Dagur


Dagur - 18.11.1980, Qupperneq 5

Dagur - 18.11.1980, Qupperneq 5
Jón Bjarnason, frá Garðsvík Otgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Samgöngumál í dreifbýli Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, sem haldið var nýlega var samþykkt álykt- un, þar sem skorað er á ríkisstjórn og Alþingi að fylgja fast eftir þeirri byggða- og uppbyggingarstefnu sem mörkuð var við myndun vinstri stjórn- arinnar árið 1971 og unnið hefur verið eftir síðan. Minnir þingið á, að enn skorti verulega á að þegnar landsins búi við áþekk skilyrði og lífsaðstöðu á mörgum sviðum, þó umtalsverður ár- angur hafi náðst á síðasta áratug í þessu efni. f sömu ályktun er fjallað um sam- göngumál og segir þar meðal annars: „Kjördæmisþingið fagnar því sem áunnist hefur í samgöngumálum kjördæmisins á síðustu árum, en minnir jafnframt á, að enn er margt óunnið sem enga bið þolir. Af sér- stökum verkefnum skai leggja áh- erslu á að Ijúka gerð „hafísvegarins," vegagerð um Víkurskarð og Óiafs- fjarðarveg um Múla og Lágheiði. Hefja skal svo fljótt sem auðið er framkvæmdir við Leiruveg og veg um Öxnadal. Forgangsverkefni næstu ára hlýtur að verða uppbygging vega- kerfisins í kjördæminu og að setja bundið slitlag á alla aðalvegi þess. Flugsamgöngur gegna stöðugt þýðingarmeira hlutverki í þjóðfélagi hraða og þæginda, auk þess sem þær eru veigamikill þáttur í öryggismálum hinna dreifðu byggða. Þingið leggur því ríka áherslu á, að jafnan sé þess gætt, að ástand flugvallanna í kjör- dæminu dragi ekki úr öryggi flugsins og að öryggisbúnaður þeirra verði látinn sitja fyrir öðrum framkvæmdum á þessu sviði. Auk þess þarf að byggja viðunandi húsnæði fyrir far- ' þega á þeim flugvöllum sem fjarri liggja þéttbýliskjörnum, s.s. á Aðal- dalsflugvelli. í Norðurlandskjördæmi eystra eru margir kaupstaðir og kauptún sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi, auk þess sem allar hafnirnar gegna veigamiklu hlutverki sem vöruhafnir. Því er það eitt brýn- asta hagsmunamál þessara byggðar- laga að hafnarkilyrði séu bætt. Þingið leggur áherslu á áframhaldandi fram- kvæmdir við hafnirnar, en mikilla úr- bóta er þörf á nær hverjum stað.“ í ályktun kjördæmisþings fram- sóknarmanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra er einnig fjallað um símamál og skorað á stjórnvöld að Ijúka án tafar lagningu sjálfvirks síma á þeim svæðum, sem enn njóti ekki slíkrar þjónustu. Hér sé um svo mikið öryggismál að ræða fyrir afskekkt byggðarlög, sem að jafnaði búi við lélegustu samgöngurnar, að ekki verði lengur við unað. Þingið krefst þess að staðið verði við gefin ioforð um jöfnun símakostnaðar milli dreif- býlis og þéttbýlisins á höfuðborgar- svæðinu. Rjúpan og undrin þrjú Ég hef nú tvívegis í röð mætt sem fulltrúi Dýraverndunarfélags Ak- ureyrar, á aðalfundum Sambands dýraverndunarfélags íslands í Reykjavík. Á fyrri fundinum var talsvert rætt um rjúpuna og friðun hennar. Hið sama var uppi á ten- ingnum á aðalfundi S.D.I. er hald- inn var að Hótel Esju þann I5. maí 1979. Þá var samþykkt tillaga þar sem skorað var á ríkisstjórnina að alfriða rjúpuna næstu þrjú árin, ef verða mætti til þess að stofninn rétti við úr þeirri lægð sem hann er nú í. Á fundum þessum varð ég þess var, mér