Dagur - 21.08.1980, Page 5

Dagur - 21.08.1980, Page 5
BAGUR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JOHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Um skattamál Eins og endranær að lokinni álagningu skatta spinnast miklar umræður um álagðan tekju- og eignaskatt, prósentur og pró- sentustig, skattpíningu og fleira, og sýnist sitt hverjum eins og gengur. Menn deila um það hvort heildarálagning hafi hækkað eða lækkað, hvaða hópar þjóðfélags- jns fari nú verst út úr sköttunum. Rifist er hatrammlega í fjölmiðl- um um einfaldar staðreyndir, að því er virðist, en þær teygðar og togaðar, allt eftir því hvort menn eru í eða styðja stjórn eða stjórnarandstöðu. Almenningi er lítill greiði gerður því hann er litlu nær. Enn sem fyrr er villugjarnt í frumskógi skattalaga og -reglna, enda virðast allar breytingar horfa til þess að gera kerfið flóknara og flóknara fyrir allan almenning að skilja, þrátt fyrir það að breyting- arnar séu gerðar til einföldunar. Almenningur þekkir hinsvegar regluna um það, að fyrst kemur lýgi, síðan haugalýgi og síðast prósentureikningur og hann er verstur, því það er hægt að gera hann svo sannfærandi. Hver og einn getur á auðveldan hátt komist að því, hve hátt hlutfall hann greiðir í skatta og útsvar. Þegar verðbólgan brenglar allt verðskyn og það er haft í huga, að um eftirágreidda skatta er að ræða, þá er einfaldasta og réttasta viðmiðunin sú, að bera saman tekjur og þá fjárhæð, sem greidd er til ríkisins, sama ár og teknanna er aflað. Með því móti eru bornar saman sambærilegar tölur og með þessari aðferð er hægt að leita samsvörunar við staðgreidda skatta erlendis. Það skyldi þó ekki koma í Ijós, að hlutfall beinna skatta er ekki svo ýkja hátt hér á landi, miðað við þá velferð sem flestir búa við. Ekki er við því að búast, að öll kurl komi strax til grafar varðandi álagningu skatta í ár, þar sem orðið hefur mikil kerfisbreyting í skattamálum. Þegar unnið var að þessari kerfisbreytingu var gert ráð fyrir einhverri aukningu á tekjuskatti og ennfremur hækkun eignaskatts, fyrst og fremst hjá einstaklingum í atvinnurekstri. Þetta ætti því ekki að koma nein- um mjög á óvart, eins og ætla mætti af öllum látunum í stjórnar- andstæðingum þessa dagana. Skattkerfisbreytingin miðar fyrst og fremst að því, að láta það fólk greiða skatta sem hefur til þess greiðslugetu, fremur en ungt fólk með ung börn á fram- færi sínu, sem er að koma sér upp heimilum. 4.DAGUR VIÐTAL VIÐ BJARNA ARTHURSSON, FORSTÖÐUMANN KRISTNESHÆLIS: Móttöku deild fyrir áfengissjúklinga — mwrnwm., Svalirnar voru upphaflega ætlaðar til þess að berklasjúklingar gætu legið úti undir beru lofti. Um síðustu áramót tók við starfi forstöðumanns á Kristneshæli Bjarni Arthúrsson, en hann gegndi áður starfi fulltrúa skattstjóra á Egilsstöðum. Bjarni er fæddur og uppalinn á Akureyri, sonur Arthúrs Guð- mundssonar fyrrum innkaupa- stjóra KEA og konu hans. Dag- ur ræddi við Bjarna um Krist- neshælið og bað hann fyrst að segja frá upphafi stofnunar þess: — Upphafið að stofnun Krist- neshælis er að finna í Heilsuhælis- félagi Norðurlands, en á almenn- um