Dagur - 30.10.1980, Side 4
DAGUR
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÖRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Leysa verður
vanda
atvinnurekstrarins
Nú eru störf hafin á Alþingi ís-
lendinga. Þar verður tekist á við
mörg erfið mál, sem lausnir verður
að finna á. Fyrst og síðast verður
fjallað um atvinnu- og verðlags-
mál. Mikil umræða fer nú fram um
það, hvort samstaða náist um það
með stjórnarflokkunum, að reyna
til þrautar að ná verðbólgunni
niður. Menn eru yfirleitt sammála
um það, að stjórnarsamstarfið
byggist að verulegu leyti á því, að
takast megi að draga úr verðbólg-
unni. Umtalsverður meirihluti
þjóðarinnar væntir þess, að þess-
ari ríkisstjórn takist þetta megin-
viðfangsefni.
Verkefnið er hins vegar erfitt og
tæpast framkvæmanlegt nema al-
mennur skilningur sé fyrir hendi á
nauðsyn þess að draga úr verð-
bólgunni. Hugarfarsbreyting þarf
að koma til og því er mikið í húfi að
aðgerðir stjórnarinnar styrki
gjaldmiðilsbreytinguna, sem
kemur til framkvæmda um ára-
mótin og getur orðið mikilvægur
þáttur í því að skapa trú á gjald-
miðli okkar. Ein sér er gjaldmið-
ilsbreytingin lítils virði. Ef nýja
krónan rýrnar á sama hátt og sú
gamla í óðaverðbólgunni er allt
unnið fyrir gýg.
Það sem skiptir alla þjóðina
mestu máli í sambandi við þær
efnahagsaðgerðir sem grípa
verður til, er að skapa atvinnu-
vegunum rekstrargrundvöll. Góð
afkoma í undirstöðuatvinnugrein-
unum er forsenda velgengni á
öðrum sviðum.
Atvinnuvegirnir hafa átt við
mikla örðugleika að stríða vegna
óðaverðbólgu og kostnaðar-
hækkana sem hafa verið langt
umfram þann tekjuauka, sem
hægt hefur verið að fá á erlendum
mörkuðum. Finna verður ein-
hverja leið til að draga úr sjálf-
virkni víxihækkana kaupgjalds og
verðlags, án þess þó að almennir
launþegar fórni meiru til en þjóð-
félagið í heild verður að gera, til að
losna út úr vítahring verðbólg-
unnar. Beita verður ýtrustu hag-
kvæmni í öllum rekstri og gera
verður þá kröfu að ríkið gangi á
undan með góðu fordæmi.
Vaxtaokrinu verður að linna,
svo að fyrirtækin fái tækifæri til
eðlilegrar fjármunamyndunar,
þannig að þau geti notað eigið
fjármagn til uppbyggingar, en
þurfi ekki að vera háð síauknu
aðfengnu lánsfé á okurvöxtum,
sem hefur sýnt sig að þau ráða
engan veginn við að greiða.
Það er Ijóst að verkefni ríkis-
stjórnarinnar eru ekki auðveld
viðfangs, en það er líka ijóst, að
stjórnarandstöðuflokkarnir hafa
engin skilyrði til að ná betri tökum
á vandanum en núverandi ríkis-
stjórn. Til þess eru of mikil innan-
hússvandamál hjá báðum, þó ekki
sé annað.
Smánarblettur
á Akureyri?
Grein með fyrirsögninni
Fyrsta kvennafangelsi
landsins á Akureyri birtist i
Degi 14. október 1980. Undir-
titill: Fangelsi í Reykjavík
ekki talin nægjanlega góð
fyrir konur sem hafa hlotið
langa dóma.
Um aðstöðu þá sem talin er
nægjanlega góð samkvæmt
þessu er orðrétt sagt: í afplán-
unardeildinni á Akureyri eru
þrír klefar og í þeim er pláss
fyrir fjóra fanga. Aðstaðan
fyrir fangana er sögð vera
mjög viðunandi — þeir hafa
nánast allt af öllu — nema
það sem okkur öllum er dýr-
mætast — frelsið. Æskilegt
væri, að blöð birtu nöfn þeirra
sem svona ummæii láta hafa
eftir sér. Að segja aðeins að
eitthvað sé sagt er óábyrg
blaðamennska. Hvernig væri
að þeir færu og litu á þetta
eigin augum að hætti sannra
blaðamanna?
Alsnjallast væri að sjálf-
sögðu að þeir sætu inni sjálfir í
nokkra daga til að fá smjör-
þefinn. Það væri verulega flott!
