Dagur - 22.07.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 22.07.1980, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Ræður hefndarhugur gangi samningamála? Fátt hefur vakið meiri furðu manna undanfarið, en gangur samninga- viðræðna launþega og atvinurek- enda. Aðalhlutverkið í þeim skollaleik, sem leikinn hefur verið síðustu daga, hefur Vinnuveit- endasamband íslands tvímæla- laust haft með höndum. Tilboð eru gerð, eða jafngildi þeirra, og þeg- ar viðsemjendur hafa skoðað þau og talið sig geta gengið til samn- inga á grundvelii þess, sem í þeim feist, er öllu kippt til baka, rétt eins og togað hafi verið í spotta. Allt er komið í strand og svo er fjargviðr- ast út af því, að Alþýðusambandið ræði samningamálin við Vinnu- málasamband samvinnufélag- anna og það haft að skálkaskjóli fyrir því, að viðræðunum skuli hafa verið hætt. Það er afar eðli- legt að Alþýðusambandið ræði sérstaklega við Vinnumálasam- band samvinnufélaganna, enda bæði sjálfstæðir aðilar að kjara- samningum í landinu. Gangur samningaviðræðnanna hefur verið á þá lund, að það er fullkomlega réttlætanlegt að efast um það, að vilji sé til samninga. Það yrði líklega metið sem meiri- háttar áfall fyrir ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsens og myndi valda henni mjög miklum erfiðleikum, ef ekki næðust samningar á grund- velli hófsamra krafna ASÍ. Þá fyrst færi allt úr skorðum í efnahags- málunum, ef launþegasamtökin yrðu knúin til verkfallsaðgerða. Vitað er, að ábyrgir aðilar innan Vinnuveitendasambandsins vilja semja. Innan þess eru svo aðrir, sem fylgja Geirs-armi Sjálf- stæðisflokksins og þeirri hugsun verður ekki varist, að nú eigi að ná fram hefndum á Gunnari Thor- oddsen og öðrum sjálfstæðis- mönnum, sem mynda ríkisstjórn- ina og fylgja henni að málum. Treysta verður því, að hefndar- hugur í garð Gunnars*ráði ekki ferðinni í kjarasamningamálun- um. Það er sanngirnis- og nauð- synjamál, að hinir lægst launuðu í þjóðfélaginu fái grunnkaups- hækkun. Ef ekki vill betur til, verður ríkisstjórnin að greiða fyrir því að fyrirtækin geti greitt hærri laun, t.d. með því að lækka vexti, en vaxtagjöld margra fyrirtækja nema nú nær helmipgi af launa- kostnaði þeirra. Sannfræði íslendingasagna hefir lengi verið umdeilt mál. Áður fyrr trúðu menn því, að uppistaðan í þeim væri sannleikanum sam- kvæm, þótt ívafið væri skáld- skapur. Nú í seinni tíð hafa fræðimenn hins vegar hallazt meir og meir að því, að hér sé mestmegins um hreinan skáldskap að ræða, eða uppsuðu, sniðna eftir miðalda- sögum erlendum. Og svo langt hefir þetta jafnvel gengið, að Is- lendingabók Ara fróða og Land- náma hafa verið „vegnar og létt- vægar fundnar." Eftir þessu að dæma gæti maður farið að efast um, að Islendingar ættu sér nokkra sögu! En sannleiksgildi íslendinga- sagna stendur áreiðanlega á fast- ari fótum en „vitringar þessarar aldar" vilja vera láta. Sumarið 1937, hinn 16. júní, fundu vegagerðarmenn kumbl fornmanns á Bringu í Önguls- staðahreppi. Þar fannst sverð og spjótsoddur, ásamt hrafli af bein- um. Dr. Kristján Eldjárn segir í bók sinni, Gengið á reka: „Rannsókn þessara fornleifa leiðir til þeirrar niðurstöðu, að þama hafi verið heygður ungur karlmaður á seinni hluta tíundu aldar.