Dagur - 28.02.1980, Síða 5

Dagur - 28.02.1980, Síða 5
Útgefandi. ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og atgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. „Ólistrænasta þjóð veraldar“ „fslendingar eru vafalaust ólist- rænasta þjóð veraldar. Ekkert liggur fjær íslensku heimili en list- rænn smekkur á hvaða sviði sem er.“ Þennan óvægilega dóm felldi Steinn Steinarr fyrir hartnær fjöru tíu árum. Hafa ber í huga, að þegar Steinn fellir sinn dóm, er þjóðfé- lagið á mótum þess að breytast úr bundnu og svifaseinu bændasam- félagi í nútíma iðnaðarsamfélag. Þróað samfélag leiðir gjarnan af sér blómlegt og fjölbreytt list- menntalíf. Gróskumikið og um- fram allt fjölbreytt listmenntalíf er það vægi sem þjóðfélagið getur ekki án verið, ef það vill halda reisn sinni. Á ráðstefnunni Maður og list, sem haldin var fyrir skömmu að Kjarvalsstöðum, kom fram að í frumvarpi til fjárlaga fyrir 1980 er gert ráð fyrir, að verja o.46% af heildargjöldum ríkisins til menn- ingarstarfsemi í landinu. I frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar fyrir árið 1980, er greint frá framlögum til lista og listmennta. Framlag til Leikfélags Akureyrar er aðeins 42,5 milljónir króna á móti 16.5 milljónum frá ríki. Tónlistarskól- anum eru ætlaðar 95 milljónir króna á móti 78 milljónum frá ríki. Myndlistaskólinn á Akureyri er inni á fjárhagsáætlun með litlar 14 milljónir króna. Auk þessa er gert ráð fyrir að verja samtals 12.5 miiljónum til annarra listastarf- semi, aðallega þó til söngmála. Þetta gerir í allt um 2.8% af heild- arútgjöldum bæjarsjóðs Akureyr- ar. Það vekur athygli, hve Mynd- listaskólinn ber skarðan hlut frá borði. Má það furðulegt heita þegar þess er gætt, að hann hefur getið sér gott orð og nýtur bæði trausts og virðingar. í viðtali sem Dagur átti við skólastjóra Mynd- listaskólans, Helga Vilberg, list- málara, nú fyrir skömmu, kom fram að næsta haust er fyrirhugað að hefja starfrækslu reglulegs dagskóla eða forskóla á sviði sjónmennta, að mestu sniðinn eftir því sem tíðkast við Myndlista- og handíðaskóla fslands. Sem kunnugt er hefur Mynd- lista- og handíðaskólinn viður- kennt Akureyrarskóiann. Það ætti að vera hverjum manni Ijóst hvílíkt hagræði er að því fyrir Norðlend- inga, að geta stundað hér heima hluta reglulegs lisnáms. En starf- ræksla dagskólans er háð því, að ráðamenn sjái og skilji nauðsyn þess að veita skólanum nægileg- an stuðning. Litlar 14 milljónir duga skammt. Við umfjöllun þessara mála er nauðsynlegt að menn skilji, að óviðeigandi er að beita sömu arðsemisútreikningum og við lög- mál markaðarins fyrir gróskumik- ið atvinnulíf og efnahagslega auðsköpun. Magnús Ólafsson: Reykjavíkur fjölmiðlar • Hér á landi eru gefin út sex dagblöð og við höfum útvarp og sjónvarp. Allir þessir fjölmiðlar hafa mikil áhrif á skoðanamyndun í landinu, svo og hvaða mál fá mesta umræðu. Því veltur á miklu að þeir leysi hlutverk sitt vel af hendi. • Eitt er öllum þessum fjöl- miðlum sameiginlegt. Aðsetur þeirra er í Reykjavík. Þar búa flestir þeir, sem við þessa fjölmiðla starfa og starfsfólkið umgengst fyrst og fremst íbúa stór-Reykja- víkursvæðisins. Því fer ekki hjá því að sjónarmið Reykjavíkurbúans eiga greiðastan aðgang að þessum fjölmiðlum. • Undantekningar eru þó frá öllum reglum, einnig þessari. Það er ljúft og skylt að taka það fram að margt af því fólki, sem við Reykja- víkurfjölmiðlana starfar hefur góð sambönd vítt