Dagur - 09.10.1980, Side 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDtR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐiR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKUREYRI
LXIII. árgangur.
^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmm■
Akureyri, fimmtudaginn 9. október 1980
ammmimmmmmmmammm
71. tölublað
REYKJAHLIÐARÞORP:
Líklegt að neysluvatns
lagnir séu allar ónýtar
Drykkjarvatn verður að sjóða vegna gerlagróðurs
I umbrotahrinum í Mývatns-
sveit sem hófust í árslok 1975
hitnaði neysluvatnið í Reykja-
hlíðarþorpi í 19° C. Að sögn
kunnugra er þetta töluvert
meiri hiti en rörin eru gerð
fyrir að þola, miðað við þann
þrýsting sem er á vatninu.
Taldar eru líkur á að flest, ef
ekki öll, neysluvatnsrör úr
plasti á þýttbýlissvæðinu séu
ónýt.
brátt fyrir hitann var neyslu-
vatnið nothæft, en við athuganir í
ágúst kom í ljós að gerlagróður
hefur stóraukist og nú er fólki
ráðlagt að sjóða vatnið áður en
það er drukkið.
Jón lllugason, fréttaritari Dags
í Mývatnssveit, sagði að land
hefði hækkað um ’/jQ metra á því
svæði sem vatnsbólið er. Vatnið í
brunninum grynntist að sama
skapi og í sumar var brunnurinn
dýpkaðurogstækkaður. Rennslið
jókst og bar ekki á öðru en
neysluvatn væri nægjanlegt. Eftir
að framkvæmdum lauk var tekið
sýni af vatninu og þá kom í Ijós að
það var ódrykkjarhæft.
„Siðan í ágúst höfum við orðið
aðsjóða allt okkar neysiuvatn. Til
þess að hægt sé að drekka það hef
ég t.d. kælt það í ísskápnun,"
sagði Jón. „Hingað á að koma
höggbor, sem nú er í Kröflu, og á
hann að leita að nýju vatnsbóli
fyrir okkur. Mér skilst að það
verði fljótlega.“
Það er af plaströrunum að
segja að vart hefur orðið leka úr
þeim. Jón sagði að verulegar lýk-
ur væru á því að skipta þyrfti um
öll rörin. Það er ekkert smá-
ræðisverefni fyrir íbúa i Skútu-
staðahreppi ef í ljós kemur að
grunur manna um að rörin séu
ónýt verði staðfestur.
Mikil hálka
Þrátt fyrir erfiða færð á Akur-
eyri í gærmorgun gekk umferðin
klakklaust fyrir sig og að sögn
lögreglunnar varð aðeins einn
árekstur í gær. Mikil hálka var
víða á götum bæjarins og í ná-
grenni hans. í úthverfum var oft
svo mikið kóf að gangandi jafnt
sem akandi áttu erfitt með að
komast leiðar sinnar. Veðrinu
slotaði er leið á gærdaginn.
Við hjólbarðaverkstæði mynd-
uðust miklar biðraðir óþolinmóðra
ökumanna, sem vildu losna við
sumardekkin hið fyrsta svo þeir
gætu ekið um göturnar án þess að
lenda í vandræðum.
Mikil veðurhæð var sunnanlands
ogfuku bílar þar út af vegum. Aðrir
sluppu naumlega eins og tveir
flutningabílar sem voru lagðir af
stað áleiðis til Akureyrar. Af öðrum
þeirra fuku einangrunarkápur fyrir
hitaveituna, sem voru á toppi bíls-
ins, og var haft eftir bílstjóranum
að það hefði komið í veg fyrir að
bíllinn valt. Hinn bíllinn var einn-
ig með samskonar farm á toppi og
skar bílstjórinn á böndin er héldu
kápunum niðri til að bjarga bílnum
frá þvi að velta. Kápurnar fuku út í
veður og vind og átti að vitja þeirra
í dag eða á morgun þegar bílstjór-
amir komast aftur á sömu slóðir.
Mynd: á.þ.
LISTILLA Á GÖNG GEGN
UM MÚLANN
— segir Vegamálastjóri.
Fljótlega verður gerð könnun á
möguleikum í samgöngubótum við Ólafsf jörð
— Við munum fara í vettvangs-
könnun í lok þessa mánaðar eða
byrjun nóvcmber og skila síðan
lauslegu áliti um mögulegar
samgöngubætur við Ólafsfjörð
fyrir endurskoðun vegaáætlun-
ar, sagði Jón Birgir Jónsson,
yfirverkfræðingur hjá Vegagerð
ríkisins, í viðtali við Dag, en
Hey og hlaða
brunnu
Húuvík, 7. októher.
í nótt brann hey og hlaða á
bænum Borgartúni í Ljósa-
vatnshreppi. Eldsins varð
vart um klukkan 10.30 í gær-
kveldi. Slökkviliðið á Húsa-
vík var kallað á vettvang og
menn úr byggðinni komu að
til hálpar.
Allt hey bóndans, Arnórs
Benediktssonar, var í hlöðunni
og eyðilagðist það að mestu.
Mikið brunatjón varð á hlöð-
unni. Öðrum húsum á bænum,
svo og búfé, tókst að bjarga,
þrátt fyrir mikið hvassviðri.
Ekki er vitað um eldsupptök.
Þ. J.
Rauði krossinn
safnar
þingmenn kjördæmisins fóru
fram á það fyrr á þessu ári, að
athugaðir yrðu möguleikar á
úrbótum í samgöngumálum
Ólafsfirðinga, meðal annars
varðandi hugsanleg göng í
gegnum Múlann eða vegsvalir,
þ.e. yfirbyggingu vegarins á
verstu stöðunum
— Það hefur tvívegis verið veitt
fé til að kanna möguleikann á gerð
þekju yfir veginn í Múlanum, þar
sem hann er verstur, en ekki orðið
úr þessari könnun ennþá. Þing-
mennirnir fóru því fram á að allir
möguleikar á samgöngubótum
yrðu athugaðir, m.a. gerð jarð-
gangna, því nauðsynlegt er að gera
þennan veg öruggari á einhver hátt,
sagði Stefán Valgeirsson, er hann
var inntur eftir þessu máli.
