Dagur - 11.11.1980, Blaðsíða 4
DM5ÖE
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON
Augl. og afgr.: JÚHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
M arkvissa
niðurtalningu
verðbólgunnar
Á kjördæmisþingi framsóknar-
manna í Norðurlandskjördæmi
eystra á Húsavík um helgina var
samþykkt stjórnmálaályktun, þar
sem minnt er á að með myndun
núverandi ríkisstjórnar hafi verið
leyst alvarleg stjórnarkreppa.
Þingið fagnar því að kleift reyndist
að mynda þingræðislega meiri-
hlutastjórn og væntir þess, að
stjórnarsamstarfið haldist allt
kjörtímabilið, svo ríkisstjórnin fái
tíma til að vinna að verðbólgu-
hjöðnun og öðrum umbótamálum.
Þá minnir kjördæmisþingið á að
ríkisstjórnin hafi tekið við mjög
erfiðu efnahagsástandi og mikilli
óvissu í málefnum atvinnuveg-
anna. Ríkisstjórnin hafi sett sér
það markmið að draga úr verð-
bólgunni í áföngum, þannig að á 3
árum væri henni náð niður á sama
stig og í helstu nágrannalöndun-
um. Hinsvegar harmar kjördæm-
isþingið að enn skuli ekki hafa
náðst meiri árangur við niðurtaln-
ingu verðbólgunnar. Hvetur þing-
iðtil þess, að einskis verði nú látið
ófreistað í þeim efnum.
Minnt er á nauðsyn góðrar
samvinnu milli ríkisvaldsins og
aðila vinnumarkaðarins ef takast
eigi að sigrast á efnahagsvandan-
um. Lögð er áhersla á að ríkis-
valdið verði að framfylgja ákvæð-
um stjórnarsáttmálans um sam-
ráð við stéttasamtökin, en jafn-
framt minnt á hve mikilvægt sé að
stéttasamtökin geri sitt til þess að
treysta jákvæða samvinnu þess-
ara eðila um aðgerðir í efnahags-
og atvinnumálum. Síðan segir í
ályktun kjördæmisþingsins:
„Þingið telur það eitt aðalverk-
efni stjórnvalda að berjast gegn
verðbólgunni með ákveðnum að-
haldsaðgerðum er varða verðiag,
peninga- og vaxtamál, gengi, fjár-
festingu og ríkisfjármál. Niður-
talning verðbólgunnar verður að
vera markviss og ákveðin og ekki
aðeins bundin verðlagi á vörum
og þjónustu, heldur einnig að taka
til verðbóta á laun, ákvarðana um
búvöruverð, fiskverðs og gengis-
breytinga.
Sérstaks aðhalds skal gætt í
ríkisfjármálum og rekstri ríkisfyr-
irtækja svo þess sjáist merki, að
ríkisvaldið gangi á undan í þeim
sparnaði og hagsýni í rekstri
þjóðarbúsins, sem menn eru
sammála um að sé forsenda þess
að unnt sé að komast út úr víta-
hring verðbólgunnar.“
Margir þingfulltrúar á kjördæm-
isþinginu höfðu við orð, að aðlög-
unartími ríkisstjórnarinnar væri
nú liðinn og árangur niðurtalning-
ar verðbólgunnar yrði að fara að
koma betur í Ijós en hingað til.
Fólkið
verður að
losna við
hræðsluna
ogóttann
Rætt við Jónas Þórisson, kristniboða
I
I
I
I
n
Það er kunnara en frá þurfi að segja að fjöl-
margir íslendingar hafa um árabil starfað að
krístniboði í fjarlægum löndum — einkum í
Konsó sem er hérað í Eþíópíu og nú síðast í
Kenýa. Af hagkvæmnissjónarmiðum starfa fs-
lendingamir með Norðmönnum og hefur svo
lengi veríð. Starf kristniboðans er margþætt
og það er algengur misskilningur að kristni-
boðinn sé eingöngu bundinn við að breiða út
fagnaðarboðskapinn. Sá þáttur starfsins er að
sjálfsögðu aðalatriðið, en það er ekki síður
mikilvægt fyrir kristniboðann að vera laginn
bifvélavirki og geta beitt skóflu og haka.