um land og túlkar vel skoðanir þess fólks, sem þar býr. En því miður er það fólk í minnihluta. • Svo er það líka staðreynd að umhverfið, sem fólk lifir í dags- daglega hefur mikil áhrif, jafnvel þótt fólk hafi góð sambönd við fólk í öðrum héruðum. Það er t.d. ljóst Magnús Ólafsson. að ævinlega fá fréttir af óveðrum mest rúm i fjölmiðlum, þá slæmt veður er á suðvesturhorni landsins. Hvað höfum við t.d. ekki oft séð myndir af bílum föstum í snjó, þótt sá snjór sé að mati okkar norð- lendinga aðeins föl. Þá er líka kunnugt að um árabil vissu þeir sem hlustuðu á morgunútvarpið, hvort sjógangur væri á Skúlagöt- unni. Heyrðust þá oft dramatískar lýsingar á því hve erfitt væri inn í útvarpshúsið að komast. Sann- færður er ég um að sjógangurinn á Skúlagötunni hefði ekki orðið svo frægur, ef útvarpshúsið hefði ekki staðið við þá götu. • Þessi dæmi sína glöggt hve mikil áhrif umhverfið hefur á fólk og hvað það telur fréttnæmast. Þetta eru smá dæmi og skipta ekki sköpum í lífi fólksins. Hins vegar skiptir það sköpum, þegar fjöl- miðlarnir hefja skipulegan áróður fyrir hinum og þessum málum, áróður sem oft ber tilætluð áhrif, og hefur oft afgerandi áhrif á lífið og lífskjör fólksins í landinu. • Að þessu verða allir að hyggja, a.m.k. þeir, sem unna blómlegri byggð um land allt. Það verður að skapa ákveðið og mark- visst mótvægi við alla þá fjölmiðl- un, sem nú á sér stað út frá Reykjavík. Það er unnt að gera eftir nokkrum leiðum. • I fyrsta lagi með því að efla þau blöð, sem út eru gefin vítt um landsbyggðina. T.d. Dag á Akur- eyri og fleiri slík blöð. Umhugsun- arefni er þó hvers vegna mikil tregða hefur verið að lesa nema eina forustugrein Dags í útvarpi í viku hverri, og hvers vegna hafa forustugreinar Vestfirska frétta- blaðsins ekki fengist lesnar? • I öðru lagi þarf að auka efni af landsbyggðinni í útvarpi og sjónvarpi. Koma þarf á föstum þáttum um byggðamál og þau mál, sem ofarlega eru á baugi á hverjum tíma. Umsjón þessara þátta þarf að vera í höndum þeirra, sem á lands- byggðinni búa. • Umhugsunarefni er, að fyrir rúmu ári var byrjað með lands- byggðarþátt í útvarpinu og var hann á dagskrá hálfsmánaðarlega. I haust hóf göngu sína þáttur, sem ber nafnið Reykjavíkurpistill. Ráðamenn ríkisútvarpsins, sem raunar heitir útvarp Reykjavík, virðast telja nauðsynlegt að skapa mótvægi við þennam stutta lands- byggðarþátt, jafnvle þótt megin- hluti útvarpsefnisins sé af stór — Reykjavíkursvæðinu. • I þriðja lagi þarf að auka efni víða að af landinu í dagblöðunum. Það væri best gert með því að blöðin réðu til sín starfsfólk, sem búsett væri vítt um land og skilaði inn efni, ýmist til birtingar á sér- stökum síðum, eða til birtingar innan um annað efni blaðsins. Fullviss er ég um að það blað, sem myndarlegast tæki á þessu máli fengi fljótt stóraukna sölu, enda vill meginþorri landsmanna fylgjast með því, sem er að gerast á hinum ýmsu stöðum landsins. • I fjórða lagi þurfa allir fjöl- miðlamir að stórauka og bæta fréttaritarakerfi sitt. Stöðugt þarf að hafa samband við þessa frétta- ritara og hvetja þá til þess að afla frétta. Ráða þarf nýja þegar þeir, sem fyrir eru standa sig ekki sem skyldi. • Að þessum málum þarf að vinna markvisst og ötullega, enda eru það staðreynd að því öflugri, sem upplýsingamiðlunin verður milli hinna einstöku landshluta því minni hætta er á óæskilegri tog- streitu þar á milli. Við Islendingar erum ein þjóð í stóru landi. Efla