Dagur - 04.09.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 04.09.1980, Blaðsíða 6
Ffladelfía, Lundargötu 12. — Fimmtudag 4. sept. biblíu- lestur kl. 20.30. Jóhann Pálsson talar. Allir vel- komnir. Sunnudag 7. sept. almenn samkoma kl. 20.30. Fórn tekin í kristniboð. Allir velkomnir. Hinn 9. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík, ungfrú Guðrún Narfadóttir líffræðingur, Hvassaleiti 85, Reykjavík og Snorri Baldursson liffræð- ingur frá Ytri-Tjörnum á Staðarbyggð. Heimili þeirra er að Hvassaleiti 85. mmt — St. Georgs-gildi. Fundur verður mánudaginn 8. sept. kl. 20.30. Stjórnin. Lionsklúbburinn Huginn. Fyrsti funcfur starfsársins verður að Hótel KEA fimmtudag- inn 11. september klukkan 12.15. Annar fundur á sama stað fimmtudaginn 18. sept- ember klukkan 12.15. Stjórnin. Messað í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag, 7. sept. kl. 11 f.h. Earl Mors, umdæmisstjóri Gídeon félaganna predikar, Guðni Gunnarsson túlkar. Sálmar 294, 191, 295, 300, 248. B.S. Áheit á Saurbæjarkirkju: Frá S.S. kr. 25.000. Frá G.V.A. kr. 10.000. Áheit á Munkaþverárklaust- urkirkju: Frá Sólveigu Kristjánsdóttur kr. 10.000. Frá F.H.T. kr. 5.000. Frá Ingu kr. 10.000. Frá Nönnu kr. 10.000. Frá I.R. kr. 5.000. Frá H.H. kr. 12.000. Gjafir til Munkaþverár- kirkju: Til minningar um Guðleifu Þorleifsdóttur frá Grýtu, kr. 100.000. Gefend- ur tíu frændsystkini hennar. Til minningar um Kristján H. Benjamínsson og Fann- eyju Friðriksdóttur, Ytri— Tjörnum, og Auði Kristjánsdóttur Hólm, kr. 100.000. Gefandi, Svafa Kristjánsdóttir. Hjartanleg- ar þakkir. Bjartmar Kristjánsson. Fjórðungsþing Norðlendinga: Ályktanir um þjónustu- og þróunarmál Áfram starfað að skipulagningu samgangna 1. Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. september 1980 skorar á sam- gönguráðuneytið að hlutast til um að haldið verði áfram því starfi um skipulagningu sam- gangna sem stjórnskipuð nefnd á vegum þess ráðuneytis hóf á síð- asta ári, í samstarfi við lands- hlutasamtökin og aðra heimaað- ila. í því sambandi leggur Fjórð- ungsþingið til að Sam- gönguráðuneytið og Fram- kvæmdastofnun ríkisins haldi kynningarfundi í samstarfi við flutningsaðila og sveitarstjórnar- menn á Norðurlandi. Þessir kynningarfundir leggi grundvöll að stefnumótun sem síðan verði lögð fram í tillöguformi fyrir fjórðungsþing 1981. í þessu sambandi bendir þingið m.a. á breyttar aðstæður, sem skapast hafa vegna hækkaðs orkuverðs og hljóta að kalla á sem besta skipulagningu samgangna í landinu. Aukin samhæfing flutninga 2. Þingið bendir á brýna nauðsyn þess að skipuleggja þannig sam- göngukerfið að eðlileg viðskipti og önnur samskipti geti átt sér stað á milli staða á Norðurlandi og við aðra landshluta, án þess að sú umferð þurfi að fara fyrst um Reykjavík. Aukin samhæfing flutninga á landi, lofti og legi myndi sem heild samgöngunet á milli staða og landshluta. Þetta telur fjórðungsþingið frumskil- yrði þess, að vöru og þjónustu- markaður innan fjórðungsins nýtist sem best norðlenskum viðskiptaaðilum og framleiðend- um. Komið verði upp samgöngumið- stöðvum 3. Fjórðungsþingið ítrekar fyrri ályktanir um nauðsyn þess að koma upp samgöngumið- stöðvum, þar sem flutningaleiðir mætast, og að tengja saman þá aðila sem nú annast flutninga- þjónustu til áð auðvelda sam- göngutengsl á sem hagkvæmast- an hátt. Það er ljóst að skipu- lagning samgöngukerfisins og 6.DAGUR uppbygging samgöngumiðstöðva á sér ekki stað nema fyrir til- stuðlan ríkisvaldsins í samstarfi við flutningaaðila og aðra heimaaðila. Þingið leggur til að innanhéraðssamgöngukerfi verði endurskipulagt m.a. með því að nýta betur þá samgönguþætti sem fyrir eru s.s. póstflutninga, vöru- flutninga, skólaflutninga o.fl., sem meginstofn í almennu sam- göngukerfi innan héraða i tengsl- um við verslunarstaði og flutn- ingaþjónustu. Gerð verði áætl- un um viðskipta- og þjónustu- starfsemi 4. Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. september 1980 vekur aíhygli á því að upplýsingar sem fram komu á ráðstefnu Fjórðungssam- bandsins um viðskipta- og þjón- ustustarfsemi í fjórðungnum bendi eindregið til þess að þessar atvinnugreinar búi við skarðan hlut miðað við hlut verslunar og þjónustu í atvinnusköpun í land- inu. Með tilliti til þess að þjón- ustustarfsemi og viðskipti skapa í vaxandi mæli aukin atvinnutæki- færi ásamt iðnþróun leggur fjórðungsþingið áherslu á, að bæði samhliða og í framhaldi af iðnþróunaráætlun verði gerð áætiun fyrir Norðurland um við- skipta og þjónustustarfsemi. Þingið bendir á nauðsyn þess að gert verði stór átak til.að ná jafn- vægi á þessu sviði í samanburði við landið í held. I þessu sambandi leggur þingið áherslu á: 1. Bætt verði skilyrði heild- verslunar og þjónustuaðila, sem reka viðskipti sín frá Norðurlandi þannig að ekki gæti aðstöðumunar í rekstri vegna staðsetningar. 2. Stuðlað verði að sem greiðustum samgöngum frá helstu viðskipalöndum til Norðurlands á framhalds- farmgjöldum. 3. Samgöngutengsl verði við það miðuð að þjónustu- og viðskipafyrirtæki á Norður- landi njóti nálægs markaðar. 4. Bættur verði reksturs- grundvöllur dreifbýlisversl- unar og þjónustustarfsemi sem býr við þröngan markað. þannig að þessir aðilar hafi skilyrði til að bjóða íbúum sinna markaðssvæða upp á viðunandi þjónustu og vöru- framboð, sem ella þarf . að sækja á kostnaðarsaman hátt til stærri markaðssvæða. 5. Leitað verði samstarfs við- skipa- þjónustuaðila og opin- berra aðila um uppbyggingu sameiginlegrar starfsaðstöðu, þar sem saman geti farið á einum stað verslun, þjónustu- starfsemi og opninber stjórn- sýsla. Slíkar viðskipta- og þjónustumiðstöðvar nái til aðila, þótt þeir fylgi ólíkum rekstrarformum sem hafi með sér verkefnaskiptingu. Telur fjórðungsþingið nauðsynlegt að sett verði lög um sérstaka lánafyrirgreiðslu við verslun- ar- og þjónustumiðstöðvar og þeim veitt fyrirgreiðsla á borð við iðngarða. 6. Byggðasjóður stuðli að, með lánafyrirgreiðslu að efla uppbyggingu almennrar þjónustustarfsemi. 7. Haldið verði áfram í sam- starfi við þjónustu- og við- skiptaaðila að afla upplýsinga um möguleika til eflingar við- skipta og þjónustugreina inn- an Norðurlands. Á grundvelli þeirra verði í samráði við Byggðadeild Framkvæmda- stofnunar ríkisins sköpuð nú atvinnutækifæri á þessum sviðum. 8. Á vegum Fjórðungssam- bands Norðlendinga verði haldnfr fundir með viðskipta- og þjónustuaðilum til mótun- ar atvinnumálastefnu á sviði viðskipta og þjónustustarf- semi. 9. Stefnt verði að aukinni kynningu á vöru- og þjón- ustuframboði milli norð- lenskra aðila og á almennum markaði. í þessu sambandi verði hafin undirbúningur að kynningarbæklingi. 10. Sett verði lög um flutningsráð ríkisstofnana og þess gætt að leita umsagnar þess áður en ríkisstarfsemi er staðsett. Jafnframt verði unn- ið að eðlilegri dreifingu opin- berrar þjónustu með það fyr- ifaugum að íbúar byggðanna geti fengið sem næst sér al- menna þjónustu á sviði stjómsýslu, heilbrigðismála og skólamála, og í sem mestu samræmi við skiptingu fjórð- ungsins í atvinnu- og þjón- ustusvæði. Faðir okkar ÞORMÓÐUR SVEINSSON, Rauðumýri 12, sem lést 28. ágúst, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, föstudaginn 5. sept. kl. 13.30. Rannveig Þormóðsdóttir, Ingólfur Þormóðsson, Eiríkur Þormóðsson. f Maðurinn minn og faðir okkar, ÁRNI VALDIMARSSON, sem andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. september sl. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 9. sept- ember n.k. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans, vinsamlega láti Dvalarheimilið Hlíð njóta þess. Ágústa Gunnlaugsdóttir, Sverrir Árnason, Ragnar Árnason, Emma Árnadóttir, Haukur Árnason, Unnur Berg Árnadóttir, Hörður Sverrisson. Öllum, sem glöddu okkur á gullbrúðkaupsdaginn 27. ágúst, með skeytum, blómum, gjöfum og heim- sóknum, fœrum við innilegustu þakkir. KRISTLAUG OG VALDEMAR, Halldórsstöðum I Fjórðungsþing Norðlendinga: Ályktanir fjórðungs- og allsherjarnef ndar Um f jármál fræðsluskrifstofu Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. september 1980 beinir þeim eindregnu tilmælum til þing- manna fjórðungsins að þeir beiti sér fyrir því að nú þegar verði fundin varanleg lausn á fjárhags- vanda fræðsluskrifstofa. Þingið lýsir fullum stuðningi við þær hugmyndir að tillögum til breytinga á lögum um grunnskóla er formenn og framkvæmda- stjórar landshlutasamtaka sveit- arfélaga og fræðslustjórar lands- ins hafa lagt fram til lausnar þessu máli. Umræddar hugmyndir að til- lögum verði, ásamt greinargerð Fjórðungsráðs, sendar þing- mönnum fjórðungsins með þess- ari álvktun. Með þessari tillögu eru fylgiskjöl 1 og 2. Um sjávarútvegs- mál Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. september 1980 bendir á, að já- kvæð byggðaþróun í fjórðungn- um á undanförnum árum er fyrst og fremst að þakka útfærslu landhelginnar og aukinni útgerð og fiskvinnslu á Norðurlandi. Þingið leggur áherslu á, að við mótun nýrrar fiskveiðistefnu verður að setja það að aðalmark- miði að afrakstur þjóðarbúsins af fiskveiðum og vinnslu verði sem mestur, þegar til lengri tíma er litið. Þinginu er ljóst, að við val leiða að settu marki verði að taka tillit til markaðslegra, atvinnulegra og félagslegra aðstæðna og stað- bundinnar sérstöðu. Sérstaklega vill þingið benda á, að vöruvöndun er ein aðalfor- senda sterkrar markaðsaðstöðu og leggur áherslu á að auka þurfi samstarf fiskvinnsluaðila og út- gerðar til að ná þessu marki. Um tekjustofna sveitarfélaga Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. september 1980 leggur áherslu á aukna valddreifingu m.a. þannig að sveitarfélögunum verði falin aukin verkefni og meira frum- kvæði gagnvart ríkisvaldinu. Samhliða þessu telur þingið nauðsynlegt að fram fari hlutlægt mat á tekjustofnaþörf sveitarfé- laganna miðað við það hlulverk sem þeim yrði falið. Á niðurstöð- um slíks mats verði tekjustofnar markaðir. Um umdæma- skipulag Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 31. ágúst til 2. september 1980 telur að samein- ing og samvinna sveitarfélaga sé æskileg og leiði til félagslegrar jöfnunar í landinu. Sveitarstjórnir eru eindregið hvattar til að kjósa sameiningarnefndir á ákveðnum svæðum. Nauðsynlegt er að nefndirnar hafi aðgang að sér- fræðilegri aðstoð við könnun á þeim breytingum, sem til greina koma á umdæmaskipulagi. Þing- ið skorar á Félagsmálaráðuneytið að veita fé tii slíkrar þjónustu. Fjórðungsþingið varar ein- dregið við því að lögbinda um- dæmaskipulag og sameiningu sveitarfélaga nema að undan- genginni könnun á því, að al- mennur vilji sé fyrir þeirri skipan, sem stefnt er að.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.