Dagur - 22.05.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 22.05.1980, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, fimmtudagur 22. maí 1980 (oronot [qrts EIRROR -TENGI SMURKOPPAR Evita frumsýnd í Sjálfstæðishúsinu Föstudaginn 30. maí verður frumsýnt í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri söng- og dansleikritið EVITA, sem byggt er á ævisögu Evu Peron, fyrrum forsetafrú í Argentínu. Tónlistin er eftir Andrew Loyd Webber, úr samnefndri popp- óperu, en textarnir eru eftir Birgi Gunnlaugsson og dansar eftir Báru Magnúsdóttur. Með aðalhlutverk fara Gyða Kristinsdóttir og Guðbergur Garðarsson, en auk þess koma dansarar úr dansflokki Báru fram í veigamiklum hlut- verkum. Sögumaður er Birgir Gunnlaugsson og hljómsveit hans flytur tónlistina, sem er í útsetningu Ólafs Gauks. Að uppsetningu verksins vinna 34 manns. Eva Peron er og var mjög um- deild. Að sögn Birgis túlka dansar- arnir sögu hennar, en sögumaður iýsir viðhorfum nútímamanna til hennar. EVITA verður frumsýnd í Sjálf- stæðishúsinu klukkan 21 annan föstudag, eins og áður sagði, og forsala aðgöngumiða verður 27. og 28. maí. Að lokinni sýningunni hefst hæfileikakeppni Birgis Gunnlaugssonar og Dagblaðsins, þar sem koma fram að minnsta kosti þrír keppendur héðan að norðan og sá sem sigrar fer síðan í úrslitakeppnina í spetember, sem haldin verður í Reykjavík. Hæfi- leikafólk verður síðan valið víðs vegar að af landinu, til að taka þátt í þeirri keppni. Sá sem ber sigur úr býtum í úrslitakeppninni á síðan möguleika á að komast í úrslita- keppni, sem haldin verður í Bret- landi á vegum BBC. Góðir vinn- ingar eru í boði, bæði í undanúr- slitum og úrslitakeppninni. Hlutafélag um flugvél Félagiö Vélflug h.f. Akureyri hefur hafið starfssemi sína. Markmið þess og tilgangur er að örfa flugáhuga meðal almenn- ings, sameinast um kaup og rekstur flugvéla og að gera sem allra flestu fólki kleift að hafa aðgang að einkaflugvél, án þess að það þurfi að leggja út í óheyrilegan stofnkostnað. Félagið verður rekið sem áhuga- mannafélag og reynt að halda niðri útleiguverði flugvéla. Flugvélar fé- lagsins verða aðeins leigðar hlut- Flugfrakt Ný hljómsveit á Akureyri Stofnuð hefur verið ný hljóm- sveit á Akureyri, sem ber nafnið „Flugfrakt". Hljómsveitina skipa 6 Akureyringar: Sigfús E. Arnþórsson (hljómborð, söng- ur), Ingjaldur Arnþórsson (söngur, gítar), Hreinn Laufdal (gítar, flauta, söngur), Jón Berg (trommur), Gunnar Sveinars- son (bassi, söngur) og Leó Torfason (gítar). Fjórir af meðlimum hljóm- sveitarinnar hafa áður komið við í ýmsum Akureyrarhljóm- sveitum. Hljómsveitin leikur nær eingöngu fjöruga og hressilega rocktónlist og er hluti af efnisskránni frumsamið af meðlimum hennar. Hljómsveit- in mun taka að sér að leika á almennum dansleikjum frá 1. júní. FLUGFRAKT höfum. Félagið er öllum opið. Leigutaki flugvéla þarf ekki að hafa flugréttindi sjálfur. Félagið mun aðstoða við útvegun flug- manna er fljúga án gjaldtöku. Félagið hefur fest kaup á nýrri 