Dagur - 18.09.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 18.09.1980, Blaðsíða 5
OM5ILM Otgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Ríkisstjórnin fái starfsfrið ingvar Gíslason, menntamálaráð- herra, skrifaði á dögunum grein í Dag, þar sem hann fjallaði meðal annars um ríkisstjórnina og þau vandamál, sem hún á við að etja. Ingvar sagði þar m.a.: Ég dreg enga dul á það að rík- isstjórnin á við erfið vandamál að glíma. Hluti þessara vandamála hefur lengi fylgt íslendingum, og á ég þá fyrst og fremst við efna- hagsvandann, verðbólguvöxt og minnkandi gildi krónunnar. Þetta vandamál er nú 40 ára gamalt og við það hafa glímt allar ríkis- stjórnir á tímabilinu 1940-1980 með ærið misjöfnum árangri. Nú- verandi ríkisstjórn tók etnahags- vandann í arf og hefur auk þess orðið fyrir mótlæti af utanaðkom- andi ástæðum, sem ekki gerir það auðveldara að losna við þennan óheillaarf efnahagsmálanna, þótt fullur vilji sér fyrir hendi. Síðan segir Ingvar Gíslason í grein sinni: Ég leyfi mér að full- yrða að ríkisstjórnin hefur gert allt sem í hennar valdi stóð, þá 6 mánuði sem hún hefur verið við völd, til þess að hafa hemil á langvarandi verðbólguþróun og tryggja rekstur atvinnuveganna. Hitt ber að viðurkenna, að fram að þessu hefur ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens orðið að sætta sig við að heyja viðnámsbaráttu, enda hlýtur hver skynsamur maður að sjá að annars var ekki kostur. Ríkisstjórnin hefur því risið undir ábyrgð sinni og gert það sem henni bar að gera. Þar með er ekki sagt að sigur sé unninn. Þvert á móti. Það er lang- ur vegur frá því að efnahagsvand- inn sé leystur. Hann er mikill og margslunginn. En þessi vandi verður ekki leystur með því að magna upp mótþróa gegn ríkis- stjórninni og nauðsynlegum efna- hagsráðstöfunum á hennar veg- um. Vitlegasta ráðið er að tryggja ríkisstjórninni starfsfrið það sem eftir er kjörtímabilsins og gefa henni tíma til þess að vinna skipulega að verbólguhjöðnun og vaxtalækkun og framtíðargengi íslensku krónunnar. Þetta eru þau markmið sem að er keppt, en þau nást ekki ef ríkisstjórnin hefur ekki starfsfrið. í grein sinni segir Ingvar Gísla- son, að ríkisstjórnin þurfi 21/2-3 ár til að ná takmarki sínu í efna- hagsmálum og að meirihluti þjóð- arinnar geri sér góðar vonir um að hún fái þann starfsfrið, sem henni sé nauðsynlegur. „Það þarf virkilega slæma vertíð svo rétt verð fáist fyrir útflutningsvörur úrull“ — Hekla er í örum vexti og sem dæmi um það get ég nefnt, að söluaukningin milli áranna 1978 og '19 var 98% og þar af nam aukningin í útflutningi 108%, sagði Sigurður Arnórsson, forstjóri Fataverksmiðjunnar Heklu, í samtali við Dag. Sigurður tók við starfinu af Ásgrími Stefánssyni, sem stofnaði fyrirtækið 1942. Sambandið keypti Heklu af Ásgrími 1946, en hann var forstjóri þess allt til þess dags er Sigurður tók við, fyrir um tveimur árum. Á launaskrá Fataverksmiðjunnar Heklu eru milli 250 og 260 manns, þar af 20-25 manns utan Akureyrar, þ.e. hjá Saumastofu K.S. á Hofsósi og Sængurgerðinni Ylrúnu á Sauðárkróki, sem Hekla annast rekstur á. Á Akureyri rekur Hekla saumastofu, prjónadeild, vinnufatadeild og sokkadeild og framleiðsla fyrir- tækisins er ótrúlega fjölbreytt. Því hefur verið haldið fram, að Hekla sé stærsti íslenski framleiðandinn á nær öllum þeim svið- um sem hún tekur á. Meðal vörumerkja Heklu, sem öðlast hafa geysilegar vinsældir og allir landsmenn