Dagur - 29.05.1980, Qupperneq 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Fiitstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaöamaður: ASKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Verðbólgu-
íhald
Margir óttast það nú mjög, að allar
áætlanir ríkisstjórnarinnar varð-
andi niðurtalningu verðbólgunnar
fari út um þúfur. Það sem einkum
veldur þessum ugg er vísitölu-
hækkunin 1. júní, en þá eiga laun
að hækka um rösklega 11
prósent. Eins og endranær koma
ýmiss konar hækkanir í kjölfarið
og má þar meðal annars nefna
hækkun fiskverðs. Afleiðing
hækkunar fiskverðs er svo, ef að
líkum lætur, lækkun á gengi
krónunnar, því útflutningsat-
vinnuvegirnir verða að standa
undir sér, að minnsta kosti. Síðan
þarf að bæta ýmsum það upp, að
þeir fá verðminni krónur milli
handanna. Þannig gengur það
koil af kolli og þannig hefur það
gengið til undanfarin ár.
Þrátt fyrir sjálfkrafa hækkun
launa með breytingum á vísitöl-
unni, eru margir á því máli, að
sjaldan hafi almennir launþegar
átt erfiðara með að láta endana ná
saman en nú og það er staðreynd, að
launþegar og sparifjáreigendur
tapa mest á þeirri óðaverðbólgu,
sem hér geysar. Þeir eru svo hins
vegar til, sem beinlínis spila á
þetta kerfi og safna fasteignum og
öðrum fjármunum. Spillingin og
óréttlætið samfara verðbólgunni
verða tæpast afnumin nema með
því að draga stórlega úr sjálfu
meininu. Þjóðarlíkaminn er sjúkur
og eins og með flesta sjúkleika
eru orsakirnar margvíslegar, ekki
síst hugarfarslegar. Hugarfars-
breytingu þarf til að lækna verð-
bólguna. Hún er nú orðið fyrst og
fremst þjóðarsálsýki.
Verðbólgan hefur varað lengi á
íslandi. Það er ekkert nema
íhalds- og afturhaldssemi að vilja
óbreytt ástand, með áframhald-
andi verðbólgu. Gæta þarf að-
halds á fjöldamörgum sviðum, s.s.
varðandi verðbætur á laun,
hækkun búvöruverðs, fiskverðs,
varðandi gengismál, ríkisfjármál,
fjárfestingamál og fleira.
Launaskrið er ekki eina orsök
verðbólgunnar, síður en svo, en
það er vissulega hluti af meininu.
Allir viðurkenna að þeir sem
minnst bera úr býtum verða að fá
leiðréttingu sinna mála. Það hefur
hins vegar sýnt sig á undanförn-
um árum, að óraunhæf kjara-
stefna veldur sífellt meiri verð-
bólgu og sífellt meiri tilfærslu á
peningum frá þeim sem minnst
mega sín, til þeirra sem betur eru
settir. Óraunhæf kjarastefna
dregur úr líkunum á því, að lækka
megi verðbólguna, og er ekkert
annað en íhaldssemi.
Akureyringar kunnu svo sannariega að meta góða veðrið í siðustu viku. Hitinn var um og yfir 20 gráður og mest fór hann í 24,6 gráður fimmtudaginn 22. maí,
sem mun vera met í maímánuði. Það var litlu lakara að busla í Leirutjörn, heldur en að stunda sjóböðin í sólarlöndum þennan dag.
Það er víst betra að fylgjast með
og gæta velsæmisins.
Æ, hvað eru þessir Ijósmyndarar að þvælast? Þetta er nú svo sem ekkert nýtt hér i Sundlauginni. Þeir eru svo gasalega
frjálslyndir hérna.
Ferlegt er að þurfa að vera í öllum þessum fötum í þessum hita!
Kjamaskógur er mikill unaðsreitur og þangað flykkist fólk gjarnan á
góðviðrisdögum.
4.DAGUR