4ra sæta flugvél að gerðinni Piper Warrior II. Verð á hverju hlutabréfi á félag- inu er 100.000,- kr. og er hægt að fá greiðslukjör við hlutafjárkaup. Skrifstofuaðstaða félagsins er til bráðabirgða hjá Flugfélagi Norð- urlands Akureyrarflugvelli sími 21824. Þeir sem hafa áhuga á þessu máli hafi samband við félagið sem allra fyrst, en ennþá er ekki of seint að gerast hluthafi. Þegar sundlaugin er opnuð klukkan 7 á morgnana, bíður iðulega álitlegur hópur morgunhana eftir því að komast í laugina, heita pottinn og að sjálfsögðu kjafta- klúbbinn, sem gjarnan fylgir svona samkomum. Þetta er 30-40 manna hópur, sem iðkar morgunsundið af kappi, og um daginn gerðu þeir sér dagamun og fóru að loknu sundinu upp í Skíðahótel, þar sem þeir fengu sér morgunkaffi. Myndin er tekin af hluta hópsins fyrir framan hótelið. Nú er unnið að þvi að gcra nýjan heitapott við Sundlaug Akureyrar. Nýi potturinn verður svipaður að stærð og sá gamli, en hitastig vatnsins verður haft heldur lægra. Áætlaður kostnaður við gerð pottsins er 3,5 milljónir króna og hann verður væntanlega tilbúinn um miðjan júní. Þá er nú unnið að þvi að skipta um alla glugga í sundlaugarbyggingunni, en þeir gömlu voru orðnir fúnir og illa farnir. Þá má geta þess, að næturheimsóknir i laugina eru nú að mestu aflagðar. Fylgst hefur verið með lauginni á nóttunni, Haukur Berg, sundlaugarstjóri, hefur haft samband við nokkra unglinga sem þarna komu nærri og hafa þeir lofað bót og betrun, en nokkrír hafa verið settir i sundlaugarbann. Myndin er af framkvæmd- um við nýja pottinn. Mynd: H. S. Fjárhagsáætlun Sauðárkróks afgreidd Engar malbikunar- framkvæmdir í ár SAMKOMAI IÐNSKÓLANUM Á afmælisdegi Jóns Sigurgeirssonar Þegar Jón Sigurgeirsson lét af meira en aldarfjórðungsstarfi sem skólastjóri Iðnskólans á Akureyri, bundust öll starfandi iðnaðarmannafélög, ýmsir iðn- aðarmenn og iðnstofnanir í bænum samtökum um að sýna honum þakklætis- og virðingar- vott. Þetta ber ljóst vitni um hvers virði Iðnskólinn og stjórnendur hans eru í huga iðnaðarmanna og þeirra sem iðnaði eru tengdir. Frá upphafi hefur Iðnskólinn reynst farsæll, og lyftistöng Akur- eyri og norðlenskri byggð í fram- kvæmda- og atvinnumálum, þó hann hafi ekki hlotið verðskuldað- an sess og fyrirgreiðslu í skólakerfi landsins. Þann 24. maí næstkomandi, sem er afmælisdagur Jóns Sigurgeirs- sonar, verður efnt til samkomu í Iðnskólanum kl. 2 e.h. Þar verður meðal annars skólan- um afhent til eignar og varðveislu málverk af Jóni sem Sigurður Sig- urðsson listmálari hefur gert, ræður haldnar og tónlist flutt af Tónlist- arskólanum. Jón Sigurgeirsson. Fyrir skömmu var fjárhagsáætl- un Sauðárkróks endanlega samþykkt við aðra umræðu í bæjarstjórn. Tekjuliðir áætlun- arinnar eru að upphæð 853,3 milljónir eftir að ákveðið var að nota heimild í nýju tekjustofna- Iögunum til að leggja á 12,1% í stað 11% á síðasta ári. Til sam- anburðar má geta þess að á síð- asta ári voru heildartekjur bæj- arsjóðs 563,8 milljónir og 60 milljónum hærri en