Dagur - 12.08.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 12.08.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 12. ágúst 1980 ■■■■■■■■■■ 55. tölublað wmsmmmmm Um þessar mundir er verið að sýna íslensku kvikmyndirnar „Þrymskviðu“, sem er fyrsta íslenska teiknimyndin, og „Mörg eru dags augu“ á Norðuriandi. Myndirnar verða sýndar í kvöld og á morgun í Grímsey, í Samkomuhúsinu á Akureyri fimmtudag og föstudag kl. 20 og 22 og síðan verða sýningar á Laugum, Húsavík og Skjól- brekku. „Þrymskviða“ er eftir Sigurð Örn Brynjólfsson og fjallar um ferð goðsins Þórs til Jötunheima. Hún er 17 mínútur að lengd. „Mörg eru dags augu“ er eftir Guðmund P. Ólafsson og Óla Örn Andreásson og er heimildarmynd um náttúru og búsetu í Vestureyjum á Breiða- firði. Akraborgin tók sjálf af skarið Um nokkurra ára skeið hefur gamalt tréskip, Akraborg EA 50, legið bundið við Torfunefs- bryggju, mörgum til mikils ama, þar sem þeir hafa talið að skipið setti ekki mikinn fegurðarsvip á miðbæinn. Erfiðlega hefur gengið að fá skipið fjarlægt, en nú eru horfur á að af því verði, þar sem Akraborgin marar nú í hálfu kafi við bryggjuna og það verður vart látið viðgangast að skipið verði lengi þannig. Það mun hafa verið aðfararnótt s.l. laugardags að Akraborg fylltist af sjó. Skipið hefur lekið eins og gjamt er um tréskip sem komin eru til ára sinna. Hefur þurft að dæla sjó úr skipinu, en að þessu sinni hefur ekki verið nóg að gert og því fór sem fór. Vafalaust verður erfiðleikum bundið að ná skipinu upp aftur og telja fróðir menn að það muni kosta milljónir. Einnig hlýtur að hafa verið talsverður kostnaður því samfara að láta skipið liggja bund- ið við bryggju allan þennan tíma, því ef að líkum lætur þarf að greiða hafnargjöld fyrir aðstöðuna. Illa hefur gengið að taka ákvörðun um að fjarlægja Akra- borg og því, eins og áður sagði, má segja að hún hafi sjálf tekið af skarið í þeim efnum með því að setjast á botninn. Akraborg mun hafa verið mikið aflaskip á vel- mektardögum sínum. Hér sést Akraborgin i höfninni við Torfunef. Áður hefur eldur komið upp í skipinu. Mynd: H. Sv. ^ „Þýddi ekki að bjóða tvöfalt meira kaup£< — segja flugumferðarstjórar á Akureyri, sem vilja f jölga í stöðum og minni yfirvinnu Refarækt við Eyjafjörð: Gengur mjög vel Kvöldflug Flugleiða hefur nú verið lagt niður frá og með deg- inum í gær. Flugið kl. 18.30 frá Akureyri hefur jafnframt verið fært aftur til kl. 20, vegna þess að flugumferðarstjórn er ekki á Akureyrarvelli eftir klukkan 20 á kvöldin og farið er að dimma talsvert. Flugumferöarstjórar á Akureyri hafa ekki unnið yfir- vinnu í fimm vikur og enn hefur ekkert verið við þá talaö, en þeir krefjast sambærilegra launa og starfsfélagar þeirra fá fyrir sunnan, en meginkrafan er sú, að fjölgað verði flugumferðar- stjórum vegna gífurlegs yfir- vinnuálags, einkum yfir sumar- leyfistímann. „Þó að þeir vildu borga okkur tvöfalt meira kaup værum við ekki til viðtals um að vinna eins og við höfum gert yfir mesta annatímann. Meginmálið hjá okkur er að fá einhverja aðstoð. Sl. 18 ár hafa þrír flugumferðarstjórar annað stjórn- inni á Akureyrarflugvelli og það er orðið löngu tímabært að fjölga mönnum,“ sagði Torfi Gunnlaugs- son, einn flugumferðarstjóranna þriggja á Akureyri í viðtali við Dag. Torfi