borgarafundi á Akureyri 22. febrúar 1925 var félagið stofnað að tilhlutan Sambands norðlenskra kvenna. Árið 1918 byrjuðu kon- urnar að safna fé, sem renna átti til heilsuhælisbyggingar og var það fyrsti vísir þess, sem síðar leiddi til byggingar Kristnesheilsuhælis, eins og það hét í upphafi. Hornsteinn Kristneshælis var lagður 25. maí 1926 og 1. nóvember 1927 afhenti Heilsuhælisfélagið ríkinu hælið fullbúið og tilbúið til rekstrar. Fé- lagið hafði þá lagt fram um helm- ing byggingarkostnaðar, en ein- staklingar, fyrirtæki og félög af- ganginn. Kostnaðaráætlun Guðjóns Samúelssonar sem hljóð- aði upp á 512 þúsund krónur stóðst nokkurn veginn alveg. Menn lögðu nótt við dag Mjög mikið sjálfboðaliðastarf var unnið við bygginguna og Iögðu menn nótt við dag, slíkur var eld- móður fólks að sjá háleita hugsjón verða að veruleika. Við vígslu Kristneshælis sagði Guðmundur Björnsson. landlæknir, m.a. um þetta sérstæða framtak: „Bygging Kristneshælis er mesta furðuverk sem unnið hefur verið á hinni nýju landnámsöld." En það var fleira sem var merki- legt við bygginguna, því Kristnes- hælið hefur frá upphafi verið hitað með heitu jarðvatni frá Reykhúsa- laug. Var hælisbyggingin því fyrsta stórhýsið á íslandi sem hitað var með vatni sem ekki var sjálfrenn- andi og markaði það nokkur tíma- mót á sinn hátt. Þó að berklar. eða hviti dauði eins og þeir voru nefndir, hafi verið fyrir hendi í landinu frá landnáms- tíð. þá náðu þeir ekki hámarki sínu fyrr en á árunum 1930-1940. Árið 1976 útskrifaðist svo síðasti berkla- sjúklingurinn frá Kristneshæli og höfðu þá frá upphafi verið inn- lagðir 2294 berklasjúklingar. Þegar fór að hilla undir það að berklum yrði útrýmt á íslandi fékkst heimild stjórnvalda til að taka aðra sjúklinga en berklasjúk- linga inn á hælið og það mun hafa verið um 1960 sem slíkt leyfi fékkst. Nú eru þar um 70 langlegusjúk- lingar, flestir vegna ellihrörnunar. Einnig hafa verið teknir inn áfeng- issjúklingar, en þeir hafa oftast dvalið þar mjög skamman tíma. Nýjungar í rekstri — Eru einhverjar nýjungar fyr- irhugaðar í rekstri Kristneshælis? — Undanfarin ár hafa verið uppi raddir um að opna þar mót- tökudeild fyrir áfengissjúklinga, en engin slík deild er til á Norður- og Austurlandi þó svo að þörfin sé brýn. Á hælinu er fyrir hendi hús- næði sem hentar mjög vel fyrir móttökudeild áfengissjúklinga. Bjarni Arthúrsson. Þess vegna var það, að 11. mars s.l. sendi ég heilbrigðisráðuneytinu greinargerð um stofnun og rekstur slíkrar móttökudeildar. Aðeins viku síðar, eða 18. mars, fékk ég svarbréf ráðuneytisins um að það væri sammála því að þessi deild yrði sett á laggirnar í Kristnesi. Hér var því ekki um vafstur og þvæling málsins að ræða heldur var það af- greitt snarlega með góðum orðum um frekari fyrirgreiðslu. Vonast ég til að geta opnað þessa deild fyrir næsta sumar. — Hvert verður verksvið þessar- ar deildar? — er meðal fyrir- hugaðra bygginga í rekstri Kristnesshælis — Hún mun gegna svipuðu hlutverki og deildin við Klepps- spítala, þ.e. að taka við drukknum mönnum, sem þarfnast þjónustu á vettvangi læknis- og hjúkrunar- fræða, sem