Dagur - 22.05.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 22.05.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur. Akureyri, fimmtudagur 22. maí 1980 36. tölublað Mikil aukning á útflutningi hrefnukjöts „Þá er beinið komið heim eftir 32ja ára fjarveru," sagði 'Irjggvi Gfslason, skólameistari, þegar hann tók á móti beini Sigurðar Guðmundssonar fyrrv. skólameistara. Beinið margumtalaða kom til Akureyrar s.l. þriðjudag ásamt gjafabréfi örtygs Sigurðssonar listmálara. Það var borið inn á sknfstofu skólameistara, en þar tóku þeir Árni Frið- geirsson gjaldkeri og Tryggvi Glslason utan af beininu. Viðstaddir komu beinsins voru allmargir af kennurum skól- ans. Mvndráþ. Mokafli á skrapinu en afraksturinn rýr Hrefnuveiðarnar máttu hefjast 20. maí og aðfararnótt þess dags héldu þeir bátar sem stunda þessar veiðar frá Eyjafirði þegar á miðin. Veður var hins vegar heldur slæmt, þannig að ekkert hafði veiðst þegar síðast fréttist í gær. Veiða má 200 hrefnur við landið að þessu sinni, sem er sami kvóti og í fyrra. Taiverðum erfiðleikum hefur verið bundið að ljúka við uppfyllinguna undir svokall- aða Drottningarbraut sunn- an við Torfunefsbryggju. Mjög miklu efni hefur verið ekið í uppfyllinguna, en mikill hluti þess hefur horfið í Pollinn, sem mun nokkuð aðdjúpur á þessum slóðum. Þá bar það við á þriðjudag, þegar einn vörubílanna var að losa á uppfyllingunni, að pallurinn lagðist á hliðina, en framhluti bílsins þrjóskaðist við að fara á hvolf, með þeim afleiðingum að bíllinn var allur undinn og snú- inn þegar yfir lauk. Var hann talinn að mestu ónýtur til flutn- inga, að loknum þessum um- snúningi. Myndina tók h.s. af hinum „afundna“ vörubíl. Á Heilsuverndarstöðinni f gær. Bátarnir sem stunda veiðar frá Eyjafirði eru Sólrún frá Árskógs- strönd og Njörður og Sólfaxi frá Akureyri. Töluvert af hrefnukjöti fer á innanlandsmarkað, en út- flutningur á frystum hrefnuafurð- um til Japans hefur stóraukist á síðustu árum og er Sambandið lang stærsti aðilinn, sem annast þennan útflutning. Áætlaður útflutningur á þessu ári eru 250 tonn, í fyrra voru flutt út tæplega 150 tonn og var útflutn- ingsverðmætið 130-140 milljónir króna, 1978 nam útflutningurinn tæplega 120 tonnum, rösklega 40 tonnum 1977 og aðeins rúmum 7 tonnum 1976. Innanlandsneyslan á síðasta ári var um 160 tonn, en talið er að heildarframleiðslan í fyrra hafi numið um 310 tonnum, að sögn Benedikts Sveinssonar, full- trúa hjá sjávarafurðadeild Sam- bandsins. Auk áðurnefndra út- flytjenda á vegum sambandsins, hefur Rækjustöðin á Isafirði gert út tvo báta og tveir bátar voru gerðir út frá Brjánslæk í fyrra. Að sögn Benedikts eru helstu kostir þess að flytja hrefnuafurð- imar til Japans þeir, að hægt er að skjóta stærri dýr, þar sem íslend- ingar vilja helst aðeins borða kjöt af litlum dýrum, nýtingin er betri, þar sem allt kjötið er hirt, og auk þess rengi, spik o.fl. Þá eru afskipanir öruggar og greiðslur tryggar, og hærra verð fæst heldur en á innan- landsmarkaði. Gert er ráð fyrir að vertíðin standi að þessu sinni í um tvo Nú eru hafnar mótefnamælingar gegn rauðum hundum í konum á Akureyri á aldrinum 14-40 ára, þ.e. sem fæddar eru 1939-1967, að báðum árum meðtöldum. Þessari mótefnamælingu var hrundið af stað fyrir einu ári síðan og nær til alls landsins. Tilgangurinn með þessum mót- efnamælingum er sá, að koma í veg fyrir fósturskemmdir af völdum rauðra hunda, en eins og flestum mun kunnugt, eru yfir 50% líkur á að fóstur skaðist, ef vanfær kona fær sjúkdóminn á fyrstu 3-4 mán- uðum meðgöngu. Þær geta hafa fengið rauða hunda, án þess að hafa orðið þess varar og það hefur Mjög góður grálúðuafli hefur verið hjá Akureyrartogurunum frá því í lok apríl, þegar þeir byrjuðu á skrapi, eins og það