“ Ennfremur segir hann, að „tekist hafi að sanna með allt að því óyggjandi vissu, hvar einn þeirra fornmanna, sem sögur fara af, var grafinn“. En hér á hann við Bárð Hallason á Skáldsstöð- um, sem Víga-Glúms saga segir að hafi verið „hávaðamaður og ójafnaðarmaður mikill, og vígur hverjum manni betur, örmálgur og ákastasamur." En fyrir „ör- mæli“ sitt í garð Vigfúss Glúms- sonar varð hann að gjalda með lífi sínu. Bárður hafði farið að sækja timbur, er hann átti í Mjaðmár- dalsskógi. Vigfús hafði af því njósnir og reið þangað með hús- körlum sínum tveimur, með þeim afleiðingum, að Bárður var veg- inn, eftir frækilega vörn. Þó að Vigfús væri kempa mikil, virðist Bárður hafa verið enn meiri fyrir sér um vopnaburðinn. Hefði að líkindum á annan veg farið, ef menn Vigfúsar hefði eigi komið honum til hjálpar. Verknaður þessi mæltist hvar- vetna illa fyrir, og kvað Glúmur „mikinn vanda hafa aukizt í hér- aðinu“. Varð víg Bárðar líka til þess að auka enn á viðsjár rnilli Þverárfeðga og þeirra Esphæl- inga, sem voru ærnar fyrir, frá því Sigmundur Þorkelsson var veg- inn á akrinum Vitazgjafa. Út af flóði þó, er Steinólfur Amórsson, frændi Glúms, var veginn. Var Steinólfur sakaður um að „hafa talað fleira við Þór- dísi (konu Arngríms frænda síns) en skaplegt var“, hvort sem það var nú rétt eða ekki. Af öllu þessu varð svo einn fyrsti stórbardagi í sögu íslands, bardaginn á Hrísateigi. Féllu þar fjórir menn af Glúmi en fimm af Esphælingum. Því er þetta rifjað upp nú, að sem næst þúsund ár eru liðin frá atburðum þessum. Nærri fullvíst er talið, að Bárður hafi verið veg- inn árið 980. Hrísateigsfundur varð þremur árum síðar, eða 983. Væri verðugt að merkja báða staðina af þessu tilefni. Ef til vill finnst einhverjum, að vér höfum meira en nóg af ófriði og manndrápum fyrir augum og eyrum daglega, um heim allan, þótt ekki förum vér að reisa slík- um atburðum minnisvarða í eigin landi. En þessir atburðir eru hluti íslandssögunnar. Og fornleifa- fundurinn á Bringu er stórmerki- legt sönnunargagn um áreiðan- leika Víga-Glúms sögu, sem lengi hefir verið talin meðal merkustu fomsagna vorra. En út frá þessum fundi má líka álykta með miklum rökum, að fleira muni sannverð- ugt í fornsögunum, yfirleitt, en nú um skeið hefir verið í tízku að hafa fyrir satt. I sambandi við bardagann á Hrísateigi er líka annars að minnast en mannvíganna einna. Og það er nafn hinnar göfugu og góðu konu Glúms, Halldóru Gunnsteinsdóttur, sem „kvaddi konur með sér til að binda um sár þeirra, sem lífvænir voru, úr hvorra liði sem voru“, eins og sagan segir. Hún bjargaði lífi Þórarins á Espihóli, þess ágæta manns, sem nauðugur gekk til mannnvíga. „Batt hún um sár hans og sat yfir honum, til þess er lokið var bardaganum." sannað- ist þar, að „hon var væn kona ok vel skapi farin“. „Harðslægur var Hrísateigur i dag, sveinar", er haft eftir Glúmi að bardaganum loknum. Þar hefir líka verið atgangur mikill: „Hljóp Eysteinn (berserkur) fyrstur manna at Glúmi, en Þor- valdur tasaldi (systursonur Glúms) í mót honum, og lékusk þeir tveir við og þóttust þeir bazt hafa, er first váru þeira samgangi, ok var hvárrtveggi þeira fullhugi ok rammr at afli. Veitti stór högg ok mörg hvárr