kannast nú við, eru Duffys og Dino. — Fyrir tveimur árum gerðum við átak til að komast inn á markað í Vestur-Evrópu og verð- ur ekki annað sagt, en mjög vel liafi tekist til. Langstærsti hluti framleiðslunnar fer hins vegar til Sovétríkjanna, eða um % útflutn- ingsfranileiðslunnar og um þriðjungur heildarframleiðslu verksmiðjunnar. Á árum áður vó Sovétmarkaðurinn miklu meira og fór allt að 91% útflutningsins þangað, eftir því sem mér hefur skilist. Við erum með góða vöru og eftirspurnin er mikil og sívax- andi í V.-Evrópu. Það eru því engar horfur á afturkipp í út- flutningi. nema hvað ekki horfir allt of vel með samninga við Rússa uni þessar mundir. Sigurður Arnórsson heldur hér á nýjustu framleiðslu Heklu, skiðaúlpu sem brevta má í vesti. Myndir: H. Sv. FATAVERKSMIÐ HEKLA Þá verður ekki annað sagt en mjög vel gangi á heimamarkaði og lagerinn okkar sýnir það e.t.v. best, því hann hefur ekki vaxið úr undanförnu, svo ekki sé meira sagt. Vörurnar eru raunar uppseldar 4-5 vikur fram í tím- ann. — En hvað með alia erfiðleik- ana í ullarvöruútflutningi, sem mikið hefur verið rætt um undan- farið? — Það sem ég sagði hér áður er kannski meira til marks um það, að við getum framleitt góða vöru og að hún selst vel. Það eru mjög miklir erfiðleikar hjá ullar- vöruútflutningsfyrirtækjunum og nú vantar 7-10% upp á að endar nái saman í þessum iðnaði. Út- flutningsverðmæti framleiðsl- unnar hjá Heklu eru um einn og hálfur milljarður króna. Það vantar því milli 1.00 og 150 milljónir króna. Ég fullyrði það, að ef ekki hefðu verið gerð stór- átök í þessum iðnaði til aukinnar hagræðingar á undanförnum ár- um. þá væri hann ekki til í dag. Ef fyrirtækin hefðu sýnt jafn mikla linkind og stjórnvöld, þá væri þessi iðnaður dauður. — Hvaða aðgerðir þurfa til að koma, svo þessi iðnaður verði rckinn hallalaus? — Mín skoðun er sú, að það sé rangt að hlaupa til ríkisins og biðja um hjálp. Miklu nær væri að fara til ríkisins og biðja um að fá að vera í friði. Hætta þarf að fikta með gengismálin og koma þarf upp stöðugri raunskráningu á genginu, sem ekki er einskorð- uð við fisk á Bandaríkjamarkaði. Eins og máium er háttað í dag þarf virkilega slæma vertíð til þess að rétt verð fáist fyrir út- flutningsvörur úr ull. Gera verður öllum útflutningsgreinunum jafnt undir höfði varðandi lána- möguleika og lánakjör. Hver hefur t.d. heyrt um milljarðalán til fataverksmiðju, eins og veitt er til skuttogarakaupa? Þá verður að ætlast til þess af opinberum aðilum, að þeir geri sömu kröfur til sjálfra sín og til Unnið við að leggja gallabuxnaefni á sniðborðið, en þar er hægt að sniða efni í 800 buxur í einu. fyrirtækja varðandi kostnaðar- hækkanir. Meginmálið er það að við verðum að fá jafnréttisaðstöðu, því þá getum við spjarað okkur vel. Nú er erfitt að skipuleggja reksturinn og gera langtímaáætl- anir og bæta þannig reksturinn vegna þess, að verið er að bjarga fyrirtækjunum frá degi til dags. — Nú er unnið að hagræðing- arverkefnum í fataiðnaði í sam- vinnu við Félag íslenskra iðnrek- enda. Hafið þið komið inn í þetta verkefni? — Já, þetta er nú í fullum gangi hjá okkur og í meginatrið- um er áætlunin þríþætt. í fyrsta lagi er um að ræða uppsetningu á nýju færslukerfi — nokkurs kon- ar loftbrú — þannig að með- höndlun hráefnisins milli verk- þátta verður í algjöru lágmarki. í öðru lagi er um að ræða gagngera starfskennslu við hvert einasta verk og í þriðja lagi er um