I
I
1
n
Eitt af meginverkefnum ísl-
ensku og norsku kristniboðanna
er að kenna innfæddum að verða
sjálfbjarga og koma á þann hátt í
veg fyrir hungursneyðir. í því efni
er best að „byrja við rótina" eins
og viðmælandi blaðsins sagði og
varast að ætla að innleiða vest-
ræna siði eins og oft hefur komið
fyrir hjá þeim þjóðum, sem hafa
sent fólk til Afríku. Til þess að
hægt sé að leiðbeina Afríkubúum
í landbúnaði, kenna þeim hag-
nýta hluti, kenna þeim kristin
fræði og fræða þá um undir-
stöðuatriði í heilbrigðismálum
svo að eitthvað sé nefnt verða
leiðbeinendurnir að hafa starfað í
landinu um árabil. Og það hefur
viðmælandi Dags, Jónas Þóris-
son, kristniboði gert um árabil.
Jónas, sem er Akureyringur að
ætt og uppruna, fór til Eþíópíu í
janúar 1973 á vegum Sambands
íslenskra kristniboðsfélaga og var
úti linnulítið þar til hann kom
heim í ágúst.
Þegar kristnir kynn-
ast neyðínni
Á sínum tíma fór Jónas Þóris-
son í biblíuskóla í Noregi í eitt ár
og starfaði síðan fyrir S.í.k. en fór
því næst í Kennaraskóla Islands
og lauk þaðan prófi. Eins og áður
sagði fór Jónas utan í upphafi árs
1973 ásamt eiginkonu sinni, Ingi-
björgu Ingvarsdóttur. Það er ekki
hægt að segja að Jónas hafi með
öllu verið meðal ókunnugra í
upphafi því þá starfaði Skúli
Svavarsson í Kongó. Hann er nú
fluttur til Kenýa.
„íslendingar hófu kristniboð í
Eþíópíu fyrir 26 árum, nánar til-
tekið í Konsó, sem er í suðurhluta
landsins. Síðan hefur verið starf-
að þar nokkuð samfleytt að
kristniboði," sagði Jónas þegar
hann heimsótti okkur á Degi í
síðustu viku. Þegar við höfðum
komið okkur vel fyrir var Jónas
inntur eftir hvað hefði valdið því
að hann ákvað að gerast kristni-
boði.
„Ástæðan fyrir þvi að ég fór út í
þetta starf er sú að ég kynntist
ungur K.F.U.M. og tók virkan
þátt í starfinu. Á þessu tímabili
fræddist ég mikið um starfsemi
Sambands íslenskra kristniboðs-
félaga, en það eru leikmenn inn-
an Þjóðkirkjunnar, sem eru í því.
Einnig kynntist ég íslenskum
kristniboðum sem komu heim og
strax fékk ég mikinn áhuga á því
starfi sem þeir gengdu. Þörfin á
fólki til að starfa meðal inn-
fæddra í Afríku er mikil og þegar
kristnir menn kynnast neyðinni á
þessum slóðum verður sú kynn-
ing eins og köllun fyrir þá —
menn vilja fara og reyna að boða
guðsorð og linna þjáningar þeirra
sem líða skort.“
■ - mmm- - #>,
Konso stúlka með vatnskrúsir á bak-
inu.
Átta þúsund í söffn-
uðinum
Þegar Jónas fór til Eþíópíu var
Haile Selasie enn keisári og
ástandið í landinu var nokkuð
rólegt. En þurrkar orsökuðu
hungursneið, keisaranum var
steypt af stóli og hershöfðingjar
tóku við stjómartaumunum.
Fyrst í stað voru nýir ráðamenn
vinsamlegir í garð kristniboða en
það viðhorf hefur breyst. Enn
hafa ekki verið settar aðrar
hömlur á starfsemi kristniboða og
annarra trúboða en þær, að þeir
mega ekki boða trú utan kirkna.
Eþíópía er víðáttumikið land,
nánar tiltekið um 12 sinnum
stærra en Island og íbúarnir eru
um 30 milljónir. Yfir 90% búa í
sveitum. Fyrir tveimur árum var
áætlað að minna en 10% lands-
manna væru læsir og skrifandi og
sagði Jónas að sú tala hefði tæp-
lega breyst mikið til batnaðar.
