Dagur - 21.08.1980, Síða 6

Dagur - 21.08.1980, Síða 6
Nú er Náttúrulækningafélag Akureyrar að fara af stað með smámiðahappdrætti. 100 góðir vinningar eru í boði svo til einhvers er að vinna fyrir þá sem kaupa miða. Sala hefst mánudag- inn 25. ágúst kl. 14 á þriðju hæð í Amaro og einnig i versluninni sjálfri. Þeir sem fá vinningsmiða snúi sér til Laufeyjar í Amaro. Stjórnin. Borgarbíó. Sýningum er að Ijúka á myndinni Blóðbönd. Næsta mynd kl. 9 verður „Svona eru eiginmenn" Skemmtileg litmynd um görótta eiginmenn. Kl. II sýnir Borgarbió myndina Hörkutólin. hörkuspenn- andi og hrottafengin banda- rísk sakamálamynd. Hörkutólin ISttam rf- —N* Viðgerðar- e • » Sjónvarpstækiiím« útvarpstækjum I ' steríÓÓiÓgnurum 4 ! þtótuspíjurpmyys .-..-10 sBgul—— ■^bntækjvjnrf talstöðvum fiskleitartækjum glingatækjum Akraborg sökkt Akraborg EA 50 hefur nú verið dregin til hafs og henni sökkt norður af Flatey, á svipuöum slóðum og Snæfellið fékk hinstu gröf. Vel gekk að ná skipinu upp við Torfunefsbryggju, þar sem það sökk. Kostnaður við það verk varð sáralítill og tók ekki nema um tvo tíma að dæla úr skipinu með loðnudælu Súlunnar. Mínar bestu þakkir fœri ég öllwn þeim, sem mint- ust mín á 75 ára afmœli minu. Sérstakar þakkir fœri ég eiginkonu minni börnum og öðru tengda- fólki fyrir rausnarlegar gjafir og ánœgju/ega sam- verustund. Guð blessi ykkur öll. FRIÐRIK ÞORSTEINSSON. Skákmenn Skákmenn Munió 15 mínútna mótió aö Hvammi mánudaginn 25. ágúst kl. 20. Stjórnin. AMERÍSK GÓLFTEPPI HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96)21400 Snærisdreglar Kókosteppi Baómottusett n Minningarorð Sóley Jónasdóttir F. 2. júlí 1913 — D. 1. ágúst 1980 Mér brá þegar ég heyrði andláts- fréttina. Hún Sóley dáin. flutt burt frá okkur. Þá vakna löngu liðnar minningar sem að vísu hafa alltaf lifað í und- irmeðvitundinni, þegar ég flutti hingað í bæinn haustið 1948 með tvo litla drengi, gerðu þau hjónin Sóley og Pálmi mér þann greiða. að leigja mér húsnæði. Það er erfitt fyrir einstæða konu að flytja með 6 og 7 ára kraftmikla drengi svo að segja inn í heimili hjá öðrum. Þó ég hefði sér íbúð vann ég fyrir leigunni í húshjálp hjá Sóleyju. En þessi hjón voru bæði skilningsrík, hjálpsöm og umburðarlynd. Þessi sambúð var því hin besta og mín- um drengjum fyrirgáfust víst flest barnabrek og alltaf síðan hafa þessi hjón verið mér vinveitt. í mínum huga var Sóley fyrst og fremst húsmóðir á sínu heimili og það er heillandi og virðulegt nafn. Þjónustan við heimilið, ætt- ingjana og alla þá sem eitthvað áttu þangað að sækja, en ekki sist umönnun og uppeldi barnanna. Sóley átti mjög mikinn sálarstyrk og hann kom best í Ijós þegar hún vakti yfir dóttur sinni dauðvona og vissi að hún átti ekki annað eftir en að sjá ljósið sitt slokna. Kæra Sóley, nú er þitt eigið líf fjarað út, ég þakka þér löngu liðnu góðu dagana og síðustu samfundi. Eg sé I anda þá birtu sem hlýtur að bera þig á æðra tilverustig, og fylgja þérá þeim duldu vegum. Ég sendi hér með samúðar- kveðjur eftirlifandi eiginmanni, bömum og barnabörnum. Með guðs blessun, Hulda Guðnadóttir. Of mörg prósent í grein Sveinbergs Laxdals í síðasta blaði kom fram að mjólkurfram- leiðsla hefðí dregist saman um 20%. Hér átti að standa 2%. Hitt er svo aftur annað nrál hvort það væri ekki betra að talan sem var í blað- inu hefði verið sú rétta, þegar mið- að er við offramleiðsluna á land- búnaðarafurðum. Akureyrarmót í sjóstangaveiði — verður haldið á laugardag Hið