Dagur - 18.09.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 18.09.1980, Blaðsíða 6
Tískuverslunin Chaplin Nýlega var opnuð ný verslun á Ak- ureyri. Ber liún heitið Chaplin og verslar með ýmiskonar tísku- fatnað á unga sem aldna, konur jafnt sem karla. Chaplin er við Skipagötu 5. Alfreð Almarsson, eigandi Chaplin, sagði i samtali við Dag að tvö helstu merkin sem hann yrði með væru JACKPOT og U.F.O., en að sjálfsögðu myndi verslunin kappkosta að vera með allt það besta af tískufatnaði sem fáanlegt væri á markaðinum. Á myndinni er Alfreð Almarsson ásamt Auði Skúladóttur, en hún annast af- greiðslu í Chaplin. Það er ekki létt að vera lítill í umferðinni Á fimmta þúsund börn eru þessa dagana að hefja sína fyrstu skólagöngu víðsvegar um land- ið. Aðstaða margra þeirra er mjög erfið því víða leynast hættur sem 6 eða 7 ára börnum eru ofviða. Á þessum aldri hafa börn ekki öðlast nægilegan þroska til þess að meta rétt hraða og fjarlægðir, hversu niargir bílar eru á ferð hverju sinni, bil milli þeirra eða hvaðan hljóð koma úr umferöinni. Því reynir mjög á árvekni öku- — Þórsvöllurinn ... (Framhald af bls. 8). aðursem skautasvell á vetrum og .' nýs grasvallar auk þeirra valla sem fyrir eru (malar- og gras- valia). Einnig verða sýnd á hon- um gróðurbelti, en ætlunin er að planta trjánt á svæðið, og síðast en ekki síst félagsheimili. en næsta stórverkefni félagsins er að . ráðast i byggingu þess. Þau verkefni sem lokið verður í haust eru auk sáningar. girðing til verndar nýja grasinu. endanleg gerð áhorfenda stalla, en þar er talsvert eftir, og uppsetning flóð- Ijósa á maiarvellinum. manna. Okkur hættir til þess að gleyma þessum vandamálum yngstu vegfarendanna. Til þess að efla umferðaröryggi þeirra nú við upphaf skólagöngu hefur Umferðarráð í samvinnu við skólayfirvöld sent öllum grunn- skólum landsins foreldrabréfið „Á LEIÐ í SKÓLANN". Þar er að finna ýmsar upplýsingar og ráð- leggingar ásamt spurningalista um umferðaraðstæður hvers einstaks nemanda. Mikilvægt er að foreldr- „Umhverfi skólans er ekki nógu gott — til dæmis var leikvöllur- inn ekki kominn í það horf sem við vonuðumst eftir þegar skóli hófst. Þá er gatan hér heimundir til skammar,“ sagði Hörður Ólafsson, skólastjóri Lundar- skóla, en foreldrar barna í skól- anum hafa gert athugasemdir vegna umhverfis skólans. ar allra þessara barna svari spurn- ingunum og sendi svör sín til skól- ans. I framhaldi af því geta kenn- arar, betur en ella, lagt áherslu á ýms staðbundin vandamál um- ferðarinnar. Þá er brýnt að foreldr- ar ræði um umferðina við börn sín, og styðjist við FORELDRA- BRÉFIÐ. Ferðaráð mælist til þess að allir leggist á eitt til þess að efla um- ferðaröryggi yngstu vegfarend- anna, og hver og einn sýni gott for- dæmi í umferðinni. Hörður sagðist hafa vonað að sumarið yrði notað til að bæta unt- hverfið, en illt var að fá stórvirk tæki til verksins. „En það er verið að vinna í þessu og vonandi verður lokið við þann áfanga sem við höfðum vonast til að lokið yrði við í surnar," sagði Hörður. | AUGLÝSIÐ í DEGI | Athugasemdir við umhverfi Lundarskóla CÆÐAVARA NORSK H U H X Þilofnar, margar stœröir og gerðin Rakatœki og blástursofnar. cj cTc Hitadunkar 100-300 lítra Norsk gœöayara úr ryðfríju stáli með sjálfvirkum hitastilli. =!Ar NYiAGNtR VIOGEROtR VIÐHAIO VfBSUIN OPIÐ MÁNUa- FOSTUa 1-6 1AUGARD. 