Dagur - 18.11.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 18.11.1980, Blaðsíða 8
mmmmmmm^mmmmmmmmmmammmammmmm amam RAFGEYMAR f BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA mmmmmmtmmm mmmm VEUIÐ RÉTT MERKI Aldrei jafn margir tónleikar og á síðasta starfsári Aðalfundur Tónllstarfélags Ak- ureyrar var haldinn 25. október s.l. Formaður félagsins, Jón Hlöðver Áskelsson, flutti skýrslu stjórnar og gat þess að félagið hefði aldrei gengist fyrir jafn mörgum tónleikum eins og á síðasta starfsári, en alls urðu tónleikarnir 7 þar af 5 áskriftar- tónleikar á seinni hluta vetrar- ins. Auk þess stóð félagið í fimmta skipti að tónlistardögum í maí, ásamt Passíukórnum. Boðið var upp á fasta áskrift á tónleika, en slíkt hafði ekki verið gert um nokkurra ára skeið. Alls voru 170 áskriftarfélagar skráðir, en þess ber að geta, að föst áskrift veitir full félagsréttindi. Það kom glögglega fram, að áskriftarkerfi er eina leiðin, svo félagið geti haldið tónleika reglulega og ákveðið nið- urröðun fram í tímann. Formaður lagði áherslu á að fjölga þyrfti félögum, og þyrfti að hefja öflugt kynningarstarf hið fyrsta. Fjárhagsstaða félagsins er erfið um þessar mundir, og þrátt fyrir ómælda sjálfboðavinnu stjórnar og sparnaðar á ýmsum sviðum, þá er vart hægt að ná saman endum. Þess vegna er einnig fjölgun áskriftar- aðila nauðsynleg. Á fundinum var tilkynnt um ákvörðun stjórnar, að sæma Jón Sigurgeirsson, fyrrver- andi skólastjóra Iðnskólans á Ak- ureyri og Harald Sigurgeirsson fulltrúa á skrifstofu Akureyrarbæj- ar heiðursfélaganafnbót, og voru þeim fluttar þakkir fyrir áratuga farsælt starf í þágu félagsins. Á fundinum var kosið 12 manna félagsráð, sem kaus framkvæmd- arstjórn, hálfum mánuði síðar. f framkvæmdarstjórn eiga sæti: Jón Hlöðver Áskelsson formaður, Hrafnhildur Jónsdóttir ritari, og Hulda Þórarinsdóttir gjaldkeri. í varastjórn sitja: Jón Arnþórsson, Lilja Hallgrímsdóttir og Stefán Bergþórsson. Hótel Húsavík: Betri nýting en 79 Það sem af er þessu ári hefur nýting gistiherbergja á Hótel Húsavík verið mun betri en í fyrra. Fyrstu átta mánuði þessa árs var nýtingin 35,97%, en í fyrra var meðalnýting ársins 28,78%. Að vísu er versti tími ársins eftir, en Ijóst er að nýt- ingin verður talsvert betri á þessu ári en í fyrra, þégar á heildina er litið, að sögn Ólafs Skúlasonar, hótelstjóra. Byggingu nýja hótelsins var að fullu lokið og það tekið í notkun í núverandi mynd fyrir röskum átta árum. Þar eru 68 rúm í 34 her- bergjum. Á veturna er fast starfslið um 12 manns en starfsfólk fer allt upp í 30 manns yfir sumartímann, þegar mest er að gera. Ólafur sagði að mjög erfitt væri að halda þessu gangandi yfir vetrarmánuðina, einkum vegna þess að síðast liðin ár hefur lítill snjór verið á Húsavík og því lítið um að fólk kæmi til að dveljast á hótelinu og vera á skíð- um. Hins vegar væri áhugi á slíku mjög mikill. Undanfarið hefði t.d. verið fullbókað um páska nokkuð fram í tímann, en fólk hefði síðan afpantað þar sem snjóinn vantaði. Skíðabrekkur Húsvíkinga eru að- eins örskot frá hótelinu og hægt er að renna sér alveg heim að dyrum. Þrjár skíðalyftur eru nú komnar í fjallið. Talsvert hefur verið um það, að starfshópar hafi komið til helgar- dvalar á Hótel Húsavík og komu t.d. allmargir Akureyringar í fyrra og fóru þá í leikhús í leiðinni. Boðið verður upp á helgardvöl á hótelinu í vetur. Aðstoðarhótelstjóri er Auður Gunnarsdóttir. Þcssi föngulegi og glaðlegi hópur annast þjónustu við þá er gista Hótel Húsavfk. Hótelið sjálft er einstaklega snyrtilegt og fallegt og samkvæmissalur félags- heimilisins þar er með þeim betri sem sjást hér á landi. Ekki skemmir svo lip- urð og skemmtilcgt viðmót þjónustu- liðsins I veitingasal, eldhúsi og gesta- móttöku. Þegar þessi mynd var tekin var yfirmatrciðslumaður hótelsins, Jónas Már Ragnarsson, ekki viðstaddur, en starfsfélagarnir minntu á tilveru hans með þvi að halda tákni hans, húfunni, á lofti. Á myndinni cru t.f.v.: Halldóra Theódórsdóttir, Elmar Ólafsson, Unnur Sigfúsdóttir, Unnur Sigurðardóttir, Auður Gunnarsdóttir, Guðbjörg Krist- insdóttir, Árný Sigurðardóttir