Dagur - 22.05.1980, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sfmi auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Heildarskipulag
Eyjafjarðarsvæðis
Skipulagsmál okkar íslendinga
hafa oft á tíðum ekki verið til
neinnar fyrirmyndar og eru víst ófá
dæmin um hluti, sem betur hefðu
mátt fara í þeim efnum og jafnvel
um mistök í skipulagsmálum.
Skipulag bæja virðist oftar en ekki
nokkrum tilviljunum háð, nema ef
til vill nú á síðustu árum. Heildar-
skipulag stærri svæða er styttra á
veg komið og nágrannasveitarfé-
lög eru skipuiögð óháð hverju
öðru, jafnvel í samkeppni hvert við
annað. Frá þessu eru að sjálf-
sögðu undantekningar og má sem
dæmi nefna, að sveitarfélögin í
nágrenni Reykjavíkur taka mið af
þeirra þjónustu, sem þar er að fá,
og því má segja, að þar sé all gott
heildarskipulag á ferðinni. Það er
hins vegar ennþá of algengt, að
sveitarfélögin séu að pukrast með
skipulagsmál sín, hvert í sínu
horni.
Því verður vart á móti mælt, að
Eyjafjarðarsvæðið er ein heild,
bæði landfræðilega og þegar tek-
ið er mið af atvinnuháttum. Það er
því mikið í húfi, að byggð og at-
vinnulíf á svæðinu þróist með
hagsmuni heildarinnar að mark-
miði. Að öðrum kosti gætu miklir
fjármunir farið í súginn.
Á Eyjafjarðarsvæðinu getur að
líta nokkurs konar þverskurð af
atvinnu- og athafnalífi þjóðarinn-
ar. Þar er eitt blómlegasta land-
búnaðarhérað á landinu, iðnaður
er fjölbreyttur og á mikla mögu-
leika, sjávarútvegur er mikill og
stundaður í öllum byggðakjörnum
á svæðinu og vinnsla sjávarafurða
er umtalsverð. Við fjarðarbotninn
stendur miðstöð svæðisins, Akur-
eyri, en út með firðinum vaxa
byggðakjarnar á báðar hendur,
átta að tölu, auk þess sem
byggðakjarni er að myndast
sunnan Akureyrar.
Þegar uppbygging á svæðinu
vex, fjölbreytt atvinnulíf dafnar og
samgöngur batna, er hætta á því
að þróunin geti orðið tilviljana-
kennd og óheillavænleg, ef ekki er
til nein heildaráætlun fyrir Eyja-
fjarðarsvæðið allt. Nauðsynlegt er
að fá nægilega yfirsýn yfir hugs-
anlega og heppilega atvinnuþró-
un, vaxtamöguleika, fólksfjölgun
og afkomu einstakra staða á
svæðinu og hvaða áhrif staðirnir
kunna að hafa hver á annan.
Nú eru uppi hugmyndir um
heildarskipulagningu Eyjafjarðar-
svæðisins og ef af þeim hug-
myndum verður og vel tekst til,
mun það hafa heillavænleg áhrif á
uppbyggingu svæðisins og ein-
stakra staða innan þess.
Fleiri voru virkir
en í hinu
hefðbundna námi...
nokkrar tilraunlr til að
brjóta upp þessa hefð-
bundnu námsgreina-
skiptingu. Fremstur í
flokki í þessum tilraun-
um hefur verið Æfinga-
og tilraunaskóli Kenn-
araháskóla Islands og
aðrir skólar s.s Glerár-
skóli og Hrafnagils-
skóli, hafa síðan fylgt í
kjölfarið. Þessir nýju
kennsluhættir hafa
verið kallaðir SAM-
ÞÆTTINGARNAM þ.e.
námsgreinarnar eru
fléttaðar saman og
engin skörp skil eru
lengur á milli þeirra.
Þau voru að ræða málin er Ijósmyndarinn skoðaði sýninguna. Á veggnum má i
sjá spjald þar sem fjallað er um eggin og meðferð þeirra. Mynd: á.þ.
Á síðustu árum hafa
komlð fram raddir um
að rétt væri að breyta
hinni hefðbundnu
skiptingu milli náms-
greina, sem tíðkast
hefur í skólum landsins
undanfarna áratugi.