kallast núna, eða á öðrum veið- um en þorskveiðum. Á þessum tíma hafa fjórir togarar Útgerð- einnig sýnt sig, að ekki er hægt að treysta því, þótt konur álíti sig hafa fengið sjúkdóminn og þar með öðlast mótstöðu gegn honum. Því er ákaflega mikilvægt, að konur á þessum aldri láti mæla í sér mótefni gegn rauðum hundum. Rannsóknin er þeim að kostnaðar- lausu og þær konur, sem ekki hafa nægileg verndandi mótefni fá bólusetningu, einnig þeim að kostnaðarlausu. Konurnar verða boðaðar með bréfi, þar sem til- greindur er sá tími, þegar þær eiga að mæta í Heilsuverndarstöð Ak- ureyrar, Hafnarstræti 104 (s. 25831). Gert er ráð fyrir að þessum mótefnamælingum verði að mestu lokið í lok júní. arfélags Akureyringa h.f., Kald- bakur, Harðbakur, Sléttbakur og Sólbakur, fengið 1.360 Iestir. Hafa 3 skipanna nú lokið tveimur veiðiferðum á skrapinu. Á þriðjudag var verið að ljúka við að landa 310 lestum úr Harð- baki, Kaldbakur beið eftir löndun með fullfermi eða um 360 lestir, og þann dag var Sólbakur að koma inn til Akureyrar með fullfermi um 160 lestir, nema hvað búið var að landa 60 lestum á Grenivík, þegar skipið kom til Akureyrar. Að sögn Vilhelms Þorsteinsson- ar, framkvæmdastjóra hjá Ú.A. er grálúðan flökuð í sérstakri flatfisk- flökunarvél, sem fyrirtækið fékk í fyrra, fryst og seld þannig til Sovétríkjanna að mestu leyti. Þjóðverjar kaupa eitthvað af heil- frystri grálúðu. Þrátt fyrir þennan góða afla tog- aranna, eru sjómennirnir og út- gerðaraðilarnir ekkert allt of ánægðir með útkomuna, því afla- verðmæti grálúðunnar er ekki nema um helmingur af aflaverð- mæti þorsks. Kostnaður er hins vegar heldur meiri, ef eitthvað er., Grálúðan hefur einkum veiðst út af Víkurál. Nú er lokið mjög mikilli endur- nýjun á fimmta togara fyrirtækis- ins, Svalbak. Hann hefur verið stopp síðan 11. febrúar. M.a. hefur verið skipt um öll togspil í skipinu, en slíkt hefur einnig verið gert í systurskipinu, Sléttbak. Mynd: h.s. Þrír Akureyrartogarar voru I höfn sl. þriðjudag. mánuði. Akureyri Mótefnamælingar Albert heldur fund í kvöld Albert Guðmundsson og Bryn- hildur Jóhannsdóttir komu til Akureyrar í gær. Hafa þau hjónin heimsótt vinnustaði á Akureyri þ.á.m. Slippstöðina, Útgerðarfé- lagið, Verksmiðjur S.Í.S. o.fl. Almennur fundur verður hald- inn í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 20.30. Stutt ávörp flytja Albert og Brynhildur og Indriði G. Þor- steinsson en fundarstjóri verður Jón G. Sólnes fv. alþm. Kaffi- veitingar verða ásamt léttri tónlist sem Ingimar Eydal leikur af fingrum fram. Nýleg var opnuð í Geislagötu 10. skrifstofa stuðningsmanna Alberts. Skrifstofan er opin alla daga kl. 14.00-19.00. Jón Arn- þórsson er framkvæmdastjóri. Guðlaugur með fundi Guðlaugur Þorvaldsson, fram- bjóðandi til forsetakjörs, var væntanlegur hingað norður í dag, fimmtudag, og mun dvelja hér fram yfir helgi. Guðlaugur mun, ásamt konu sinni, heimsækja vinnustaði og hitta menn að máli, og auk þess efna stuðningsmenn hans til óformlegra funda, „opins húss“ og verður fyrsti fundurinn í Freyvangi annað kvöld, föstudag, Á laugardag heldur Guðlaugur til Húsavíkur, en síðdegis á sunnudag verður svo opið hús í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri, milli klukkan 14.30-17.00. Síðasti fundurinn verður svo á Dalvík kl. 14 á annan hvítasunnudag, mánudag, i Víkurröst í Dalvík, en Guðlaugur mun einnig fara til Ólafsfjarðar og víðar. Pétur Behrens sýnir í Listhúsinu Pétur Behrens opnar sýningu í Listhúsinu laugardaginn 24. mai kl. 16.00. Sýningin verður opin virka daga kl. 20-22 og urn helgar 16-22. Á sýningunni eru um 40 verk, teikningar, grafik, vatnslita- og olíumyndir. Þær eru málaðar á síðastliðnum tveimur árum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.