til stórrar furðu, að innan vébanda dýraverndunar- samtakanna má finna slangur skotglaðra veiðimanna. Þessir, svo ogaðrir byssumenn, halda því fram að rjúpnadráp hafi engin afgerandi áhrif á stofninn til fækkunar. Vitna þeir ótæpt í skoðanir svokallaðra fræðimanna á þessum sviðum, en þeirra kenning er þessi. Einnig fullyrða þeir að nú sé rjúpnastofn- inn í góðu ástandi, hvað fjöldann snertir. Þarna eru bændur, sem mjög fara um varplönd rjúpunnar og önnur dvalarsvæði hennar, á allt annarri skoðun. Ég minnist þess að á öðrum þessara funda lenti ég í lítilsháttar stælu við einn hinna skotglöðu manna. Gerðist ég þá svo frakkur að nú kvaðst ég bíða þess eins, að þeir sem héldu því fram að rjúpum fækkaði ekkert þótt skotn- ar væru, sönnuðu bæði mér og öðrum það með fullum rökum, að fugl sá er skotinn er í jólamatinn, sé líklegur til að koma upp mörgum ungum á næsta vori. Annað undrið sem varð á vegi mínum snertandi rjúpnadráp, var spjall blaðamanns á Tímanum við Sigurð Blöndal skógræktarstjóra ríkisins. Birtist það í blaðinu laug- ardaginn 11. okt. sl. og ber yfir- skriftina „Rjúpur gerast skaðvaldar í trjám. Skógræktarmenn mundu einnig kjósa að hreindýrum fækk- aði enn meir.“ Svo segir skógrækt- arstjórinn: „Rjúpan veldur miklum skaða í trjágróðri, einkum birki og við höfum litlar mætur á þeim fugli í skógræktarstöðinni á Hallorms- stað....“ Síðan er skráð ýtarleg lýsing á því er starfsmenn stöðvar- innar leituðust við með ýmsum ráðum að verja kjarrið fyrir hinum ágenga vargi sem kúrði á sköflun- um og tíndi í sarpinn sér til bjargar. Þama virðist átt við sl. vetur og enn segir skógræktarstjórinn: „Við hvöttum menn til að skjóta hana (rjúpuna) þarna, en það er erfitt, því hún hélt sig mest í trjátoppun- um og var mjög stygg í skóginum.“ Svo mörg eru þau heilögu orð við- víkjandi þeim fugli sem aldrei fyrr hefur verið talinn meinvaldur. En ekki láta þau vel í eyrum okkar sem langar að verja rjúpuna fyrir sárum og bana af hendi haglspúandi veiðimanna. En vel á minnst. Getur það ekki valdið skemmdum á trjám, að senda haglagusur upp í topplim þeirra? Sigurður Blöndal segist einnig eiga í stríði við hreindýrin og kvað hann skógræktarmenn gráta mundu þurrum tárum, þótt þeim fækkaði frá því sem nú er. Það er nú önnur saga sem ekki verður fjallað um á þessu blaði, en segja Hjartarbaninn (The Deer Hunter) Bókaútgáfan Ögur á Akureyri hef- ur gefið út bókina Hjartarbanann, sem á frummálinu heitir The Deer Hunter, eftir E.M. Corder í ísl- enskri þýðingu Erlings Sigurðar- sonar, menntaskólakennara. Ekki alls fyrir löngu var sýnd hér á landi samnefnd kvikmynd og hlaut hún mikla aðskókn og yfirleitt mjög góða dóma kvikmyndagagnrýn- enda. Sagan greinir frá íbúum lítils iðnaðarbæjar í Bandaríkjunum, afdrifum nokkurra ungra manna úr bænum sem taka þátt í Viet-Nam stríðinu og þeim áhrifum sem sá hildarleikur hafði á þá. Sagan skiptist í þrennt og fjallar fyrsti þátturinn um bæinn og íbúa hans, starf þeirra og tómstundir, sem fel- ast m.a. í því að fara í veiðiferðir til fjalla og skjóta hirti. Annar þáttur- inn fjallar um þátttöku ungu mannanna í styrjöldinni í Víet- Nam og allar þær ógnir, vitfirringu og spillingu sem þar þreifst. Þriðji þátturinn fjallar síðan um heim- komu þeirra sem áttu afturkvæmt og lýsir þeim breytingum sem styrjöldin olli á persónuleika þeirra. Þetta er hrikaleg og spennandi saga og eftirfarandi spakmæli Ernest Hemingways segja meira en mörg orð um efni bókarinnar: „Engar veiðar jafnast á við mannaveiðar, og þeim sem veitt hafa vopnaða menn um langa hríð og notið þess, þykir þaðan í frá allt annað lítils vert.