þarf samhug og samstöðu milli stétta og milli landshluta. Það verður best gert með víðtækri frétta og upplýsingamiðlun milli íbú- anna. Upplýsingamiðlun, sem ekki fer öll fram í gegnum þá, sem stór-Reykjavíkursvæðið byggja. Bjartmar Kristjánsson: Meingallað frumvarp Á héraðsfundum á s.l. ári voru lögð fram til umræðu þrjú frum- vörp frá síðasta kirkjuþingi. Eru þau runnin undan rifjum starfs- háttanefndar þjóðkirkjunnar, sem sat að störfum hérna á árun- um og lagði viðamikið álit fyrir prestastefnu 1977. Að sjálfsögðu má sitthvað gott um frumvörp þessi segja, en svo miklir eru þó gallar á „gjöf Njarðar," að ekki verður við unað. Ég læt mér nægja að gera nokkrar athuga- semdir við mesta gallagripinn, sem er „Frumvarp til laga um prófastsdæmi, stjórn og em- bætti." Prestaköllin lögð niður Þá er þar fyrst til að taka, að prestaköllin skulu lögð niður. Forðast er jafnvel að nefna þau á nafn sem væri þar „hinn vondi“ sjálfur á ferðinni. I l. grein segir, að „sóknir myndi prófastsdæmi." I áliti starfsháttanefndar segir, að „hér sé um nýmæli að ræða.“ Það er þó ekki alls kostar rétt vegna þess, að sóknir hafa alltaf „myndað prófastsdæmi," engu síður en prestaköllin, og að sumu leyti fremur en þau. Sóknir eru, og hafa alltaf verið, sérstakar starfseiningar innan kirkjunnar. Það eru prestaköllin hins vegar ekki. Þau eru nánast ekkert annað en heiti á starfs- og þjónustusvæði eins og sama prestsins (eða prest- ana í tvímennings-prestaköllum). Það hefir þótt skynsamlegt og reyndizt líka vel, að hver söfnuður hefði sinn ákveðna prest og hver prestur sinn söfnuð eða söfnuði, en öðrum ekki ætluð þjónusta innan marka prestakallsins. Þeg- ar tvímennings-prestaköllin komu til sögunnar sönnuðust enn betur kostir hins gamla fyrir- komulags. Bjartmar Kristjánsson. ,,Frumþjónusta“ og ,,sérþjónusta“ En nú skal hinu forna skipulagi prestakallanna umturnað og prófastsdæmin gjörð að einni flatsæng, þar sem prestum og „sérfræðingum" er skákað fram sitt á hvað, eftir því sem þurfa þykir. í 5. gr. segir, að „við það skuli miðað, að einn prestur fari með frumþjónustu í hverri sókn, ella skuli starfsskipting presta skýrt afmörkuð." Þetta á líklega að þýða það, að „leifar skuli þó eftir verða" af hinu eldra skipu- lagi. Engu að síður stefnir þó allt í „færibands" átt, þar sem einn á að vinna þetta handtak en annar hitt. Þá er það þetta klaufalega orð, „frumþjónusta.“ Það minnir á eitthvað sem er frumstætt og á heldur lágu stigi, þar sem „sér- þjónustan" hins vegar hefir á sér annan og æðri svip. „Frumþjón- usta“ gæti minnt á bráðabirgða— aðhlynningu að slösuðum manni, unz hann kemst í hendur sér- fræðingsins. Nú er þó svo að sjá, að „frum- þjónustan“ eigi að taka yfir flest öll þau störf, sem prestar hafa unnið til þessa, að barna- og æskulýðsstarfi undanskildu, svo og fermingarfræðslu og einhverri þjónustu við aldraða og vanheila. Samkvæmt þessu væri nær að tala um aðalþjónustu og auka- þjónustu heldur en hið áður- nefnda. En „orð og nöfn“ skipta hér þó ekki mestu máli, þótt misjafnlega séu þau viðkunnanleg, heldur skipulagið sjálft. En það getur verið gott eða illt eftir atvikum. Þó að því skipulagi, sem ís- lenzka þjóðkirkjan hefir haft á málum sínum, kunni í einhverju að vera áfátt, miðað við nútíma aðstæður, þá held ég að það standi enn ekki guðskristninni í landinu sérlega fyrir þrifum. Það er eitlhvað annað en það sem vantar, að hróflað sé upp nýju og margbrotnu „kerfi“ til að starfa eftir. Enda hvarflar líka sú hugs- un að starfsháttanefnd, en í áliti sínu segir hún svo á bls. 11: „Mikilvægt er að leggja áherzlu á, að vöxtur og viðgangur Guðs ríkis er ekki kominn undir skipu- lagningu okkar, heldur gæti hann alveg eins komið þvert á allar áætlanir.