að ræða tækjakaup og aðlögun þeirra tækja sem fyrir eru, að verkefn- unum sem þeim er ætlað að framkvæma. — Hvers væntið þið af þessari hagræðingu? — Við væntum þess að geta stytt vinnslutímann á flíkunum verulega og aukið nýtingu hús- næðis og tækjakosts, auk þess sem stjórnun framleiðslunnar verður mun nákvæmari. Meginniálið í þessu tel ég vera það, að nú er í fyrsta sinn tekin upp nákvæm starfskennsla. — Hvernig snýr þetta að starfsfólkinu? Á þessari mynd má sjá hluta nýja færslukerfisins. Hér er framlciðslan að komast á lokastig. — í stuttu máli niá segja, að með starfskennslunni ætti verkið að vinnast léttar, auk þess sem breytt skipulag eykur á fjöl- breytni starfsins. Endanlegt markmið er það, að bæði fyrir- tækið og starfsfólkið njöti góðs af þessum breytingum. Afköstin eiga að geta aukist og vinnan á jafnframt að geta orðið léttari. — Hefur samdráttur í land- búnaði haft einhver áhrif á ykkar rekstur? — Nei, ekki hef ég orðið var við það. Ég held að nokkur sani- dráttur megi verða í sauðfjárrækt án þess að það komi niður á uII- ariðnaðinum, að því tilskildu, að við getum greitt hærra verð fyrir ullina heldur en okkur er kleift í dag. Það mætti stórauka ullar- framleiðsluna með vetrarrúning- um og betri umhirðu og ræktun, en algjör forsenda þessa er sú, að við getuni greitt hærra verð fyrir ullina og það getum við ekki nema við njótum jafnræðis á við aðrar atvinnugreinar, sagði Sig- urður Arnórsson að lokum. Þess má svo geta, að heildar- velta fyrirtækisins í ár er áætluð 2,7 niilljarðar króna og fyrstu átta mánuði ársins námu launa- greiðslur 586 milljónum króna. MINNING Björg Stefánsdóttir F. 24. 6. 1901. D. 10. 8. 1980. Þormóður Sveinsson F. 22. 9. 1889. D. 28. 8. 1980. Héraðsfundur Eyjafjarðar- prófastsdæmis Nú, þegar full langt er liðið frá hinum Ijúfu æskuárum á heima- slóðum, hvílir björt minning yfir brekkunum á Akureyri og öllu því fólki, er þeim tengist. Á þessum árum var lífið í föslum skorðum, fastir punktar tilverunnar mótuð- usl af skóla og leik. Umhverfið var það sama og nú með fegurð sumars og veturs, samskipti leikfélaga og foreldra voru náin og árin liðu nieð fótboltaleik, frímerkjaskiptum og kakóboðum á víxl. Margt er nú breytt í þessu gamla umhverfi á brekkunni og flestir horfnir, en nýir teknir við eins og gengur. Iljónin Þormóður Sveinsson og Björg Stefánsdóttir og þeirra heim- ili voru eitt af þessum föstu punkt- um í lilveru þess tíma. Nú hafa þau bæði kvatt með skömmu millibili í nokkurri elli eftir að hafa þjónað fjölskyldu sinni, störfum og áhuga- málum á löngu æviskeiði. Aðrir munu rekja ættir þeirra, uppruna og æviferil, þessi fáu orð eru fyrst og frcmst kveðjuorð gam- als nágranna, sem vill þakka liðna tíð og minnast góðs fólks, sem gengið er. Þormóður Sveinsson starfaði niestan hluta ævi sinnar í þágu samvinnuhreyfingarinnar, hjá nijólkursamlagi KEA, sem á sinn glæsilega brautryðjandaferil. Þó alla tíð hafi verið hljótt um Þormóð og hógværðin hafi verið hans aðalsmerki, hygg ég að hann hafi um langt árabil verið ein styrkasta kjölfesta þess ágæta fyrir- tækis með tryggð sinni og sam- vÍ7.kusemi gagnvart þeirri stofnun er liann starfaði fyrir. Ég efast uni. að margar stofnanir, fyrr eða síðar, hafi átt grandvarari fjárhirzlumann en Þormóður var, þegar hann gerði upp kassa samlagsins að loknum hverjum degi. En áhugamálin voru ekkii á fjár- mála- eða rekstrarsviðinu. Þau voru vestur í Skagafirðij