“ Bókin er 158 blaðsíður, offset- prentuð í Prentsmiðju Björns Jóns- sonar h.f. á Akureyri, bundin hjá Bókbandsstofunni Arnarbergi í Reykjavík. má og sýnilegt er, að þarna er mörg búmannsraunin. Drepum, drepum, lætur Matt- hías Skugga-Svein hrópa. Bágt er til þess að hyggja, að til skuli vera menntaðir menn í háum stöðum, sem taka sér ekki ósvipuð orð í munn, er þeim verður hugsað til fugla og dýra í hinu fábreytilega lífríki okkar kalda lands. Fyrr á árum létu skógræktar- menn öll járn standa á sauðkind- inni og kenndu henni eyðingu skóganna. Sem betur fer átti sú góða skepna formælendur nógu marga til þess, að ekki var hrapað að fækkun hennar, þótt fast væri á sótt. Veit ég ekki annað en að nú séu þessar raddir þagnaðar. En nú er það rjúpan. Kannski tekst öðru- vísi til með hana, svo þunnskipaður sem lífvörður hennar virðist vera á hinum hærri stöðum. Sé barátta hafin, er hugsanlegt að skógrækt- armönnum þeim sem eru á mála hjá ríkinu, takist að sannfæra stjórnarvöld um að það sé rjúp- unnar sök, hve grátlega gengur seint að sanna þjóðinni það, að hér verði ræktaðir upp stórviðarskógar, utan þá kannski í hinni sérstæðu veðurblíðu að Hallormsstað. Ég hef alltaf álitið að hverskyns ræktunarstörf orkuðu mýkjandi á mannshugann. Þess vegna sýnist það tæpast einleikið, að skógrækt- arstjórinn skuli hvetja menn til rjúpnadráps, þegar þessi elskulegi fugl leitar í skjól skógarins í jarð- bönnum. Líklega hefði maðurinn haft gott af því að dvelja nokkra daga 1 Hrísey. Og svo gerðist þriðja undrið laugardaginn þann 1. nóvember sl. Þá var að venju útvarpað þættinum „í vikulokin." Á meðal þeirra er þar komu fram, voru séra Bolli Gústafsson í Laufási og Finnur Torfi Hjörleifsson, sem ég bókamarkaði Borgfirzk blanda Nýlega er komin út hjá Hörpuút- gáfunni á Akranesi 4. bókin af Borgfirzkri blöndu. I þessari bók, eins og hinum fyrri, er að finna blöndu af borgfirzkum þjóðlífs- þáttum, persónuþáttum, gaman- málum og gamanvísum, frásagnir af slysförum, draumum og dul- rænum atburðum. í bókinni er t.d. þáttur urn Odd Sveinsson hinn landsþekkta fréttaritara Morgun- blaðsins og sagt frá afar sérstæðum og litríkum æviferli hans. Mun þar margt koma á óvart. Einnig eru birt nokkur sýnishorn af fréttum hans. Þá eru í bókinni 31 teikning af sveitabæjum sunnan Skarðsheiðar og er þar með lokið birtingu á hin- t Hanna Gerður Haraldsdóttir Fædd 16. maí 1949 - Dáin 8. nóvember 1980 Hún Hanna vinkona mín og frænka er dáin, svona alveg í blóma lífsins, horfin. Því getum við varla trúað, en vonum að henni farnist vel þar sem hún er nú. Við kynntumst þegar hún var fjögurra ára, þá flutti ég í Helga- magrastrætið og hún átti heima í Hamarsstígnum, svo margs er að minnast. Ung missti hún föður sinn og varð Ragnheiður móðir hennar að ala systkinin upp ein með útivinnu eftir það. Fjögur voru þau systkinin, Valgarður