Vegna læknisstarfa hef ég
stundum átt leið í fangelsin í
Reykjavík og á Akureyri. Hafi
aðstaðan ekki breyst til muna
fyrir sunnan má vera að hún sé að
skömminni til skárri á Akur-
eyri .„Mjög viðunandi“ álítur
huldumaðurinn i Degi. Ömurleg
að mínu viti. En sekur er ég um að
hafa ekki kveðið upp úr um það
fyrr. Það hefur hryggt mig hverju
sinni sem ég hef farið inn í þessi
hús að sjá lifandi menn lokaða
inni. Þess á milli hef ég sjaldan
leitt hugann að því, hvernig við
bregðumst þessu fólki. Þessháttar
sinnuleysi er alveg áreiðanlega
jafn vítavert fyrir æðsta dómi og
margt það sem fólk situr inni fyr-
ir, dæmt eftir þessa heims lögum.
Ritningin vitnar um það.
(Matth.25,31-46).
Hvorki er það ætlunin með
þessum greinarstúf að hafa uppi
háreysti né ýta sök að öðrum.
Höfundurinn hefur ekki efni á
slíku fremur en aðrir. En það er
ekki úr vegi að gefa sómakærum
Akureyringum dálitla hugmynd
um afplánunardeildina. Þeir geta
þá sjálfir gert sér hugmynd um
hvað er talist getur viðunandi í
höfuðstað Norðurlands anno
1980.
Allir fangaklefarnir eru grá-
málaðir í hólf og gólf. Ógagnsæir
glerkubbar innmúraðir í vegg al-
veg uppi við loftið koma í stað
glugga.
Hurðir eru þungar og þ;
með klunnalegum slagbröf
eins og hurðir á frystiklefum
Húsgögnin einfaldur rúm
ur úr málmi með dýnu, bo
stóll í sama sálarlausa fangel:
eða stílleysu.
Fyrir grámálaðri dagstofu
jafnframt er anddyri, eru.
hefðbundnu járngrindur
augljóslega teljast ómissai
fangelsum. Hvað er fangel
þeirra járnrimla sem sani
fólkið um að það sé statt í
unarhúsi en ekki í hóteli? Á
um grindavegg eru útgöngui
ar, rammleg járngrind
traustlegum umbúnaði. Inn
þessu tákni hins veraldlega
valds er reyndar pínulítill
sem hefur fengið að vera í fri
miðanum stendur: „Ég er <
ar.“ Það er tilvitnun úr 10.
itula Jóhannesarguðspjalls.
hugvekja sem ætti að vera
megin á hurðinni okkur i
grinda — fólkinu til ámini
ar.
Hár gluggi er á anddyris-
stofunni. Ekki sést samt ú'
hann, því að hann er ógag
upp fyrir augnhæð.
Utanvið grindavegginn si
sér úr grámáluðum gangi
fangelsisgarð: grár ferstre
steinkassi með fjórum gi
gluggalausum veggjum, stei
gólf. Girt yfir með vírneti. I
ræmi ljótleikans væri þarna
komið ef Guð gæti aðeins si
þess að himininn væri alltaf
En hann gleður oft fangana
bláum himni. Lágkúra m
anna nær ekki til hans. Hví
vistarveru fanganna sér tili
heimsins nema upp í loftið. i
sem okkar rómaða réttvísi dí
til vistunar í þessu „betrunarl
veitist ekki sú náð að líta lí<
jarðar fremur en annað líf
gengur á jörðinni utan grám:
ömurleika sem menn eru
uni að hafa skapað sínum br
um og systrum.
Þar sem ég hafði ekki
áætlanir um að skrifa svona j
athugaði ég ekki hreinlæt
stöðu og veit heldur ekki
/"■ ..................... .......
MINNING
Þorsteinn Jóhannsson
frá Götu
Þorsteinn Jóhannsson, fyrrum
bóndi í Götu á Árskógsströnd var
jarðsunginn frá Stærra-Árskógs-
kirkju 25. október s.l. og fylgdu
margir gamlir sveitungar hans
honum til grafar.
Þorsteinn fæddist 17. janúar
1893 og voru foreldrar hans hjónin
Jóhann Kristján Magnússon skip-
stjóri, ættaður frá Kvíabekk í
Ólaf.sfirði og Anna Gísladóttir frá
Svínárnesi, en þau bjuggu lengi á
Selárbakka á Árskógsströng og uxu
þar upp fimm börn þeirra. En þau
voru. auk Þorsteins: Sigurður,
sjómaður í Hrísey og viðar, kvænt-
ur Baldrúnu Árnadóttur. Rakel,
gift Valtý Jónssyni smið og bónda á
Selárbakka, Jónas skipstjóri á
Dalvík og Jóhann, sem fluttist til
Reykjavíkur. Þorsteinn mun hafa
verið þriðja barn þeirra hjóna og
varð hann ungur ráðsmaður á búi
föður síns, en Jóhann á Selárbakka
varkunnurskipstjóri um fjölda ára.