uppi á fjöllum og afdölum eðá í gömluni sögnum. Þormóður var fræðimað- ur í víðasta skilningi þess orðs og hann lét sér ekki nægja að lesa og láta hugann reika um sögu og nátt- úru íslands. Hann skrifaði og eftir hann liggja greinar um hin marg- víslegustu málefni. Björg var hin hljóða húsmóðir, sem sinnti heimili og börnum til æviloka og skapaði manni sínum þann starfsfrið, sem hann þurfli á að halda, þegar fræðistörf hófust að loknu liinu venjulega dagsverki. Með þeim hjónum, Björgu og Þormóði Sveinssyni, eru horfin á braut góðir þegnar bæjar og þjóðar, sem með hljóðu starfi sínu, hógværð og litillæti hafa auðgað mannlífið. Gamlir nágrannar þakka liðna tíð og senda hörnum þeirra, Rannveigu, lngólfi og Eiríki hlýjar kveðjur. Blessuð séiminning þeirra og þeirrar tilveru er þau móluðu. Heimir Hannesson. Héraðsfundur Eyjafjarðarpró- fastsdæmis 1980 var haldinn á Dalvík hinn 7. þ.m. og hófst hann með guðsþjónustu í Dal- víkurkirkju. Séra Þórhallur Höskuldsson predikaði, en pró- fastur séra Stefán V. Snævarr rakti sögu Dalvíkurkirkju sem átti 20 ára afmæli um þessar niundir auk þess sem hann setti héraðsfundinn og gat helstu tíð- inda á sviði kirkjumála. Séra Birgir Snæbjörnsson þjónaði fyrir altari. Margt var rætt á fundinuni auk fastra fundarefna. Samþykkt var að boða til ráðstefnu um mál kirkju- garðana um mánaðarmótin okt.- nóv. og yrði umsjónarmaður kirkjugarða, Aðalsteinn Steindórs- son, þar framsögumaður. Útvarps- ráði var þakkað fyrir það að færa helgistund sjónvarpsins á hentugri tínia, en jafnframt beint til þess ósk uni að enda útsendingu hvers kvölds á ritningarorði eða stultri bæn. Á héraðsfundinum flutti Helgi Símonarson frá Þverá gagnmerkt erindi uni uppeldismál. Megin- markmiðið væri að þroska það sem mildað gæti og fegrað heiminn. Góðum og skylduræknum mæðr- um væri hér best treystandi, og hið besta i þjóðarsálinni hefði vermst og nærst við arin þeirra. Heimilin, kirkjan og skólarnir þurfa að eiga samstarf. Farsæld þjóðarinnar og hamingja fólksins veltur verulega á því hvaða kostum og vörnum tekst að búa æskuna áður en hún er send út í veröldina á eigin ábyrgð. Fundarmenn þágu rausnarlegar veitingar í boði úpsasóknar í fé- lagsheiniili Kiwanisklúbbsins Hrólfs. Alec lékk sigur í af- mælisgjöf Þór í gærkvöldi Þór og KA léku seinni leikinn í Akureyrarmótinu í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Veður var leiðinlegt til knattspyrnu- leikja og völlurinn blautur og háll. I fyrri umferðinni sigr- aði Þór er þeir gerðu þrjú mörk gegn tveimur. KA þurfti því að sigra í þessum leik ef þeir ætluðu að eiga möguleika á Akureyrar- meistaratitlinum. Alec þjálf- ari KA átti afmæli í gær og auðvitað hefur hann vonast eftir sigri í afmælisgjöf. Sú varð raunin því KA sigraði með þremur mörkum gegn tveimur, og þess vegna verður að fara fram aukaleikur uni Akureyrarmeistaratitilinn. Fyrsta markið í leiknum kom á 8. mín. Þá fékk Hafþór góða sendingu inn í KA vörnina sem var illa á verði og skoraði Haf- þór örugglega, og var það fal- legasta mark leiksins. Aðeins einni min. síðar fékk Óskar boltann inn í vítateig Þórs og gáfu Þórsarar honum nægan tíma til að athafna sig og skor- aði hann og jafnaði metin. Á 18. mín. komst Gunnar Gíslason inn fyrir Þórsvörnina. en Eirík- ur markmaður Þórs bjargaði Judomenn fá hol- lenskan þjálfara Það er h.elst að frétta af Judomönnum hér í bæ að í vetur inunu þeir njóta leiðsagnar hol- lensks