Dagur - 09.10.1980, Blaðsíða 2
Smáaugfýsingar
Sala■
Til sölu, notuð snjódekk á
felgum stærð 600x15. Uppl. í
síma 24295, milli kl. 7 og 8, á
kvöldin.
Til sölu, sem nýr Silver-Cross
kerruvagn. Uppl. í síma 22818.
Til sölu 170 lítra Ignis kæli-
skápur, einnig stór kerruvagn,
hvorutveggja vel með farið.
Uppiýsingar í síma 24818.
Nýkomið til dæmis: hús-
bóndastólar með skemli, síma-
stólar, kringlótt sófaborð og
eins og tveggja manna svefn-
sófar og margt, margt fleira.
Væntanlegt skatthol. Bíla- og
húsmunamiölunin, Hafnar-
stræti 88, sími 23912.
Nokkrar tunnur af síldarúr-
gangi til sölu til skepnufóðurs.
Vil kaupa dráttarvél, helst dísel,
þó ekki skilyrði og jeppakerru.
Uppl. í síma 33137.
Til sölu húsgögn, í barna eða
unglingaherbergi. Uppl. í síma
22855.
Til sölu er trillubáturinn Guö-
rún E.A. 144. Bátur og tæki í
fyrstaflokks ástandi. Uppl. gef-
ur Jóhannes Magnússon.
Grtmsey síjni 73119.
Til sölu er Suzuki, A.C. 50. árg
’78. Uppl. í síma 21341.
tHúsnæðii
Lítil 3ja herbergja íbúð við
Munkaþverárstræti til sölu.
Getur verið laus fljótlega.
Upplýsingar f síma 25341.
iBifreióir
Til sölu Mazda 323 árg. '78
sjálfskiptur, 3ja dyra ekin ca. 40
þús. km. Uppl. í síma 23289.
wBarnagæsjaM
Hver vill gæta 2ja barna í
Seljahlíð tvisvar í viku. Þriðjud.
kl. 21-23 og Fimmtud. kl. 18-20.
Uppl. í síma 23823.
Pjónusta
Tökum að okkur hreingerning-
ar á íbúðum, stigahúsum, veit-
ingahúsum og stofnunum.
Hreinsum teppi og húsgögn
með háþrýstitæki og sogkrafti.
Sími 21719 og 22525.
Tökum að okkur alhliða tré-
smíðavinnu — úti og inni — til
dæmis skápa og útihurðir.
GÚstaf Njálsson, sími 21108 og
Kjartan Guðmundsson, sími
25220 eftir klukkan 18.
Atvinna
28 ára gamlan
vinnu. Margt kemur til
Uppl. í síma 23603.
mann vantar
greina.
Ása, Signý - og Helga
Fyrir skömmu skrifaði ég smágrein
í þetta blað, þar sem ég m.a.
minntist á hreinar götur í fallegum
bæ, ruslið við söluopin í þeim
sama, viðhorf íbúanna til þessa, og
svo blómareitinn okkar í malbikinu
við Byggðaveg 98.-----Fyrir tveim
dögum var ég við hann staddur sem
oftar. Þá komu þar að tvær litlar
stúlkur. Þær tóku glaðlega undir, er
ég bauð þeim (auðv. alveg frítt!)
góðan dag! Og þær brugðust líka
skjótt og fúslega við, þegar ég
spurði, hvort þær vildu hjálpa mér
til þess að hreinsa úr blómabeðun-
um umbúðasnepla og annað rusl.
Og þær reyndust fimar og einkar
liprar við verkið,-----enda að
koma beint úr leikfimi! „Ég heiti
Heiða“, og „ég heiti Hrefna", voru
svörin, sem ég fékk, þegar ég gaf
minni venjulegu, þingeysku for-
vitni lausari tauminn.-----Gott
verk, skjótt lokið og litlar stúlkur
horfnar.------En ég vil þakka
ykkur, Heiða og Hrefna-----líka í
nafni blárra blóma-----og marg-
litra, sem ekki sáu sólina þann
daginn, fyrr en þið komuð. Einhver
hefði nú bara snúið upp á sig, við
þessa „frekju í kallinum“. Ég hefi
líka reynslu af því.
Hvernig stendur á því, að mér
kemur nú í hug gamla sagan um
Ásu, Signýju og Helgu? Þið munið
sjálfsagt söguna, krakkar! Ég er
farinn að gleyma einu og öðru, en í
huga mínum er Helga starfsöm,
góðviljuð og hjálpfús, þótt „höfð
væri útundan“. En systur hennar,
Ása og Signý, miklar með sig,
hortugar og kappkostuðu að angra
Helgu litlu. Þær grýttu frá sér gull-
um sínum hvar, sem var og hentu
bara fötum sínum frá sér á kvöldin,
til þess að geta skipað: „Lagaðu til,
stelpa! Komdu með fötin mín,
druslan þín!“----En hvemig fór
svo, hvernig skipaðist í framtíð-
inni? Hverja viljið þið taka til
fyrirmyndar?