þeirra öðrurn". Og mun annað hafa verið þessu líkt í bardaganum þeim. Nærri má fara um, hvar Hrísa- teigur var. Og nú vil ég beina því til Sögufélags Eyfirðinga og Lionsklúbbsins Vitaszgjafa, svo og annarra áhugamanna, hvort ekki sé rétt og tilhlýðilegt að sýna þessum merkilegu sögustöðum nokkurn sóma í tilefni þúsund ára minningar. Bjartmar Kristjánsson. Víg Bárðar Hallasonar og bardaginn á Hrísateigi Enskur „reddari“ sem starfað hefur fyrir Islendinga í hartnær 40 ár ÞEIR KÖLLUÐU MANNINN ELMAR Þórarinn Olgeirsson „sem er besti ambassadorinn, sem Island hefur nokkru sinni átt“. Þegar Elmar kom heim úr stríðinu hóf hann að starfa með Þórarni, föður Jóns, en þeirra starf var að koma íslensk- um skipum í gegnum tollinn og útvega kost og „hjálpa skipstjór- unum að versla“. Man Elmar eftir einhverju sér- stöku atviki? „Já, auðvitað var alltaf eitthvað að koma fyrir. Is- lendingarnir vildu skemmta sér og það eru ætíð einn eða tveir mislitir sauðir í hjörðinni. En ég man alltaf eftir góðum mönnum og ef ég ætti að nefna einhverja, sem ég þekki og virði, væri best að byrja á Aðalsteini Pálssyni á Fylki, einnig má nefna Martein Jónasson, sem var á Bjarna ridd- ara. Þá var það skipið Egill Skallagrímsson og um borð var „gentilman“ Kolbeinn Sigurðs- son, en þeir eru svo margir sem ég minnist með ánægju — það er ekki hægt að telja þá alla upp. — Hvað finnst þér um íslend- inga eftir öll þessi ár? — Mér þykir vænt um þá. Ég hef hitt tvo, þrjá óþæga, en þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ágætisfólk. Elmar stóð á fætur. — Þetta er mitt sumarfrí, eða upphafið á því að ég hætti störfum, en nú hef ég náð 65 ára aldri. Annars átti Jón Olgeirsson upphafið á þessu öllu saman. Hann sagði við mig að ég hefði starfað fyrir Islendinga í öll þessi ár og nú væri kominn tími til að ég sæi þá í eigin landi. En ef ég á að vera hreinskilinn — þá er Í>etta í annað sinn sem ég kem til slands. Elmar og Kathleen Það er oft erfitt að vera útlend- ingur í erlendu landi. Jafnvel þótt tungumálakunnátta sé fyrir hendi kann „kerfi“ viðkomandi lands að vera svo flókið og illskiljanlegt að útlendingurinn gefst upp og óskar sér heim i huganum. Þetta á e.t.v. ekki síst við um sjómennina, sem sækja heim erlendar hafnir og þurfa þar á að halda ýmislegri þjónustu, sem ekki fæst nema viðkomandi sé kunnugur fyrir- tækjum og einstaklingum á staðnum. Þar sem komur ís- lenskra skipa eru tíðar starfa menn sem hafa það verkefni að veita skipunum alla þá fyrir- greiðslu sem skipsmenn þurfa á að halda. I daglegu tali eru þessir menn nefndir „reddarar“. Yfirleitt eru þeir bornir og barnfæddir í landinu og það er varla til sá hlutur sem þeir geta ekki gert. Einn þeirra manna sem hafa aðstoðað íslenska sjómenn í Bretlandi — nánar tiltekið í Grimsby er Aylmer Coates. I hartnær 40 ár hefur hann starfað fyrir íslensk skip í Grimsby — nú síðustu árin hjá Fylki ltd, sem er í eigu Jóns Olgeirssonar. Islend- ingum hefur gengið illa að bera fram nafnið „Aylmer" svo þeir íslenskuðu það og nefndu mann- inn „Elmar“. Elmar var staddur á Akureyri daginn þann sem Vigdis var kjörin forseti. Hér var hann í boði íslendinga,- ásamt konu sinni, Kathleen. Þau voru að heimsækja vini og kunningja, en