Dagur - 31.07.1980, Blaðsíða 8
RAFGEYMAR
í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA
VEUIÐ RÉTT
MERKI
•„trkTKsA
flV'*
Éysíri hlutl hinnar nýju (Jæsavatnaleiðar.
tiumia leiðin eins og hún var sýnd á korti.
GÆSAVATNALEIÐ
Ferðaþjónusta í sveitum
Dagana 9.-13. júlí sl. vann átta
manna hópur sjálfboðaliða frá
Akureyri á vegum Ferðafélags
Akureyrar að því, að fullgera
stikun á Gæsavatnaleið, en
vestari hluti leiðarinnar var
stikaður árið 1978.
Gæsavatnaleið liggur af
Sprengisandsleið nálægt Tómasar-
haga og að Drekagili í Dyngju-
fjöllum. Hefur hún löngum þótt ein
af erfiðari slóðum á hálendinu.
Upptakakvíslar Skjálfandafljóts
eru varasamar yfirferðar á heitum
dögum eða i rigningartíð, og á aur-
um Jökulsár á Fjöllum er ætíð
hætta á sandbleytu. Ennfremur eru
sandstormar þar tíðir svo tekið get-
ur fyrir alla sýn, og lakki á bílum er
hætt í slíkum veðrum.
í viðtali við Grétar Ingvarsson,
einn af leiðangursmönnum, en
hann er mjög kunnugur á þessu
svæði, varð breyting gerð á slóðar-
stæðinu. Var slóðin að mestu flutt
af áreyrunum og vestar. Þessi nýja
leið er lítið eitt lengri, en mun
tryggari og vart hætta á sandbleytu.
Ennfremur sagði Grétar, að leiðin
hefði verið stikuð með um 100 m
millibili og lagfærð, þannig að hún
væri nú fær bílum með drifi á öll-
um hjólum.
Framkvæmd þessi var kostuð af
Náttúruverndarráði og Vegagerð
ríkisins, en þetta er einn liður í
samstarfi þessara aðila, auk Land-
mælinga íslands, um það að sam-
ræma upplýsingar í landi og á
kortum og gera vinsælar ferða-
mannaslóðir á hálendinu öruggari
óvönu og ókunnugu ferðafólki.
Rétt er að ítreka það, að þótt
Gæsavatnaleið hafi nú verið stikuð
og slóðarstæðið fært til, eru upp-
takakvíslar Skjálfandafljóts ennþá
jafn varasamar. Er því brýnt fyrir
ferðafólki að kanna vel vöðin og
leggja ekki bílum út í, reynist þær
óvæðar. I slíkum tilvikum er ráð-
legast að bíða og reyna fyrir sér í
morgunsárið, en þá eru jökulár að
jafnaði minnstar.
J. G.J.
Þau voru mörg sleggjuhöggin sem þurfti til að rcka niður allar stikumar, sem voru
hvorki meira né minna en 500 talsins. Mynd: Jóhann Ingólfsson.
Nú er unnið að því á vegum fé-
lagsskapar bænda um ferða-
útveg að kynna sfarfsemina og
fá bændur til samstarfs. Stefnt
er að því að bændur og hús-
freyjur í sveitum athugi hvort
ekki eru möguleikar á að taka á
Kartöfluuppskeran:
MJÖG GOTT ÚTLIT
Nú fer að líða að því að fólk geti
lagt sér nýjar, íslenskar kartöfl-
ur til munns. Á Svalbarðsströnd
er eitt mesta kartöflusvæði á
Norðurlandi en það mun vera
um 40 hektarar.
Dagur hafði samband við Svein-
berg Laxdal á Túnsbergi og innti
hann eftir því hvernig kartöflumál
stæðu þar í sveit. „Útlitið er mjög
gott, að því er virðist, og það verður
Nýja dælan
reynist vel
í gær var byrjað að dæla úr nýju
holunni að Ytri-Tjörnum í
Eyjafirði. Miðað við daginn í
gær virðist árangur ætla að
verða mjög góður. Hún dælir nú
u.þ.b. 55 lítrum á sek. af um 80°
heitu vatni.