“ Þetta er skynsamlega mælt. Engu að síður ber þó um- rætt frumvarp með sér oftrúna á skipulagið og kerfið og ráðin og nefndirnar. Safnaðarfulltrúarnir í 7. grein frumvarpsins segir, að formenn sóknarnefnda skuli hafa atkvæðisrétt á héraðsfundum. Það á, sem sagt, að leggja safnað- arfulltrúana á hilluna. En þar sem starfsháttanefnd segir það stefnu sína, að „auka ábyrgð og þátttöku leikmanna í safnaðarstarfi,“ er það öfugt að farið að leggja jafn- framt til, að þeim fáu starfs- mönnum safnaðarins sem verið hafa, skuli fækkað; 1 skýringum starfsháttanefndar er þessi breyting rökstudd svo: „Eðlilegra virðist, að formenn sóknarnefnda séu fulltrúar sókna sinna en safnaðarfulltrúar eins og nú er, en þeir eru oft án tengsla við störf sóknarnefndar.“ Þessi rök eru haldlítil, þar sem ekkert er auðveldara en það, að auka þessi „tengsli“ milli safnaðarfull- trúa og sóknarnefndar. Þá er þess líka að gæta, að með breytingu þessari væri kosningin á fulltrúa safnaðarins tekin úr höndum safnaðarmanna, að segja má. Sóknarnefnd skiptir með sér verkum, og þegar hún er kosin veit enn enginn, hver for- maðurinn verður. Ég er ekki i vafa um, að söfnuðirnir vilja eiga þess kost að kjósa fulltrúa sinn í frjálsum kosningum, vilandi hvern þeir eru að kjósa. Þetta kom greinilega í ljós á fundinum á Ákureyri á s.l. hausti. Þar mælti enginn þessari fyrirhuguðu breytingu bót, en fjölmargir létu í ljós megna óánægju. Ekki þarf það heldur endilega að fara sam- an, áð maður sem kosinn er í sóknarnefnd sé talinn æskilegast- ur fulltrúi safnaðarins útávið. Það hefir jafnan þótt virðing í því að vera kosinn safnaðarfull- trúi. Starf hans er það að mæta á héraðsfundum. En sú skylda hlýtur að krefjast þess, að safn- aðarfulltrúi fylgist vel með og viti, hvað er að gerast í sókn sinni. Að leggja niður safnaðarfúlltrúana væri spor afturábak. það ætti heldur að auka verkahring þeirra, söfnuðunum til heilla og bless- unar. „Um prófast“ f kaflanum um prófast, 22. gr. segir svo: „Biskup skal leita álits presta annars vegar og formanna sóknarnefnda hins vegar um, hvaða prestur skuli gegna störf- um prófasts." Svo hefir það verið, að prestar skuli benda á einhvern til prófastsstarfsins. Gömul hefð var það, að sá sem lengstan hafði þjónustualdur skyldi valinn. Sú regla er einföld og líklegust til minnstra árekstra. Veitingarvald- ið er þó ekki bundið við ábend- ingu presta. Nú skal þetta mál gert enn flóknara en það áður var, oglíklegra til misklíðar. Formenn sóknarnefnda eru víðast hver miklu fjölmennari í prófasts- dæminu en prestamir. Sé jafnt (Framhald á bls. 6). Stórsigur hjá frjáls- Iþróttafólki KA Um helgina var haldið meist aramót Islands í frjálsum íþróttum innanhúss. Þar kepptu allir bestu frjáls- íþróttamenn landsins, að þeim undanskildum sem eru við æfingar erlendis. Frjáls- íþróttafólk KA lék stórt hlutverk á þessu móti, og má segja að KA hafi verið sigurvegari mótsins. Jón Sævar Þórðarson þjálfari KA var að vonum mjög hress með árangur síns fólks, er hann var inntur nánar eftir þessari Þar var Áðalsteinn þriðji með 13.46. Hjörtur Gíslason var annar í 50 m. hlaupi á 5.9 sek., sjónarmun