elstur, svo Hanna Gerður, Ingi- björg og Ragnheiður yngst. Alltaf var glatt hjá okkur í leikjum og skólastarfi og nóg við að vera. Fyrst voru barnaleikir, svo komu unglingsárin. Þannig fylgdumst við að nær óskiljan- legar þar til hún giftist Gunnari Frímannssyni rafvirkja. Eftir það hittumst við sjaldnar, en þá rifj- uðum við upp gamlar minningar og bernskubrek. Hanna og Gunnar eignuðust tvö börn, Valgerði Maríu 1969 og Davíð Rúnar 1971, sem sjá nú á bak góðri móður sem alltaf var tilbúin að aðstoða þau og hugga. Hún var- iðin, dugleg og bjó fjöl- skyldu sinni fallegt heimili í Skarðshlíð 22, þar sem snyrti- mennskan og reglusemin sátu í fyrirrúmi. Hún var glaðvær, trygglynd og traust og alltaf gott að leita til hennar. Fráfall hennar er mikil sorg fyrir alla hennar vandamenn, vini og alla er til hennar þekktu. Ég þakka Hönnu af heilum huga vináttu hennar og votta Gunnari og börnunum þeirra, Ragnheiði móður hennar, systkinum og tengdaforeldrum mína innileg- ustu samúð. Hvíl í friði, elsku vinkona. Alda Traustadóttir. t Minning Hólmfríður Guðbrandsdóttir f. 9.-6. 1888. d. 18.-9. 1980 Nú ertu horfin elsku amma mín, aldrei framar strýkur höndin þín, Ijúft og blítt um dótturdóttur kinn, dapur að vonum er hugur minn. Blessunar guðs ég bið þér farðu vel, blómhliðar fagrar opnast bak við hel, þar áttu góða dvöl við drottins náð, dýrð friður kœrleiks ertu núna háð. Sendi ég kveðju mina i himins höll, hjartkœrar þakkir engin hávær köll, dapur er hugur dauðinn engan spyr, dagur er liðinn stendur ekki kyrr. Enn vil ég þakka gleymt þér aldrei get, Guði sé lof þín urðu dásöm fet, L kœrleik og blíðu deildir sérhvert sinn, sólhlýr og fagur reyndist hugur þinn. Kveðja, Lóa. 4.DAGUR Jón Bjamason. ómenntaður karl „fyrir norðan" veit ekki á önnur deili en þau, að hann ku vera forstöðumaður í samtökum skotveiðimanna í höf- uðborginni. Mun maður sá hafa verið kallaður í þáttinn til skrafs við séra Bolla, sem nýlega hafði bann- að rjúpnadráp í landi Laufáss. Var mönnum þessum veittur allrúmur tími í þættinum, svo sem sjálfsagt var og réttmætt. Aðspurður kvaðst séra Bolli hafa verið orðinn leiður á því að svara áköllum rjúpnamanna um skot- leyfi í landinu. Þess utan hafði hann kynnst rjúpunni allnáið er hann var þjónandi prestur í Hrísey, en þar býr gott fólk sem aldrei styggir þennan prúða og meinlausa fugl og því vappar hann óttalaus um stræti og húsagarða og oft bar svo við að hinir vængjuðu vinir sátu á tröppum prestsetursins. Kvaðst klerkur ekki vilja stuðla að drápi rjúpunnar. Hinsvegar benti hann skotmönnum á að nær væri þeim að beina vopnum sínum að varg- fugli og nefndi til veiðibjölluna, sem er hinn ægilegasti vágestur í varplöndum og drepur unga unn- vörpum. Flestum mun auðvelt að skilja viðhorf séra Bolla. en kannski hef- ur það vafist fyrir fleirum en mér, hvað Finnur Torfi var að fara. Hann var spurður hversu það mætti fara saman að vera skot- veiðimaður og á hinn bóginn í hópi landverndarmanna, sem hefðu hverskyns náttúruvernd á stefnu- skrá sinni. Náði ég ekki að skynja hversu hárri stöðu maðurinn gegnir í þeim ágæta félagsskap. Ekki varð Finni Torfa svara vant, fremur en séra Bolla. Um leið og hann varaði prestinn við því að leggja hatur á vargfuglinn, sem ætti