Jónas Þórisson.
Þegar íbúafjöldinn í landinu er
hafður í huga má vera að sumum
þyki söfnuðurnir í Kongóheraði
vera smáir að vöxtum, en þeir eru
70 að tölu og í þeim eru rösklega 8
þúsund manns.
„Endir veraldar“
Starfið í kristniboðsstöðinni er
margþætt eins og fyrr var getið og
sagði Jónas að það mætti skipta
því niður í þrjá þætti. I fyrsta lagi
er það kristniboðið, sem að sjálf-
sögðu situr alltaf í fyrirrúmi,
heilsugæsla, rekstur skóla og
heimavistar.
„Skólastarf og heilsugæsla hef-
ur alltaf verið mjög stór þáttur í
starfinu,“ sagði Jónas. „Þessi 26
ár hafa fleiri hundruð þúsund
sjúklingar komið í sjúkraskýlið í
Konsó, en íbúar í héraðinu eru
um 100 þúsund. Síðast liðið ár
komu um 40 þúsund í skýlið til að
fá læknishjálp. I kristniboðsstöð-
inni eru tvær hjúkrunarkonur og
hjúkrunarmenn, fyrir utan mína
fjölskyldu og aðra til, svo við
verðum að flytja þá sem þurfa
nauðsynlega á læknishjálp að
halda á spítala. Læknir kemur
einu sinni til tvisvar í mánuði frá
nærliggjandi kristniboðsstöðvum
og í því sambandi má geta þess að
í Arbaminch, sem er bær í
nágrenninu, starfar Jóhannes
Ólafsson yfirlæknir. Hann er
sonur Ólafs Ólafssonar kristni-
boða sem margir Islendingar
þekkja. Jóhannes hefur starfað í
Eþíópíu í ein 20 ár og er mikils
metinn læknir."
Þegar kristniboðarnir komu til
Konsó í upphafi fimmta áratug-
arins var enginn skóli eða sjúkra-
hús til í héraðinu. Raunar má
segja að það hafi verið gleymt —
menn kölluðu héraðið „Endir
veraldar" sem vart getur talist
aðlaðandi nafn. Fyrstu skólarnir
sáu dagsins ljós skömmu eftir að
kristniboðamir komu til héraðs-
ins og nú er svo komið að á stöð-
inni sem Jónas starfar er barna-
skóli með 6 bekkjum og heima-
vist fyrir þá nemendur sem eru
komnir langt að. I gegnum árin
hafa þr sundir nemenda gengið í
gegnum þennan skóla, en auk
hans hafa verið reknir u.þ.b. 70
svokallaðir lesskólar á víð og
dreif í kirkjum héraðsins. I þeim
skólum fer fram undirstöðu-
kennsla í lestri skrift og reikningi.
En þegar kemur að lestrar- og
skriftarkennslu þurfa nemend-
umir að klífa erfiðan hjalla. I
Konsó er töluð sérstök málýska,
sem er gjörólík ríkismálinu og
nemendurnir verða að læra nýtt
tungumál um leið og þeir nema
lestur og skrift. Jónas taldi mun-
inn álíka mikinn og milli íslensku
og frönsku. Hugsið ykkur ef ísl-
ensk börn þyrftu öll að læra að
lesa á franskar bækur — það væri
ekki til stafkrókur á íslensku
máli! Enn hefur ekkert verið
skrifað á Konsómáli utan það
sem starfsmenn kirkjunnar hafa
gert að undanfömu.
Fyrirbyggjandi
aðgerðir
Á vegum kristniboðsins í
Eþíópíu eru t.d. rekin stór
sjúkrahús í Arbaminch og
Gidole. Iðnskóli er í Arbaminch
og kristniboðið rak þar eitt sinn
menntaskóla, sem ríkið hefur nú
yfirtekið. Auk þess sem hefur
verið talið upp rekur kristniboðið
viðamikið hjálparstarf sem höfst í
hungursneyðinni í suðurhluta
landsins 1974 til 1975. Nú hefur
starfið breyst í þá veru að vera
fyrirbyggjandi.
„Það eru lagðir vegir, grafnir
bmnnar og reynt að koma á fót
iðnaði. Bændum eru kenndar
nýjar aðferðir við ræktun og reynt
að kynna þeim áburðarnotkun.
