Dagur - 04.07.1980, Blaðsíða 3

Dagur - 04.07.1980, Blaðsíða 3
Merkileg aðlögunarhœfni lífsins MAÐUR OG UMHVERFI ■ÉÉjÍL Hallgrímsson Margir Akureyringar munu kann- ast við „Krumma á kirkjuturnin- um“, sem þar hefur komið sér upp myndarlegri hreiðurdyngju úr ýmsu tiltæku efni, sem hröfnum er títt að nota. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessar tiltektir krumma. Telja sumir hann rétt- dræpan fyrir helgispjöll á okkar fagra guðshúsi, auk þess að hann hafi ekki fengið tilskilin leyfi hjá bygginganefnd bæjarins etc. og jafnvel sé ekki trútt um að hann steli eggjum og ungum „saklausra" fugla í bænum. Aðrir kunna vel við kirkjuhrafninn og skoða hann jafnvel sem tákn um guðlega náð. Er það í samræmi við forna þjóðtrú sbr. máltækið Guð launar fyrir hrafninn. (Mér er nær að halda að séra Pétur fylli þann flokk). Vistfræðilega skoðað er þetta dæmi um merkilega aðlögunar- hæfni lífsins, því sjálfsagt hefur Guðjón Samúelsson ekki hugsað fyrir hrafnshreiðri á turninum þeg- ar hann teiknaði hann. (Hins vegar mun hann hafa reynt að líkja eftir íslenzkum stuðlabergsklettum, og það hefur hrafninn séð af sinni al- kunnu skarpskyggni). Á þetta er drepið vegna þess, að í mörgum Evrópuríkjum fer nú fram margvíslegur áróður til að minna á villt dýr og jurtir og umhverfi þeirra og þá ekki sizt til að minna á viðhorf okkar mannanna til dýr- anna og fá okkur til að endurskoða það og endurmeta. Hrafninn er eitt þeirra dýra, sem oft verður fyrir aðkasti, vegna síns „illa innrætis". Menn sem hafa séð hann draga garnir úr lifandi kind- um, eiga bágt með að gleyma því og fyrirgefa það. Víða í grennd við kaupstaði og þorp hefur hrafninum líka fjölgað úr hófi fram, vegna mikls útburðar á fisk- og sláturúr- gangi, og þannig hefur hann orðið að „vargfugli" eins og líka margir máfar. Hugtakið vargfugl lýsir vel við- horfi okkar til vissra fuglategunda, og ekki linnir samþykktum funda og nefnda sem krefjast þess að þessum fuglum sé fækkað og jafn- vel „útrýmt". Slíkar útrýmingar- herferðir eru svo sem ekki nýjar af nálinni. í margar aldir höfum við Islendingar keppst við að „útrýma" refnum úr landinu, með þeim aug- ljósa árangri að enn skipta refir á íslandi nokkrum þúsundum. Minknum átti að sjálfsögðu einnig að útrýma fljótt og vel, en fróðir menn telja að það hafi borið sára- lítinn árangur. Með víðtækum eitrunaraðgerðum hefur að vísu tekist að útrýma rottum á vissum einangruðum stöðum (t.d. í Flatey á Breiðafirði), en víðast hvar eru þær fljótar að spretta upp aftur eftir útrýminguna. Þrátt fyrir þennan takmarkaða árangur eru enn til menn sem halda að það sé ráð að útrýma selum við ísland og gera samþykktir þar að lútandi. Sé flett í gömlum Alþing- istíðindum má sjá kröftugar ræður gegn þeim „óargadýrum" sem hreindýr kallast, og þau voru um tíma lýst réttdræp samkvæmt lög- um (enda átu þau öll fjallagrösin á Austurlandi). Einu dýri tókst íslendingum þó að útrýma, sem alkunnugt er og víða vitnað til í bókum um allan heim, en það er geirfuglinn. Svo illa vildi til að þegar honum var útrýmt hér á landi hvarf hann einnig úr tölu þeirra dýrategunda sem enn lifa á