áætlun árs- ins 1979, sem var 503 milljónir. Tekjuáætlun hækkar því um 70% milli ára. í rekstri eru almannatrygging- ar og félagshjálp langstærsti liður- inn, með 140 milljónir. Tið fræðslumála renna 108 milljónir, til stjórnunar bæjarins 107,8 milljónir, vextir og bankakostnaður eru 78 milljónir, til æskulýðs- og íþrótta- mála renna 38 milljónir og til hreinlætismála (sorphreinsun) 40,2 milljónir. Að frádregnum rekstrar- liðum eru eftir samkvæmt fjár- hagsáætluninni 277,9 milljónir króna til fjárfestingar. Helstu fjárfestingarliðirnir eru: (framlög á móti fjárveitingum rík- is): Til fjölbrautarskólans 56,7 milljónir (frá ríki 95 milljónir), til gagnfræðaskólans 35,5 milljónir (frá ríki 35,5), til leikskóla 21 milljón (frá ríki 19 milljónir), til íþróttahúss 30 milljónir (frá ríki 5 milljónir), til byggingar nýs félags- heimilis 15 milljónir, til byggingar dvalarheimilis aldraðra 10 milljón- ir, til Safnahúss Skagfirðinga 3 milljónir, til hafnarinnar 3,3 mill- jónir, til áhaldahúss 7,3 milljónir, til Steinullarfélags Skagfirðinga h/f og Iðnþróunarfélags Skagafjarðar eru ætlaðar 5,5 milljónir samtals. Til gatna og holræsagerðar í nýjum hverfum, að frádregnum aðal- gatnagerðargjöldum, er áætluð 6,1 milljón, til grjótvarnar vegna land- brots 17 milljónir, auk ríkisfram- lags sem er 6,5 milljónir. Tillaga fulltrúa Framsóknar- flokksins um malbikunarfram- kvæmdir fyrir 120 milljónir króna var felld með 5 atkvæðum gegn 3. Því verða engar framkvæmdir með bundnu slitlagi hjá Sauðarkróksbæ í ár. Hins vegar mun Vegagerð rík- isins, samkvæmt upplýsingum frá umdæmisverkfræðingi, undir- byggja og leggja varanlegt slitlag á flugvallarveg frá Hegrabraut að Sauðárkróksflugvelli. Nú er verið að skipuleggja nýtt íbúðarhúsahverfi á túnunum sunnan sjúkrahússins. Stefnt er að því að þar verði hægt að úthluta 20 einbýlishúsalóðum á komandi sumri, en öllum einbýlishúsalóð- um, sem tilbúnar eru, hefur nú verið úthlutað. Kolbeinn endurkjörinn Aðalfundur Félags verslunar og skrifstofufóiks á Akureyri, var haldinn 3. maí s.l. formaður Kolbeinn Sigurbjörnsson var einróma endurkjörinn. Aðrir í stjórn eru Jóna Stein- bergsdóttir, Þórður Rist, Hörður Steinbergsson, Gunnar Hallsson, Ólafur Aðalsteinsson, Ása Helga- dóttir og Kristín Jóna Halldórs- dóttir. Formaður rakti félagsmálin al- mennt, og það sem bar hæst var er félagsdómur kvað upp úrskurð i máli Haldar s/f gegn F.V.S.A. varðandi launagreiðslur er taka til verslunarmanna og fór að lokum að Höldur s/f var dæmdur til að greiða skv. almenna verslunar- samningnum og söluturna- samningur felldur úr gildi á félags- svæðinu. I tilefni 50 ára afmælis F.V.S.A. er verður 2. nóv. n.k. afhenti félagið peningagjafir til endurhæfingar- stöðvar Sjálfsbjargar (1 milljón) til S.Á.Á. (l'/2 milljón) og til Lista- skála Alþýðu (1 milljón). Starfsemi félagsins hefur verið mjög góð, efnt var til starfsþjálfun- amámskeiðs, kennari Konráð Adolfsson, og var það vel sótt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.