Með öðrum orðum þá reynum
við að koma í veg fyrir að hung-
ursneyð þurfi að endurtaka sig
þótt uppskeran bregðist. Annars
krefst svona fyrirbyggjandi starf
mjög lands tíma. Það er ekkert
hægt að gera á stundinni og ef
hlaupið er frá því of snemma vill
það sem gert hefur verið oft verða
að ekki neinu."
„Hver er sæll í sinni
trú“
Og gefum nú Jónasi orðið:
„Það þarf meira en menntunina.
Það þarf oft að leysa innfædda
viðjum gamalla siða áður en þeir
geta sett menntun sína út í lífið.
Kanto-menn á leið heim frá ökrunum.
4.DAGUR
Jónas segir að Afríkumenn séu trúaðir og hafi áhuga á að kynnast krístni.
Oft er dregin upp glansmynd af
þessum þjóðflokkum í sjónvarps-
myndum en þegar maður hefur
búið á meðal þeirra í mörg ár þá
er ekki hægt að halda því fram að
við séum ekki að gera gagn með
því að leysa fólkið úr þessum
viðjum. Það er ekki hárrétt að
„hver er sæll í sinni trú“ eins og
stundum er sagt. Sem dæmi um
hugsunarhátt og venjur get ég
sagt þér að mikið af því komi sem
berst til Afríku fer fyrst að fórn-
artrénu áður en jafnvel börnin fá
að borða. Ástæðan er sú að þeir
trúa að illir andar hafi leitt hung-
ursneyðina yfir þá og fyrst af öllu
verði að blíðka andana.“
„Mér finnst reynslan hafa sýnt
að besta leiðin til þess að fólkið
geti notfært sér menntun sína sé
sú að veita því nýjan lífsgrund-
völl. Leysa það úr þeim böndum
sem halda því við fortíðina; við
fomeskjulega siði og þá kemur
hin kristna trú inn í myndina sem
mikilvægur þáttur. Fólkið verður
að losna úr þessum ótta og
hræðslu."
„Það er hægt að segja þessu
fólki sama hlutinn oft og mörgum
sinnum án þess að það taki ýkja
mikið mark á þér. Því vantar með
öðrum orðum nýjan grundvöll
svo það skilji það sem þú ert að
segja.“
— En hvernig gengur þá að fá
fólk til að skilja og laka kristna
trú?
„Mestu erfiðleikarnir eru
fólgnir í því að gera sig skiljan-
legan. Tungumálamúrinn er hár.
En Afríkumenn eru trúaðir eins
og þeirra heiðnu siðir og venjur
benda til. Þeir vita að til er Guð
sem er skapari alls, en hann er
þeim svo fjarlægur vegna þess að
maðurinn hefur brotið af sér.
Þetta vita þeir. En vegna þess hve
Guð er fjarlægur eru það illir
andar sem eru þeim næstir og
eina leiðin fyrir Afríkumanninn
er að blíðka illu andana -— annars
láta þeir illt af sér leiða. Með því
að höfða til þess sem nú hefur
verið sagt er létt að komast að
fólkinu“
Við Jónas komum víða
við í samtali okkar, en því
miður er ekki hægt að
halda lengur áfram. Jónas
hefur í hyggju að fara utan
á nýjan leik strax og tæki-
færi gefst — ásamt konu
og fimm dætrum. Jónas
sagði að besta leiðin til að
aðstoða þá sem búa i Af-
ríku væri að búa meðal
innfæddra, ávinna sér
traust þeirra, innræta þeim
guðsótta og góða siði,
byggja upp á því sem til er í
landinu og forðast að ætla
að gera kraftaverk eða
innleiða vestræna lifnað-
arhætti. Enn um sinn
munu mæður gefa ný-
fæddum börnum þrátt
smjör svo þau verði heil-
brigð og enn um sinn
munu þær smyrja kúadellu
á naflastreng hvítvoðunga
— en smám saman munu
kristniboðarnir og fleiri
gera það að verkum að ljós
kemst í það myrkur sem
hefur umlukið Afríku.
En hvernig hjálpum við
bræðrum okkar í Afríku?