Að sögn Gunnars -Sverrissonar,
hitaveitustjóra, væri hægt að af-
kasta mest um 80 lítrum á sek.
„Eins og er gefur svæðið ekki nógu
mikið af sér, við myndum þurfa að
þurrka það eða lækka í því, en nú
temprum við það svolítið niður,“
sagði Gunnar í samtali við blaðið.
Hér er um að ræða alveg nýja teg-
und af dælu þar sem mótorinn er
ofan í holunni. Dælan er á 355 m
dýpi. Þetta er fyrsta dælan af þess-
ari gerð á landinu, í heitum holum.
Þannig að Hitaveita Akureyrar er
bæði brautryðjan^i á þessu sviðí og
um leið að gera nokkurs konar til-
raun.
eiginlega að vera gott, því síðasta ár
var svo lélegt fyrir okkur kartöflu-
bændur, að við verðum lengi að
vinna það upp aftur."
Sveinberg sagði að í lok þessarar
viku færu að koma nýjar íslenskar
kartöflur á markaðinn en þær væru
eitthvað dýrari en þær útlendu, sem
væru að verða búnar. Hann sagði
að þær kartöflur sem þegar er farið
að taka upp, væru um 40 mm í
ummál og þá lætur nærri að liver
vegi um 40 grömm og er það mjög
gott miðað við árstíma.
Þess má geta að Sveinberg hefur
sett upp hjá sér vökvunarkerfi.
Kerfið er sett saman úr rörum og
úðurum og sett upp með það fyrir
augum að bæði sé hægt að vökva í
þurrkatíð og svo á að vera hægt að
verja kartöflurnar frosti, allt niður
undir sjö til átta stig. Auk Svein-
bergs hefur Hallgrímur í Garði í
Öngulsstaðahreppi, sett upp svona
tæki. Annars eru þessi kerfi fremur
óalgeng enn. Það er helst fyrir
sunnan, en þar eru þau komin á
nokkrum bæjum.
móti ferðamönnum og veita
þeim þjónustu. Ef fólk til sveita
telur sig geta annast slíka starf-
semi, þá er ætlast til að það gefi
sig fram við einhvern í stjórn
samtakanna eða við Stéttar-
samband bænda. Þá fær það sent
eyðublað þar sem það getur
tíundað alla þá möguleika, sem
ferðamönnum bjóðast á við-
komandi heimili og næsta ná-
grenni.
Það er ætlunin með þessu að
koma af stað því sem erlendis hefur
verið gefið nafnið „græn ferða-
mennska". Það er að fólk hópist
ekki á baðstrendur heldur komi sér
upp í sveit og njóti þess, sem nátt-
úran og kyrrðin býður upp á, burtu
frá streitu þéttbýlis og menguðum
baðströndum. Jafnframt sem gert
Gestir frá Vesturheimi
í heimsókn á Akureyri
Síðari hópferð Vestur-íslend-
inga kom til Keflavíkurflug-
vallar i gærkveldi, 149 manns,
flestir frá íslendingabæjunum í
Manitoba i Kanada og dvelja
þeir hér á landi í 3 vikur. Munu
margir þeirra ferðast hingað
norður að hitta vini og ættingja.
Þjr'tðræknisfélagið á Akureyri
býður þeim til kaffidrykkju að
Hótel KEA. sunnud. 10. ágúst
n.k., kl. 9 um kvöldið. Þeir
bæjarbúar eða nærsveitarmenn
sem taka vildu þátt í kaffi-
kvöldinu með vestur-islensku
gestunum. láti stjórn Þjóðrækn-
isfélagsins vita sem fyrst í sima
24334.
er ráð fyrir að bændafólk geti haft
einhverjar aukatekjur. Ekki veitir
af að finna nýjar leiðir til tekjuöfl-
unar, þegar kvóti og fóðurbætis-
skattur þrengja að bændum.