sinn rétt í líf- ríkinu eins og allt annað sem þar er að finna, kvað hann sig sem aðra náttúruverndarmenn að sjálfsögðu unna hinni frjálsu og óspjölluðu náttúru landsins og vilja verja hana fyrir hverskyns röskun. Engar for- sendur benda til þess, að rjúpan sé þama undanskilin, en þegar skot- mennskuna bar á góma, gat ég ekki annað skilið en að maðurinn þætt- ist beina byssu sinni í átt til hennar af einskærri ást til fuglsins. Undar- legt viðhorf þetta. Ég mun að vísu hafa séð þessari þvælu bregða fyrir í skáldskap einhverjum, að veiði- maðurinn drepi af ástarhug til bráðarinnar og leggi hana gjarman að vanga sér með tárum. Auðvitað trúir þessu enginn heilbrigður maður, enda kom það fram síðar hjá Finni Torfa svona eins og til afsökunar, að veiðigleðin hefði fylgt manninum gegn um allar aldir og væri hún því næsta eðlileg ástríða. Jú, þetta hefur maður nú líka heyrt áður. En skyldi ekki drjúgur munur á því, hvort drepið er sér og sínum til lífsbjargar, eins og refur- inn gerir og fslendingar urðu að gera allt fram til okkar daga, eða menn láta sig falla niður á plan minksins sem lætur sér ekki nægja að grípa eina pútu er hann smýgur inn í hænsnahús, heldur drepur allt sem til næst, af hinni blóðugu fýsn sem honum er inn gefin. Ekki verður séð að maður sem saddur rís upp frá nægtarborði og arkar á heiðar til rjúpnadráps, sé kominn langt frá minknum á leið þeirri er þroskabraut nefnist. Það er auðvirðilegt sport að læðast að fugli sem kúrir í snjónum eða kroppar hnjóta með drápstæki sem hann í sakleysi sínu, lærir aldrei að varast. um athyglisverðu myndum séra Jóns M. Guðjónssonar, sem geymdar eru í byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Bragi Þórðarson bókaútgefandi á Akranesi hefur safnað efninu í þessar fjórar bækur og sjálfur skráð hluta af því eftir frásögnum fólks og samtíma heimildum. Borgfirzk blanda hefur öðlast sérstakan sess meðal bóka um þjóðleg efni. Þar er blandað saman frásöguþáttum af ýmsum alburð- um, fróðleik, gamanmálum og sagt frá sérkennilegu fólki. Enda þótt efnið sé bundið við Borgarfjörðinn og tengt Borgfirðingum á það engu að síður erindi til annarra lands- manna, sem kunna að meta þjóð- legt lestrarefni. Borgfirzk blanda 4 er 246 bls. í stóru broti. Fjöldi mynda er í bók- inni. Prentverk Akraness h.f. hefur annast setningu, prentun og bók- band. Káputeikning er eftir Ragnar Lár. Þegar neyðin er stærst Ný bók eftir Asbjorn 0kxen- dal Hörpuútgáfan á Akranesi sendur nú frá sér nýja bók eftir norska rit- höfundinn Asbjarn 0kxendai. Þetta er sönn frásögn af flótta fanga úr þrælabúðum nazista I Noregi. 0kxendal hefur skrifað bókina eft- ir segulbandsupptökum á frásögn fanganna sjálfra, sem lifðu af fangavistina og hinn ævintýralega flótta. Sjö af þeim persónum sem upplifðu atburðina hafa lesið yfir handritið og ætti það að tryggja rétta frásögn. Bókin komst strax í röð sölu- hæstu bóka, þegar hún kom út í Noregi. Ummæli norskra blaða voru öll á einn veg: „Hrikaleg, sönn lýsing á flótta úr þrælabúðum naz- ista í Noregi." Aftenposten. „Stórkostleg frásögn um Norð- menn sem hættu lífi sínu og fjöl- skyldna sinna við björgun fanga úr þrælabúðum nazista í Noregi og flótta fanganna til Svíþjóðar.