Dagur


Dagur - 17.04.1980, Qupperneq 5

Dagur - 17.04.1980, Qupperneq 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JOHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Semja á um heildarlausn í Jan Mayen- málinu Fyrstu lotu samningaviðræðn- anna um Jan Mayen milli íslend- inga og Norðmanna er nú lokið. Næsti fundur hefur verið ákveðinn í Osló 7. maí. Það ætti ekki að koma neinum á óvart, þó að nið- urstaða hafi ekki fengist í þessari lotu, en það eru hins vegar nokkur vonbrigði. íslensku samninga- nefndarmennirnir hafa sagt að þessum fyrstu viðræðufundum loknum, að nokkuð hafi þokað í samkomulagsátt og að góður andi hafi ríkt á fundunum, þó að ekki hafi fengist niðurstaða um efnis- atriði. Hér er um gífurlega flókið vandamál að ræða og sú afstaða sjávarútvegsráðherra og fleiri, að vilja leysa málið í heiid er hárrétt. Samkomulag um fiskveiðihliðina á málinu á að haldast í hendur við lausn á landgrunnsmálinu. Svo má ekki fara, að Norðmenn geti fært út fiskveiði og efnahagslög- sögu sína í framhaldi af einhverju samkomuiagi um skiptingu aflans á Jan Mayensvæðinu. Réttur okk- ar til landsgrunnsins og lausn þess máls er óaðskiljanlegur liður í heildarlausninni. islendingar eiga að standa fast á þeirri kröfu að strandríki eigi að öðlast nýtingarrétt á landgrunninu lengra út frá eigin ströndum, en efnahagslögsagan nær, en sú skoðun hefur átt vaxandi fylgi að fagna á Hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna. Norðmenn hafa nú linast á miðlínusjónarmiðinu, sem þeir héidu til streitu, þegar upphaflega var farið að ræða þessi mál. Þeir vita, að þeir geta ekki staðið til lengdar á móti kröf- um okkar um réttinn til land- grunnsins. Við megum því ekki flana að neinu og ekki iáta óttan vegna væntanlegrar útfærslu við Grænland hafa of mikil áhrif á gang mála. Réttur Norðmanna er vafasamur og þess vegna er það þeim mikið kappsmál að færa efnahagslögsögu sína út sem allra fyrst. Þó að sagt sé, að andinn í við- ræðunum hafi verið góður og þokast hafi í samkomulagsátt, er nær fullvíst, að við megum vænta mjög harðorðra yfirlýsinga frá Noregi á þeim tíma sem líður fram að næsta samningafundi. Hags- munahópar og stjórnmálamenn í Noregi eiga eftir að hafa hátt og jafnvel í hótunum, í þeim tilgangi að veikja þrek okkar. Svörum í sömu mynt. Rétturinn er okkar og tíminn vinnur með okkur. Það er ýmislegt sem stingur i augu þegar maður kemur norðan af ts- landi hingað í heimsmenninguna í Kanada. Sumt af þessu eru áberandi hlutir svo sem landslag, veðurfar, fólk og mannvirki. En það eru líka ýmis smáatriði, sem maður tekur eftir fyrslu dagana. í fyrsla skipti sem maður kemur til einhvers fram- andi lands, en síðan venst maður þeim og hœttir að taka eftir þeim. Áður en ég gleymi slikum atriðum langar mig til að nefna nokkur þeirra. Ég tók fljótt eftir þvi hvað Kan adamenn voru óformlegir og blátt áfram. Fyrst heilsaði ég og kvaddi alla með handabandi, en komst fljótt að því að sumir áttuðu sig ekkert á því hvað ég var að gera þegar ég rétti fram höndina. Þeir sögu bara „hœ“ þegar ég heilsaði