í gegnum árin hafa margir Islendingar myndað traust vináttubönd við þau hjónin. Þegar Dagur hitti þau hafði Baldvin Þorsteinsson skip- stjóri fylgt þeim yfir daginn, en á mánudag ætluðu þau hjónin til Siglufjarðar, en þar biðu vinir og kunningjar. I stuttu spjalli við Dag, sagði Elmar að fyrsti Islendingurinn sem hann hefði hitt hefði verið 4.DAGUR MINNING Ólafur Daníelsson F. 2. apríl 1905. D. 23. júní 1980 „Glöggt ég man þá góðu, gengnu daga. Horfir við mér hugljúf saga. “ Sú saga hófst 2. apríl 1905, þegar lítill drengur fæddist hjónum í Hvallátrum á Breiðafirði. Hjónin hétu Daníel Jónsson og María Guðmundsdóttir. Litli drengurinn þeirra var nefndur Ólafur í skírn- inni sama nafni og mágur Daníels, Ólafur Bergsveinsson, bóndi og bátasmiður í Hvallátrum, eigin- maður Ólínu Jóhönnu, systur Daníels. Ólafur ólst upp með foreldrum sínum meðan þeim entist aldur. María móðir hans dó frá barna- hópnum sínum 1913 og Daníel faðir hans drukknaði frá þeim 1915 í sjóferð til hlunnindanýtingar fyrir mág sinn, sem hann var löngum hjá og alveg eftir lát Maríu. Elsti bróðir Ólafs, Guðmundur drukknaði með föður sínum. Steinunn litla systir hans dó korn- ung. En foreldra sína lifðu auk Ólafs, Jón í Hvallátrum ári eldri en Ólafur, og yngri systkinin Svein- bjöm fyrrum bóndi í Svefneyjum og víðar, Theódór, barnakennari síðast í Reykjavík og Kristín, hús- freyja fyrrum í Hlíð í Þorskafirði, þar sem forfaðir þeirra, hagleiks- maðurinn Daníel Hjaltason, gullsmiður og kirkjusmiður bjó. Þau lifa öll Ólaf bróður sinn. Af því, sem sagt hefir verið er auðsætt hve þung áraun lagðist á Ólaf ung- an að árum við ástvinamissinn. En Garðar Björgvinsson. EKKI OF SEINT AÐ SNÚA VIÐ! Kæru Akureyringar! Enn er ekki of seint að hætta við hið voðalega verk að eyðileggja gömlu, góða dokkina, sem svo margir eiga góðar og skemmti- legar minningar um og er svo ná- tengd þróunarsögu bæjarins. Auk þess vita allir sjómenn sem leitað hafa hafnar á Ákureyri í vondum veðrum, hve dokkin er bráð- nauðsynleg og hreint og beint ómissandi. En sumum finnst kannski umferð bíla nauðsynlegri en velferð skipa og áhafna þeirra. Þeir menn sem nú þegar hafa tekið ákvörðun um að eyðileggja þetta farsæla mannvirki sem dokkin er, taka mikla ábyrgð á sínar herðar og ég er viss um að þeir fá engar þakkir fyrir það síð- ar ef úr verður. Ég vona að Akureyringar vakni við þessi orð mín og stöðvi frekari framkvæmdir á þessu voðaverki, því það er ekki nóg með að þarna eigi að fara að eyðileggja mik- ilsverð og ómissandi mannvirki, heldur sé ég fram á keðju af slys- um sem hraður akstur hefur í för með sér, þarna á þessum stað. Kæru Akureyringar! Mér er annt um velferð höfuðstaðar Norðurlands og ég tel að urnferð framtíðarinnar eigi að vera eftir sex akreina hraðbraut ofan við bæinn. Garðar Björgvinsson, útgerðarinaður, Raufarhöfn. hann var hjá nafna sínum og fóstra Ólafi í Látrum og frænku sinni og fóstru. Hann dvaldist allan upp- vöxt sinn í þeirra fósturforeldra- húsum. Systkinahópur hans var fjölmennari, þar sem fóstursystkini hans urðu honum jafn kær og hin. Tæplega tvítugur hleypti Ólafur heimdraga og hélt til náms í klæð- skeraiðn í Reykjavík. Hann hafði allt frá barnæsku haft yndi af að beita nál