Dagur - 18.09.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 18.09.1980, Blaðsíða 1
Hrútasýningar að hefjast Almennar hrútasýningar hefjast á svæði Búnaðarsambands Eyja- fjarðar um helgina. Markmið sýninganna er að velja hrúta til undaneldis. Þeir eru vegnir og mældir og þeim er raðað í verð- launaflokka, fyrst og fremst vegna kjöteiginleika, en einnig er tekið tillit til ullar og gæru. Fyrsta sýningin verður í Glæsibæjar- hreppi á laugardag, síðan verða sýningar í Skriðuhreppi og á Ak- ureyri á sunnudag og verður sýn- ingin á Akureyri kl. 20 í fjárhús- um Árna Magnússonar, varð- stjóra. Sýningarnar verða síðan haldnar í einstökum hreppum í næstu viku og lýkur þeinr á föstudag. Einar Helgason í Gallery Háhóli Sýningu Einars Helgasonar, kennara, í Gallery Háhóli lýkur á sunnudagskvöld kl. 22. Sýningin hófst síðasta laugardag og nú hafa margar myndanna selst. Mcgnið af myndum Einars eru vatnslitamyndir, en á sýningunni ereinnig að finna olíumyndir og Sölufélagið sér um veislur I fyrravetur byrjaði Sigurður Jóhannsson. matsveinn hjá Sölu- félagi Austur-Húnvetninga. að sjá um veislur fyrir félög og ein- staklinga. Þessi þjónusta sölufé- lagsins likaði svo vel að ákveðið hefur verið að bjóða upp á sömu þjónustu í vetur. pastelmyndir. Háhóll er opinn virka daga frá kl. 20-22 og um helgina frá kl. 16-22. ■■■■■■■ LXIII. árgangur. Akureyri, fimmtudagur 18. september 1980 ^■■B 65. tölublað ■■■■■■■■ wuum Vetur gengur í garð í fyrrinótt snjóaði töluvert á fjallvegi á Norður- og Aust- urlandi og myndaðist allmikil hálka. Vaðlaheiði varð hvít langleiðina niður að sjávar- máli og í Þistilfirði snjóaði niður í byggð. Göngum var frestað í Mývatnssveit og í gær voru Möðrudalsöræfi aðeins fær stórum bílum. Á Austurlandi var ástandið mun verra, því þar urðu hæstu fjallvegir alveg ófærir og ísing sleit raflínur, símalínur og útvarpsloftnet og staurar brotnuðu. Kodák KABARETT í OKTÓBER ? Merkis- afmæli Á tnánudag varð áttræður Jó- hann G. Sigurðsson, fyrrverandi bóksaii á Dalvík. Jóhann býr nú í Dalbæ. Um skeið var Jóhann skósmiður á Dalvík, en sneri sér síðan aö bóksölu og stundaði hana lengi og um leið var Jó- hann umboðsmaður happdrætt- anna. Á blómaskeiði ung- mennafélaganna var hann virkur félagi í Ungmennafélagi Svarf- dæla og alla æfi hefur hann haft mikinn áhuga á ræktunarmál- um, enda kominn út af Sigurði Guðmundssyni, í Helgafelli. Þess má geta að Jóhann skrapp í fyrrasumar í siglingu um Mið- jarðarhafið. Hann flaug fyrst til Gautaborgar og fór þar um borð í skipið. Eins og sést á myndinni heiðraði bóksalafélagið Jóhann fyrir „áratuga samstarf“ eins og segir á skjalinu, sem hann fékk fyrir nokkru síðan. Mynd: Rögnv. Eins og áður hefur komið fram eru allar líkur á því að engin regluleg starfsemi verði hjá Leikfélagi Akureyrar fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Hins vegar hefur komið til tals hjá nokkrum félögum í Leikfélag- inu, að við svo búið megi ekki standa. Leiklistarlíf skuli vera á Akureyri þrátt fyrir fjárhagserf- iðleika félagsins. Nú er í athug- un að efna til kabarett- eða revíusýningar, sem jafnframt Svarfdælingar hafa nú fengið sjálfvirkan sínia sem tengist símstöðinni á Dalvík. Tenging- uni lauk 9. september og um er að ræða 60 notendur. Heildar- kostnaður við að gera þessa 60 síma í Svarfaðardal sjálfvirka nam 108 milljónum króna, eða 1.8 milljónum á hvern bæ. Af þessari upphæð greiðast um 45% í tolla og skatta til ríkisins, eða nálægt 813 þúsund krónum. Að