í skóginum. ísleifur Sumarliðason. TSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS j Alþjóðlegt skíðamót HLUTI Vetraríþrótta- hátíðarinnar verður alþjóð- legt skíðamót, en það er keppnin í svigi og stórsvigi karla og kvenna, sem fer fram í Hlíðarfjalli 1. og 2. mars. Á s.l. vetri var óskað heim- ildar SKÍ um að fram færi á Akureyri alþjóðlegt skíðamót í alpagreinum og var um það sótt til alþjóðaskíðasam- bandsins (FIS) í Bern í Sviss. Á þingi FIS s.l. vor var sam- þykkt að þetta mót færi hér fram. Boð á þetta mót hefur verið sent flestum skíðasambönd- um innan FIS, en ekki er þeg- ar þetta er skrifað, vitað um endanlega þátttöku erlendis frá. Eftirlitsmaður var tilnefnd- ur Haakon Rygh frá Noregi. Haakon Rygh er verkfræð- ingur, útskrifaðist úr háskóla í Kaupmannahöfn. Hann hefur starfað að skíðamálum Noregi síðan 1939 og gengt mörgum störfum fyrir Skíða- samband Noregs (NSF) og Alþjóða skíðasambandið (FIS). Er nú í alpanefnd NSF, tækninefnd NSF um skíða- staði, skipulagsnefnd um málefni NSF. Þá er hann í ráshópanefnd FIS. Þá hefur Haakon Rygh verið yfirdóm- ari á fjölda alþjóðamóta og fararstjóri norskra skíðahópa á skíðamót og leiðbeinandi á dómaranámskeiðum hjá NSF. Maiiau au SKioamatum í c > s rsssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssfj „Stiýta“ Dagskrá vetrar- íþróttahátíðar Fimmtudagur 28. febr. 15.00 Fararstjórafundur í Lundar- skóla. Útdráttur í skíða- og skautakeppni föstudagsins 29. febrúar. 18.00 Opnun sögu- og vörusýnlngar í Alþýðuhúslnu. 20.30 Skrúðganga frá Dynhelmum aö skautasvæðinu sunnan við Höepfner. Ávörp: Formaður Vetr- aríþróttahátiðarnefndar Hermann Sigtryggsson, formaður SKl Sæ- mundur Öskarsson, forseti bæjar- stjórnar Akureyrar Freyr Öfeigs- son. Fánar dregnir að hún. Flug- eldasýning. Listhlaup á skautum. Mótsetning: Forseti ISl Gísli Halldórsson. Föstudagur 29. febr. 11.30 Svig unglinga: Drengir 13-14 ára. Stúlkur 13-15 ára. Drengir 15-16 ára. 12.00 Ganga: 15 km karlar 20 ára og eldri. 10 km 17-19 ára drengir. 7.5 km 15-16 ára drengir. 5 km 13-14 ára drengir. 5 km konur 19 ára og eldri. 3.5 km 16-18 ára stúlkur. 2.5 km 13-15 ára stúlkur. 16.00 Skautahlaup: 500 m og 1500 m. 18.00 Fararstjórafundur i Lundar- skóla. Útdráttur í skíöa- og skautakeppni laugardagsins 1. mars. 20.30 Ishockeykeppni, Islandsmót, fyrri leikur. Laugardagur 1. mars 10.00 Stórsvig unglinga: Drengir 13-14 ára. Stúlkur 13-15 ára. Drengir 15-16 ára. 11.00 Svlg karla. 12.00 Svlg kvenna. 12.30 stökk 13-14 ára, 15-16 ára, 17-19 ára, karlaflokkur. 15.00 Skautahlaup 500 m og 1500 m. 16.00 Ishockekeppni, 18 ára og yngri. 18.00 Fararstjórafundur í Lundar- skóla. Útdráttur í skíða- og skautakeppni sunnudagsins 2. mars. 20.30 Skautasýnlng. Ishockeykeppni. Sunnudagur 2. mars 11.00 Stórsvig karla. 12.00 Stórsvig kvenna. 13.00 Boðganga, 3x10 km eldri flokkur karla og 3x5 km yngri flokkur karla. 16.00 Skautasýning. 16.30 Ishockeykeppni, úrslitaleikur í fyrsta (slandsmóti í íshockey. 20.00 Verðlaunaafhendin á skauta- svæðinu. 21.00 Flugeldasýning og mótslit. Vetrariþróttahátíðin er m.a.: Alþjóð- legt mót í alpagreinum karla og kvenna. Hermannsmótið, punktamót í alpagreinum karla og kvenna. Punktamót unglinga í alpagreinum. Punktamót í norrænum greinum, göngu og stökki. Heimild er áskilin til breytinga á dagskrá ef veður eða óviðráðanleg atvik hamla framkvæmd hennar. Lágmarksþátttaka í hverri keppnis- grein svo hún fari fram eru 3 kepp- endur. Æfingatímar í svig- og stórsvigs- brekkum eru sem hér segir: Unglingar: Fimmtudag 28. febrúar kl. 10-16. Full- orðnir: Föstudagur 29. febrúar kl. 10-16 (svigbrekkur þegar keppni ung- linga er lokiö). Göngubrautir verða opnar eftir þvi sem aðstæður leyfa daginn fyrir keppni. Stökkbrautin verður opin til æfinga frá 24. febrúar til kl. 18.00 daginn fyrir keppni. Ishockeysvæði og hlaupabrautir verða opnar til hádegis keppnisdag- ana til æfinga. Fararstjórar, keppendur og þjálfarar eru beðnir að mæta í skrúðgönguna við Dynheima kl. 19.30 og vera helst í skiðafötum og þæglilegum göngu- skóm. Lokahóf í boði ISf fer fram eftir verðlaunaafhendingu við lok mótsins fyrir keppendur, gesti og starfsmenn. Skrifstofa Vetrarhátíðarnefndar er í Skipagötu 13, sími 25823. Einnig verður skrifstofa nefndarinnar mótsdagana í Skíðastöðum, sal á suðvestur lofti. Simi: 25827 Einar Bolla og Co. sigruðu. Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ léku í íþróltaskemmunni Þór og KR b lið í bikarkeppni KKl. Lið KR var skipað fyrrverandi leikmönnum KR sem margir hverjir æfa ennþá af fullum krafti. Leikur þessi var mjög jafn og skemmtilegur, en KR- ingar fóru með sigur af hólmi gerðu 87 stig gegn 81. KR-ingar höfðu miklar gætur á Cary í Þórsliðinu, en gekk samt erfið- lega að hemja hann. Kolbeinn Pálsson var yfir- burðamaður hjá KR, en hann var áður burðarás KR og landsliðsins. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.