þeim og „bœ“þeg- ar ég kvaddi þá, og ég gat átt það á hœttu að standa eins og nátttröll með höndina út í loftið. Heppinn var ég að heilsa og kveðja ekki alla með rembingskossi líkt og sumir gera heima. Sömuleiðis kom það mér á óvart að Kanadamenn nota fingurna rneira við borðhaldið en við Islend- ingar gerum yfirleitt. Við borðum allt með hnifapörum, en þeir eru ófeimnir, jafnve! í finni veislum, við að sleppa hnífnum og nota bara gaffalinn eða jafnvel Guðsgafflana. í samrœmi við þetta urðum við undrandi, í einhverju fyrsta heim- boðinu, þegar við allt i einu áttuðum okkur á því að við hjónin sátum hátíðlega í hœgindastólunum, en flestir aðrir sátu með kaffibollana á teppalögðu gólfinu og virtust vanari því og una sér best þar. Þetta þœtti líklega ósiður heima. Ýmis smáatriði í húsunum koma manni undarlega fyrir sjónir. Kló- settskálarnar hér eru þannig að þœr eru hálffullar af vatni, ekki með ör- lítilli vatnslögg í botninum líkt og algengast er á Islandi. Er mér nœst að halda að tiskan á íslandi Iþessum efnum skapist af því hvað Sam- bandið eða kaupmaðurinn hefur byrjað á að flytja inn. Hér er jafnvel klósettpappírinn framandi, en ég reyni ekki að lýsa kostum hans og göllum nánar. Gluggar á húsum eru oft opnaðir þannig að þeim er rennt til hliðar í falsi, og ég er hrœddur um að hið lárétta, íslenska regn myndi fljótt smjúga inn um þá. Ofnar sjást hér varla í húsum, nema helst ofnar um mínum og mest reið á að vera frambœrilegur fulltrúi íslands (þetta hefði verið enn tilfinnanlegra ef ég hefði heilsað þeim öllum með kossi). Þegar við verslum hér eru vörurn- ar yfirleitt settar i bréfpoka, ekki plastpoka eins og heima. Þetta er raunar eðlilegt í þessu landi skóg- anna, að nota innlenda framleiðslu, til að brenna viði í, en þeir hafa fœrst mjög í vöxt I orkukreppunni. Hús eru yfirleitt hituð þannig að loft er hitað með olíu eða gasi, og því síðan blásið eftir stokkum í öll herbergi. í stað ofna sjást því aðeins örlitlar ristar niður við gólf þar sem loftið streymir inn I herbergin. Þetta loft er oft mjög þurrt og er því algengt að menn hafi rakavélar í svefnher- bergjunum. Rakavélarnar dreifa raka í loftið og hindra ofþornun og óþœgindi í nefi og hálsi. Hér eru allir rafmagnstenglar fyrir flatar klœr, ekkifyrir sívalar eins og algengast er á tslandi. Rafmagnið sem úr tengl- unum kemur er ekki 220 volt heldur 110 volt. Þessi mismunur olli þvi að éggat ekki notað rakvélina mina hér fyrstu tvo dagana og var því órak- aður einmitt þegar ég var kynntur fyrir vœntanlegum samstarfsfélög- auk þess sem pappírinn fúnar og rotnar i náttúrunni og veldur þar minni spjöllum en plastið. Hinu er þó ekki að neita að plastpokarnir heima voru handhagir og gagnlegir tilýmissa nota, bréfpokarnir hér eru haldlausir og ekki til varanlegs brúks. Við erum þvi plastpokalaus, en vorum þó svo heppin að koma með nokkra að heiman, og núna rétt um daginn labbaði ég um strœti Ottawa með bœkur í plastpoka merktum Kaupfélagi Skagfirðinga. Má segja að víða berist hróður kaupfélaganna, en varla á ég þó von á að þessi auglýsing verði Kaupfé- lagi Skagfirðinga lil mikils gagns hér í samkeppni við risafyrirtœki á borð við Hudson Bay Campany. í samrœðum við Kanadamenn veldur það oft örðugleikum að þeir nota aðrar mœlieiningar en við. Hitastig er mœl: í Farenheitgrúðum í stað Celsiusgráða .og þar sem. yið notum metrakerfið nota'þeir lomm- ur,fet ogmílur. Hér er.