Dagur - 04.09.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 04.09.1980, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12. Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ASKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Hvar á að virkja? Orku- og iðnaðarmál komu mjög til umræðu á fjórðungsþingi Norðlendinga sem lauk í vikunni. Meginniðurstaða þingsins varð- andi þessi mál var sú, að Norð- lendingar leggja mikla áherslu á iðnaðaruppbyggingu og er þar bæði átt við stór iðnaðarfyrirtæki og smáiðnað. Hins vegar voru menn þeirrar skoðunar, að orku- frekur iðnaður ætti ekki að hafa neinn sérstakan forgang, en kæmi engu að síður til álita sem liður í iðnaðaruppbyggingunni. Á þing- inu var ákveðið að gangast fyrir ráðstefnu um orkubúskap á Norð- urlandi og orkufrekan iðnað. Þá var sá andi ríkjandi á þing- inu, að það væri meginkrafa að Blanda yrði næsta stórvirkjun, þar sem hún væri talin hagkvæmust virkjana utan eldvirku svæðanna, auk þess að vera nauðsynlegur undanfari aukinnar iðnþróunar á Norðuriandi. Það er Ijóst, að verði iðnþróun ekki hraðað sem frekast er kostur, verður fólksflótti af Norðurlandi, þar sem ekki verða næg atvinnutækifæri. Hér er ekki um að ræða neina langtímaspá, heldur horfurnar á allra næstu ár- um. Það fer ekki á milli mála, að talsverð togstreita er á milli Norð- lendinga og Austfirðinga um það, hvar verði næst virkjað. Norð- lendingar höfðu forskot, sem Hjörleifur Guttormsson, iðnaðar- ráðherra, vinnur nú að að jafna. Það er ekki nema eðlilegt, að þessir tveir virkjunarkostir, við Blöndu og í Fljótsdal, séu bornir saman á jafnréttisgrundvelli og með svip- aða vitneskju að baki ef það tefur ekki fyrir virkjun. Þá kémur vænt- anlega í Ijós, að Blönduvirkjun væri hægt að bjóða út þegar næsta vor, en Fljótsdalsvirkjun á mun lengra í land. Fyrir austan hafa ekki verið leyst þau margvíslegu vandamál sem upp koma vegna þess lands, sem fer undir vatn, frekar en á Norður- landi. Má raunar segja, að deilan við Blöndu sé ekki deila milli Norðlendinga, heldur mál á landsvísu sem varðar spurning- una um það, hvernig greiða eigi fyrir landnot í slíkum tilvikum, burtséð frá því hvar á landinu landnotin eru. Þetta er mál, þar sem setja verður meginreglur yffir allt landið, sem þorri manna getur sætt sig við. Það er eðlilegt að Austfirðingar og Norðlendingar leysi þessi mál í bróðerni. Þau verður að leysa með hliðsjón af hagkvæmnisathugun- um og virkjanaþörf, aigjöriega burtséð frá stóriðjuhugmyndum, sem mörg ár tekur að undirbúa. Norðlendingar munu hins vegar ekki sætta sig við að gengið verði fram hjá þeim að öðru jöfnu. Frá fjórðungsþingi Norðlendinga á Akureyri: Ályktanir um iðnþróunar- og orkumál á Norðurlandi ^ Dagur á fjóröungsþingi. Ályktanir f jórðungs- og allsher jarnefndar Ráðstefna um orkufrekan iðnað og orkubúskap 1. Fjórðungsþing Norðlendinga bendir á að virkjun vatnsfalla og nýting raforku og virkjun og nýt- ing jarðvarma til iðnaðar treystir hagvöxt og hagsæld í landinu, ásamt með því að efldir séu þeir atvinnuvegir sem fyrir eru. Því felur þingið iðnaðar- og orku- málanefnd að gangast fyrir ráð- stefnu sem fjalli um orkubúskap á Norðurlandi og orkufrekan iðn- að. Ennfremur skorar þingið á þingmenn Norðlendinga að gæta þess í hvívetna að fjórðungurinn haldi sínum hlut hvað varðar staðsetningu stærri iðnfyrirtækja. Alþingi samþykki lög um Blönduvirkjun 2. Fjórðungsþing Norðlendinga skorar á Alþingi að samþykkja á komandi vetri lög um virkjun Blöndu. Þingið leggur þunga áh- erslu á að virkjun Blöndu er sá kostur sem hagkvæmastur er og best undirbúinn auk þess að vera nauðsynlegur undanfari aukinn- ar iðnþróunar á Norðurlandi. Þingið hvetur til þess að samn- ingunt við eigendur þess lands sem fer undir miðlunarlón Blönduvirkjunar verði hraðað iðnþróunarfélaga, sem sveitarfé- lög og helstu atvinnuaðilar standi að. Með skýrskotun til þessa, leggur fjórðungsþingið áherslu á að komið verði á fót fleiri iðn- þróunarfélögum á Norðurlandi. Ráðinn verði iðn- aðarráðunautur 5. Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. sept. 1980 felur fjórðungsstjórn að ráða iðnaðarráðunaut til starfa hjá sambandinu, þegar fyrir ligg- ur viðunandi fjárhagsgrundvöllur af hálfu Iðnaðarráðuneytis vegna starfsemi þessarar. Nauðsynlegt að efla Orkusjóð 6. Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. sept. 1980 bendir á, að nauðsyn- legt er að efla Orkusjóð þannig að hann geti á fullnægjandi hátt stundað jarðhitaleit og rannsókn- arboranir i þágu þeirra sem ekki njóta hitaveitu, svo og til vatns- öflunar á þeim stöðum þar sem heitt vatn er ekki nægilegt. Þingið hvetur alþingismenn til að beita sér fyrir því að Orkulögum verði breytt á þann hátt að lánstími lána Orkusjóðs verði 15 ár í stað 5 ára. Stuðningur við steinullarverk- smiðju 7. Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. sept. 1980 ítrekar samþykki Fjórðungsráðs og iðnaðar- og orkumálanefndar um stuðning við steinullarverksmiðju á Sauð- árkróki. Styrkja tengsl við samtök og stofn- anir iðnaðarins 8. Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. sept. 1980 felur iðnþróunar- og orkumálanefnd að styrkja tengsl við samtök og stofnanir iðnaðar- ins. Um f jármál fræðsluskrifstofu Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. september 1980 beinir þeim ein- dregnu tilmælum til þingmanna fjórðungsins að þeir beiti sér fyrir því að nú þegar verði fundin var- anleg lausn á fjárhagsvanda fræðsluskrifstofa. Þingið lýsir fullum stuðningi við þær hugmyndir að tillögum til breytinga á lögum um grunnskóla er formenn og framkvæmda- stjórar landshlutasamtaka sveit- arfélaga og fræðslustjórar lands- ins hafa lagt fram til lausnar þessu máli. Umræddar hugmyndir að til- lögum verði, ásamt greinargerð Fjórðungsráðs, sendar þing- mönnum fjórðungsins með þess- ari ályktun. Með þessari tillögu eru fylgiskjöl I og 2. Um sjávarútvegs- mál Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. september 1980 bendir á, að já- kvæð byggðaþróun í fjórðungn- um á undanförnum árum er fyrst og fremst að þakka útfærslu landhelginnar og aukinni útgerð og fiskvinnslu á Norðurlandi. Þingið leggur áherslu á, að við mótun nýrrar fiskveiðistefnu verður að setja það að aðalmark- miði að afrakstur þjóðarbúsins af fiskveiðum og vinnslu verði sem mestur, þegar til lengri tíma er litið. Þinginu er Ijóst, að við val leiða að settu marki verði að taka tillit til markaðslegra, atvinnulegra og félagslegra aðstæðna og stað- bundinnar sérstöðu. Sérstaklega vill þingið benda á, að vöruvöndun er ein aðalfor- senda sterkrar markaðsaðstöðu og leggur áherslu á að auka þurfi samstarf fiskvinnsluaðila og út- gerðar til að ná þessu marki. Um tekjustof na sveitarfélaga Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. september 1980 leggur áherslu á aukna valddreifingu m.a. þannig að sveitarfélögunum verði falin aukin verkefni og meira frum- kvæði gagnvart rikisvaldinu. Samhliða þessu telur þingið nauðsynlegt að fram fari hlutlægt mat á tekjustofnaþörf sveitarfé- laganna miðað við það hlutverk sem þeim yrði falið. Á niðurstöð- um slíks mats verði tekjustofnar markaðir. Um