Þorsteinn kvæntist Helgu Soffíu
Einarsdóttur. systur Jóns bónda í
Kálfsskinni, Steingríms Eyfjörðs
læknis og þeirra mörgu systkina.
Var hún hin mesta greindar- og
myndarkona. Þau Þorsteinn
bjuggu á Selárbakka 1918-1925 en
fluttu þá í Ytri-Haga og bjuggu þar
tvö ár en síðan í Götu 28 ár, en
þessir bæir allir eru á Árskógs-
strönd.
Árið 1955 brugðu hjónin búi í
Götu og fluttu að Kárhóli í
Reykjadal í S.-Þingeyjarsýslu til
Önnu Septímu dóttur sinnar óg
tengdasonar, Inga Tryggvasonar
bónda og alþingismanns. Þar and-
aðist Anna 1973 en Þorsteinn and-
aðist 13. október s.l. í sjúkrahúsi á
Húsavík.
Börn þeirra Þorsteins og Helgu
Soffíu, auk Önnu Septímu á Kár-
hóli eru: Snorri Þór bifreiðastjóri á
Selfossi og Rósa Elísabet Ijósmóðir
í Grindavík.
Þorsteinn Jóhannsson, sem
lengst bjó í Götu og við þann bæ er
löngum kenndur, var maður harð-
skarpur og áhugamikill til allra
starfa, svo sem snemma kom fram
er hann ungur mjög að árum ann-
aðist með móður sinni búið á Sel-
árbakka. En það vildi svo tii, að í
eigin búskap nýttist ekki dugnaður
hans, árvekni og mikill áhugi, að
fullu, því hann taldi sig of gamlan
til að breyta búskaparháttum þegar
vélaöld hélt innreið sína fyrir al-
vöru í íslenskum landbúnaði.
Steypti hann sér því aldrei út í ný-
tísku stórbúskap, en hélt vel á sinu
að gömlum hætti á meðan búskap-
urinn var slundaður og bjó snotru
búi.
Mikill gleðimaður og félags-
maður var Þorsteinn á yngri árum
og var hann um skeið formaður
ungmennafélags sveitar sinnar,
hrókur alls fagnaðar á mannamót-
uni og naut þess flestum betur að
vera þar seni hraðast var dansað og
hæst sungið. Hann var bindindis-
maður, örgeðja i iund, gladdist með
glöðum og var sjálfur gleðigjafi í
litríkum hópi æskufólks á Ár-
skógsströnd á öðrum og þriðja ára-
tugi aldarinnar. Það fólk sem þá
var í blórna lífsins hefur margt
horfið yfir móðuna miklu. Þar er
vinum að mæta um leið og aðrir
kveðja. E.D.
ATHIN
Degi hefur borist eftirfai
athugasemd frá stjórn I
dæmisráðs Sjálfstæðisflc
ins í Norðurlandskjört
eystra:
1 Degi fimmtudaginn 23.
ber 1980 er leiðarinn og tals
ur hluti forsíðu helgaður
fundi kjördæmisráðs Sjálfst
félaganna í þessu kjördæm
gefnu tilefni vill stjórn
dæmisráðs taka fram eftirfat
1. Það sem sagt er í „leú
eru staðlausir stafir. Þar áti
hvorki stað „undirróðurs
semi né valdabarátta". Skoi
skipti fóru fram fyrir 0]
tjöldum.
2. Flest okkar eru h
„Gunnars- né Geirsarmur"
ur sjálfstæðismenn.
3. Öllum dylgjum um „a
legar hvatir“ og annan óh<
leika fulltrúa í störfum sín
þessum fundi vísum við til f
húsa. Hins vegar viljum við 1
áherslu á mikil og góð fu
störf.
4. Endurnýjun í trúnaðars
er nauðsynleg. Fram til
hafa fulltrúar á kjördæmis
ekki verið viðkvæmir fyri
þótt þeir hafi ekki verið e
kjömir, enda oft komið inn
eftir nokkurt hlé. Það hefur ;
verið talað uni að mönnun
verið „vikið frá“. Árið 197
t.d. skipt um alia aðalfulll
flokksráði. Furðulegt væi
staðhæfa að fyrri fulltrúum
4.DAGUR