þyngdmceld i únsum og pundum (sem erekki hálft kíló) og í stað lítra nöla.þeir.'gallon. Þeir eru þó að taka metrakerfið. i notkun, en það tekur kynslóð að breyta sliku. Kanadamqpn segjwað eðlilegur likamshiti ' sé nær 100° (Farenheit) og hœð meðalmannsins er fimm fet fjórar og treikvarttomm- ur. Umrœður geta því-orðið nokkuð stirðar þegar annar aðiUnn er-. í metra- og Celsiuskerfinu en hinn í feta- og Farenheitkerfmu, ef \fléstir ganga með skala til að éreýia iir einni einingu í aðra iog ef báðir aðiljar hjálpast aðvgengur þetta sœmilega. Þegar Kanadamenn skrifa póst- fang, skrifa þeir húsnúmerið á und- an götunafninu, en ekki.ú eftirþví eins og við gerum heima. Hafnar- strœti 110 er hér skrifað 110. Hafn- arstrœti. Verð ég að viðurkenna að kanadiski siðurinn erað vissu leyti rökréttari. Sé póstfangið lesiðrfrá upphafi er byrjað á áð lesa smáat- riðin, nafn einstaklingsins, en endað á stœrsta atriðinu, landinu. Það er því eðlilegt að lesa húsnúmer.ið á undan götunafninu, sem er stœrri heild. Útlendingum finnstls hafnakerfi okkar undarlegt. Ég held reyndar sjálfur að við höfum besta.nttfnakerfi í heimi, en þeim sem ekkv erú Vanir þvi finnst það ruglingslegt. Þeir telja það ruglingslegt að allir aðiljar sömu fjölskyldu hafi ekki sama eft- irnafn. Ég tel að hins vegar megin- kost á okkar nafnakerfi að konur haldi sínu föðurnafni og breyti því ekki þegar giftast eins og.hér gerist. Útlendingum finnst það líka undarr legt að mönnum skuli. vera raðað eftir fornöfnum en ekki eftirnöfnum í íslensku simaskránni, Á íslandi er maðurinn einstaklingur og þekktur sem slíkur, erlendis er hann hluti af fjölskyldu. En sinn er siður i landi hverju og hverjum þ.ykir sinn fugl (siður) fegurstur. Bændur geta alls ekki lokað vegna veikinda Athugasemd um forfalla- og afleysingaþjónustu í sveitum Forfalla- og afleysingaþjónusta í sveitum Vegna misskilnings og villandi upplýsinga sem fram hafa komið í fjölmiðlum að undanförnu varð- andi fyrirhugaða forfallaþjónustu í sveitum, vill Stéttarsamband bænda benda á eftirfarandi: Félagsmálapakki Þann 1. desember 1978 gáfu bændur eftir 3% af þeirri launa- hækkun, sem þá átti að koma til framkvæmda eins og aðrir laun- þegar í landinu. I staðinn beitti ríkisstjórnin sér fyrir ýmsum fé- lagslegum aðgerðum til hagsbóta fyrir launþega og bændur fengu fyrirheit um setningu laga um for- falla- og afleysingaþjónustu í sveit- um, og voru þau samþ. í maí s.l. Félagsmálapakkar annarra stétta munu þegar fyrir nokkru komnir til framkvæmda en forfallaþjónustan er enn ekki tekin til starfa. Hver borgar? Heimilt er að ráða að hámarki 60 afleysingamenn eða 1 fyrir hver 75 sveitaheimili í landinu. Afleys- ingamennirnir verða ekki starfs- menn ríkisins