Dagur - 12.08.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 12.08.1980, Blaðsíða 6
Akureyrarkirkja. messað n.k. sunnudag kl. 11 f.h. Séra Pétur Þórarinsson sóknar- prestur á Hálsi í Fnjóskadal messar. Sálmar 217. 224, 189. 579, 56. P.S. Hólahátíð er á sunnudag og hefst með guðsþjónustu kl. 2 e.h. Hjálpræðisherinn. Fimmtudag kl. 17.30. barnasamkoma í Strandgötu 21. Sunnudag kl. 20.30, almenn samkoma. Allir velkomnir. Ferðafélag Akureyrar. 15.-17. ágúst Þeistareykir. 23.-24. ágúst Haugsöræfi. Ekið um Mývatnsöræfi og að sæluhúsi við Haug. Gist þar. Gengið á Haug eða Bungu. Heim um Hóls- fjallabyggð. 29.-31. ágúst Laugafell- Klakkur. Skrifstofan er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 18.00-19.30. Sími 22720. "GJAFIROG^HFIT™^ Lilja Randversdóttir hefir gefið Dvalarheimilinu Hlíð kr. 60.000,-. Með þökkum mót- tekið. Forstöðumaður. Fíladelfía Lundargötu 12, fimmtudaginn 14. kl. 8.30 samkoma. Allir velkomnir. Laugardagur 16. safnaðar- samkoma kl. 20.30. Sunnu- dagur 17. vakningasam- koma kl. 20.30. Vitnisburðir og söngur. Allir velkomnir. Flóamarkaðurinn heldur áfram fyrst um sinn mánudaga og föstudaga frá kl. 2-6 í Amaróhúsinu 3. hæð. Tekið á móti munum á sama stað og tíma. Félagar óskast til afgreiðslustarfa. Upplýsing- ar í síma 22668. N.L.F.A. Hef jum sókn til aukinnar vöruvöndunar Eitt af því allra nauðsynlegasta í allri framleiðslu er vöruvöndun, og hugsunin um að framleiða ekki nema úr besta hráefni, vinnsla úr skemmdu hráefni verður aldrei góð vara. Matvælaframleiðslan er afar viðkvæm, og þarf að vera undir ströngu eftirliti, frá því hráefnið er tekið til vinnslu og þar til komið er í fullkomnar pakkningar eða til daglegrar neyslu. Annar iðnaður, s\o sem skinnaiðnaður, ullariðn- aður og fataiðnaður hverskonar, svo og skógerð, er ákaflega við- kvæmur á vissum vinnslustigum og þarf strangt eftirlit lærðra fag- manna eða verkstjóra. Islenskur iðnaður, hefur fengið að kenna á því að víða er pottur brotinn, og viljinn til vörusvika og pretta reið ekki við einteyming. Þetta kom beriega í ljós fyrr á árum við síldarsöltun t.d. skemmt hráefni var saltað oft á tíðum og undir- tónninn var að allt væri gott í and- skotans rússann o.fl. Nú heyrir maður. að islenskur fiskur, sem fluttur er á bandarískan Góður afli Hríseyjarbáfa Flestar trillurnar komu inn í gærkvöldi úr fyrstu veiði- ferðinni eftir þorskveiðibann um verslunarmannahelgina. Afli var ágætur, eða allt upp í tvö og hálft tonn eftir tvo daga. Aflinn fékkst við Grímsey, en þangað er um 6 tíma sigling frá Hrísey. Lífið gengur sinn vanagang í Hrísey. Nú stendur til að steypa um 200 metra kafla af götum þorpsins í sumar, en undanfarin tvö ár hefur verið unnið að var- anlegri gatnagerð. Fremur lítið hefur verið um húsbyggingar, enda hefur fólksfjöldi að mestu staðið í stað síðustu árin, en í Hrísey búa nú um 300 manns. Þó er nú í smíð- um eitt parhús. G.J. markað, sé stórgallaður, í honum séu hringormar og bein, segir Steingrímur Hermannsson ráð- herra, og kveður það meginástæðu fyrir því að dregið hefur verulega úr sölu, og kennir um slælegri verkstjórn í frystihúsunum. Stein- Jón lngimarsson. grímur telur að öðruleiti að ekki sé vandað eins og skyldi til fram- leiðslunnar, og bendir á að Kan- adamenn ryðjist nú fram á banda- ríkjamarkaðinn, með betri fisk sem hráefni og betur unninn. Margar þjóðir heims, leggja alúð við að framleiða margskonar vöru- tegundir úr uli, spara