á eftir Sigurði Sig- urðssyni. Þá var Hjörtur einnig annar í 50 m. grindahlaupi á 7.2 og þar var Aðalsteinn Bern- harðsson þriðji á 7.3. KA Aðalsteinn Bernharðsson var mesti afreksmaður fslandsmótsins. keppni. Hann sagði að árangur æfinganna væri nú að skila sér, og frjálsíþróttafólk KA hyggði á stóra hluti næsta sumar, en þau keppa nú í fyrsta sinn í fyrstu deild. Helstu árangrar Akureyringa voru þessir: Aðalsteinn Bernharðssonsigr aði í 800 m. hlaupi á 2.07.9. Annar í þeirri grein var Steindór Tryggvason á 2.08.5. Steindór sigraði síðan í 1500 m. hlaupi á 4.14.2 og er það 10 sek., betri tími en sama hlaup vannst á í fyrra. Aðalsteinn Bernharðsson sigraði í langstökki á 6.82 m. og Jón Oddsson í þrístökki 13.72. Tvö töp hjá Þór Um helgina lék fyrstu deildar lið Þórs í körfubolta tvo leiki fyrir sunnan. Þeir töpuðu þeim báðum með mjög litlum mun, fyrst fyrir Keflvíkingum ogsíðan fyrir Grind- víkingum. Með þessum töpum fóru vonir þeirra um að leika í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. Þeir gull- tryggðu hins vegar Ármanni að leika í úrvalsdeild á næsta keppnistímabili. Oddur Sigurðsson. stúlkur sigruðu í boðhlaupinu sem var fjórum sinnum þrír hringir í Laugardalshöllinni á 3.57.9. í sveitinni voru: Linda Jónsdóttir, Valdís Hallgríms- dóttir, Laufey Pálsdóttir og Þuríður Jónsdóttir. Karlasveit KA sigraði einnig í sama hlaupi á 3.24.7. f þeirri sveit voru Sigurður Jónsson Hjörtur Gíslason, Egill Eiðsson og Aðalsteinn Bernharðsson. Valdís Hall- grímsdóttir varð önnur í 50 m. grindahlaupi kvenna á 8.5 sek. Sérstaka athygli vakti frammi staða systkinanna Þuríðar Jóns dóttur og Sigurðar Jónssonar en þau eru aðeins 14 og 15 ára og hlutu þau bæði gullverðlaun á sínu fyrsta meistaramóti. Hjörtur Gíslason hélt uppi merki KA í spretthlaupum en hann er að verða einn besti spretthlaupari landsins. Mynd Ó.Á. Jón Oddsson sigraði í þrístökki. Spánarfréttir Á sunnudag var einn af úrslitaleikjum fyrstu deildarinnar í hand- bolta á Spáni, en þar leiddu saman hesta sína Barcelona, lið Viggós Sigurðssonar og Atle- tico-Madrid, en þetta eru toppliðin þar í landi. Barcelona sigraði með 26 mörkum gegn 22 og gerði Viggó Sigurðs- son 11 mörk fyrir Barce- lona. Þulurinn í spánska útvarpinu sem lýsti leiknum átti ekki nógu sterk orð til að lýsa skotum örvhenta íslend ingsins, sem lék vörn Atletico-Madrid svo grátt. Nýir formenn Aðalfundir íþróttafélaganna Þórs og KÁ voru nýlega haldnir. Sérstaka athygli vakti að í báðum félögum var kosinn nýr formaður, en fráfarandi formenn höfðu mjög mikið starf um ára- tugaskeið. Hjá Þór var Sigurður Odds- son tæknifræðingur hjá Vega- gerðinni kosinn formaður, en hjá KA Jón Arnþórsson verk- smiðjustjóri hjá SÍS. Báðir þessir menn eiga að fá menn til að starfa með sér, þvi mikinn fjölda áhugamanna þarf til þess að íþróttafélög dafni. Fráfarandi formönnum Haraldi Helgasyni hjá Þór og Haraldi Sigurðssyni hjá KA, sendir íþróttasíðan sínar bestu kveðjur með þakklæti fyrirgott samstarf undanfarin ár. Dvelja erlendis við Hópur íþróttamanna frá Akureyri dvelst nú í Californi'u við æfingar og keppnir. Þar eru valkyrjurnar Dýrfinna Torfadóttir og Ásgerð- ur Ólafsdóttir við kast- æfingar, Sigríður Kjart- ansdóttir við hlaupa- æfingar, Oddur Sigurðs son við hlaupæfingar og Vésteinn Hafsteinsson sennilega í kasthringn- um. Nánar verður greint frá ferðum þeirra síðar. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.