Dagur - 22.07.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 22.07.1980, Blaðsíða 8
DAGTJR Akureyri, þriðjudagur 22. júlí 1980. ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRYSTISLONGUR OLfUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Aðalfundur Sambands norðlenskra kvenna Samband norðlenskra kvenna hélt aðalfund sinn dagana 10.-11. júní si. í Varmahlíð í Skagafirði. Þar voru rædd ýms mál sem til hags- bóta mega verða fyrir Norðlend- inga. Svo sem garðyrkjumál, bind- indismál, húsmæðrafræðsla, or- lofsmál húsmæðra, heimilisiðnað- ur og endurhæfingarstöð Sjálfs- bjargar á Akureyri. Undanfarin tvö ár hefur staðið yfir söfnun til end- urhæfingarstöðvarinnar á vegum S.N.K. og hafa safnast samtals á þessum tveim árum kr. 3.555.000. Öll norðlensku sýslusamböndin hafa tekið þátt í þessari söfnun og hefur þetta fé verið afhent Heið- rúnu Steingrímsdóttur, sem tók á móti því fyrir hönd Sjálfsbjargar. Stjórn S.N.K. skipa: Elín Ara- dóttir, Brún, Reykjadal formaður, Sigríður Hafstað, Tjörn, Svarfað- ardal ritari og Guðbjörg Bjarna- dóttir, Akureyri gjaldkeri. Framleiðsla Kísiliðjunnar Framleiðsla Kísiliðjunnar í Mývatnssveit hefur gengið mjög vel þaðsem af er þessu ári. Framleiðslan á fyrri hluta árs- ins, þ.e. til júníloka, var alls 12.622 tonn. Það eru tæp 12% fram yfir áætlun. Hins vegar hefur nú gætt nokkurrar sölu- tregðu, þannig að það hefur ekki tekist að selja þessa umframframleiðslu enn, svo það er orðin nokkur birgða- söfnun hjá fyrirtækinu. Diskó- tek á Sauð- árkróki Sauðárkrókur er nú vaxandi ferðamannabær og gefur stærri stöðum á landinu ekkert eftir í þjónustu við ferðamenn. í Hótel Mælifelli eru sjö herbergi en auk þess hefur hótelið 14 full- komin tveggja manna herbergi með baði í heimavist Fjölbraut- arskólans. „Aðsóknin hefur verið nokkuð góð, að vísu var fremur rólegt hér framan af júní en er nú að aukast og við erum með pantanir út ágúst,“ sagði Guðmundur Tómas- son, hótelstjóri 1 samtali við blaðið. Á Hótel Mælifelli hefur verið starfrækt diskótekið Liverpool síð- an í byrjun mars. Það er búið ný- tísku tækjum, tveimur plötuspilur- um og segulbandstæki, auk ýmiss konar „diskóljósa“. „Þetta er eini staðurinn sinnar tegundar á stóru svæði og því mikil aðsókn," sagði Guðmundur. „Við erum með opið á föstudags- og laugardagskvöld- um og þá er aldurstakmarkið 20 ár. Á fimmtudagskvöldum er svo ald- urstakmarkið 18 og svona einu sinni í mánuði erum við með diskótek fyrir unglinga 12-18 ára,“ sagði Guðmundur að lokum. Skagfirðingar leita úrræða í olíukreppu HITAVEITA i SKAGAFIRÐI? Olíukreppan hefur hvatt menn mjög til ýmissa athugana á hagkvæmum og ódýrum orkugjöfum og eðlilega hefur athygli manna beinst að heita vatninu í iðrum jarðar. í Skagafirði eru nú miklar bolla- leggingar um lagningu hitaveitu i stórum stíl, en hitaveitur eru nú bæði í Varmahlíð og á Sauðárkróki. í Seyluhreppi hafa verið kosnir þrír menn í hitaveitunefnd, þeir Sigurður Haraldsson á Grófargili, séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ og Einar Gíslason á Skörðugili, og hefur nefndin gert áætlun um hita- veitu út Langholtið, norður frá Varmahlíð. Dagur hafði samband við