Núverandi skipting
milli námsgreina hefur
slitið námið sundur og
oft eiga nemendur erf-
itt með að tengja sam-
an þekkingu í einni
námsgrein við það sem
þeir eru að fást við í
annarri. Tengsl milli
námsgreina hafa oft
veríð lítil - þó þær f jalli
um svipuð eða sömu
efni. Undanfarna vetur
hafa verið gerðar
Sigurður Aðalgeirsson,
skólastjóri.
nefna að hópur sem byrjaði að
morgni dags í verkefninu um
vatnið hafði einnig starfað í hin-
um tveimur áður en dagur var að
kveldi kominn. Til þess að kom-
ast í nánari snertingu við við-
fangsefnin fóru nemendurnir í
vettvangsferðir og þegar kom að
því að gera t.d. líkan af sjúkra-
húshverfi hersins á Hrafnagili á
stríðsárunum var stuðst við loft-
mynd Landmælinga ríkisins og
frásagnir manna sem störfuðu við
að byggja og síðar að rífa hverfið.
Gekk betur en við
þorðum að vona
En það var ekki aðeins sjúkra-
húshverfi sem nemendur gerðu
líkan af. Á sýningunni í Hrafna-
gilsskóla mátti sjá líkan af vatns-
aflsstöð í Sölvadal og uppi á
veggjum voru allskyns súlu- og
línurit vegna landbúnaðarverk-
efnisins. Þar voru líka 4 hænu-
ungar sem Jónas bóndi í Svein-
bjamargerði hafði gefið nem-
endum sem komu í vettvangsferð
til hans.
Er samþættingarnám þess virði
að skólar taki það upp í auknum
mæli og hver er aðalávinningur-
inn? Til þess að svara þessum
spurningum og fleiri fékk Dagur
Sigurð Aðalgeirsson, skólastjóra
á Hrafnagili,
„Að okkar mati er aðalávinn-
ingurinn sá að unglingarnir vinna
saman og verða að treysta á sig
sjálf. Þau verða t.d. að leita sér að
heimildum og öðlast víðtækari
þekkingu, en hið hefðbundna
nám getur veitt þeim," sagði Sig-
urður. „Samþættingarnámið
gekk mun betur en við þorðum að
vona, en þetta var í fyrsta skipti
sem við reyndum það. Til dæmis
fengum við mun fleiri unglinga til
að taka virkan þátt í því heldur en
í hinu hefðbundna námi.“
Mikil skipulagsvinna
Til þess að umræddar þrjár
vikur nýttust sem best urðu
kennararnir á Hrafnagili að
leggja af mörkum mikla vinnu.
Það þurfti að safna saman heim-
ildum sem hóparnir áttu að moða
úr og síðast en ekki síst varð að
skipuleggja hvern námsþátt í
smáatriðum og það varð að vera
ljóst hvert átti að fara í vett-
vangsferðir. „Eftir að krakkarnir
voru komnir af stað fór þetta að
ganga af sjálfu sér og álagið á
kennarana minnkaði.“
Lesandinn má ekki skilja
framansagt svo að næsta vetur
verði eingöngu um samþætting-
amám í Hrafnagilsskóla. Síður en
svo. Sem dæmi má nefna að 9.
bekkur er bundinn af samræmdu
námi og þarf að fylgja fastmót-
aðri námsskrá fram í febrúar.
Með 7. og 8. bekk gildir öðru máli
og sagði Sigurður að ekki væri
með öllu útilokað að samþætt-
ingamám yrði fléttað inn í
stundaskrá þessara bekkja og
e.t.v. síðar í stundaskrá 9. bekkjar
„enda erum við ánægðir með út-
komuna, en eftir er að skipu-
leggja námstilhögun næsta vetur
eins og gefur að skilja,“ sagði
Sigurður Aðalgeirsson að lokum.
Verða að treysta á
sig sjálf
Árangur samþættingarnáms var
til sýnis í Hrafnagilsskóla í Eyja-
firði fyrir skömmu, en seinustu
þrjár vikur skólaársins var hefð-
bundið skólastarf lagt niður og
tekið upp samþættingarnám.
Verkefnin sem valin voru eru
eftirfarandi: Hemám tslands og
styrjaldarárin síðari: 1 þessu
verkefni var reynt að gefa nem-
endum hugmynd um líf fólksins á
hemámsárunum og hvaða afleið-
ingar heimsstyrjöldin hefði á líf
fólksins í landinu. Vatn: í þessu
verkefni er vatnið notað sem efni
og reyndu nemendur að gera sér
grein fyrir hve það er stór þáttur í
umhverfi okkar, mikilvægt fyrir
lífið og hvernig það mótar allt líf
og starf manna á jörðinni. Síðasta
verkefnið var Framleiðsla þriggja
landbúnaðargreina í Eyjafirði:
þ.e. nautgriparækt, alifuglarækt
og garðyrkja. í þessu verkefni var
fylgst með framleiðslu afurða
þessara þriggja búgreina og hvað
um þær verður allt til þess að af-
urðin lendir á borði neytendans.