heimili og lögregla geta ekki veitt. { öðru lagi að veita stað- góða fræðslu um alkóhólisma og þau ráð sem tiltækileg eru í barátt- unni við sjúkdóminn og 1 þriðja lagi að hjálpa sjúklingum til að taka ákvörðun um hvað rétt sér að gera eins og á standi. Einnig má nefna, að ég hef mik- inn áhuga á að stofna dagspítala á Akureyri, en það mál er á frumstigi ennþá. Dagspítali er, eins og nafnið ber með sér, staður þar sem sjúklingar dvelja á daginn og fá læknisaðstoð og hjúkfun, en eru heima hjá sér á kvöldin og um nætur. En eins og ég sagði áður er málið á frumstigi og ekki rétt að ræða það nánar. Eins og lítið sveitarfélag — Hvernig gengur daglegur rekstur Kristneshælis fyrir sig? — Það má ef til vill segja, að hann líkist að nokkru rekstri lítils sveitarfélags. Upp á borðið koma til dæmis mál varðandi gatnagerð, viðhald gatna og skólplagna, hita- veitumál, byggingamál, mál varð- andi skrúðgarða og barnaheimili og fleira, sem va'rðar þann þéttbýl- iskjarna sem er að Kristnesi. Það mál sem heitast brennur í dag varðar heitaveituna, því þegar Hitaveita Akureyrar fór að dæla heitu vatni úr borholum sínum við Laugaland tók vatnsrennsli úr laugum Kristneshælis að minnka. Nú er svo komið að ekkert vatn fæst úr okkar laugum í landi Reykhúsa og sáralítið úr Kristnes- laug. S.l. sumar lét hitaveitan bora skammt frá Reykhúsalaug, en það sem þar kemur nægir ekki til. Því höfum við þurft að kynda mikið með olíu og var olíunotkun á síð- asta ári vegna þessa 115 tonn. Má því segja, að verði ekki fundin lausn á húshitunarmálum okkar fyrir haustið horfi verulega illa í vetur, ekki síst vegna þess, að ill- framkvæmanlegt er að bæta við olíukyndingartækjum. Kristneshæli. — Mynd: H. Sv. -— Þú nefndir byggingamál, hvernig hefur þeim verið háttað upp á síðkastið? — Á síðustu árum hefur verið byggt nokkuð mikið á vegum Kristneshælis og eru þar nú 19 starfsmannaíbúðir auk 22ja her- bergja fyrir starfsstúlkur. Ekki er þó allt starfsfólkið búsett á staðn- um, heldur er nokkur hluti þess búsettur á Akureyri. Nokkuð mikið viðhald og eftirlit þarf að hafa með starfsmannaíbúðunum og sjá þrír iðnaðarmenn um allt viðhald á fasteignum hælisins, auk þess að sjá um nýbyggingar og mannvirkja- gerð. Mig langar til að nefna'Jtér að- eins skrúðgarðana og skógræktina umhverfis Kristneshælið. Garð- arnir voru í upphafi skipulagðir af Jóni Rögnvaldssyni, garðyrkju- ráðunaut Akureyrarbæjar, en skógræktin, sem er á 27 hektörum friðaðs lands, er fyrst og fremst verk Eiríks Brynjólfssonar, fyrrver- andi forstöðumanns. Slík garðrækt og trjárækt held ég að sé einsdæmi fyrir opinbera stofnun á íslandi og eiga höfundarnir mikið lof skilið fyrir þetta brautryðjendastarf. Varðandi reksturinn sem við nefndum áðan má geta þess, að þar er rekin verslun og bókasafn, sem telur tæp 5 þúsund bindi. Lágur rekstrar- kostnaður — Hvað kostar rekstur svona fyrirtækis? — Ég reikna með að rekstur á yfirstandandi ári kosti um 550 milljónir króna, en þar af fara ríf- lega 70% í launagreiðslur. Mjög óveruleg aukning hefúr orðið á rekstrarkostnaði Kristneshælis milli ára, sé miðað við