Markmiðið með „grænu ferða-
mennskunni" er að afla aukatekna
fyrir bændafólk og skapa borgar-
búum aðstöðu til að njóta sumar-
leyfisins í kyrrð eða við margskonar
tómstundagaman, veiðar, göngu-
ferðir, útreiðartúra og margt fleira.
(Framhald á bls. 7).
Mikið um
hraðakstur
— 21 tekinn á
tveimur dögum
í gær og í fyrradag var Lögreglan á
Akureyri með radarmælingar við
mestu umferðargötur bæjarins. Á
þessum tveimur dögum var 21
ökumaður stöðvaður fyrir of hrað-
an akstur. Þeir voru á 60 til 75 km.
hraða. Eins og allir vita, eða ættu
skilyrðislaust að vita, er hámarks-
hraðinn 50 km. á klst. Ökumenn
virðast ekki láta sér að kenningu
verða hin tíðu umferðarslys sem
orðið hafa nú undanfarið. Það er
ekki von á fækkandi slysum meðan
ökumenn aka á 75 km. hraða í
þéttbýli.
Dagvistarmál
Akureyri er aftarlega á merinni
Félagsmálastofnun Ákureyrar
hefur nýlega gert könnun um
fjölda barna á 'dagvistarstofn-
unum í desember 1979. Könn-
unin var unnin upp úr þjóð-
skránni og töflu frá Mennta-
málaráðuneytinu um fjölda
bama á dagvistarstofnunum í
des. 1979.
50 sveitarfélög reka dagvistar-
stofnanirog auk þess eru tekin með
dagheimili og leikskótar sem aðrir
reka í viðkomandi sveitarfélögum.
Þegar dagvistarrými, samkvæmt
ofanskráðu, er deilt á öll börn í
landinu á aldrinum 0-6 ára, kemur í
ljós að til er dagvistarrými fyrir
22,7% þeirra. Könnunin náði ein-
ungis til þeirra sveitarfélaga sem
hafa verulegan þéttbýliskjarna og
hún náði ekki til allra 2ja ára barna
þar eð vöggustofur eru óvíða né
heldur allra 6 ára barna þar sem
mörg þeirra eru byrjuð í skóla.
Lægstu prósentutöluna hafði
ísafjörður eða 10% og hæstu
Tálknafjörður 57%. í Reykjavík var
talan 33%. Á Akureyri og Dalvík
höfðu 19% barna aðgang að dag-
vistun, 24% á Sauðárkróki, 26% á
Raufarhöfn, 27% í Ólafsfirði og á
Þórshöfn, 29% á Húsavík, 31% á
Siglufirði og 33% á Blönduósi.
„Akureyri er ansi aftarlega á
merinni á þessum lista,“ sagði Jón
Björnsson, félagsmálastjóri í sam-
tali við blaðið. „En það verður að
taka tillit til þess að í smáum
byggðarlögum hleypir einn leik-
skóli svona tölum upp eins og t.d. á
Tálknafirði. En við erum langt á
eftir Reykjavík og ýmsum smærri
sveitarfélögum."
Nú er biðlistinn eftir dagvistun-
arrými orðinn langur og sagði Jón
að í byggingu væri ný dagvistarað-
staða við Keilusíðu og verður hún
væntanlega fokheld nú í haust.
„Félagsmálaráð sótti um lóð undir
dagvistarstofnun núna rétt fyrir
skömmu. Það er hluti af lóðinni
fyrir vestan Lögreglustöðina og er
sú umsókn í afgreiðslu núna hjá
skipulagsnefnd bæjarins. Þar
mundi þá væntanlega verða byggð
næsta dagvistarstofnun,“ sagði Jón
Bjömsson að lokum.