Dagur - 29.07.1980, Blaðsíða 6
I LMJALQO 00 UIILII
Ferðafélag Akureyrar. 2.-4.
ágúst Gæsavatnaleið. 9.-12.
ágúst Kverkfjöll. Brottför kl.
8 f.h. Ekið um Bárðardal í
Gæsavötn með viðkomu í
Gjóstu. Gist við Gæsavötn.
Á sunnudag farið um
Dyngjuháls, gengið á Kistu-
fell, um Urðarháls í Dreka.
Á mánudag farið í Öskju eða
Drekagil. Heim um Herðu-
breiðarlindir og Mývatns-
sveit.
15.-17. ágúst Þeistareykir.
23.-24. ágúst Haugsöræfi.
Skrifstofan er opin mánu-
daga og fimmtudaga kl.
18-19.30. Sími 22720.
Fíladelfia Lundargötu 12.
Fimmtudag 31. samkoma kl.
8,30. Allir velkomnir. Laug-
ardagur 2. safnaðarsam-
koma kl. 8.30. Sunnudag 3.
Vakningarsamkoma kl. 8.30.
Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn. Fimmtudag
31. kl. 17,30 barnasamkoma
í Strandgötu 21. Sunnudag
3. kl. 20.30 almenn sam-
koma. Verið velkomin.
ATIIUOID
Verð í sumarfríi ágústmánuð.
Séra Pétur Sigurgeirsson
annast þjónustu fyrir mig
þann tíma. Birgir Snæ-
björnsson.
Hinn 26. júlí voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrar-
kirkju Erna Ragúels sauma-
kona og Magnús Jónsson
vélvirki. Heimili þeirra
verður að Hjallalundi 7c,
Akureyri.
Lilja Valdimarsdóttir hefir gefið
Dvalarheimilinu Hlíð kr.
60.000. Með þökkum mót-
tekið. Forstöðumaður.
Tréperlur
til að flétta í hár, í hnýt-
ingar o.fl., nýkomnar.
Leikfanga-
markaðurinn
Hafnarstræti 96.
— Þörf fyrir
Norðurlandsskíp
(Framhald af bls. 1).
víkur og Raufarhafnar. Skipaút-
gerðin tæki að sér rekstur lands-
hlutaskipa og þetta Norðurlands-
skip yrði eitt þeirra.
„Þegar ég hreyfði við þessu máli
á ráðstefnunni var ég líka með það í
huga að Drangur, sem er auðvitað
allt of lítið skip, væri með afskap-
lega þrönga áætlun og færi að
komast á síðasta snúning. Það
verður alltaf nauðsynlegt að reka
skip héðan, hreinlega vegna al-
menningstengsla við Hrísey og
Grímsey, en þangað eru ferðir
Drangs aðallega. Það ber því að
hyggja að því þegar Drangur er
allur, að hafa þannig skip hér sem
hefði á sinni áætlun ferðir um allt
Norðurland. En við þessu máli held
ég að hafi ekki verið hróflað,“ sagði
Þórgnýr í lokin.
6.DAQUR
Innilegar þakkir færi ég þeim sem glöddu mig með
gjöfum og árnaðaróskum á 60 ára afmœli mínu 25.
þessa mánaðar.
FINNUR SIGURÐSSON,
Höfðahlíð 12.
Auglýsing um uppboð
Áður auglýst nauðungaruppboð á fasteigninni,
Norðurgötu 57, Akureyri, þingl. eign Sana h.f. fer
fram á eigninni sjálfri föstudaginn 1. ágúst 1980 kl.
15,30 að kröfu Ríkissjóðs íslands.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Auglýsing um uppboð
Áður auglýst nauðungaruppboð á fasteigninni
Tjarnarlundi 6 e, Akureyri, þingl. eign Þorbergs
Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 1.
ágúst 1980 kl. 14,00 að kröfu bæjargjaldkerans á
Akureyri, innheimtumanns ríkissjóðs og Haralds
Blöndal hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Auglýsing um uppboð
Áður auglýst nauðungaruppboð á jörðinni
Litla-Dunhaga, Arnarneshreppi þingl. eign Jóns R.
Jónssonar, Hauks Jónssonar, Ara Jónssonar og
Ásu H. Jónsdóttur fer fram á eigninni sjálfri föstu-
daginn 1. ágúst 1980 kl. 10,30 að kröfu Ásmundar
S. Jóhannssonar hdl. og Búnaðarbanka íslands.
Sýsiumaður Eyjafjarðarsýslu.
Auglýsing um uppboð
Áður auglýst nauöungaruppboð á fasteigninni,
Bakkahlíð 29, Akureyri. Þingl. eign Magnúsar Hall-
dórssonar og Margrétar Harðardóttur fer fram á
eigninni sjálfri föstudaginn 1. ágúst 1980 kl. 15,00
að kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Hreins Páls-
sonar hdl., bæjargjaldkerans á Akureyri, inn-
heimtumanns ríkissjóðs, Benedikts Ólafssonar hdl.
og Ásmundar S. Jóhannssonar hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Auglýsing um uppboð
Áður auglýst nauðungaruppboð á fasteigninni,
Strandgötu 39, efri hæð, Akureyri, þingl._ eign
Höfða h.f. fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 1.
ágúst 1980 kl. 16,00 að kröfu Hreins Pálssonar hdl.
og Ásmundar S. Jóhannssonar hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri
Auglýsing um uppboð
Áður auglýst nauðungaruppboð á fasteigninni
Skarðshlíð 13 c, Akureyri, þingl. eign Magnúsar
Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 1.