jörðunni. Svo virðist einnig sem það ætli að takast að útrýma erninum. Menn virðast hafa mikla til- hneygingu til að búa sér til óvini. Vegna fjarlægrar búsetu úti í reginhafi, hafa íslendingar aldrei átt neina raunverulega óvini, þótt hundtyrkinn, Bretinn og Danskur- inn hafi reyndar stundum verið stimplaðir sem slikir. Hin með- fædda mannvonska hefur því einkum beinst gegn villidýrunum, á fyrri tíð einkum gegn erni og ref, en núna einkum gegn mink og rottu. Alkunn er sú sögn, að hrafnarnir skipti sér niður á bæina á haustin, tveir og tveir í stað. Ef einhverjir urðu afgangs voru þeir drepnir þegar í stað, af hinum hröfnunum. Hvort sem þessi saga er sönn eða ekki, þá túlkar hún mikilvæg vist- fræðileg sannindi. í fyrsta lagi: Framboð fæðunnar (hér fjöldi sveitabæja), ræður því hvað margir hrafnar (mörg dýr), geta komist af. í öðru lagi: hrafnarnir takmarka sjálfir fjölda sin , án þess að menn komi þar nærri. Þetta hvort tveggja gildir raunar um öll villt dýr, hvar sem er á jörðinni. Ráðið til að fækka „vargfugli“ er því ekki að murka hann niður með haglaskothríð eða eitra fyrir hann, heldur að minnka það geysilega veisluborð, sem við menn höfum búið honum með útburði á alls kyns matarúrgangi. Sama á að sjálfsögðu við um rottur og mýs, a.m.k. að vissu marki. Hvað snertir ref og mink, þá lifa þau dýr að mestu leyti á fugli og fiski, sem sjálf náttúran leggur þeim til, og við getum því litlu ráðið um stofnstærð þeirra. Dýrafræð- ingar telja, að veiðarnar á þessum dýrum breyti litlu um stofnstærð- ina. Eins og flest önnur rándýr til- einka þau sér ákveðin veiðisvæði, sem þau verja fyrir kynbræðrum sínum, og fer stærð þeirra eftir fæðumagninu. Veiðarnar hafa fyrst og fremst þau áhrif, að flest dýr fá tækifæri til að fjölga sér, og við- koman er það mikil að fljótt fyllist í þau skörð sem „höggvið er úr“. Veiðarnar eru því lítil nauðsyn. Sú saga er sögð, að í þorpi einu í Sviss hafi eitt sinn á miðöldum verið mikill músagangur. Tóku þá þorpsyfirvöldin sig til og settu rétt yfir músunum, með verjendum og sækjendum og öðru tilheyrandi. Þar voru mýsnar dæmdar (auðvit- að fjarverandi), útlægar úr þorpinu fyrir sín margvíslegu spellvirki. Ekki fylgir það sögunni, hvort mýsnar létu sér dóminn að kenn- ingu eða eða héldu uppteknum hætti í þorpinu, en sagan er merki- leg fyrir þá sök að hún vekur spurningu um „rétt“ villtra dýra og sambýlisdýra okkar, eða öllu held- ur „rétt“ okkar til að fara með þau eins og okkur líst. Þótt sagan sé trúlega spunnin upp til að grínast að svissneska „réttarfarinu“, þá er ekki að vita nema hún vísi fram á veginn og þess verði etv. ekki svo langt að bíða að dýrin fái einnig sinn rétt. Áhorfendur doblaðir upp úr skónum Þegar þessar línur eru settar á blað hinn regnþrungna þjóðhátíðardag 1980, er tónlistarvertíð vorsins fyrir nokkru um garð gengin. Þó þykir mér ekki annað hlýða, en geta þeirra tónlistarviðburða, sem ekki náðu umfjöllun í síðasta þætti. Fyrst verða þá fyrir píanótón- leikar Martins Berkofskys. Fram hefur komið, að hann telji sig hafa orðið fyrir sérstökum áhrifum yfirskilvitlegum á tónleik- um hér. Um það getur hann einn