Könnuð var staða búgreinanna í
dag og saga þeirra.
í Hrafnagilsskóla voru 98
nemendur í vetur í þremur
bekkjardeildum þ.e. 7., 8. og 9.
bekk. Nemendunum ,var skipt
niður í þrjá hópa þegar þeir unnu
að samþættingarnáminu. Síðan
skipti hver hópur sér niður í 5-6
manna flokka. Sem dæmi má
Þessir unglingar gcrðu líkaniö af sjúkrahúsahverfinu sem urðardóttir, Pollý Brynjólfsdóttir og Elfn Hreinsdóttir. Á
var á Hrafnagili á stríðsárunum. F.v. Jóhannes Jóhannes- myndina vantar Snorra Snorrason og Sigurð Eiriksson.
son, Brynjólfur Jóhannesson, Bjarni Sigurðsson, Svein- Mynd: Tryggvi Jakobsson.
bjöm Sveinbjömsson, Guðmundur Bjarnason, Björk Sig-
Laufey Tryggvadóttir:
Hressingarhælið í
Kjarnalandi
verði miðstöð heilsugæslu á Norðurlandi
Við höfum orðið þess vör í félagi
okkar að vitneskja um fram-
kvæmdir á vegum félagsins hefur
farið fyrir ofan garð og neðan hjá
allt of mörgum. Því mun ég leitast
við í þessu greinarkorni að skýra
það nánar.
Sumarið 1979 var byrjað á bygg-
ingu hressingarhælisins í Kjarna-
landi, grafið var fyrir kjallara að
flatarmáli um 600 fermetrar, grafið
út fyrir frárennsli, lögð frárennslis-
rör og er það verk frágengið. Und-
irstöður í grunni voru steyptar,
einnig lyftukassi að lyftu dvalar-
gesta. Þá var leitt rafmagn til bygg-
ingarsvæðisins, einnig er vegagerð
lokið heim að grunni. Áformað var
að steypa botnplötu á síðastliðnu
hausti því búið var að undirbúa
það verk en tíð leyfði ekki slíka
framkvæmd. Það verða fyrsta verk
á þessu sumri að steypa í gólfið. í
kjallara eru tveir salir ætlaðir til
líkamsþjálfunar, fyrir geymslur og
fleira. Oneitanlega hvarflar það að
manni á öld tæknimennskunnar og
vélaorku hvað flestar framkvæmd-
ir virðast ganga hægar en áður var
og má benda í því sambandi á
byggingu Sjúkrahúss Akureyrar.
Þegar það var byggt var almenn-
ingur ákveðinn að vinna að upp-
byggingunni, enda skildu allir
nauðsynina. Kvenfélög og klúbbar
eru starfandi í hverju sveitarfélagi á
landinu og leggja fram ómældan
tima og hver félagi hluta af sjálfum
sér til starfa að aðkallandi málum
þjóðfélagsins. Þessir hópar sjálf-
boðaliða í landinu hafa létt mörgu
handtakinu af íslenska ríkinu, sem
vert væri að gefa frekari gaum,
einkum af þeim er krefjast alls af
hinu opinbera, er ríkið er gjarnan
nefnt. Heyrst hefur að leggja beri
niður öll kvenfélög, þau séu gamlar
leyfar er kasta skuli fyrir borð, en
hætt er við að margri starfsemi í
landinu mundi bregða við ef svo
færi með þessi félög er hafa unnið
alveg ómetanleg störf fyrir þjóðar-
heildina. Hið sama gildir um
klúbbana er vinna á svipuðum
grundvelli.
Náttúrulækningafélag Akureyr-
ar er byggt á sama grunni og áður-
greind félög, það hefur að mark-
miði að hressingarhælið í Kjarna-
landi verði miðstöð heilsugæslu á
Norðurlandi á þann hátt að taka til
dvalar fólk á hinum ýmsu stigum
endurhæfingar, má nefna eftir
sjúkrahúsdvöl, gigt, vinnuþreytu
Laufey Tryggvadóttir.
margskonar og fleira. Áætlað er að
fólk eigi kost á dvöl frá 3-5 vikum
eða eftir ráðleggingu læknis stofn-
unarinnar. Eins og tveggja manna
herbergi eru í húsinu, eldhús og
borðsalur. I heilsuræktarrúmi
verður nudd, endurhæfing. ljós-
böð, leirböð, vatnsnudd og svo
sundlaug. f fyrsta áfanganum sem
er einn þriðji af fyrirhugaðri bygg-
ingu, er gert ráð fyrir rými fyrir um
70 manns og verður sá láfangi
steyptur upp svo fljótt er fjárráð
leyfa.