9-1? VERSLID HJÁ FAGMANNI GLERÁRG.26 S. 25951 6.DAGUR 15% færra sláturfé Slátrun hófst hjá sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki á þriðjudag. Áður hafði þó verið slátrað um eitt þúsund fjár af öskufallssvæðun- um í Skagafirði. Meðalþungi þeirra dilka var tæplega 14 kg sem má teljast gott miðað við hversu snemma var slátrað, en meðalvigt undanfarin ár hefur verið vel yfir 14 kg að sögn Sig- urjóns Gestssonar, sláturhús- stjóra. Sigurjón sagði að fyrirhugað væri að slátra 52 þúsund lömbum að þessu sinni og um 3 þúsund fullorðnum. Þetta er 15% minnkun frá því í fyrra. Hann sagði að það væri einkum tvennt sem ylli þessu. I fyrsta lagi hefðu menn skorið óvenjumikið af fullorðnu fé í fyrra og í öðru lagi hefði frjósemi al- mennt verið talsvert minni nú en oft áður, vegna lélegs fóðurs í kjöl- far slæms árferðis í fyrrasumar. Gert er ráð fyrir að slátrun’standi yfir til 17. október og að slátrað verði 2300-2400 fjár á dag. 57.300 f jár lógað á Blönduósi í haust Á Blönduósi er áætlað að slátra 57.300 fjár í haust, en það er um 18% fækkun frá fyrra ári. Fyrsti sláturdagurinn var sl. þriðjudag og var þá slátrað 785 dilkum, meðalvigt 14. 80 kg. í fyrra var slátrað á fyrsta degi 718 dilkum og meðalvigt var 12,72 kg. Af þeim dilkum sem var slátrað á þriðjudaginn fór 1 í stjörnuflokk, 757 í 1. flokk og 27 í 2. flokk. í fyrra á fyrsta degi fóru 488 í 1. flokk, 149 í 2. flokk, 67 í 3. flokk og 14 í 4. flokk. Heimamenn sögðu að fyrsti dagurinn gæfi góða vísbendingu um áfram- haldið. Eiginkona mín og móðir okkar, MARSELÍA SIGURÐARDÓTTIR, Einholti 1, Akureyri, sem lést 15. þ.m. verður jarösungin í Akureyrarkirkju, mánu- daginn 22. sept. kl. 13.30. Jarðsett verður í Lögmannshlíð. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Sigurður Oddsson og börn. Aðalfundur Skákfélags Akureyrar verður haldinn aö Félags- borg miðvikudaginn 24. sept. kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Teflt á eftir. Stjórnin. Félag verslunar og skrifstofufólks á Akureyri heldur almennan félagsfund að Hótel K.E.A. mánudaginn 22. september kl. 8.30. Fundarefni: 1. Atkvæðagreiðsia um verkfallsheimild. 2. Kosning 7. fulltrúa á 34. þing ASÍ. 3. Félögum gefinn kostur á að sækja skóla M.F.A. að Ölfusborgum. 4. Önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að tilnefna menn á ASÍ þingið í síma 21635. Stjórnin. Hestamenn, Akureyri! Hagar Hestamannafélagsins Léttis veróa smalaðir sunnudaginn 21. sept. Hross veröa komin til réttar að Ytri-Glerárrétt kl. 2. Þeir sem ætla að koma hestum í haustbeit hjá félaginu komi þangað og merki sín hross og greiði gjaldið, kr. 5.000, aðrir taki sín hross á réttinni. Hross sem ekki verður gerð grein fyrir verður farið með sem óskilafé. Hesta- eigendur og aðrir félagsmenn eru beðnir aö mæta kl. 10 f.h. fram á Kaupangsbakka til að aðstoóa við rekstur hrossanna þaðan. HAGANEFND LÉTTIS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.