heldur búnaðarsam- bandanna á hverjum stað. Hins vegar skal ríkissjóður skv. lögunum leggja fram fé til að greiða föst mánaðarlaun afleysingamanna, þ.e. fyrir 40 st. vinnuviku. Við- komandi bóndi greiðir ferða- kostnað afleysingamannsins og yf- irvinnu sem um kann að semjast. Einnig skulu þeir hafa frítt fæði og húsnæði hjá viðkomandi bónda. Útgjöld ríkissjóðs vegna starf- seminnar eru áætluð kr. 4.7 millj. á ári fyrir hvern starfsmann miðað við verðlag 1. mars s.l. eða kr. 282 miilj. ef starfsemin væri komin í fullan gang. Auk þess greiðir ríkis- sjóður kostnað við yfirstjórn starf- seminnar sem er áætlaður kr. 5-8 millj. á ári. Samtals verður því kostnaður ríkissjóðs um 290 millj. á ári m.v. núgildandi verðlag eða 65.900 kr. á hvern starfandi bónda í landinu. Til samanburðar má geta þess að launahækkun sú sem bændur afsöluðu sér í des. 1978 nam um kr. 181.00 að meðaltali á hvern bónda, sem neytendur hefðu annars orðið að greiða í hærra verðlagi búvara. 3% hækkun á launalið verðlagsgrundvallarins nú næmi um kr. 300.000. Útgjöld rík- issjóðs til forfallaþjónustunnar eru því miklum mun lægri fjárhæð en bændur landsins haf gefið eftir af launum sínum í þessu sambandi. Aðeins í veikinda- og slysatilfellum Forfallaþjónustunni er ætlað að veita tímabundna vinnuaðstoð við nauðsynleg bús- og heimilisstörf þegar veikindi, slys eða önnur for- föll ber að höndum en veitir hins vegar enga aðstoð fari bóndi í orlof eða bregði sér frá búi af öðrum or- sökum. Allir bændur og þeir sem veita búum forstöðu og makar þeirra eiga rétt á aðstoð enda hafi þeir meiri hluta tekna sinna af land- búnaði og séu aðilar að Lífeyris- sjóði bænda. Þeir bændur sem hafa meirihluta tekna sinna af öðru en landbúnaði hafa hlutfallslega minni rétt. Hámarkstími, sem bóndi getur haft afleysingamann á framan- greindum kjörum er 24 dagar á ári. Sama gildir um maka hans. Þó er heimilt, ef ekki er þörf fyrir afleysingamanninn annars staðar, að framlengja dvöl hans eða ráða hann til almennra bústarfa hjá bændum, en þá greiðir viðkomandi bóndi allan kostnað. Hvers vegna bændur? Starf bóndans hefur þá sérstöðu, að húsdýrin þurfa daglega umönn- un á hverju sem gengur. Bóndinn getur ekki „lokað vegna veikinda“. Hingað til hafa bændur leitað til nágrannanna eða sinna nánustu í veikindatilfellum, eða, sem e.t.v. er algengast, sinnt bústörfunum þótt sjúkir væru. Frá sjónarmiði neytenda ætti það að vera mikilvægt öryggisatriði að tryggt sé að menn neyðist ekki til að vinna sjúkir við matvælafram- leiðslu. Vegna fólksfæðar i . sveitum verður æ erfiðara að fá hjálp ná- granna og skyldmenna; Það er því mjög aðkallandi að koma æskipu- legri forfallaþjónustu í sveitum. í nágrannalöndum okkar hefurslíkri starfsemi þegar fyrir nokkru verið komið á fót og er þar kostuð á svipaðan hátt og hér er ætlunin að gera. Lögin um forfalla- óg afleys- ingaþjónustu í sveifum . eiga' að koma til framkvæmda áþessu og næsta ári. 1 nýframkomnu fjárlagaffum- varpi er gert ráð fyrir.46,millj.,kr,. framlagi til starfseminnat. sem nægir fyrir árslaunum uiþ.b. 40; starfsmanna. Leiðrétting Niðurlag minningargreíhait.um. Jön K. Níelsson frá Berunesu var rangt í síðasta blaði og birtist .