þjálfara. Heitir sá Cees Van De Ven og er lærður íþróttakennari frá íþróttakenn- araháskóla í Hollandi. Hefur hann bæði verið leiðbeinandi við eigin skóla svo og í hollenska hernum. Cees hefur einkum lagt stund á þjáifun frjálsíþrótta- manna, judo- og tennismanna. Einnig hefur hann mikla reynslu í stjórnun þrckæfinga og skíða- leikfimi fyrit almenning. Einn er þó hér hængur á því eitthvað hefur gengið treglega að útvega Cees atvinnuleyfi en eftir því hcfur hann nú beðið vel á annan mánuð. Vonandi er að þessu verði kippt í liðinn hið allra fyrsta svo nýta inegi hina fjölþættu hæfilcika Cees seni best. Cees Van De Ven. glæsilega með úthlaupi. Einni mín. síðar fékk Gunnar aftur stungu inn fyrir Þórsvörnina en skaut framhjá. Á 25. mín. skaut Gunnar Gíslason á niarkið af löngu færi og Eiríkur varði skotið en rnissti síðan boltann aftur fyrir sig og í niarkið. Þarna náði því KA forustu í lciknum. Adam var ekki lengi í Paradís því aukaspyrna var dæmd á KA rétt utan við vítateigshornið vinstra megin. Árni Stefánsson fyrirliði Þórs tók spyrnuna og skot hans lenti efst í niarkhorn- inu án þess að markmaður KA reyndi að verja. Á 38. nu'n. var Jóhanni Jakobssyni brugðið innan víta- teigs Þórs, og dómarinn Rafn Hjaltalín dænidi umsvifalaust vítaspyrnu. Eyjólfur Ágústsson framkvæmdi spyrnuna og skor- aði örugglega. Eftir leikinn kom Gunnar Austfjörð að niáli við blaðamann íþr.síðunnar og óskaði eftir að þvi væri komið á framfæri að vítið liefði verið ranglega dæmt þar eð hann hefði ekki brotið á Jóhanni eins og Rafn dómari vildi halda. Um næstu helgi verður síð- asta umfcrð annarrar dcildar í knattspyrnu. Þá leikur KA við Völsung og fer leikurinn fram á Húsavík. Völsungar þurfa helst annað stigið til að sleppa við aukaleik um fallsætið. Sagði hann að Jóhann segði það einnig. Ekki skal á það lagður dómur h'vort vítið var réttilega dænit, en allavega virtist Rafn i góðri aðstöðu til að sjá það brot sem átti að hafa verið framið. og flestir áhorfenda virtust á sama niáli og Rafn. í hálfleik var staðan þrjú mörk gegn tveimur. Á 15. mín. fengu Þórsarar gullið tækifæri til að jafna metin þegar Hafþór komst innfyrir KA vörnina og skaut úr dauðafæri. Aðalsteinn niarkmaður hjá KA varði hins vegar glæsilega. Á 41. niín. fengu KA menn sitt besta tækifæri i síðari hálfleiknum. þegar Gunnar Blöndal plalaði nokkra varnarmenn hjá Þór og síðan markmanninn en skot lians varði einn Þórsari á linu. Fleiri mörk voru ekki skoruð. og sigraði því KA eins og áður segir með þreniur niörkuni gegn tveiniur. Það þarf því annan leik niilli þessara aðila til þess að fá úr þvi skorið hvor vinni hinn eftirsútta titil en sennilega verðurað leika þann leik á möl. þar eð grasvellir þola varla slikl álag svo seint sumars. IV*r leikur á Akureyrarvelli á laugardaginn við ísfirð- inga, og ætti þar að verða góður leikur þar er hvorugt liðið cr í neinni hættu, og Þórsarar þegar komnir í fyrstu dcild. Ármann fær Austra í heimsókn, Selfoss fær Hauka og Þróttur, Fylki. STAÐAN í 2. DEILD 1. KA 17 14 1 2 59-12 29 stig 2. Þó r 17 10 3 4 31-17 23 stig 3. Þróttur 17 6 7 4 23-23 19 stig 4. ÍBÍ 17 4 8 5 32-35 16 stig 5. Fylkir 17 6 4 7 30-23 16 stig 6. Haukar 17 5 6 6 28-33 16 stig 7. Völsungar 17 6 3 7 21-29 15 stig 8. Selfoss 17 5 5 7 24-36 15 stig 9. Ármann 17 3 7 7 26-35 13 stig 10. Austri 17 1 5 1 1 16-46 7 stig SfÐASTA UMFERÐIN 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.