Félagið fór þess á leit við Verk-
fræðistofu Norðurlands er hefur
yfirumsjón með framkvæmdum
félagsins að reikna út byggingar-
kostnað á íbúðarherbergi. Var það
gert í janúarmánuði s.l. og út úr því
komu þessar tölur: eins manns
herbergi 5.8 milljónir kr., tveggja
manna herbergi 7 milljónir kr.
Geta skal þess að inni I þessum
tölum er ekki reiknaður kostnaður
af þjónustuálmu hússins. Rétt er að
þessar tölur komi fram þar sem fé-
lagið hefur með bréfi til sveitarfé-
laga og fleiri aðila gefið kost á for-
gangsrétti að herbergi t.d. með ár-
legu framlagi á meðan á bygging-
arframkvæmdum stendur.
Á þessu sumri er áætlað að halda
áfram þar sem frá var horfið á síð-
astliðnu hausti, byrjað verður á
botnplötu steyptir upp útveggir og
burðarveggir og plata til að loka
kjallara hússins. Hvað gert verður
fer eftir fjármagni, en von okkar er
að allir þeir sem bera umhyggju
fyrir heilsufari sínu gangi til liðs við
okkur, því besta fjárfesting allra
tíma er gott heilsufar hvers ein-
staklings og kemur þjóðfélaginu til
góða. Þessi bréf eru þegar farin að
skila árangri þar sem framlög eru
farin að berast frá hreppsfélögum,
kvenfélögum og fleiri aðilum,
einnig hefur einn aðili komið að
máli við okkur og haft áhuga á að
leggja fram andvirði eins herbergis
5.8 milljónir kr.
Byggingarnefnd er starfandi
innan félagsins og er formaður
hennar Haukur Berg sundlaugar-
stjóri. Á dagskrá ársins 1980 innan
félagsins er, að væntanlega í júní
næstkomandi verði haldinn hér
kynningardagur. Lögð hafa verið
drög að því að hingað komi ísak
Hallgrímsson yfirlæknir Heilsu-
hælisins I Hveragerði og haldi er-
indi, einnig verður fleira upp á að
bjóða er nánar verður tilkynnt síð-
ar. Flóamarkaður verður einnig í
júní og viljum við nota tækifærið
að þakka þeim fjölmörgu er stutt
hafa að því að gera okkur það
mögulegt. Að haustinu er jóla-
pakkasalan orðin fastur liður í
fjáröflun félagsins og fleira er á
prjónunum hjá okkur á þessu ári.
Ekki þarf að eyða að því mörgum
orðum hversu mikil þörf er á slíku
endurhæfingaheimili, þar talar
sínu máli hinn langi biðlisti sem
ætíð er að Heilsuhælinu I Hvera-
gerði, þar sem fleiri hundruð
manns bíða eftir plássi, sumir svo
mánuðum skiptir.
DAGUR kynnir:
Unga handboltamenn
Þriðji flokkur Þórs veturinn 1979-1980
Þjálfarar:
GUÐMUNDUR
SKARPHEÐINSSON
OG
ÁRNI STEFÁNSSON
Jón óðinn óðinsson. Bjami Sveinbjörnsson. Sigurður Pálsson. Pétur Gunnarsson.
Þriðji flokkur KA veturinn 1979-1980:
ÞJÁLFARI
BIRGIR
BJÖRNSSON
o
Sigurður Arnar Jakob Jónsson Björn Kristinsson Magnús Sigurólason
Sigurðsson
Æfingatafla K.A. sumarið 1980
KIUKKAN mAnudagur ÞRIDJUDACUR MIDVIKUDACUR FIMMTUDACUR FOSTUDACUR LAUCARDACUR
10 3. flokkur
12 4. flokkur
1.00 7. flokkur 7. flokkur
3.00 6. flokkur 6. flokkur
5.00 5. flokkur 5. flokkur
6.30 4. flokkur 4. flokkur
7.30 Kvennafl. Kvennafl.
8.30 3. flokkur 3. flokkur
Þjálfari kvennaflokks KA verður Ormar örlygsson.
Þjálfari 7-6-5-4 og 3 flokks KA verður Einar Pálmi Ámason.
ATH.: 7 flokkur er ætlaður drengjum 8 ára og yngri.
4.DAGUR
DAGUR.5