þi'íjétthéi; . Hann var enginn brimbr.jótur,. í lífi eða starfi, en góður liðsmaðut á fjölþættum vettvangi atvihhulífsihs. í þeirri dugmiklu sveitmaniia^.sern, kennd er við aldamótoglJauk ár^ angursríkara dagsverki'.en aðrar kynslóðir í landi okkap Ljúft.ef og: skylt við leiðarlok að þakfca'öllutn'i ■ þessari heiðurssveit. Um'ierðsEndi' ég Petreu Jónsdótturnogibörnum: hennar hlýjar samúðarkveðjur.ii':' 4.DAGUR Lífeyrisþegar samvinnufélaganna: Haldið hópinn! Mætið á fund á sumardaginn fyrsta Þó að þið hafið nú þegar fengið fundarboð, þykir rétt að hvetja ykkur til að mæta í Félagsborg á sumardaginn fyrsta 24. apríl klukk- an 2 e.h. Það skal tekið fram að þessi fundur er einnig fyrir lífeyrisþega K.E.A. þó það hafi fallið niður í fundarboði og biður stjórnin af- sökunar á þeim mistökum. Eins og sjá má er dagskrá fundarins all fjölbreytt og varðar alla lífeyris- þega. Það getur varla farið á milli mála að þörf er á því að lífeyrisþegar hittist, kynnist og geri sér grein fyrir sínum málum. Oft er það svo að þegar starfsmaður lætur af störfum vegna aldurs eða örorku er það ekki sársaukalaust fyrir þann sem er heilsugóður og treystir sér til að gegna störfum eitthvað lengur. Ekki nóg með það heldur fer of oft svo að margir einangrast og „detta“ úr tengslum við sitt samstarfsfólk og fyrirtæki. Á þessu mætti ráða nokkra bót ef S.Í.S. og K.E.A. kæmu til móts við okkur með fræðslu og kynningu, en til þess að það geti orðið að veru- leika verða lífeyrisþegar að sýna áhuga og skilning. Með því að vera eða gerast þátt- takendur í Félagi lífeyrisþega sam- vinnufélaganna getum við unnið að þeim og öðrum áhugamálum okkar. Höfum það líka í huga að þetta er ekki dýr félagsskapur því hingað til hefur hann ekki kostað lífeyris- þega nein fjárútlát, því að Starfs- mannafélög K.E.A. og S.f.S. hafa staðið við bakið á okkur. Ætli það sé nokkuð ofsagt að lífeyrisþegar hafi skilað sínum starfsdegi með sóma og þurfi því ekki að beiðast afsökunar á því þó að þeir eldist og verði þess vegna að víkja fyrir yngra fólki. Ekki mega þeir heldur verða svo lítillátir að þeir telji best fara á því að ekkert á þeim beri og þeir gleymist sem fyrst. Höldum því hópinn og mæt- um öll, ef mögulegt er, í Félagsborg á sumardaginn fyrsta! Rétt er að benda á það, ef ein- hverjir eiga erfitt með að ganga stigana upp í salinn, er hægt að fara inn að vestan, frá götunni. F.h. stjórnarinnar, Jón og Reynir. Gengið á reka Gamanleikur í þrem þáttum eftir Jean McConnell Leikstjóri Jóhann Ögmundsson Aðstoðarleikstjóri Birgir Þórðarson Leikendur eru 11 í 12 hlutverkum Nú á dögunum sýndu Leikfélag Öngulsstaðahrepps og UMF Ár- roðinn sjónleikinn Gengið á reka eftir Jean Mc Connell. I Önguls- staðahreppi hefir lengi verið iðk- úð leiklist — jafnvel meir en í öðrum sveitum. Hin síðustu ár hefir þessi hefð nokkuð rofnað en nú er þráðurinn tekinn upp að nýju. Verkefnið er í þetta sinn gam- anleikur — óvenjulega fyndinn án þess að