umdæma- skipulag Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. september 1980 telur að samein- ing og samvinna sveitarfélaga sé æskileg og leiði til félagslegrar jöfnunar í landinu. Sveitarstjórnir eru eindregið hvattar til að kjósa sameiningarnefndir á ákveðnum svæðum. Nauðsynlegt er að nefndirnar hafi aðgang að sér- fræðilegri aðstoð við könnun á þeim breytingum, sem til greina korna á umdæmaskipulagi. Þing- ið skorar á félagsmálaráðuneytið að veita fé til slíkrar þjónustu. Fjórðungsþingið varar ein- dregið við því að lögbinda um- dæmaskipulag og sameiningu sveitarfélaga nema að undan- genginni könnun á því, að al- mennur vilji sé fyrir þeirri skipan, sem stefnt er að. Bjarni Aðal- geirs- son formaður Fjórðungs- sambands Norðlendinga Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri á Húsavík, var kjörinn formaður F'jórðungssambands Norðlend- inga á fjórðungsþinginu sem lauk á þriðjudag. Helgi M. Bergs var kjörinn varaformaður. Báðir eru kosnir til tveggja ára, samkvæmt breytingum sem gerðar hafa verið á lögunt sambandsins, en áður var kosið til eins árs. Fráfarandi formaður er Valdimar Bragason, bæjarstjóri á Dalvík. sem frekast er kostur. Þá felur þingið Fjórðungsráði að fylgjast náið með framgangi þessa máls og beita áhrifum sínum þannig að farsæl lausn náist. Markviss vinnu- brögð við fram- kvæmd iðnþróun- aráætlunar 3. Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. sept. 1980 fagnar því að iðnþró- unaráætlun fyrir Norðurland er nú á lokastigi. Jafnframt vekur þingið athygli á því að áætlunin mun ekki ná tilgangi sínum, nema gerðar verði sérstakar ráð- stafanir til þess að nálgast þau markmið, sem stefnt er að með áætlunargerðinni. Með tilliti til þess telur þingið að óhjákvæmi- legt sé, að við framkvæntd iðn- þróunaráætlunar fyrir Norður- land verði tekin upp markviss vinnubrögð til þess að aðhæfa áætlunina aðstæðum, og laða íbúa Norðurlands til átaks um iðnþróun. í þessu sambandi vekur þingið athygli á því að nauðsynlegt er að Byggðasjóður leggi fram verulegt fjármagn, ýmist sem framlag eða lán, til menntunar starfsfólks, til ráðgjafarþjónustu, námskeiða- halds, eflingu nýiðnaðr og til að gera iðnaðarlóðir byggingahæfar. Þetta er að dómi þingsins for- senda þess að um verulegt iðn- þróunarátak verði að ræða og að jarðvegur skapist fyrir nauðsyn- lega uppbyggingu í iðnaði. Sam- hliða áætlun verði gert kostnað- armat á þeirri uppbyggingu, sem áætlunin stefnir að og fram- kvæmdafjár aflað. Þá leggur þingið til að iðnþróunaráætlun fyrir Norðurland lúti sérstakri stjórn, sem skipuð sé fulltrúum, Fjórðungssambands, Fram- kvæmdastofnunar ríkisins og Iðnaðarráðuneytis, og skal stjórnin hafa eftirlit með fram- kvæmd áætlunarinnar. í lok áætlunartímabils skal gerð úttekt á framkvæmd iðnþróunaráætl- unar, sem lögð er fyrir viðkom- andi aðila. Fjórðungsþingið legg- ur áherslu á betri og hraðari vinnubrögð í framkvæmd iðn- þróunaráætlunar fyrir Norður- land miðað við fyrri byggðaáætl- anir annars verði slík áætlun gagnslaus.“ Fleiri iðnþróunar- félög á Norður- landi 4. Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. sept. 1980 bendir á að með sam- starfi Fjórðungssambandsins og Byggðadeildar Framkvæmda- stofnunar um byggðaþróunar- fundi úti í héruðum Norðurlands hafi vaknað áhugi fyrir stofnun Með betri fjórðungs- þingum — segir Askell Einarsson „Þetta var að mínu mati með betri þingum Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Það var fjölmennt og umræður voru miklar,“ sagði Áskell Einars- son, framkvæmdastjóri sam- bandsins í viðtali við Dag að loknu fjórðungsþinginu. „Iðnþróunar- og orkumálin bar mjög hátt á þinginu og mikilvægar ályktanir sam- þykktar, m.a. varðandi lög um Blönduvirkjun og ráðstefnu um orkubúskap og orkufrekan iðn- að. Meginkrafa er að Blanda verði virkjuð og Norðlendingar vilja leggja áherslu á uppbygg- ingu iðnaðar, bæði í stórum og smáum stíl, en eru hins vegar þeirrar skoðunar, að orkufrekur iðnaður eigi ekki að vera í ne- inni forgangsröð," sagði Áskell Einarsson. Að sögn Áskels verða næstu meginverkefni Fjórðungssam- bandsins samhliða iðnþróunar- verkefninu, að vinna að uppbyggingu viðskipta- og þjónustu og skipulags sam- gangna, en þessi mál tengjast mjög hvert öðru. Áskell Einarsson. Séð yfir fundarsalinn í raun- greinahúsi M.A., Möðruvöllum, þar sem fjórðungsþingið var hald- ið. Myndir: H. Sv. Norður- lands- mót í frjálsum íþróttum Um helgina var haldið á Húsavík Norð- urlandsmót í frjálsuni íþróttum. Keppcndur voru 84 frá fimm íþróttafé- lögum og héraðssaniböndum. Úrslit í mótinu urðu þessi. 100 m hlaup karla 1. Aðalstcinn Bernharðsson KA 10.9 2. Hjörtur Gislason KA 10.9 3. Guðmundur Sigurðsson UMSE 11.3 Kúluvarp kvenna. 1. Sigurlína Hreiðarsdóttir UMSE 11.44 2. Dýrfinna Torfadóttir KA 10.82 • 3. Björg Jónsdóttir HSÞ 9.44 Hástökk karla. 1. Kristján Sigurðsson UMSE 1.80 • 2. Jón Bcnónýsson HSÞ 1.70 3. Karl Lúðviksson USAH 1.65 100 m hlaup kvenna. • 1. Hólmfriður Erlingsdóttir UMSE 12.4 2. Ragna Erlingsdóttir HSÞ 12.5 3-4. Kristin Halldórsdóttir KA 12.6 • 3-4. Sigríður Kjartansdóltir KA 12.6 Kúluvarp karla. 1. Vcsteinn Hafstcinsson KA 14.50 2. Helgi Þ. Helgason USAH 13.58 3. Jón Arason USAH 11.40 Langstökk kvenna. 1. Hólmfríður Erlingsdóttir UMSE 5.19 2. Ragna Erlingsdóttir HSÞ 5.16 3. Valdís Hallgrimsdóttir KA 5.06 400 m hlaup karla. 1. Aðalstcinn Bcrnharðsson KA 49.3 2. Egill Eiðsson KA 50.7 3. Guðmundur Sigurðsson UMSE 52.5 Óskar Ingimundarson hefur verið drjúgur við að skorafyrir KA í sumar eins og undanfarið. Hann er nú markhæstur í dcildinni með 16 mörk. Hvort honuni tekst að halda sæti sínu út keppnistímabilið er ekki víst, en nafni hans Gunnarsson í Þór getur orðið honum skeinuhættur. 1500 m hlaup kvenna. 1. Sigurbjörg Karlsdóttir UMSE 5.01.9 2. Laufey Kristjánsdóttir HSÞ 5.09.5 3. Bima Guðmundsdóttir USAH 5.37.3 Hver verður markakóngur? Langstökk karla. 1. Aðalsteinn Bernharðsson KA 6.58 2. Guðmundur Sigurðsson UMSE 6.36 3. Jón Benónýsson HSÞ 5.91 100 ni boðhlaup kvenna. 1. AsveitKA 51.2 2. Sveit HSÞ 52.7 3. AsveitUMSE 53.2 Hér á eftir fer listi yfir þá sem flest mörk hafa skorað í deildinni, eftir 15 umferðir. 1. Óskar Ingimundarson KA 16 mörk 2. Óskar Gunnarsson Þór 11 mörk 3. Gunnar Gíslason KA 10 mörk 4. Gunnar Blöndal KA 9 mörk 5. Elmar Geirsson KA 5 mörk 6. Jóhann Jakobsson KA 5 mörk 7. Eyjólfur Ágústsson KA 5 mörk 8. Guðmundur Skarphéðinsson Þór 5 mörk 9. Oddur Óskarsson Þór 4 mörk Spjótkast karla. 1. Snorri Jóelsson USAH 56.36 2. Baldvin Stefánsson KA 52.80 3. Heimir Leifsson HSÞ 50.36 1500 m hlaup karla. 1. Steindór Tryggvason KA 4.05.5 2. Bencdikt Björgvinsson UMSE 4.28.6 3. ómar Gunnar.sson HSÞ 4.35.5 4x100 m boðhlaup karla. 1. AsveitKA 45.6 2. B sveit KA 46.8 3. SvcitUMSE 46.8 (Framhald á bls. 6). Fótfráir lögreglu menn Þessir knáu lögreglumenn frá Akureyri skipuðu boðhiaupssveit KA á Noróurlandsmótinu í frjálsum íþróttum. Þeir unnu bæði 4\100 og 1000 m boöhlaupin. Auk þess unnu þeir marga aðra sigra. Á myndinni eru frá hægri: Aðalsteinn Bernharðsson, Hjörtur Gíslason, Baldvin Stefánsson, og Gunnar Jóhannsson. Mynd Ó.Á. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.