framfærslu- vísitölu. Ég held að það sé ekki á neinn hallað þó ég segi, að rekstur hælisins sé ódýrastur slíkra stofn- ana. Þannig kostaði rekstur hvers sjúkrarúms rösklega 14 þúsund krónur 1979, en á næst ódýrustu stofnuninni nam kostnaðurinn um 20 þúsundum. Stafar þetta fyrst og fremst af því, að launakostnaður hér er lægri en víðast annars staðar, fyrst og fremst vegna þess, að aldrei hefur fengist viðurkenning á því, að langlegusjúklingar sem hér dveljast þurfi sömu hjúkrun og hliðstæðir sjúklingar annars staðar. Hjá hlið- stæðri stofnun í Reykjavík, að Há- túni 10, er ríflega 100% fleira starfsfólk, en svipaður fjöldi sjúkl- inga. Heimild er fyrir 44 starfsmönn- um, en vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur í vistunarmálum starfa hér yfirleitt um 60 manns. Það er 36% umfram heimildir en á Alþingi eru starfsmenn 122% fleiri en heimiluð stöðugildi. Brýnast að fyrir- byggja sjúkdóma — Hver telur þú að verði brýn- ustu viðfangsefnin í heilbrigðis- þjónustunni á næstu árum og ára- tugum? — Hlutfall heilbrigðisþjónustu af þjóðarframleiðslu fer stöðugt vaxandi. Nefna má til gamans, að ég hef heyrt því fleygt, að árið 2000 muni um helmingur íbúa hins vestræna heims starfa hjá heil- brigðisstofnunum, sem hafi það hlutverk að hjúkra og lækna hinn helminginn. Að slepptu þessu gamni má nefna, að hlutfall heil- brigðisþjónustu er nú um 1% af vergri þjóðarframleiðslu hér á landi, sem er lægsta hlutfallið á Norðurlöndunum og svipað því sem er í Finnlandi. Ýmsir erlendir sérfræðingar hafa spáð því, að hlutur heilbrigðisþjónustu í flest- um löndum muni staðnæmast við 10-12% af vergri þjóðarframleiðslu. Mikill árangur hefur náðst i heilbrigðisþjónustunni hér á und- anförnum áratugum. En það er ekki nóg að minnka ungbarna- dauða og missa svo börnin í um- ferðarslysum eða í fang eiturlyfja- neyslu. Það er heldur lítil huggun að vita að við höfum auknar líkur á að verða 90 ára, ef það líf sem við fáum til viðbótar er háð tengslum við flösku með næringu í æð og súrefniskerfi spítala. Gæði lífsins skipta jafn miklu, ef ekki meiru, en lengd þess. Á næstunni verðum við að beina kröftum okkar meira að því að at- huga, hvaða sjúkdómar taka stærstan toll í mannslífum og valda mestri andlegri-, félagslegri- og líkamlegri þjáningu. Við verðum að finna orsakirnar og beita fyrir- byggjandi aðgerðum. „Bygging Kristneshælis er mesta furðuverk sem unnið hefur verið á hinni nýju landnámsöld<( Skúli Flosason: Um Leiruveg Fyrir nokkrum árum flutti Ingimar Óskarsson vísindamaður, erindi í útvarpið um Glerárgilið, gróðurfar þess og fegurð. Gat hann þar nokkurra sjaldgæfra plantna sem óvíða eða hvergi fyndust á landinu nema þar í gilinu. Það er mikill fengur í því að fá að heyra slíka menn flytja svo fræð- andi og mannbætandi fyrirlestra. Og nú ættu Akureyrarbúar og aðrir seni undanfarin ár hafa veitt þessu iandsvæði hin verstu svöðusár með vélum og rusli, svo liggur við land- níðslu. að bæta það tjón á náttúr- unni með betri umgengni og lag- færingu á spilltri jörð. Víða er svo landinu gerspillt með tilgangslausum skurðum og vegar- lagningu. Varla er