Dagur - 04.07.1980, Blaðsíða 2

Dagur - 04.07.1980, Blaðsíða 2
Nýtt - Nýtt - Nýtt Fimmtudag kl. 9-1: Heimsfrægur breskur plötusnúður í fyrsta skipti á íslandi BRIAN ESTCOURT. Nú dönsum við sveitt frá kl. níu til eitt. Föstudagur: Finnur Eydal með lög af plötunni Kátir dagar. Stórkostlegur matseðill að sjálfsögðu frá kl. 20-22. Sjallastemmingin í fullum gangi. Brian í diskótekinu með toppklassa tónlist. Laugardagur: Dansað kl. 20-03. Föstudagskvöldið endurtek- ið. Sunnudagur: Brian þeytir skífum frá kl. 9-1. Nú veistu að þær koma beint frá útlöndum. Já sá fyrsti verður ábyggilega ekki sá síðasti. Nýtt - Nýtt - Nýtt Opið öll kvöld. Brian í diskótekinu. Skógræktin og bömin Sjálfstæðishúsið Nú er ár trésins á eyjunni okkar. Ár, sem á að minna okkur á, að klæða landið skógi aftur, eftir að hafa rúið það trjágróðri á liðnum öldum. Það er ánægjulegt hve al- mennur áhugi er fyrir skógrækt og hve mörgum litlum trjáplönt- um er komið í mold á ári hverju. Störf skógræktarfélaga eru víða þróttmikil og bera ýmis útivistar- svæði þess merki. Fyrir rúmum 40 árum voru fyrstu plöntumar settar niður í marga skógarreiti hér í nágrenn- inu. Þær eru nú sumar orðnar að fögrum trjám. En hverjir settu þessar plöntur niður? Nokkrir áhugasamir félagar í Skógrækt- arfélagi Eyjafjarðar og skólaböm. —Já ég sagði skólabörn. Á fjórða og fimmta áratugnum var það föst venja að börn úr bamaskól- anum færu á skógræktardaga hér í bænum. Þau nutu þar leiðsagnar skógræktarmanna. Ég minnist nokkra ferða í Vaðlaskóg þegar byrjað var að planta þar. Síðar var byrjað að gróðursetja í Kjamaskógi, og skógræktarreit- unum vestur í dölunum. En þangað var líka farið. Þá komu skólabörnin einnig við sögu í trjáplöntun í Eyrarlandsbrekk- unni og í brekkuna norðan við skólann plöntuðu þau með kenn- umm sínum. Jakob Karlsson beitti sér fyrir að planta trjám nyrst í Eyrarlandsbrekkuna og þá man ég að við íbúar brekkunnar lögðum fram hver 10 krónur til plöntukaupa. En þá voru 10 krónur nokkurs virði. Minningar okkar kennaranna frá skógræktardögunum eru margar ljúfar og skemmtilegar. Það var engin deyfð yfir þessum ferðum heldur glaumur og gleði, hvort sem sólin skein eða norð- angustur geisaði. Þeir sáu um gleðina Snorri Sigfússon, Guð- mundur Karl Pétursson og Tryggvi Þorsteinsson svo að ein- hver nöfn séu nefnd. Guðmundur Karl lét sig ekki vanta í þessar ferðir þrátt fyrir miklar annir. Oft varglatt á hjalla meðan nestið var snætt í fögrum hvammi úti í nátt- úmnni. Mér er ekki kunnugt um þátt- töku skólabama nú í skógrækt, en hún var veruleg áður fyrr. Eflaust er hún einhver enn. En ég vildi með þessum Iínum ekki aðeins rekja minningar, heldur miklu fremur minna á, hve nauðsynlegt er að rœkta það hugarfar hjá börnunum, sem skógræktin vinn- ur að. Það er gott að eiga áhuga- sama skógræktarmenn, en það er eigi siður nauðsynlegt, að kom- andi kynslóð hafi skilning á að klæða landið skógi og auka gróð- ur þess. Þess vegna held ég að skógræktardagar með börnum og unglingum séu enn nauðsynlegir, þó að fleiri séu nú um að leggja hönd á plóginni og einhverjir fastir starfsmenn. Ég veit að okkur er öllum ljóst að ræktun hugarfars æskunnar í þessu efni er nauðsynjamál. Ef ekki er hirt um þá skógreiti og útivistarsvæði sem nú eru í fram- tíðinni er hætt við að þau verði fáum til yndisauka. Ég sagði einhverntíma að það merkasta sem þessi kynslóð lætur eftir sig til hinnar næstu hér í bænum væri Kjamaskógur, sem útivistarsvæði, og Amtsbókasafn- ið. Nú má bæta hitaveitunni við, sem á eftir að spara bæjarbúum mikið í framtíðinni. Um Amts- bókasafnið er að segja, að þó að tölvurnar reyni að afsanna gildi bókanna, tek ég því með varúð. Þar er þó sá fróðleiksbrunnur sem ausið verður af í framtíðinni. En útivistarsvæðið í Kjarnaskógi vona ég að verði íbúum Akureyr- ar til ánægju á komandi tímum. Að lokum þetta: Gleymum því ekki að glæða fyrir börnunum að prýða landið okkar og skrýða það skógi. Ég tel víst að skólunum sé þetta ljóst. Um leið og við gróð- ursetjum litla trjáplöntu í mold, þarf að rækta hugarfar barnanna að hlynna að henni. Einnig að umgangast allan gróður með var- úð og valda þar ekki skemmdum. Þar eigum við mikið ólært. En skógræktardagar eru einmitt vel til þess fallnir að kenna rétta um- gengni við gróður landsins. Eiríkur Sigurðsson. StátaBSBBBIsIalaBlslaBlalálslsBBBIslgláBBBBBG Intemational TRAKTORAR Kaupfélögin umalltland Véladeild Sambandsins Armuia 3 Reyk/avtk Stmt 3890Í 0 Unglingar við skógræktarvinnu f Láginni á Dalvfk. Ljósm.: Rögnv. Ný og endurbætt International heybindivél er nú komin á markaðinn. Til afgreiðslu strax Eigum hina vinsœlu International traktora til afgreiðslu i eftirtöldum stærðum: 45 hö. - 52 hö. - 62 hö. - 72 hö. og 80 hö. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR Kaupfélögin UM ALLTIAND Samband islenzkra samvinnufe!nyrt VÉLADEILD Armula 3 Reykjavik s»ni 38900 BBBBIalalalatalalaBIalalalalaEilálalsíIálalaSBSIsIalala 2 KktUfi.É i MiIT U I ».<r l

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.