“ S. Evenson í Rdio. „Þegar neyðin er stærst" er bók í algjörum sérflokki. Aðeins ein bók um hliðstætt efni er sambærileg og það er bókin um Jan Baalsrud (sem út kom á íslensku undir nafninu „Eftirlýstur af Gestapo.“) Arbeiderbladet. Þegar neyðin er stærst er 194 bls. Auk þess eru í bókinni nokkrar myndir af fólki og stöðum þar sem atburðir sögunnar gerðust. Skúli Jensson þýddi. Bókin er prentuð og bundin í Prentverki Akraness h.f. Káputeikningu gerði Teiknistofan ‘Stíll, Akureyri, Ragnar Lár. Þrautgóðir á rauna- stund eftir Steinar J. Lúðvíksson 12. bindi BjÖrgunar- og sjó- slysasögu Islands Ut er komið 12. bindi bókaflokks- ins ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNA- STUND eftir Steinar J. Lúðvíks- son. Útgefandi er Hraundrangi, Öm og Örlygur h.f. Þetta bindi hefur að geyma sögu bjargana og sjóslysa á árunum 1903-1906 að báðum árum meðtöldum, en á þessum árum urðu margir stórat- burðir á þessu sviði, sem greint er ítarlega frá í bókinni. Má þar nefna sem dæmi frásögn um mannskaða- veðrið mikla í apríl árið 1906, er kútter Ingvar fórst við Viðey með allri áhöfn. Metaregn Það var sannkallað meta- regn á kraftlyftingamót- inu. Kári Elísson tvíbœtti Islandsmetið í bekkpressu, og bœtti einnig tslands- metið í samanlögðu. Þá fuku einnig ellefu Akureyrarmet, þannig að greinilegt er að lyftinga- menn eru sterkir um þess- ar mundir. Var það jógúrtinu að þakka? Mjólkursamlag KEA er að hefja framleiðslu á nýjum tegundum af jógúrt, og sendu þeir mótinu sýn- ishom af framleiðslu sinni. Lyft- ingamennirnir gæddu sér á jógúrt- inu fyrir keppnina og meðan á henni stóð, og eftir þeim árangri sem náðist á mótinu virðist vera óhætt að mæia með framleiðsl- unni. Á myndinni sést Vtkingur Traustason gæða sér á jógúrtinu. Mynd: Ó.Á. Kári Elísson stigahæstur Sigurvegarinn Kári Elísson. 67.5 kg flokkur 1. Kári Elísson, KA, 2I2,5 — 140,0 — 220,0 = 572,5 kg 2. Halldór Eyþórsson, KR, 157,5 — 70,0— 170,0 = 392,5 kg 75 kg flokkur. 1. Sigurður Gestsson, Þór, 180,0— 105,0 — 220,0 = 505 kg 2. Sigurður Pálsson, Þór, 160,0 — 82,5 — 190,0 = 432,5 kg 82.5 kg flokkur 1. Flosi Jónsson, KA, 200,0 — 115,0 — 225,0 = 550,0 kg 2. Jóhannes Jóhannesson, Þór, 145,0 — 80,0— 185,0 = 410,0kg 90 kg flokkur 1. Sverrir Hjaltason, KR, 255,0— 155,0 — 270,0 = 680,0 kg 100 kg flokkur I. Jóhannes Hjálmarsson, Þór, 200,0— 110,0—240,0 = 550,0 kg 110 kg flokkur 1. Halldór Jóhannesson, Þór, 255,0— 145,0 — 270,0 = 670,0 kg 125 kg flokkur 1. Vikingur Traustason, Þór, 312,0— 160,0 — 305,0 = 777,5 kg Norðurlandamcistarinn Jón Páll Sigmarsson er að undirbúa Jóhann- es Hjálmarsson fyrir eina lyftuna. Mynd: Ó.Á. Á laugardaginn var haldið í íþróttahúsinu í Glerárhverfi Grétarsmótið í kraftlyfting- um. Keppendur voru ellefu frá Akureyrarfélögunum Þór og KA og frá KR í Reykjavík. Þetta var mjög sterkt mót og margir af bestu kraftlyftinga- mönnum landsins meðal þátt- Annars urðu úrslit þessi: takenda. Keppt var um veglega farandstyttu, sem gefin var á sínum tíma af foreldrum Grét- ars. Það var Kári Elísson úr KA sem fékk flest stig á mótinu eða 415 alls. Hann vann því styttuna til varðveislu næsta ár. Annar í stigakeppninni var Víkingur Traustason, Þór, en hann fékk 405 stig. DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.