Einar á Skörðugili og bað hann um nán- ari upplýsingar varðandi þessar hitaveituhugmyndir. Hann sagði að Seylhreppingar væru búnir að kosta miklu til alls kyns rannsókna, en áhugi Orkustofnunar virtist heldur takmarkaður við stærri hitaveiturnar. Sagði hann þetta mál nú í biðstöðu og væri beðið eftir fundi með mönnum frá Orku- stofnun. — Þetta mál helst í hendur við svo margt annað hér, sagði Einar, því enn er ekki ljóst hvort bora þarf nýja holu i Varmahlíð, eða hvort það nægir að hreinsa upp þá gömlu. Einnig er beðið eftir úr- skurði um það hvort notað verður heitt vatn við þurrkun í fyrirhug- aðri graskögglaverksmiðju í Hólm- inum. Auðvitað finnst okkur eðli- legast að innlendir orkugjafar séu nýttir eins og kostur er. Ibúar í nágrenni Sauðárkróks hafa einnig áhuga á hitaveitu og líta íbúar Borgarsveitar það hýru auga að fá leiðslur frá Hitaveitu Sauðárkróks. Undirtektir hafa þó verið heldur dræmar. Hugmyndir manna um hitáveit- ur í Skagafirði ná einnig til þess að tengja saman hitaveiturnar í Varmahlíð og á Sauðárkróki, en á þeirri leið eru tiltölulega margir notendur og þéttbýli nokkuð á ís- lenska vísu. Mun Sigurþór Hjör- leifsson í Messuholti fyrstur manna hafa hreyft þeirri hugmynd. Enn sem komið er mun sú hugmynd þó illframkvæmanleg, vegna þess að vatnið hjá hitaveitunum á Sauðár- króki og í Varmahlíð er ekki nógu heitt til að hægt sé að leiða það svo langa vegalengd. 7 %-■ \ 1 Wv" 1 rfc ~ jfFf f Twflíi íill \ ! fl fUm JI1I 1 Vtl. i i? <if T*. f'i ifv. 1 m Ú^m UPl Í i If’#1 á m Lil Ww ■: jj W ■ j ' J &'■;] .V- . |: i | | > ■g.'. V', v W 1 1 f' S J || StSfÉí r' p 11 ,T? X m Wý * i ; || '|T|v U ♦ \' * K ••• V 'T fi K, ■ H’. I ■ Mlit J W'.V' 19 punda lax veiddist í Eyjaf jarðará Ágæt veiði hefur verið í Eyja- fjarðará og Hörgá það sem af er, að sögn Kristjáns frá Djúpalæk, sem hefur umsjón með ánum. Það bar til tíðinda á laugardag, að Héðinn Bjömsson fékk 19 punda lax úr Eyjafjarðará. Sagðist Kristj- án ekki vita um neinn stærri úr ánni. Þetta var 8. laxinn úr Eyja- fjarðará í sumar, en þar og í Hörgá hefur veiðst mikið af vænni bleikju. Fiskurinn var um hálfum mánuði fyrr á ferð í sumar, en í fyrra. Talsvert hefur orðið vart við mink við báðar árnar og hefur honum fjölgað mjög á síðustu árum. FINNSKUR UNGLINGA- KÓR Á AKUREYRI Um næstu helgi er væntanlegur til Akureyrar, finnski unglinga- kórinn Pudas. Stjórnandi kórs- ins er ungur tónlistarmaður, Reima Tuonti að nafni. Á Akur- eyri mun kórinn halda eina tón- leika og verða þeir í sal Gagn- fræðaskólans, laugardaginn 26. júlí, kl. 21. Kórinn sem skipaður er 20 stúlkum, er talinn í röð fremstu unglingakóra á Norðurlöndum. Árið 1979 tók hann þátt í alþjóð- legri unglingakórasöngkeppni, sem haldin var í Hollandi, og voru þátttakendur þar frá meira en 40 þjóðlöndum. Finnski kórinn Pudas, stóð sig með afbrigðum vel og varð í 3. sæti. Kórkín hefur einnig sungið inn á tvær hljóm- plötur. Norræna félagið á Akureyri annast móttöku kórsins hér. Með- limir kórsins hafa óskað eftir því að kynnast íslandi og Islendingum sem best og vill stjórn Norræna fé- lagsins á Akureyri beina þeim til- mælum til félagsmanna sinna svo og annarra