sögn Ársæls Magnússonar. umdæmisstjóra Pósts og sírna, gekk verkið afskaplega vel og tók ekki nema um tvo mánuði að leggja þessa 57 knt löngu jarðsimalögn. Verkfærið sem notað var og fyrir- komulag plægingar flýtti mjög fyrir yrði fjársöfnunarleið fyrir Leik- félagið. Nokkur óvissa hvílir yfir þessum áformum enn sem komið er og gengur erfiðlega að fá nákvæmar upplýsingar, enda málið á frum- stigi. Þó staðfestu bæði Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðishússins og einn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar, að þessi kabarett-sýning væri fyrirhuguð og yrði Sjálfstæðishúsið þá valið sem sýningarstaður. verkinu. Notuð var grafa á beltum og á henni voru m.a. skófla. ýtu- tönn og hún dró kílplóg og skaft- plóg, auk þess sem sérstök tönn var á skóflunni. Þetta verkfæri er al- hliða við hinar ýmsu mismunandi Eins og áður sagði er þetta ætlað sem fjáröflunarleið fyrir Leikfélag Akureyrar, sem nú er í miklum fjárhagskröggum. Enn er óvíst hversu margir taka þátt í þessari sýningu, en reiknað er með að þeir verði bæði úr röðum atvinnu- og áhugaleikara. Þá er óráðið með það, hver eða hverjir semji efnið, en hugsanlegt er að það mótist að verulegu leyti í höndum leikhóps- ins og taki jafnvel breytingum í takt við tímann, ef sýningar verða fleiri en ein. Reiknað er með að fyrsta aðstæður og þurfti aldrei að sprengja fyrir strengnum. Þessi sjálfvirkni síma í Svarfað- ardal mun auka mjög hagkvæmni í rekstri Dalvíkurstöðvarinnar, sagði Ársæll Magnússon. sýning geti orðið einhvern tíma í október. Áður hefur verið um það rætt að efna til kabarettsýningar á Akur- eyri. Rætt var um að efna til slíkrar sýningar í fyrra, en af því varð ekki. Mjög mikill hugur mun hins vegar vera í fólki að koma þessari sýn- ingu á í vetur. Er vonandi að það takist og ekki að efa. að Akureyr- ingar og nágrannar þeirra kynnu vel að meta framtakið. Laugaskóli fullsetinn Héraðsskólinn að Lauguin í Reykjadal verður settur 5. október n.k. í vetur mun skólinn starfa eftir sam- ræmdri námsskrá fyrir skóla á Norðurlandi. Nú verður í fyrsta sinn boðið upp á annað ár á viðskiptabraut og því ætti skólinn að útskrifa n.k. vor, nemendur með almennt verslunarpróf. Barnaskóli Reykdæla verður settur um næstu helgi. í skólan- um verða um 60 nemendur. en i Héraðsskólanum eru hátt á annað hundrað nemendur og er hann fullsetinn. Skólastjóri Barnaskóla Reyk- dæla er Jóhann Ólafsson. en skólastjóri Héraðsskólans er Sigurður Kristjánsson. Það vekur athygli að engar breyt- ingar verða á kennaraliði Hér- aðsskólans í vetur. fyrir utan það að e.t.v. verður bætt við kennara vegna viðskiptabraut- arinnar. Óverulegar breytingar verða á kennaraliði barnaskól- ans. Banaslys í Mývatns- sveit Banaslys varð í Mývatnssveit sl. mánudagsmorgun er 17 ára pilt- ur, Stefán Stefánsson, ók á vél- bjóli aftan á kyrrstæðan vörubil nieð þcim afleiðingum að hann beið samstundis bana. 'l'alið er að sólin Itafi blindað piltinn nteð þeirri aflciöingu að bann liafi ekki séð vöruhílinn í tæka tíö. Stefán var búsettur í Mývatns- sveit. Hér sést tækið með öllum þeim útbúnaði sem komið liafði verið fyrir, svo verkið ynnist vel og fljótt. Þessar tvær sauma vinsælar tfskuvörur á unglingana í Fataverksmiðjunni Heklu, en rætt er við Sigurð Arnórsson, forstjóra fyrirtækisins í opnu blaðsins í dag. Mynd: H. Sv. Svarfaðardalur: Sjálfvirkir símar á 60 bæi Leikarar hjá L.A. taka til sinna ráða: TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.