litið svo í blað eða hlustað á fjölmiðla að ekki sé minnst á mengun, þar sem milljóna þjóðir eru að kafa í eigin affalli. Nýlega hefur verið sagt frá svifi sem nærist á mengun og vex með ógnarhraða. breiðir sig yfir vötn og strandlengjur, spillir drykkjarvatni og eyðir fiskistofnum. Svo voðalegt er þetta svif að ótt- ast er að það kunni að breiðast út um heiminn. Takmarkalaus græðgi neysluþjóð- félaganna. á gæðum jarðar, sýnist vera ein höfuð orsök þessa. Og ef til vill er sá tími kominn að landið okkar óspillt. í lofti og legi, sé okkar dýrmætasta eign. Og okkar fengsælasti atvinnu- vegur verði uppgræðsla og verndun fyrir landníðslu. Vangaveltur um ofanskráð koma manni í hug eftir að hafa hlustað á þátt í útvarpinu um „Leiruveginn" svokallaða, þar sem annar við- ræðuaðili vildi fá veginn yfir Leir- una. Virðist sá aðili dyggur fulltrúi landníðslu og mengunar og ekki nóg með það, heldur á að leggja veginn eftir endilöngum Vaðlareit. Þetta er nú ein af þeim hörmungar skrifborðsáætlunum sem gerðar hafa verið. Nú er Vaðlaskógur alveg að komast á það vaxtarskeið að hægt er að opna hann öllum almenningi til ánægju, hvíldar og fegurðar. En þá finna landníðslumenn strax ráð til að útiloka alla veru í þessum reit. Því það vita allir að eftir að að- alþjóðvegur með öllum sínum þungaflutningum, hefur verið lagður eftir endilöngum reitnum verður engum manni vært þar vegna óþrifa af ryki, olíumengun og hávaða. Já hávaða, sem er nú talinn stór mengunarvaldur í streitu nútímans. Bara það eitt nægði til að banna þjóðvegalagn- ingu um reitinn. Minni einnig á þá ræktunar- menn sem ruddu brautina með ræktun huga og handar og þá sví- virðingu sem minningu þeirra er sýnd með svona ákvörðun fyrir að- eins 4-6 km. Og það er ekki gott til eftir- breytni fyrir ungmenni landsins ef þau eiga von á því, að komi þau á fót gróðurreitum, sé hætta á að eftir svo sem 40 ár komi niðurrifsmenn með ýtur og ryðji gróðrinum burt fyrir örfáa metra. Um lífríki Leirunnar er ég ekki fróður en eins og bent var á í áður- nefndum útvarpsþætti verður það slæm röskun á legu landsins, að leggja veginn þarna austur yfir, nógu ljótur er nú garður sá sem fyrir er. Ég hef hlustað á verkfræðing frá Vegagerð ríkisins staddan í Vaðla- reit orða það svo: Þó að vegur yrði lagður um reitinn yrði það aldrei „ideal“ vegur, eins og hann orðaði það, vegarstæðið byði ekki upp á það. Þá talaði fulltrúi vegarins í áður- nefndum útvarpsþætti um að leiðin myndi styttast, einnig að hann myndi borga sig á svo og svo skömmum tíma. Læti og peninga- græðgi komin strax í spilið, og manni skildist að þetta ætti að þjóna bílnum. Einu sinni hélt maður að bíllinn ætti að þióna manninum. Góðir vegagerðarmenn endur- skoðið þið nú áætlanir ykkar og finnið nýtt vegarstæði, því sá sann- leikur sem hulinn var ykkur í gær, getur verið í hvers manns vitund, áður en sól er af himni í kvöld. „Við byggjum“ Um næstu helgi halda Kiwanisklúbbarnir á íslandi sitt árlega umdæmisþing á Ak- ureyri. Þetta er tíunda þingið sem klúbbarnir halda, síðan þeir urðu sjálfstætt umdæmi innan alþjóðahreyfingar Kiw- anis. Þingið munu