sagði að auk þess færu þeir fram á það, að þeir fengju sömu greiðslu fyrir sömu vinnu og aðrir í sama stéttarfélagi. Hann sagði að ekkert hefði verið við þá rætt síðan yfirvinnubann þeirra hófst í byrjun júlí. Eitthvað stóð til að bæta úr þessu ástandi í fyrra, en þá var auglýst eftir nema í flugumferðarstjórn til Akureyrar. Milli 20 og 30 umsóknir bárust, en engum umsækjenda hefur enn verið svarað. „Með sama áframhaldi verður ekkert farið að gera í okkar málum á sama tíma á næsta ár,“ sagði Torfi Gunnlaugs- son. Hann kvað flugumferðarstjóra harma það, að þessar aðgerðir þeirra kæmu niður á almenningi og Flugleiðum, sem þeir ættu ekkert sökótt við. í sama streng tók Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flug- leiða, senr sagði að það væri fyrir neðan allar hellur að koma þessu máli ekki í lag, en það væri í verkahring opinberra aðila. „Um 1300 hvolpar fæddust á þessum fjórum refabúum og 1200 virðast ætla að komast á legg og það tel ég vera mjög góðan árangur,“ sagði Tómas Stefánsson hjá Grávöru við Grenivík í viðtali við Dag, en Tómas hafði auk þess að vera starfsmaður hjá Grávöru, um- sjón með refabúunum við aust- anverðan Eyjafjörð af hálfu landbúnaðarráðuneytisins. „Ég fæ ekki betur séð, en þessi tilraun með refarækt ætli að takast mjög vel, jafnvel betur en menn þorðu að vona. Ég er reyndar þeirrar skoðunar, að hér á landi séu ein bestu skilyrði til refaræktar í heiminum og kemur þá aðallega til gott fóður og ódýrt, þar sem fisk- úrgangurinn er, en einnig kann loftslag að hafa einhver áhrif,“ sagði Tómas ennfremur. Refarækt hófst á búunum fjór- um við Eyjafjörð í desember s.l., þegar fyrstu refirnir komu frá Skotlandi. Að Sólbergi á Sval- barðsströnd fóru 50 tæfur, 30 að (Framhald á bls. 7). DAGUR Vegna sumarlcyfa starfsmanna kemur Dagur ekki út á fimmtudag. Næsta blað kemur út þriðjudaginn 19. ágúst. 445 atvinnu- leysisdagar í júlí á Akureyri Alls voru 19 manns skráðir at- vinnulausir á Akureyri 31. júlí s. I., 10 konur og 9 karlar. I júlímánuði voru skráðir 445 atvinnuleysis- dagar og gefin út 40 atvinnuleys- isbótavottorð með samtals 400 bótadögum. 90 verkamanna- bústaðir á næstu þremur árum Bæjarráð Akureyrar hefur sam- þykkt tillögu stjórnar verka- mannabústaða um byggingu 90 íbúða á næstu þremur árum. Bæjarstjóra hefur verið falið að sækja um nauðsynlegt fram- kvæmdalán. Miðað við núver- andi verðlag er gert ráð fyrir lánsfjárhæð að upphæð 900 milljónir króna á ári, þ.e. árin 1981-1983 að báðum meðtöldum. Helgarskákmót á Akureyri Jóhann Þórir Jónsson hefur fyrir hönd Tímaritsins Skák og Skák- sambands Islands farið fram á það við bæjarsjóð Akureyrar, að greitt verði fyrir því að helgar- skákmót geti farið fram á Akur- eyri 10. september n.k. Til þess að af slíku móti geti orðið verður bæjarsjóður að sjá um verð- launafé að fjárhæð allt að 750 þúsund krónur, húsnæði fyrir keppnina og lokahóf vegna verð- launaafhendingar. Bæjarráð samþykkti að verða við þessu. Dagvistarstofnun gegnt lögreglu- stöðinni Skipulagsnefnd Akureyrar hefur mælt með því, að félagsmálaráði verði veittur vestasti hluti lóðar gegnt lögreglustöð undir dagvist- arstofnun. Lóðin er 3 þúsund fermetrar að stærð og verður að- keyrsla frá Byggðavegi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.