Svo var líka karl í koti sínu, sem
átti 3 sonu. Mig minnir að þeir
væru líka eitthvað mishjálpfúsir,
mislánsamir, eins og systurnar
þrjár. Reynslan, sem ólygnust er,
segir okkur: „Eins og þú sáir,
muntu uppskera." — Á „úti-
göngu“ minni í dag, fyrir hádegið,
lá leið mín neðan frá Tjaldstæðis-
skúmum, upp gangstíginn sunnan
við Húsmæðraskólann. Ennþá var
flosgræn ábreiða túnsins eftir þetta
unaðsríka sumar. En á þessari leið
minni upp að Byggðavegi, taldi ég
rúmlega 40 pappahylki undan
Floridana! Þetta eru svo sem ekki
ósnotrar smáfernur, bragðgott og
MJög mikil þátttaka í
THULE-tvímenningnum
Fyrsta umferð af þremur í Thule- 6. Stefán Vilhjálmsson —
Skákmenn — Skákmenn
Haustmót Skákfélags
daginn 15. okt. n.k.
Hvammi.
Stjórnin.
Akureyrar,
kl. 20.00 í
hefst miðviku-
Skátaheimilinu
tvímenningskeppni Bridgefélags Guðm. V. Gunnlaugss. 131
Akureyrar var spiluð sl. þriðju- 7. Páll Pálsson —
dagskvöld. Spilað er í 3 riðlum 12 Frímann Frímannsson 130
para, sem er góð þátttaka. 8. Stefán Ragnarsson —
Röð efstu para er þessi: Stig. Pétur Guðjónsson 9. Adam Ingólfsson — 130
1. Stefán Sveinbjömsson Hörður Steinbergsson 130
Sigurður Búason 148 10. Rafn Sigurðsson —
2. Gunnar Sólnes — Reimar Sigurpálsson 129
Ragnar Steinbergsson 3. Ólafur Ágústsson — 145 Meðalárangur er 110 stig.
Grettir Frímannsson 144 Önnur umferð verður spiluð að
4. Júlíus Thorarensen — Félagsborg kl. 20 á þriðjudag 14.
Sveinn Sigurgeirsson 141 okt. Keppnisstjóri er Albert Sig-
5. Arnald Reykdal — urðsson.
Gylfi Pálsson 134
E7ýö*2^fW*ig(So
Dansskóli Heidars Ástvaldssonar
%
Innritun verður í Alþýðuhús-
inu sími 23595 og í síma
21125, mánudaginn 13. okt-
óber og þriðjudaginn 14. okt-
óber frá kl. 13-19 báöa dag-
ana. Börn yngst 4ra ára, hjón,
einstaklingar, byrjendur og
framhald.
Unglingar, allir nýjustu diskó-
dansarnir, Reggae og fleiri.
Harpa Pálsdóttir,
Heiðar Ástvaldsson.
með bætiefnum innihaldið, en frá-
leitt að þær prýddu græna flostepp-
ið! Ja, þetta fannst mér,-----en
„svo er margt sinnið sem skinnið.“
Þeim hefði e.t.v. fundist þetta
hæfileg „skreyting" Ásu, Signýju
og eldri karlssonum?
Fyrir átta dögum síðan gekk ég
þessa sömu leið og taldi þar þá um
50 hvít plasthylki, mörg brotin og
tætt, líklega undan einhverjum
„bætandi" gæðadrykk! En vantar
ekki í þessa drykki eitthvert ann-
arskonar bætiefni, uppeldislegt, til
menningarauka?
Hverjir hafa verið hér á ferð? Eru
það þær Ása, Signý, eldri bræð-
umir i Koti------og þeirra fylgd-
arlið? Ja, ekki hefur það verið
Helga og yngsti karlsson------og
ég vona — — ekki Heiða eða
Hrefna.
Gott mannlíf og hamingja bygg-
ist mjög á tillitssemi við náungann.
samferðafólkið, og náttúru lands-
ins, og skyldur við umhverfið.
Hvernig er það með ykkur,
bömin góð, ykkur, unga stúlka —
— með skugga undir augum---------
hrausti strákur-----farinn að æfa
lyftingar-----hver er ykkar fyrir-
mynd? Viljið þið „taka til hendi"
að fegra ykkar góða bæ-------eða
„prýða“ græna völlinn skrani, torg
og stéttir flöskubrotum? Það veitur
á miklu um svar ykkar og viðbrögð.
Ég minnist oft með gleði sam-
verustunda við lok kennaraferils
míns með „2. bekk 1 2. stofu." Með
slíkum hópi væri gaman, á þessum
dýrðarríku haustdövum, að ganga
um úti og sjá fegurðina,------sjá
verksummerki og kynnast við-
brögðum.-------Hvað á að gera, til
þess að vinna gegn og sigra vaxandi
hneigð til að óprýða og skemma?
Einn kennari með hóp sinn úr
einni stofu, hvort sem er í B.A.,
G.A. eða M.A. gæti komið af stað
öflugri vakningu til góðs í þessu
efni, og því fremur, sem fleiri stæðu
saman.
„Brekknakoti", 24. sept. ’80.
Jónas Jónsson.
Leiðrétting
I viðtali við Jóhannes Haraldsson,
starfsmann Sláturhússins á Dalvík,
sem birtist í Degi fimmtudaginn 2.
okt. var hann sagður sláturhúss-
stjóri. Það er ekki rétt. Sláturhúss-
stjórinn heitir Kristinn
Guðmundsson og er beðist vel-
virðingar á þessum mistökum.
TEIKN v STOFAN
AUGLYSINGAR-SKILTAGERÐ
TEIKNINGAR-SILKIRRENT
SÍMi: 2 57 57
2.DAGUR