ekkert til. Þær hafa á að skipa fullkomnustu og hraðvirkustu vinnuvélum, sem þekkjast, vanda til hráefnisins, sem kostur er, hafa í þjónustu sinni menntaða verkstjóra, tæknimenn og sérmenntað verkafólk. Ég átti þess kost fyrir 9 árum síðan að fara til Noregs ásamt 23 öðrum íslend- ingum til að kynnast norskri iðn- aðarframleiðslu, var þá m.a. skoð- aður Rönsdal Yrkskole í Molde. Þeir, sem sækja þann tækniskóla, sem mig minnir að sé tveggja ára skóli, fara í gegnum öll stig fram- leiðslunnar og taka próf, sem hæfir til að taka að sér verksmiðju- eða verkstjórn. Noregur er eitt þeirra landa, sem er í harðri samkeppni við ís- lenskar iðnaðarvörur og býr yfir hátæknivæddri þróun og annari þekkingu sér til stuðnings. Þegar þetta er haft í huga, og þegar litið er í eigin barm, er sjá- anlegt að aðstaða okkar er allt önnur og verri, og er sama í hvaða hom er litið. Það gefur auga leið, að í hvaða framleiðslugrein, sem er, verðum við að hefja sókn tii aukinnar vöruvöndunar og reyna eftir megni, að vinna vörum okkar álits, sem viðast, bæði erlendis, sem inn- anlands og forðast að gera kaup á erlendum vörum, sé annað hægt. Þótt einstaka framleiðendum beri það efst í huga, að þeir einir beri ábyrgð á framleiðsluvörum sínum, þá er það regin misskilningur, þeir bera enga ábyrgð. Iðnverkafólk hér í bæ skiptir mörgum þúsundum. Þetta fólk hefur tileinkað sér ýms störf, sem framtíðar vinnu og byggt sér upp heimilisaðstöðu og fl. Það er þetta fólk, sem gerir nú kröfu til þess, að hér verði brotið í blað, og ekki verði látið viðgangast að sérviska eða fá- kunnátta ráði hér ríkjum, svo mik- ilsvert, sem það er að tryggja verk- smiðjureksturinn og afkomu verkafólks. Við stöndum einnig frammi fyrir þeirri staðreynd að erlendar iðnað- arvörur, fatnaður, kex, sælgætis- vörur o.fl. streyma inn í landið, sumar á niðurgreiddu kynningar- verði, sem eiga sinn stóra þátt í að draga úr sölu íslensku framleiðsl- unnar svo um munar, og hefur fjöldi iðnverkafólks misst atvinnu sína af þeim sökum. Það er því augljóst, að íslenskur iðnaður þarf að vera vel í stakk búinn til að mæta erlendri sam- keppni um verð og gæði, auka þarf fjölbreytni hans í hvívetna, gefa honum líf og lit ef svo mætti að orði komast. En hvernig er staða hans nú? Ég tel að vaxtaokrið hafi gífurleg áhrif á reksturinn, og hafi dregið úr möguleikum hans til sóknar og endurnýjunar. Samkeppnisaðstaða hans er því ekki góð. Þessu þarf því strax að kippa í lag. Iðnaðinum er nauðsynlegt að mennta sína verk- stjóra og verkafólk og úmfram allt að það verði tillögugefandi um rekstrarform og rekstraraðstöðu. Því betur sjá augu en auga. Það má enginn skilja orð min svo, að ég vanmeti það sem gert hefur verið til vöruvöndunar, en með tilliti til þeirra hörðu samkeppni, sem nú er, verða allir að halda vöku sinni, bæði yfirmenn, sem undirmenn og vinna virkri hendi að bættri fram- leiðslu, til eflingar og stuðnings okkar atvinnulífi í bráð og lengd. Jón Ingimarsson. Akureyrardeild KEA Sláturfjárloforð Þeir Akureyringar sem ætla að fá slátraö sauðfé í Sláturhúsi KEA í haust, eru beðnir að tilkynna það til mín fyrir 20. þ.m. í síma 22522. F. h. stjórnar Akureyrardeildar KEA, ÞóroddurJóhannsson. 6.DAGUR Innilegar þakkir og kveðjur til allra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORKELS JÓNSSONAR, fyrrum bónda Miðsitju. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Siglufjarðar. Ingimar Þorkeisson, Ósk Óskarsdóttir, Guðrún Þ. Þorkelsdóttir, Halldór Benediktsson, Nikólína Þorkelsdóttir, Rögnvaldur Arnason, Helga Þorkelsdóttir og barnabörn. Dr. Richard Beck F. 9. júní 1897 - D. 20. júlí 1980 Richard Beck prófessor og fyrrum ræðismaður íslands í N-Dakota- fylki í Bandaríkjunum andaðist 20. júlí. Austfirðingur var hann að ætt, fluttist 1921 með móður sinni til Kanada og hafði þá lokið stúdentsprófi í Reykjavík. Vestra hélt hann áfram námi, einkum í enskum og norrænum fræðum, varð kennari við ýmsar mennta- stofnanir en einnig mjög fjölhæfur rithöfundur, sem mikið liggur eftir. Dr. Richard Beck var einstaklega mikill Islandsvinur og heimsótti Is- land oft. Hann tók mikinn þátt í störfum þjóðræknisfélagsins en auk þess var hann óþreytandi fyr- irgreiðslumaður og átti stöðug bréfaskipti við ótrúlegan fjölda manna hér á landi. Margvíslegur sómi var honum sýndur hér á landi og mjög að verðleikum. Til dæmis var hann heiðursgestur íslensku ríkisstjórnarinnar á lýðveldishátíð- inni 1944 og íslenskar mennta- stofnanir heiðruðu hann. Þessi merkilegi og mikli Islands- vinur vestra hafði um fjölda ára góð samskipti við Dag og sendi honum fjölda bréfa, sem flest voru stutt en ætíð uppörvandi, en sum lengri, ýmist í bundnu eða lausu máli, ætluð til birtingar. Á meðan við lítum svo á, að enn sé það nokkurs virði fyrir heima- þjóðina og þjóðarbrot íslendinga í Vesturheimi að rækja frændsemi og ýmiskonar menningarviðskipti, hljótum við að meta að verðleikum og þakka þau störf, sem óeigin- gjörnust hafa verið unnin á því sviði og af mestum eldmóði and- ans. Og þá minnumst við hins látna íslandsvinar með virðingu og þökk. E. D. Árni G. Eylands F. 8. maí 1895 — D. 26. júlí 1980 Árni G. Eylands ráðunautur og stjórnarráðsfuiltrúi andaðist 26. júlí sl. 85 ára að aldri. Hann var Skag- firðingur að uppruna, gekk ungur í búnaðarskóla, fyrst hér á landi en síðan í Noregi og Þýskalandi. Síðan starfaði hann alla ævi fyrir íslensk- an landbúnað. Ráðunautur Búnaðarfélags íslands varð hann 1921 og hafði það starf með hönd- um í sextán ár. Síðar gerðist hann tæknilegur ráðunautur í land- búnaðarráðuneytinu. I þessum störfum vann hann af sinni lands- kunnu atorku að landbúnaðarmál- um. Hann vann manna mest að því að vélvæða íslenskan landbúnað og lyfta honum á það stig sem hann hafði fyrir löngu náð í nálægum löndum. Árni var um árabil fram- kvæmdastjóri Vélasjóðs og for- maður Vélanefndar ríkisins og hafði á þann hátt áhrif á búvéla- verslunina í landinu öðrum fremur. Þess utan ritaði hann margt í blöð og tímarit og eftir hann eru bæk- urnar, Búvélar og ræktun og Skurðgröfur Vélasjóðs. Árni G. Eylands var mikill til- þrifamaður og áhugi hans og bar- áttugleði fyrir málefnum land- búnaðarins með fádæmum og ár- angur starfa hans varð sýnilega mikill og vakningin af starfi hans var þó e.t.v. enn veigameiri. Hann var djarfur og maður geðstór og setti ekki Ijós sitt undir mæliker lenti því stundum í opinberum rökræðum og hélt fast á sínum hlut. Stórstígar framfarir í íslenskum landbúnaði voru hugsjónamál Árna G. Eylands og hann var svo mikill hamingjumaður að geta menntað sig til forystustarfa á þessum sviðum og að sjá mikinn árangur af löngu og þýðingarmiklu ævistarfi. Islensk bændastétt mun minnast þessa mæta manns sem eins í hópi hinna vöskustu leiðtoga sinna á þessari öld og fyrir störf sín á hann bæði heiður og þökk al- þjóðar. E. D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.