árlega Akureyrarmót í sjó- stangaveiði, verður haldið laug- ardaginn 30. ágúst n.k. Róið verður frá Dalvík og veitt á utarlegum Eyjafirði. Sjómenn hafa orðið sæmilega vel varir á þessum slóðum, nú upp á síðkastið eftir heldur dræma veiði í sumar. Á síðasta ári tóku þátt í slíku móti milli 50 og 60 manns víðs- vegar af landinu og veiddu á 5. tonn fiskjar. Þátttökutilkynningar berist fyrir 23. ágúst í síma 21670 eða 23583. Sjóstangaveiðifélag Akureyrar. Godot vel tekið á Beckett-hátíð I síðustu viku komu félagar úr Leikfélagi Akureyrar til lands- ins úr ferð til írlands, en þar sýndu þeir leikritið Beðið eftir Godot eftir írska leikrithöfund- inn Samuel Beckett. Verkinu ver vel tekið af írunum, enda voru áhorfendur nær eingöngu fólk sem gjörþekkir Beckett og vissi hvað fram fór á sviðinu þó svo talað væri á íslensku. Theodor Júlíusson, leikari, sagði I samtali við Dag að hér hefði verið um að ræða „Beckett hátið" í smá- þorpi. sem er um 100 km. frá Cork, en þorpið heitir Bantry. Á hátíðinni voru sýnd leikverk eftir Beckett, haldnir fyrirlestrar um hann og sýndar kvikmyndir sem Beckett hefur gert. Beckett sem er á sjötugsaldri. býr nú í Frakklandi. Hann er eini núlifandi ieikritahöf- undurinn sem hefur hlotið Nóbels- verðlaunin. „Við vorum einu útlendingarnir á þessari hátíð,“ sagði Theodor ,,en ástæðan fyrir því að við fórum er nokkuð flókin. Einhvern veginn fréttu írarnir af sýningunni í Sam- komuhúsinu og báðu um myndir úr sýningunni. Síðar gerðist það að við inntum írana eftir hvort þeir vildu ekki fá okkur út ef við gætum fjármagnað fyrirtækið. Það þarf ekki að orðlengja það frekar að við fórum utan í byrjun ágúst.“ „Á þessari hátíð hittum við mik- ið af skemmtilegu fólki, og margt af því fékk mikinn áhuga á íslandi eftir að hafa séð sýninguna hjá okkur og rætt við mannskapinn. Einkum voru þelta rithöfundar og leikarar sem vildu kynna sér ísl- enskt leikhús og sjá landið. Ann- ars kom það dálítið flatt upp á okkur að við vorum einu útlend- ingarnir, en ferðin var samt skemmtileg og fróðleg í alla staði.“ • - Kaffisala vatni Nú er hásumarið liðið, björtu næturnar á enda runnar og tekið að húma að. Sumarleyfistíminn er að líða hjá og hvert sem farið hefur verið og hvernig sem sum- arleyfinu hefur verið eytt, tekur nú við umsýsla kringum starf og heimili. Þegar sumrinu hallar hættir einnig starfsemi sumar- búðanna og skólinn bíður á næsta leiti. Mörg undanfarin sumur hefur starfi sumarbúða KFUM og KFUK við Hólavatn í Eyjafirði lokið með kaffisölu í húsi sumar- búðanna. Núna er 16. starfsári sumarbúðanna að ljúka og hafa um I50 börn dvalið þar í sumar. í tilefni þess verður kaffisala að Hólavatni sunnudaginn 24. ágúst milli kl. 14.30 og 18.00. Eins og kaffisalan hefur orðið fastur liður í starfi sumarbúðanna, hefur það einnig orðið fastur liður hjá mörgum bæja- og héraðsbúum. að Hóla- að aka Eyjafjarðarhringinn sunnudag síðla í ágúst og fá sér kaffisopa í hinu fallega umhverfi við Hólavatn. Þetta er góð sunnudagsökuferð áður en misviðri haustsins taka að þjóta hjá og norðlenski veturinn fer í hönd. Hittumst að Hólavatni sunnudaginn 24. ágúst yfir bolla af góðu kaffi. (Fréllatilkynning). Eigum fyrirliggjandi mjög fjölbreytt úrval af bifreiðaviðtækjum með og án kassettu. Einnig stök segulbandstæki, loftnet, hátalara og ann- að efni tilheyrandi. ísetning samdægurs. wuéMxmn Sími (96)23626 Glerárgötu 32 Akureyri 6.DAGUR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.