vera gersamlega al- vörulaust grín. Oft er meiri vandi en sýnist að færa upp slíka leiki svo vel fari og eru margar gryfjur handa óvönu fólki að falla í. I þessari sýningu koma fram ellefu leikarar en aðeins tveir þeirra munu hafa leikið nokkuð sem heitir fyrr en þetta. Að óreyndu mætti búast við að tals- verður viðvaningsbragur yrði á slíkri sýningu. Það er þó ekki hjá þessum hópi. Eflaust er það að verulegu leyti verk leikstjóra. Jóhann ögmundsson hefirkomið í kaupstað fyrr, eins og sagt er, og er ekki að efa að hann hefir kennt þessum hópi fjölmargt á skömm- um tíma. Heildarsvipur yfir sýn- ingunni er mjög góður og frammistaða leikara ótrúlega jafngóð. Erfitt er að nefna sum nöfn en ekki önnur en mér er ómögulegt annað en að geta Jó- hanns Jóhannssonar. Hann er nýliði en er þarna á sviði lengst af sýningunni og leikur prýðilega allan tímann. Hann er rétt um tvítugt en leikur þarna karlskarf af mikilli innlifun og öryggi svo að merkilegt má kalla. Hrana- skapurinn og sérhyggjan er svo sem eins og meðfædd — nema einu sinni — og ekki það síst skilið, t.d. Rósa Árnadóttir — kerling sem eldar grátt silfur við karl þennan ellegar Kristján Jón- asson sem leikur annan álíka gaur af ísmeygilegri nákvæmni. Jón- steinn Aðalsteinsson er sviðsvan- astur í þessum hópi enda túlkar hann ístöðulítinn guðsmann af sérlegri snilld. Hægra er að kenna boðorðin en halda þau og nú hefi ég fallið í þá freistni að nefna sum nöfn en ekki önnur. Það ber þó ekki að skoða sem gæðamat á leikendum og frammistöðu þeirra. Eins og áður er sagt er góður heildarsvip- ur á sýningunni. Þess vegna vil ég hvetja menn til að aka fram í Freyvang og sjá launfyndinn gamanleik sem þó er ekki „botnlaus farsi“ eins og segir í frétt frá aðstandendum. Hitt var ekki tekið fram að sýningin er verulega skemmtileg og vel gerð. Takk fyrir mig. Valdimar G. Ungir handbolta- menn Dagur hefur ákveðið að kynna lesendum blaðsins örlítið brot af þeim fjölda, sem stundar íþróttir á Akureyri. Það var nauðsynlegt að velja og hafna, en um síðir komust menn að þeirri niðurstöðu að réttast væri að kynna yngri leik- menn Þórs og K.A. í handbolta. Þessir ungu karlar og konur munu siðar meir verða undirstaða íþróttalífsins á Akureyri og að sögn þjálfara íþróttafélaganna er framtíðin björt í þeim efnum. Til þess að taka myndirnar fékk Dagur þá félaga Ragnar Þor- valdsson og Einar Pálma Árna- son. Þeir hafa unnið ágælt verk og eru þeim hér með færðar þakkir fyrir það. Fimmti flokkur KA í handknattleik 1980 þjálfari þjálfari. Ámi Gíslason Rúnar öm Friðriksson Ámi V. Jóhannesson Baldvin Eiðsson Gunnar F. Kristjánsson Amar (Jnnarsson Fmnur Sveinbjömsson Oskar Einarsson • m : m Jóhannes Valgeirsson Vignir Þormóðsson Jón Kristjánsson Anton Pétursson Fimmti flokkur Þórs í handknattleik 1980 Sigurgeir Sigurgeirsson ólafur Hilmarsson Kristinn Hrcinsson Magnús Hauksson Amljótur Davíðsson Sveinn Pálsson Ingvar Þór Guðjónsson Ólafur Þorbjörasson Jóhann Samúelsson Hermann Karlsson Hlynur Birgisson Mikael Traustason DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.