til starfs og dægradvalar. Að loknu námi hjá Guðmundi Vikar hóf hann störf við klæð- skeraiðn sína, stuttan tíma syðra en leiðin lá fljótlega til Akureyrar. Þar, í höfuðstað Norðurlands, vann hann ævistarf sitt, lengstan tímann hjá samvinnufyrirtækinu Gefjun. En hvar sem hann var og hvert sem hann fór vissi hann um þá styrku stofna breiðfirskra ætta, sem hann rakti uppruna sinn til. Ævilangt átti hann víðfeðman sjóndeildarhring breiðfirskra byggða í hjarta sér. I honum bjó breiðfirskur metnaður- mætur hugur. Hann mundi ávallt til uppvaxtaráranna og bar tryggð til Breiðafjarðareyja í sálu sinni. Með frú Þóru Franklín eigin- konu sinni og einkasyninum Ævari átti hann fagurt og indælt heimili inni í bæ á Akureyri. Tengdafor- eldrar hans Jónas Franklin og frú Valgerður Friðriksdóttir áttu með þeim hlutdeild í heimilinu. Siðustu rúm þrjátíu ár stóð það að Aðal- stræti 5. Tengdadóttirin góða, Sig- rún Jóhannsdóttir og barnabörnin urðu þar hluti af ástúðlegri heild. Ég minnist vordaganna björtu vor- ið 1947, þegar Óli frændi var að vinna að grundvelli hússins. Oft lágu leiðir okkar frændfólksins heim til hans í heimilishlýju þeirra hjónanna. Með hjartahlýju sinni bætti Óli Dan. allt mannlíf, sem hann komst í snertingu við. I hjartahlýju sinni kom hann mörgu góðu til leiðar í persónulífi allt frá bamæsku á öllum sviðum sam- skipta sinna við menn og málefni. Listahandbragð hlaut hann í vöggugjöf, sem hann beitti til starfa jafnt í stórum og smáum stíl. Hann skráði sína eigin ævisögu með listahandbragði vináttu, ættar- tryggðar, kærleiksfórnar og traustri skapgerð í vitund okkar allra, sem áttum því láni að fagna að eiga samleið með honum. Eitt sérkenni i persónugerð Ólafs frænda míns var hve fallega, drengilega og hlýlega hann kvaddi, þegar svo bar til að leiðir skildu. Nú eru leiðarlok. Ég vil muna siðustu og allar kveðjur Ólafs frænda. Ég á honum margt gott að þakka, sem ekki verður rakið, sem ég er að reyna að tjá. Hann vil ég kveðja af öllum þeim hlýleika, sem ég á yfir að ráða í orði. Guð blessi öllum ástvinum hans minningamynd hins mæta, breið- firska íslenska þegns. „Hugstæð er þín hetjusaga hjartaprúði frændi minn. Alla þína ævidaga æðrulaus var hugur þinn.“ Gísli H. Kolbeins. KA-sigur í úrslita- leik gegn Þór Á föstudagskvöldið var tví- mælalaust mesti stórleikur i knattspyrnu á Akureyri á þessu sumri. Þá áttust við Akureyrarfélögin Þór og KA, en þau voru fyrir þennan leik efst og jöfn í deildinni, fjór- um stigum á undan næsta iiði. Þetta var síðari leikur félaganna og jafnframt fyrsti leikurinn í síðari umferð mótsins. í fyrri leiknum sigr- aði KA, en Þórsarar voru ákveðnir i því að ná stigum í þessum leik. Það fór hins vegar ekki eins og þeir von- uðu, því KA sigraði nokkuð örugglega í leiknum, með þremur mörkum gegn einu. KA er því efst í deildinni tveimur stigum á undan Þór sem er í öðru sæti. Góð stemmning Það var sannkölluð Wembley stemmning á vellinum á föstu- dagskvöldið. Auglýsingaskilti voru um allan bæ sem minntu menn á leikinn, og við inn- ganginn voru ungir drengir sem gáfu þeim sem á völlinn komu mynd af fjórða flokki KA sem nýlega hafði orðið Norður- landsmeistari í knattspyrnu. Þar var einnig hægt að tippa á markatölu