„Allir þeir fjármunir sem
hafa verið gefnir til
kristniboðsstarfsins hafa
komið að miklu gagni.
Fjármunum er ekki sóað.
Það er afskaplega strangt
eftirlit með þeim og menn
eru á lágum launum.
Vegna náins samstarfs við
innfædda og vegna þess að
starfslið kristni-
boðstöðvanna hefur búið
um áraraðir í landinu þá
nýtast peningamir vel. Af
þeirri ástæðu hefur m.a.
Norska þróunarhjálpin og
Hjálparstofnun kirkjunnar
beint miklu af sínu fjár-
magni til hinna ýmsu
kristniboðsfélaga," sagði
kristniboðinn Jónas Þóris-
son að lokum.
„Toppleikur“ hjá Þór
Jafntefli við Í.R.
Á föstudagskvöldið léku í annarri deild i handbolta Þór og ÍR.
ÍR-ingar féllu í fyrra úr fyrstu deild þannig að búast mátti við
þeim mjög sterkum. Þórsarar komu mjög á óvart í þessum
leik, og gerðu þeir jafntefli við ÍR-inga, 20 mörk gegn 20. Það
var sérstaklega stórleikur Ragnars i markinu hjá Þór í fyrri
hálfleik, og einnig stórleikur Sigurðar Sigurðssonar í siðari
hálfleiknum, sem ýtti undir velgengni Þórsara í þessum leik.
Báðum liðum gekk erfiðlega
að skora til að byrja með, en á
fimmtu mín. var dæmt víti á Þór
en Ragnar gerði sér lítið fyrir og
varði, en boltinn hrökk síðan til
Ásgeirs Elíassonar sem náði að
pota honum í markið.
Strax í næstu sókn jöfnuðu
Þórsarar og var þar að verki
Guðmundur Skarphéðinsson.
Síðan var leikurinn jafn í
mörkum fram eftir hálfleikn-
um, en eins og áður sagði
bjargaði Ragnar oft meistara-
lega með markvörslu sinni.
I síðari hluta hálfleiksins voru
ÍR-ingar sterkari og komust
mest í fjögurra marka mun. I
hálfleik var síðan staðan 12
mörk gegn 9, ÍR í vil.
Guðmundur Skarphéðinsson,
gerði fyrsta markið í síðari
hálfleik en um miðjan hálfleik-
inn jafnaði Sigurður Sig. og
staðan orðin 14-14. Eftir það
skildi aldrei nema eitt mark lið-
in af, en ávallt voru ÍR-ingar
fyrri til að skora. Á síðustu mín,
gerði Bjarni Bessason sitt fyrsta
mark í leiknum, eftir að hafa átt
fjöldan allan af skottilraunum,
og kom þá ÍRingum yfir 20
gegn 19.
Þegar aðeins 5 sek. voru til
leiksloka fá Þórsarar dæmt víti,
og úr því skoraði Sigurður Sig-
urðsson af öryggi, og tryggði
Þór þá um leið annað stigið.
I leiknum fengu iR-ingar
dæmd sex víti en skoruðu að-
eins úr tveimur þeirra. Þórsarar
fengu þrjú víti og skoruðu úr
þeim öllum. Markhæstur hjá
Þór var Sigurður Sigurðsson
með 11 mörk (3 úr víti), Sig-
tryggur og Guðmundur Skarp.
voru með 3 hver, og Árni
Gunnars, Davíð og Rúnar 1
hver.
Guðmundur Þórðarson var
markhæstur ÍR-inga með 6
mörk, en hann var jafnframt
bestur í þeirra liði. Sigurður
Svavarsson gerði 4, og Guðjón
Markússon 3.
Dómarar voru Ólafur og
Gunnar Steingrímssynir og
höfðu þeir gott vald á leiknum.
Það verður að teljast furðulegt
að sækja þá báða til Reykjavík-
ur, því hér á Akureyri eru ágætir
handboltadómarar.
Á laugardaginn léku KA og
fR. Fyrir þennan leik hafði
Brynjólfur Magnússon bæst í
hópinn hjá ÍR-ingum, en
hann lék með KA fyrir
nokkrum árum.
