Dagur - 04.12.1980, Side 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
LXIII. árgangur. Akureyri, fimmtudagur 4. desember 1980 88. tölubiað
mnnnnnHnannmHaHmmnnnnnnnHnnBHmnnHnHHHnHnnnnnnHnHnHnnnHnHí
Vitann rak blikk-
andi upp í fjöru
„Það var mjög hvasst og mikið
særok, en eina verulega tjónið
varð á varnargarðinum, er grjót
hrundi úr honum á um 20 metra
kafia. Grjótið fór í innsigling-
una og því þarf að breyta henni,“
sagði Ólafur R. Jónsson, sveit-
arstjóri á Þórshöfn í viðtali við
Dag um óveðrið sem gekk yfir
austanvert landið á dögunum.
„Lítill blikkljósviti var á garðin-
um. Undirstöður hans kubbuðust í
sundur, m.a. sverir bjálkar, og hann
silgdi síðan blikkandi inn fjörðinn
og lenti upp í fjöru. Þar blikkaði
hann enn þegar menn komu að,“
sagði Ólafur ennfremur. Hann
sagði að starfsmenn Vita- og hafn-
armálaskrifstofunnar hafi gert ráð
fyrir að bæta þyrfti í garðinn, en
kvaðst sjálfur ætla að hann væri
ekki rétt byggður — of þverhnípt-
ur.
Að sögn Sveins Eiðssonar, sveit-
arstjóra á Raufarhöfn, varð ansi
hvasst þar, en enginn Austfjarða-
vindur, eins og hann komst að orði.
Engar skemmdir urðu nema hvað
jámplötur bognuðu þar sem þær
voru í stafla á bryggjunni.
Leikfélagið sýnir
tvö verk í vetur
Samlestraræfingar eru hafnar
hjá Leikfélagi Akureyrar á
Skáld-Rósu eftir Birgi Sigurðs-
son og er ætlunin að frumsýna
verkið upp úr mánaðamótum
ja n; feb. Líklegt er að ekki verði
sýnd nema tvö verk hjá L.A. í
vetur og að seinna verkið verði
gamanleikur, að sögn Theódórs
Júlíussonar, sem ásamt Sunnu
Borg í titilhiutverki og Gesti
JónUssyni leika stærstu hlut-
verkin í Skáld-Rósu. Hlutverk
- eru samtals 22 en leikendur
verða 15.
Ekki verður ráðinn leikhússtjóri í
vetur, en gert er ráð fyrir að þeir 3-4
leikarar sem verða fastráðnir gegni
starfi hans til skiptis. Eftir áramót
verður auglýst eftir leikhússtjóra
sem á að taka til starfa næsta vor og
einnig verða auglýstar stöður fast-
ráðinna leikara, sem hefji störf
næsta haust. Er gert ráð fyrir að
þeir verði 8 talsins.
Fjárhagsvandi L.A. hefur nú
verið leystur að mestu leyti og 40
milljón króna skuldahali nærfellt
út sögunni. Styrkir ríkis og bæjar
hækka á næsta ári, ríkið hefur feilt
niður um 20 milljóna króna skuld
vegna launaskatts og söluskatts og
10 milljón króna skuld vegna líf-
eyrissjóðs og félagsgjalda hefur
verið breytt í langtímalán. Þá hafa
ntargir einstaklingar og fyrirtæki
fallið frá kröfum sínum, auk þess
sem hagnaður af Kabarettinum
hefur verið töluverður og raunar
svo mikill, að unnt er að hefjast
handa fyrir áramót.
Síðasta sýning á Kabarettinum
verður á föstudag, en hann hefur
verið sýndur átta sinnum og nær
alltaf fyrir fullu húsi og við miklar
vinsældir.
Nú fer jólaösin að byrja fyrir alvöru með tilheyrandi búðarrápi. Þessi beið í
rólegheitum í kerrunni sinni við stöðumælana, rétt eins og alvöru bíll væri á ferð,
meðan mamma skrapp inn í eina búðina i miðbænum. Ekki sakaði að skoða
úrvalið í búðarglugganum á nieðan. Mynd: H.Sv.
Kom blíða tíð
— Ný hljómplata frá
með kór Barna
Akureyrar
Innan skamms kemur út jóla-
plata hér á Akureyri með söng
og upplestri kórs Barnaskóla
Akureyrar. Söngstjóri og org-
anisti er Birgir Heigason, en
platan er gefin út af Æskulýðs-
sambandi kirkjunnar í Hóla-
stifti og hefur formaður þess,
séra Pétur Þórarinsson á Hálsi,
haft umsjón með gerð plötunn-
ar. Platan heitir „Kom blíða tíð
—jólavaka heimilanna.“
Á þessari plötu er 12 jólalög, auk
þess sem jólaguðsspjallið er lesið
við undirleik flautu og orgels.
Lesturinn annast Inga María
Jóhannsdóttir og Svava Hauks-
dóttir en flautuleikinn Fanný
Tryggvadóttir. Um plötuna segir
svo á umslagi hennar:
„Hljómplatan Kom blíða tíð er
sönn og hrein jólaplata. Hún er
sönn hvað það snertir að boða hinn
sanna jólaboðskap, — hún flytur
gleðiboðskapinn um fæðingu
Frelsarans. Platan er hrein hvað
varðar sönginn. Söngurinn er flutt-
ur af börnum, sem syngja af gleði.