leiksins fyrir þúsund kall. Auglýstir höfðu verið sér- stakir klappkórar, frá félögun- um, og a.m.k. annað félagið auglýsti sérstakan kórstjóra. Þá mætti einnig plötusnúður Sjálf- stæðishússins og spilaði diskó tónlist fyrir leikinn. I leikhléi var ungum fótbolta- mönnum úr Þór og KA veitt verðlaun fyrir sigur í Norður- landsmóti. Leikurinn Leikur þessi var nokkuð góður og mjög skemmtilegur á að horfa. Hann var spennandi og á tímabili mátti vart á milli sjá hvor aðilinn færi með sigur af hólmi. Á fyrstu mín. leiksins skiptust liðin á að sækja, en heldur voru sóknarlotur KA fleiri og þyngri, enda spiluðu þeir undan nokkurri golu. Á 25. mín. léku KA menn vel saman í gegnum vörn Þórs, og boltinn barst til Óskars Ingi- mundarsonar, sem kominn var í gott færi og skaut lausu skoti í bláhornið, óverjandi fyrir Eirík í markinu hjá Þór. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og engin afgerandi marktækifæri. Á fyrstu mín. síðari hálfleiks sóttu KA menn heldur meira, en smám saman fór sókn Þórs að verða þyngri, enda höfðu þeir nú goluna í bakið. Á 10. mín. fékk Hafþór stungubolta innfyrir vöm KA, en á elleftu stundu tókst Erlingi að pota boltanum í horn. Fjórum mín. síðar var dæmd aukaspyrna á KA, skammt utan vítarteigs, Ámi Stefánsson gaf góðan bolta inn að markinu, og Oddur Óskarsson nikkaði lag- lega í netið og jafnaði við geysilegan fögnuð áhorfenda. KA menn hófu nú sóknina og strax mín. síðar skallaði Óskar í þverslána. Á 16. mín. kom næsta mark. Þá fékk Óskar Ingimundarson góða sendingu, sem hann afgreiddi viðstöðu- laust í netið á þann hátt, sem honum einum er lagið. Við { þetta mark dró mjög af Þórsur- • um, og það var engin tilviljun • að þrumuskot Gunnars Gísla- « sonar hafnaði í netmöskvunum J hjá Þór tveimur mín. síðar. Var nú staðan orðin þrjú mörk gegn einu fyrir KA, og úrslitin ráðin. • Eins og áður segir var þetta skemmtilegur og spennandi • leikur og oft á tíðum mjög vel • leikinn. • Þórarinn og Oddur voru bestu menn Þórs, en sá fyrr- • nefndi hefur staðið sig mjög vel • í leikjum sínum í sumar. Hjá • KA voru Óskar og Aðalsteinn markmaðurinn, bestir. • 1700 greiddu aðgangseyri Hreiðar Jónsson vallarvörður, • lét þess getið að um 1700 manns • hefðu greitt aðgang að vellinum á þennan leik og er það met í sumar, en slíkur fjöldi hefur • ekki sést á vellinum í mörg ár, ef frá er talinn leikurinn við Feyenoord í fyrra, þegar um 4000 manns voru á vellinum. Hreiðar gat þess einnig við mikinn fögnuð áhorfenda, að þeir væru ekki meðtaldir, sem stæðu á Brekkugötunni, en blaðamaður íþróttasíðunnar taldi þar 120 áhorfendur. Ef þeir hefðu greitt aðgang að leiknum, hefði aðgangseyrinn gert um 200 þús. fyrir íþróttafé- lögin, þegar búið hefði verið að greiða vallarleiguna. Á leiknum við Völsung fyrir skömmu voru tæplega 100 áhorfendur í Brekkugötunni eða Skotastúk- unni eins og hún er kölluð, og oftast er þarna um sama fólkið að ræða. Aðdráttarlinsa ljós- myndara mun á næstu leikjum mynda þessa menn og myndir af þeim birtast í blöðunum. Fjórði flokkur KA varð Norðurlandsmeistari f knattspyrnu. Fimmti flokkur Þórs, sem varð nýlega Norðurlandsmeistari f sfnum flokki f knattspyrnu. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.