áhugamanna um nor- ræn kynni, að þeir taki einn eða fleiri unglinga í svefnpokapláss n.k. laugardagsnótt. Þeir sem hafa tök á þessu og áhuga, vinsamlegast hafi samband við Ingimar Eydal í síma 21132. Þig mun aldrei iðra þess að ... Fyrir skömmu kom út hjá Tónaútgáfunni á Akureyri, hljómplata með örvari Kristjánssyni og nefnist hún „Þig mun aldrei iðra þess“. Hljóðfæraskipan á piötunni er þannig að Örvar leikur á har- moniku, Grímur Sigurðsson á bassa og gítar, Kristján Guð- mundsson á píanó og Július Fossberg á trommur. Tveir hinir fyrstnefndu sjá einnig um allan söng á plötunni. Örvar Kristjánsson hefur áður sent frá sér þrjár plötur og fengu þær allar góðar viðtökur. Tvær hinna fyrstu voru eingöngu með harmonikuspili en á þeirri þriðju syngur Örvar nokkur laganna og á nýju plötunni syngur hann átta af tólf lögum. Örvar hefur áunnið sér hylli margra fyrir harmonikuleik sinn og söng og munu þeir hinir sömu ekki verða fyrir vonbrigðum með þessa plötu. Þar má heyra vinsæl lög, eins og „Komdu inn í kofann minn“, „Húmar að kveldi" og fleiri hugljúf lög. Platan var gefin út í 1500 ein- tökum og er komin í verslanir um land allt. Að auki voru lögin hljóð- rituð á 450 kassettur. Nú er í undirbúningi hjá Tóna- útgáfunni að gefa út hljómplötu með þeim Jóhanni Konráðssyni og Kristni Þorstéinssyni. Hér er um endurútgáfu að ræða og er stefnt að þvi að platan komi út áður en árið er liðið. # Nýir öskuhaugar? Ef rétt er á málum haldið get- ur Glerá verið regluleg bæjarprýði. Nú er umhverfi árinnar heldur óyndislegt, enda hefur ekki verið gert neitt áfak til þess að bæta úr því á síðustu árum. Ekki bætir úr skák þegar fólk kemur með rusl niður að ánni og fleygir því á árbakkann. Þetta gerði bæjarbúi fyrir skömmu skammt frá verk- smiðjum SfS. Áhorfandi var einn af íbúum Glerárhverfis, sem býr belnt á móti staðnum þar sem bæjarbúinn henti rusli sínu. Nú er bæjarbúinn farinn en eftir situr rusiið um langa framtið. % Vantar perur Lesandi kom að máli við blaðið og benti á að oftlega vantaði perur t þá fáu götuvita sem eru í bænum. Kvaðst hann hafa ffyrir því órækar sannanir að íyrir skömmu hefði litlu mátt muna að yrði stórárekstur á einu horn- anna, en ónýt pera varð þess valdandi að ökumaður uggði ekki að sér. Einn starfs- manna blaðsins gerðfsf rannsóknarblaðamaður um stundarsakir með þeim árangri að á stuttum tima fann hann tvo götuvita með jafnmörgum ónýtum perum. # Heiðraði forseti! Það hefur ollið mönnum nokkrum vangavettum hvernig ávarpa skuli hinn ný- kjöma forseta, þar eð hann er kona. Nú er ekki iengur hægt að segja „herra forseti", eins og gert hefur verið hingað til. Svo rfk er hefðin í hugum manna að það séu alltal karl- menn í veigamestu embætt- um landsins, að sumir geta ekki fengið af sér að kven- kenna forsetann heldur reyna frekar að finna einhver hlut- laus ávarpsorð. Kunningi blaðsíns er einn úr þeim hópi og kom hann með þá tillögu að forsetinn yrði í framtíðinni ávarpaður „heiðraði forseti“. Ekki bara nú, þegar kona tekur við embættinu, heldur um alla framtíð, hvert svo sem kyn forsetans er. Þessari tillögu hér með komið á framfæri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.