Þannig á söngur jólanna að vera,
ferskur og gleðiríkur, án alls sem
kallast getur prjál.“
Kór Barnaskóla Akureyrar er
skipaður börnum á aldrinum 10-12
ára. Þetta er fjórða heila platan,
sem frá kórnum kemur, en auk þess
söng hann þrjú lög inn á plötuna
„Unga kirkjan," sem Fálkinn og
ÆSK gáfu út 1968. Fyrsta hljóm-
platan með söng kórsins kom út
fyrir jólin 1967 og er sú plata löngu
uppseld.
Platan var tekin upp í Akureyr-
arkirkju á þessu ári og sá Pálmi
Guðmundsson i Studio Bimbó á
Akureyri um þá hlið og tók auk
þess ljósmynd á plötuumsiagi.
Kristján Kristjánsson hannaði um-
Nokkrir af aðstandcndum plötunnar virða fyrir sér umslagið. Birgir Helgason, Pálmi slagið, sem var prentað í Valprent
Guðmundsson og Pétur Þórarinsson auk þriggja mcðlima kórsins. Mynd: H. Sv. h.f. á Akureyri.
Þórshöfn
Útimarkaður
Sólborgar
Vistheimilið Sólborg heldur úti-
markað við Ráðhústorg n.k.
iaugardag 6. des. og föstudaginn
og laugardaginn 12. og 13. des.
undir kjörorðinu „Við getum
líka unnið.“ Þar verða seldar
ýmsar framleiðsluvörur heimil-
isins s.s. kerti af ýmsum gerðum,
skreytingar, gólfmottur, trévör-
ur og alls konar jólavarningur.
Þetta er í annað skipti sem Vist-
heimilið Sólborg bryddar upp á
þeirri nýbreytni að selja vörur sínar
undir berum himni og hefur þetta
framtak vakið athygli og ánægju
bæjarbúa. Hagnaði af markaðinum
verður varið til eflingar vinnuað-
stöðu fyrir þroskahefta, en nú er í
byggingu á vegum Styrktarfélags
vangefinna og Vistheimilisins Sól-
borgar húsnæði hér í bæ til reksturs
vemdaðs vinnustaðar. Gert er ráð
fyrir að starfsemi hefjist þar á sumri
komanda.
Bæjarbúar og nærsveitamenn
eru hvattir til að sækja markaðinn
og stuðla um leið að bættri vinnu-
aðstöðu fyrir þennan hóp öryrkja.
Orgeltónleikar
Corveiras
á Akureyri
Spænski orgelleikarinn Ant-
onio D. Corveiras heldur
orgeltónleika í Akureyrar-
kirkju á föstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld og
hefjast tónleikarnir allir
kiukkan 20.30.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Corveiras heldur tónleika á
Akureyri, en hann er nú kennari
við Tónlistarskóla Keflavíkur
og við Tónskóla Þjóðkirkjunnar
og starfandi organisti við
Hallgrímskirkju. Hann hlaut
tónlistarmenntun sína í Madrid,
en stundaði einnig orgelnám í
París.
Mjög fjölbreytt efnisskrá er á
þessum þremur tónleikum.
Fundur um Blöndu
Á sunnudag verður haldinn
fundur á vegum Rafmagnsveitna
ríkisins um málefni Blöndu-
virkjunar. Fundurinn verður
haldinn í Húnaveri og hefst
klukkan 14. Iðnaðarráðherra og
rafmagnsveitustjóri ríkisins mæta
á fundinum og halda framsögu-
ræður, en síðan verða almennar
umræður. Fundurinn er öllum
Fundur um
íþrótta- og
æskulýðsmál
Ákveðið hefur verið að halda
fundi í vetur um hin aðskiljanlegu
málefni Akureyrarbæjar, bæði
það er snertir ýmsar fram-
kvæmdir hjá bænum sem og
félagslega þjónustu. Fyrsti fund-
ur í þessu skyni er ákveðin laug-
ardaginn 6. des. n.k. og verður
hann í fundarsal Framsóknar-
félaganna í Hafnarstræti 90 og
hefst klukkan 2 e.h. Umræðuefni
á þessum fundi verður íþrótta- og
æskulýðsmál hér á Akureyri.
Ráðstefna
Fjórðungssamband Norðlend-
inga efnir til ráðstefnu um menn-
ingarsamskipti á Norðurlandi á
iaugardag. Ráðstefnan verður
haldin að Hótel Varðborg og
hefst kl. 13.30. Ráðstefnan er
öllum opin sem áhuga hafa. öid
Tónleikar
Næstkomandi laugardag, 6. des-
ember, halda þau Ólöf Kolbrún
Harðardóttir — sópran, Garðar
Cortes — tenór og Guðrún
Kristinsdóttir píanóleikari óperu-
opinn.
1AUGLÝSINGAR OG ÁSKRÍFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166
og óperettutónleika á vegum
Tónlistarfélags Akureyrar, og
hefjast tónleikarnir kl. 17 í Borg-
arbíói.
Jólabingó I.O.G.T.
Hið árlega jólabingó I.O.G.T.
verður haldið á Hótel Varðborg á
föstudagskvöld næstkomandi og
hefst kl. 20.30. Sérstaklega verður
vandað til vinninga. Stjórnandi
bingósins er Sveinn Kristjánsson.
OG 23207Í