ágúst 1980 kl. 17,00 að kröfu Ragnars Steinbergs-
sonar hrl., Gunnars Sólnes hrl. Veðdeildar Lands-
banka íslands og Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Auglýsing um uppboð
Áður auglýst nauðungaruppboð á fasteigninni
Grænugötu 4, Akureyri, þingl. eign Friðriks
Bjarnasonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn
1. ágúst 1980 kl. 16,30 að kröfu Ragnars Stein-
bergssonar hrl. og Péturs Guðmundssonar hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Eiginmaður minn og faðir okkar
BENJAMÍN ÁRMANNSSON,
rafvirki, Byggðavegi 143,
lést aðfaranótt 26. júlí.
Ebba Eggertsdóttir og börn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og veitta aðstoð
við fráfall og útför sonar okkar og bróður
HALLDÓRS SVEINBJÖRNSSONAR,
Hrísum, Eyjafirði.
Guðrún Gísladóttir, Sveinbjörn Halldórsson,
Sigurgísli Sveinbjörnsson,
Tryggvi Sveinbjörnsson,
Rósa Sveinbjörnsdóttir,
Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og veitta aðstoð
við fráfall og útför sonar okkar og bróður
VALDIMARS BJÖRNSSONAR,
Furulundi 6 b.
Klara Friðriksdóttir, Björn Jónsson,
Anna Björnsdóttir, Stefán Þorsteinsson,
Ólöf Björnsdóttir, Birgir Sigurðsson,
Þorsteinn Björnsson, Lára Snæfell,
Jón Björnsson og systkinabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför
móður minnar og systur
JÓHÖNNU MARÍU JÓHANNESDÓTTUR
Jóhannes Víðir Haraldsson,
Júlíus B. Jóhannesson,
og fjölskyldur.
Útför föður okkar og tengdaföður,
BRYNJÓLFS SVEINSSONAR,
Efstalandskoti,
sem andaðist 25. júlí á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fer
fram frá Bakkakirkju í Öxnadal laugardaginn 2. ágúst kl. 14.
Börn og tengdabörn.
Krónurnar ykkar
gera gagn
í vor er leið sendum við frá okkur
greinarkorn 1 sambandi við að-
draganda flóamarkaðar er halda
skyldi í júnímánuði, sem var og
gert. Þar var þess farið á leit að að-
stoða okkur við að safna stráum 1
hreiðurkörfuna í Kjarnaskógi, þar
sem upp er að rísa hressingarhæli,
sem ætlað er öllum landsins börn-
um er á þurfa á halda. Var vel orðið
við þessari ósk okkar og bættist við
sjóðeignina umtalsvert sem kom að
afar góðu gagni. Unnið hefur verið
að byggingu hreiðursins okkar frá
því í júníbyrjun og hefur unnist svo
vel, að upp eru komnir útveggir og
milliveggir að kjallara álmunnar.
Nú er það svo, að mannlegar
þarfir eru miklar og áhugi okkar
nær ómælanlegur á þessu lifandi
viðfangsefni er við erum að fást við.
Krónurnar okkar hafa nú hreiðrað
um sig í þessari steinsteypu allri
ásamt tilheyrandi fylgihlutum og
hefur þeim því farið fækkandi. En
nú hefur verið að því vikið, sem
ekki var á áætlun þessa árs, að
æskilegt gæti talist að steypa hell-
una yfir í sumar, þar sem tryggara
væri að ganga þannig frá að loka
þessum fyrsta áfanga. Víst er um
það, að slíkt væri óneitanlega
æskilegt, en eins og fyrr segir, var
það ekki á fjárhagsáætlun þessa
árs, þannig að ef af þessari fram-
kvæmcT um plötuna yrði, mundi
koma upp sú staða, að vöntun er
fyrirsjáanleg á krónum til viðbótar.
Því væri gaman ef einhver ætti af-
gangs krónur, að muna okkur.
Með þessum línum viljum við
minna á tilveru okkar og óska
þátttöku ykkar kæru þegnar við
þessa uppbyggingu. Nefna má í
þessu sambandi þann þrýsting
samfara margra mánaða bið er
ávallt er að heilsuhælinu í Hvera-
•l.á’i Ij y
gerði. Einnig hafa margir komið að
máli við okkur ekki síður af
Reykjavíkursvæðinu og víðar með
þá ósk í huga að geta notið hvíldar
og hressingar á hinu norðlenska
hressingarhæli sem allra fyrst.
í leiðinni er rétt að geta þess, að
við munum opna flóamarkaðinn
að nýju föstudaginn 1. ágúst n.k.
Verður hann á 3. hæð í Amarohús-
inu. Markaðurinn verður opinn á
mánudögum og föstudögum frá kl.
2-6 síðdegis næstu vikurnar. Þar er
hægðarleikur að gera góð kaup á
ýmsum fatnaði og ef til vill verður
boðið upp á fleira. Einnig munum
við taka á móti fatnaði og munum
er fólk vill láta af hendi rakna á
áðurnefndum dögum. Félagar úr
N.L.F.A. vinna sem fyrr að þessari
sölu og móttöku.
Krónurnar ykkar gera gagn
við geymslu í Kjarnalandi.
Enn vantar okkur þó meira magn,
minnstu þess kæri landi.
Stjórn N.L.F.A.
Amerísk þrí-
hjól
og tvíhjól með hjálpar-
hjólum, sterk og góð
vara.
Hjólaskautar, nokkrar
geröir.
Hjólabretti, 10% afsláttur
út þessa viku.
Leikfanga-
markaðurinn
Hafnarstræti 96