borið, en ljóst má vera þeim, sem komið hafa á tónleika hans, að hann gefur sig algjörlega á vald viðfangsefnum sínum. Á efnisskránni að þessu sinni yfirgnæfði Frans Liszt aðra höf- unda. Flestir áhugamenn um tón- list hafa heyrt þess getið, hvernig hann „doblaði áheyrendur upp úr skónum" um Evrópu þvera og endilanga á sínum tíma með glæsi- mennsku sinni og snilld við hljóm- borðið. Svo langt sem takmörkuð þekking mín gerir mig dómbæran, þá virðist Berkofsky ekkí standa hinum horfna . snillingi langt að baki á hinu tæknilega sviði, og ég geri mér í hugarlund, að hann lagi túlkun sína að því, sem ætla má að Liszt hafi gert. f þessu efni hlýtur hver að hafa sinn persónulega smekk, en frá mínum bæjardyrum séð orkar túlkun þessi tvímælis. Allt þetta stórviðri tilfinninga og tækni verk- ar næstum því yfirþyrmandi. Þar kom sónata Beethovens inn eins og heiðríkja og stilla á undan þrumu- veðrinu. Sömu helgina hélt Söngfélagið Gígjan árlega samsöngva sína. Ekki þarf að efast um, að vel ög samviskusamlega er að unnið, þar sem Jakob Tryggvason leggur hönd að verki um þjálfun og kórstjórn. En óneitanlega leitaði sú hugsun á, að áhugafólk um söng hér í bæ dreifði kröftum sínum um of, þegar horft var á þær söngsystur í Gígj- unni að því er mig minnir 27 talsins á söngpalli og jafnframt var hugsað til tveggja karlakóra og tveggja blandaðra kóra, sem hér starfa. Fámenni sem þetta hlýtur að setja kómum takmörk um túlkun og verkefnaval. Nú er svo langt um liðið, að ekki verður farið út í um- sögn um meðferð einstakra laga. TÓNLIST eftir Guðmund Gunnarsson Þess skal þó getið þeim Gígjukon- um til góðs vitnisburðar, að þær gáfu áheyrendum kost á viðfangs- efnum utan hins allra venjulegasta á söngskrám kóra.'Vil ég þar nefna frumflutning á lagi sr. Ingólfs Þor- valdssonar „Arita“ við texta Davíðs Stefánssonar, hið eina lag, sem þekkt er eftir höfundinn. Og ekki má gleyma íslenska þjóðlaginu „Hvart er Jón Jakobsson" þar sem samræmi var milli lags og kímilegs texta. í sönghléi komu þær Helga Alfreðsdóttir og Gunnfríður Hreiðarsdóttir fram. Ekki þarf að kynna þær fyrir söngunnendum bæjarins. Þær eru ágætir fulltrúar þess söngfólks hér í bæ, sem hefur söngiðkun sína í hjáverkum, en hefur náð að skipa sér við hlið at- vinnufólks í listinni. Svo leið ekki á löngu, uns kom að þriðja tónlistarviðburðinum. Það voru nemendatónleikar Tónlistar- skólans í Akureyrarkirkju, þar sem fram komu orgelnemendur og hljómsveit skólans. Játað skal, að mikill meirihluti þess tónlistar- flutnings, sem skólinn efndi til vegna starfsloka í vor fór fram hjá þeim, sem þetta ritar. En ekki dylst þeim sem hugleiðir, hve gífurlegt starf, að mestu leyti ólaunað áhugamannastarf, liggur þarna að baki. Ekki þolir allur sá tónlistar- flutningur strangar gæðakröfur og gagnrýni. En til þess er heldur ekki ætlast. Þarna er verið að sá í þá jörð, sem síðar skal bera þéttan, grænan grasflöt fjölmenns áhuga- mannahóps og beinvaxin, tíguleg tré túlkandi snillinga, sem væntan- lega standa í blóma um þær mundir, sem mín kynslóð hverfur inn í skuggánna ríki. 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.