Brynjólfur bætti mikið ÍR
liðið, sérstaklega sóknarleikinn,
sem nú var betri en kvöldið áð-
ur. KA liðið var mun betra í 50
mínútur og það nægði til sigurs,
en þegar flautað var til leiksloka
var staðan 21 gegn 19 fyrir KA.
KA skoraði tvö fyrstu mörkin
í leiknum og voru þar að verki
Friðjón og Þorleifur. Þeir héldu
síðan eins til tveggja marka for-
skoti fyrstu 20 mín. en þá jafn-
aði Brynjólfur fyrir ÍR, og síðan
bættu þeir við tveimur í viðbót
án þess að KA menn svöruðu
fyrir sig.
Rétt fyrir lok hálfleiksins
kom Guðmundur Guðmunds-
son inná hjá KA og gerði strax
tvö mörk, og jafnaði stöðuna
sem var 7 gegn 7 þegar fyrri
hálfleik lauk.
Friðjón og Gunnar Gíslason
gerðu síðan tvö fyrstu mörkin í
síðari hálfleik. Þá kom mark frá
Brynjólfi, og síðan bættu Frið-
jón, Gunnar G. og Þorleifur við
sínu markinu hver og staðan
orðin 12 mörk gegn 8 fyrir KA.
KA hélt síðan þriggja til fjög-
urra marka forskoti út mest all-
an hálfleikinn en síðustu
mínútumar voru nokkurs konar
skotkeppni milli leikmanna, og
á síðustu sek. náðu ÍR-ingar að
minnka muninn niður í tvö
mörk, þegar flautað var til
leiksloka. Lið KA lék oft á tíð-
um góðan handbolta, en þessi
leikur var þegar á heildina er
Ragnar Þorvaldsson stóö 1 Þórs-
markinu allan leikinn og varói mjög
vd.
Guömundur Guðmundsson gerði tvö
mörk á þýðingarmiklum augnablik-
um fyrir KA.
litið mun betri en leikurinn
kvöldið áður.
Gauti varði oft á tíðum
ágætlega, sérstaklega varði
hann línuskot þegar ÍR-ingar
voru komnir í dauðafæri.
Gunnar Gíslason, sem kom frá
íþróttaskólanum að Laugarvatni
til þessa leiks, var mjög spræk-
ur, en óheppinn með skot sín,
sérstaklega í fyrri hálfleik.
Þeir Brynjólfur og Bjarni
Bessason voru bestu menn ÍR í
þessum leik, en þeir voru einnig
markhæstir með 5 mörk hvor.
Erlendur var markhæstur hjá
KA með 5 mörk. Þorleifur gerði
4, Friðjón, Erlingur og Gunnar
G. 3 hver, Guðmundur 2 og
Magnús G. 1.
Dómarar voru þeir sömu og
kvöldið áður og dæmdu þeir
ágætlega.
Leikur í skemmunni
Leikir í
Skemmunni
Um næstu helgi heldur keppn-
in í annarri deild áfram, og þá
kemur lið Breiðabliks í heim-
sókn.
Á föstudagskvöldið leika
þeir við KA, en við Þór á laug-
ardaginn. Lið Blikanna á að
vera nokkuð gott þannig að
búast má við hörkuleikjum.
Öruggur sigur
Þórsstúlkurnar hófu
leikinn ágætlega
— en stúlkurnar úr Val sigu framúr
Á fimmtudagskvöldið leikur
Þór við IBK í körfu í skemm-
unni. Leikurinn hefst klukkan
átta.
Á laugardaginn léku í fyrstu
deild kvenna í handknattleik
Þór og Valur og fór leikurinn
fram í iþróttaskemmunni.
Þórsstúlkurnar byrjuðu mjög
vel og í hálfleik var staðan
orðin 12-8 þeim í vil.
I síðari hálfleik tóku Vals-
stúlkurnar það til bragðs að
taka Magneu og Freydísi úr
umferð eins og það er kallað, og
við það ruglaðist leikur Þórs til
muna og smám saman sigu
Valsstúlkurnar fram úr og
sigruðu örugglega með 20
mörkum gegn 16. Flest mörk
Þórs skoraði Þórunn 5, Dýr-
finna gerði 4, Freydís 3 og
Magnea, Valdís, Borghildur og
Sigríður 1 hver.
DAGUR.5