sækja rúm- lega 350 manns. Umdæmis- stjóri íslenska Kiwanisum- dæmisins er Hilmar Daníels- son, framkvæmdastjóri á Dal- vík. f tilefni af þinginu ræddi blaðið við Hilmar í gær. Hver eru megin verkefni um- dœmisþingsins sem haldið verður á Akureyri um nœstu helgi? Umdæmisþing er aðalfundur heyfingarinnar. Þar gefur um- dæmisstjórn skýrslu um störf sín, málefni hreyfingarinnareru rædd og þingið kýs embættismenn í umdæmisstjórn. Á þessu þingi verður ennfremur tekin ákvörðun um ráðstöfun á söfnunarfé K- dagsins, sem haldinn er þriðja hvert ár og verður nú í október n.k. Þessu fé hefur á liðnum árum verið ráðstafað til styrktar geð- sjúkum. Hverjir eru erlendu fulltrúarnir og hvað eru þeir að gera? Erlendir gestir þingsins eru Allen M. Duffield og kona hans, sem eru fulltrúar alheimsstjórnar Kiwanis og Christof Schaertlin og kona hans, sem eru fulltrúar Evrópustjórnar Kiwanis. Auk þeirra koma tveir fulltrúar bresku Hilmar Daníclsson. klúbbanna, sem umdæmisstjórn bauð til þingsins og eru þeir hér fyrst og fremst til að kynna sér störf hreyfingarinnar á íslandi. Hver eru markmið og tilgangur Kiwanishreyfingarinnar? Kiwanis hreyfingin er alþjóð- legsamtök þjónustuklúbba, sem i eru menn, er stefna vilja að því að bæta samfélagið. Félagar eru menn úr ýmsum stéttum, sem af fúsum vilja hafa tekist á hendur ábyrgðarstörf í samfélaginu. Kiwanis hreyfingin á rætur sínar í tuttugustu öldinni. Fyrir félögum Kiwanis hreyfingarinnar vakir að láta gott af sér leiða og njóta fé- lagsskapar hver við annan. „Við byggjum" eru einkunnar- orð Kiwanis hreyfingarinnar. Undir merki þessara orða hefur hreyfingin eflst og orðið æ þekktari með árunum. Hafa ísl. Kiwanisklúbbar náið samstarf við erlenda Kiwanis- klúbba? Almennt er varla hægt að segja að svo sé. í allmörgum tilfellum eiga þó klúbbar hér vináttuklúbb erlendis og þá frekast á Norður- löndunum. f þeim tilfellum er skipst á heimsóknum og héðan hafa farið hópar unglinga og dvalið á heimilum Kiwanisfélaga í Noregi og við tekið á móti þeim. Persónuleg kynni við erlenda Kiwanisfélaga eru hinsvegar al- geng og samskipti þeirra vegna. Get ég nefnt sem dæmi, að er sonur minn Daníel var við skíða- þjálfun í Austurríki s.l. vetur var hann þar í umsjá Kiwanisfélaga sem ég hitti á Evrópuþingi í Innsbruck í júní í fyrra. Verðið þið varir við aukinn áhuga á starfi Kiwanis eða verðið þið varir við félagsdeyfð? Hreyfingin er ung á Islandi meðlimir innan hennar í miklum meirihluta ungir menn. Áhugi klúbbfélaga er almennt mikill þó finna megi að sjálfsögðu undan- tekningar frá því. Hreyfingin hefur lagt lið margskonar líknar — menningar — og æskulýðs- störfum sem ég held að almenn- ingur meti mikils. Að lokum? Ég vona að þetta 10. umdæm- isþing sem haldið er hér á Akur- eyri takist vel og auki kynni al- mennings á störfum hreyfingar- innar og efli þau góðu tengsl inn- an Kiwanisfjölskyldunnar sem fyrir hendi eru. DAGUR■5 HefUr þú spurt á Húsavík? Viö eigum nánast allt sem þú þarfnast til húsbygginga, jafnt áhöld sem efni. w byggíngarvörur HUSaVÍk. Sími (96) 41444

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.