I viðtölum við Jón Birgi og Snæ-
björn Jónasson, vegamálastjóra,
kom fram, að göng í gegn um
Múlann yrðu mjög dýr og þau lang
lengstu sem gerð hefðu verið hér á
landi. Vegsvalir yrðu einnig mjög
dýrar, því treysta þyrfti undirstöður
og siðan steypa súlur eða jafnvel
heilan vegg undir þekjuna.
— Mérlístfremurþunglegaáað
gera göng þarna í gegn. Bergið er
slæmt og mikið af millilögum, auk
að leyti. Bæjarbúar eru hvattir til
að taka vel á móti þeim sem safna
og láta fé af hendi rakna.
þess að um er að ræða mikla vega-
lengd, sagði vegamálastjóri í viðtali
við Dag. Siglufjarðargöngin eru
um 800 metrar á lengd en miklu
lengri göng þyrfti í gegnum Múl-
ann.
Eins og kunnugt er búa Ólafs-
firðingar við mjög ótryggt ástand í
vegamálum, svo ekki sé meira sagt.
Vegurinn um Ólafsfjarðarmúlann
getur verið stórhættulegur. bæði
vegna skriðufalla og snjóflóða-
hættu, auk þess sem vegurinn
mjókkar sífellt Ólafsfjarðarmegin
vegna hruns.
BJARNARFLAG JAFNOKI KRÖFLU?
Verið er að endurbyggja gufuaflsvirkjunina í Bjarnarflagi
Þann 17. þessa mánaðar er stefnt
að því að verði almennur söfn-
unardagur á Akureyri fyrir
Afríkusöfnun Rauða krossinn. Þá
verður gengið í hús og tekið
verður við fjárframlögum við
stærstu verslanir bæjarins. Safnað
verður fé á vegum Rauða krossins
wm annars staðar á landinu um svip-
Fegrunarnefnd
Húsavíkur
verðlaunar
Fegrunarnefnd Húsavíkur hefur
veitt viðurkenningu fyrir fegrun
umhverfis. Hjónin Friðný Stein-
Vonir standa til að gufuafls-
virkjunin í Bjarnarflagi geti
komist í notkun um næstu mán-
aðamót. Virkjunin stöðvaðist í
Kröfluumbrotum fyrir einum
tveim árum og hefur ekki fram-
leitt neitt rafmagn síðan. Knút-
ur Otterstedt, rafveitustjóri,
sagði að á sínum tima hefði
framleiðsla gufuaflsvirkjunar-
innar mest verið 3 megavött, en
hann vildi engu spá um hve
miklu hún myndi skila út í kerfið
grímsdóttir og Jónas Geir Jóns-
son, Álfhóli 6, fengu viðurkenn-
ingu fyrir fallegan garð og snyrti-
legt hús og hjónin Sólveig Þránd-
ardóttir og Jón Þorgrímsson,
Garðarsbraut II, fengu viður-
kenningu fyrir endurbætur á
gömlu húsi. Þetta er í fyrsta skipti
sem slíkar viðurkenningar eru
veittar á Húsavík, en fyrirhugað
er að það verði gert árlega fram-
vegis.
þegar yfirstandandi viðgerð lýk-
ur.
„Við vitum ekki nákvæmlega
hve rnikið umframmagn af gufu er
þarna á ferðinni. Það er háð því
með hversu miklum afköstum
Kísiliðjan gengur." sagði Knútur.
„Mér skilst að Kísiliðjan sé ekki
starfrækt með fullum afköstum nú,
en hversu mikil rafmagnsfram-
leiðslan verður er ekki hægt að
segja."
Enduruppbygging gufuafls-
stöðvarinnar hefur staðið yfir í
einar þrjár vikur, en áður hafa
starfsmenn Laxárvirkjunar unnið
við að koma húsinu í viðunandi
ástánd.
Til samanburðar framleiðir
Kröfluvirkjun nú uni 5 megavött
og hefur gert það lengi. Eins og fyrr
sagði framleiddi þessi litla gufu-
aflsstöð í Bjarnarflagi 3 megavött
þegar best gekk hér áður fyrr og
Dagur hefur hlerað að ætlunin sé
að tvöfalda framleiðslugetuna,
þannig að litla stöðin í Bjarnarflagi
framleiði meira en Kröfluvirkjun.
Fréttabréf
Nýkomið er út fyrsta hefti af
Fréttabréfi sem gefið er út af Kf
Húnvetninga, Sölufélagi A,-
Húnvetninga og Starfsmannafé-
lagi samvinnumanna í A.-
Hún. Er bréfið með sama heiti og
eldra bréf sem samvinnufélögin á
Blönduósi gáfu út áður, en broti
þess og útliti hefur verið breytt,
jafnframt því sem útgáfan er nú í
höndum Félagsmálanefndar, sem
er samstarfsnefnd þessara þriggja
félaga. Efni þessa fyrsta bréfs er
fjölþætt og lofar góðu um fram-
haldið. Ábyrgðarmaður er Árni
S. Jóhannsson kf.stj.
Þá er nýlega komið út Frétia-
bréf Kf. Héraðsbúa á Egilsstöðum
sem Jón Kristjánsson félags-
málafulltrúi ritstýrir. Efnið er
margvíslegar fréttir af starfsemi
félagsins og frásögn af aðalfundi
Sambandsins.