og Harpa H. Daviðsdóttir. Mynd: H. Sv. Slátruðu yfir 50 þúsund Laust eftir miöjan október lauk slátrun í báðum sláturhúsum KEA, þ.e. á Akureyri og Dalvík, en slátrun á Grenivík er nú hætt. Alls var slátrað 50.248 kindum eða 13.926 kindum færra en 1979. Meðalþyngd dilka var 14,534 kg., sem er 1,6 kg. meiri en 1979, sem var erfitt búskap- arár vegna árferðis. Skipting sláturfjár milli sláturhúsanna og fleiri upplýsingar fara hér á eft- ir: Fjöldi Meðalþyngd Sláturhús á sláturfjár dilka kg. Akureyri 37.223 14,61 Dalvík 13.025 14,33 Færri kindum slátrað Svalbarðsströnd 17. nóvember. j haust var slátrað hjá Kaupfé- lagi Svalbarðseyrar 21.169 fjár, sem er 2.500 færra en s.l. haust þrátt fyrir að slátursvæði kaupfélagsins stækkaði í haust. Ástæðan fyrir fækkuninni er sú að það þurfti að fækka fullorðnu fé í fyrra vegna harðindanna og fé var óvenju ófrjósamt s.l. vor. Meðalfallþungi dilka var 14.57 kg„ sem er 1.6 kg. betri meðalvigt en í fyrra. I stjörnuflokk fóru aðeins 26 lömb. Kjöt flokkaðist mjög vel í haust. Þyngsti dilkurinn vóg 27,5 kíló. Hann átti Þóranna Björgvins- dóttir í Leifshúsum. S.L. Laun hækka Laun hækka almennt um 9,52% um næstu mánaðamót vegna hækkunar á verðbótavísitölunni frá 1. september til nóvember- loka, eins og fram kemur i til- kynningu frá kauplagsnefnd. Hækkun framfærsluvísitölunnar frá ágústbyrjun til októberloka var 10,86%. Aukin niðurgreiðsla bú- vöruverðs í okt. og nóv. olli því að hækkun framfærsluvísitölunnar varð 1,16% minni en ella hefði orðið. Einnig varð lítilsháttar aukning á niðurgreiðslu í sept. sam- fara haustverðlagningu búvara. Eigandi þyngsta dilksins á Akureyri var Sigurður B. Skúlason á Staðarbakka en dilkur hans vó 28,2 kg. Eigandi þyngsta dilksins á Dalvík var Hjörleifur Hjartarson á Tjöm, en dilkur hans vó 30.4 kg. Mestu meðalþyngd dilka hjá þeim, sem slátruðu yfir 100 dilkum, höfðu: Akureyri: Hreinn Kristjánsson, Hríshóli, meðalþ. dilka 17,728 kg. Dalvík: Andrés Kristjánsson, Kvíabekk, Ólafsfirði, meðalþ. dilka 17,886 kg. Mestu meðalþyngd hjá þeim, sem slátruðu 30-100 dilkum, höfðu: Akureyri: Árni Magnússon, Háalundi 2, meðalþ. dilka 17,667 kg. Dalvík: Konráð Gottliebsson, Bustarbr. Ólafsfirði, meðalþ. dilka 21,602 kg. C7 % Gjaldmiðils breytingin Það er víst öruggt að gjald- miðilsbreytingin um áramót- in mun vefjast fyrir mörgum og eflaust verða mörg mistök gerð í verslunum áður en af- greiðslufólk og viðskiptavinir eru búnir að venjast nýju myntinni. Einn er þó sá flokkur íslendinga sem fagn- ar nýju seðlunum, en það eru blindir. Sérstök upphleypt einkenni er á framhlið seðl- anna (vinstra megin ofan til) fyrir blint fólk. Merkin eru sem hér segir: Á 500 króna seðli er lóðrétt strik, á 100 krónu seðli eru 3 punktar, á 50 króna seðli eru 2 punktar og á 10 krónu seðli er 1 punktur. £ Gamla krón- an hverfur ekki strax Gamlar krónur (seðlar og mynt) verður kleift að nota í öllum viðskiptum fram til júnfloka 1981 og hvílir því engin skylda á þeim sem hafa þær undir höndum að skipta þeim strax eftir áramótin. Þó er ráðlegt að skipta um seðla og mynt fyrr en seinna þar sem sjálf verðgildisbreyting- in tekur strax gildi við ára- mótin og öll verðlagning verður í nýjum krónum frá þeim tíma. Aftur á móti verður öll umskráning, t.d. spari- sjóðsbóka, í nýjar krónur nánast sjálfkrafa. Eigandi bókar getur þannig farið í sinn banka eða sparisjóð þegar honum hentar og verð- ur þá innistæðu hennar breytt í nýjar krónur. En svona eftir á að hyggja: það gæti verið nokkuð gaman að vera staddur á veitingastað á gamlárskvöld og fylgjast með viðskiptunum. % Umverð- merkingar Það kom fram í Degi í síðustu viku að verðmerkingu í gluggum verslana í miðbæn- um er mikið ábótavant, en það er skýlda að merkja vöru í búðargluggum. Könnun þessi sem hér um ræðir var framkvæmd á vegum NAN og varð niðurstaðan svipuð og í könnun sem var framkvæmd fyrir hálfu öðru ári. Það er fuil ástæða til að hvetja verslun- areigendur — hvort sem þeir eru í miðbæ Akureyrar eða annars staðar — að verð- merkja þær vörur sem þeir hafa á boðstólum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.