Dagur - 04.12.1980, Page 4
IMGUE
Olgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON
Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Háskólamenntun f
útvegsfræðum
„Ef haft er í huga þjóðhagslegt
mikilvægi sjávarútvegsins verður
vart komist hjá því að álykta, að
nauðsynlegt sé að auka verulega
framboð á vinnuafii, sem er sér-
staklega menntað á sviði sjávar-
útvegs. Nokkuð hefur að vísu
áunnist í þessum efnum á allra
síðustu árum, m.a. hafa verið
stofnaðar sérstakar námsbrautir í
fiskvinnslu og útgerðartækni, en
engu að síður er Ijóst, að tengslin
milli menntakerfis og atvinnulífs
eru afar veik.“
Þannig segir í greinargerð með
þingsályktunartillögu sem þing-
menn allra þingflokkanna hafa
lagt fram í sameinuðu þingi um að
hafin skuli kennsla í útvegsfræð-
um við Háskóla íslands. Gert er
ráð fyrir því að skipuð verði nefnd
fróðustu manna, sem undirbúi og
skipuleggi málið, og stefnt verði
að því að byrja kennslu eigi síðar
en haustið 1984.
Því hefur lengi verið haldið
fram, að Háskóli íslands væri ekki
í nógu nánum tengslum við at-
vinnulífið í landinu, einkum undir-
stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar.
Kennsla í ýmsum raungreinum og
viðskiptafræðum hafa tengst
framleiðsluatvinnuvegunum
óbeint, en að öðru leyti eru stað-
hæfingar um tengslaleysi þessar-
ar æðstu menntastofnunar lands-
ins við atvinnugreinarnar, sem líf-
ið í þessu iandi byggist á, réttar.
í greinargerð með þessari til-
lögu til þingsályktunar segir enn-
fremur, að vandamál sjávarút-
vegsins fléttist inn í öll önnur svið
þjóðlífsins og að heildarsýn yfir
samspilið í sjávarútvegi og
tengslin milli atvinnulífs og þjóð-
félags sé forsenda fyrir skynsam-
legri stefnumótun, stjórnun og
ákvarðanatöku. Lagt er til að
menntun í útvegsfræðum verði
fjölþætt og að þessi vettvangur
tengi kennslu og rannsóknir á
þeim fjölmörgu sviðum sem
snerta útveginn. Síðan segir í
greinargerðinni:
„Vegna þjóðhagslegs mikil-
vægis sjávarútvegsins er sam-
hæfing kennsiu og rannsókna á
sviði þessa atvinnuvegar mjög
brýn. Hlutskipti sjávarútvegs er að
nýta hverfular auðlindir sjávarins,
sem tryggja verður til frambúðar ef
halda á við og efla velmegun
þjóðarinnar, og er því frekari
ástæða til að gefa gaum að
vandamálum hans í æðstu
menntastofnunum þjóðarinnar.“
Þessari tillögu ber að fagna og
vonandi að hún nái fram að ganga.
Á það má svo auk heldur minna,
að þar sem iðnaði er ætlað að taka
við megin aukningu fólks á vinnu-
markaði, hlýtur menntun í þágu
hans að vera mjög brýn.
Hvað seg ja
bændur nú?
Jón Bjarnason frá Garðsvík varð
snemma kunnur vísnasmiður og
nýlega komu út eftir hann tvær
ljóðabækur, Þingeyskt loft og
Meira loft hétu þær og skemmtu
mörgum. í fyrra skrifaði hann svo
margs konar minningaþætti í bók-
arformi, sem hann nefndi Bænda-
blóð. Örn og Örlygur gáfu út og
einnig þá bók hans, framhald
minningaþátta, sem nú er komin í
bókabúðir, rúmar 190 blaðsíður,
snyrtilega út gefna með mörgum
myndum á góðum myndapappír.
í hinni nýju bók, Hvað segja
bændur nú?, kennir margra grasa.
Þar segir frá útgerðarstaðnum
Grenivík, mönnum og málefnun,
eftirleit í Fjörðum, kynni hans af
Jónasi frá Hriflu, dvöl í Lauga-
skóla, mæðiveikinni og vörnum við
henni, búskaparframkvæmdum og
kvennamálum, rafstöðvarbyggingu
og refarækt. Þá verður honum
skrafdrjúgt um karla og konur,
hetjur og sérkennilegt fólk og má af
þessu sjá hve víða er við komið, en
höfundinn mun seint vanta um
ræðuefnið. Frásagnarefni hans er
óþrjótandi og frásagnargleðin rík.
Og það er einmitt þessi frásagnar-
gleði, sem prýðir allt það er hann
fjallar um og er einkenni og aðal
þessarar bókar.
Jón Bjarnason bjó fyrrum góðu
búi i Garðsvík á Svalbarðsströnd
við Eyjafjörð og unni umhverfi
sínu dauðu og lifandi og gerir
sjálfsagt enn. Hann átti strax næm-
leika skáldsins og náttúruunnand-
ans og var hestkær dýravinur.
Hann þroskaði með sér frjálslegar
skoðanir, einnig gamansemina og
hagmælskuna þegar á unga aldri.
Sem bóndi og síðar bæjarmaður,
búsettur á Akureyri, stráði hann
vísum á báða bóga og lét margt
fjúka, sumt kannski ekki á vetur
setjandi, en það hvarf þá strax, en
annað gott eða jafnvel snjallt og
með þeim lífsanda sem lifir og þarf
ekki á neinum heilbrigðisvottorð-
um að halda.
Honum lágu vísur lausar á tungu
við hvert tækifæri og hvar sem
hann var staddur, jafnt á manna-
mótum sem við bústörf og hvort
sem undirleikurinn var innfjarðar-
aldan við Svalbarðsströnd, hnúka-
þeyr eða vélagnýr nýs tíma. En í
framhaldi af ljóða- og vísnagerð
eða til hliðar við hana leituðu end-
urminningar Jóns frá Garðsvík í
óbundnu máli á hugann og hann
greiddi þeim leið á blað og í bók.
Þar skipar, sem fyrr segir, frásagn-
argleðin öndvegið, en kímni og
góðvild blandast allri frásögn.
í þessum tveim frásagnabókum
sannast það sem oftar, að það er
ekki stærð atburðanna sem mestu
máli skiptir í bók, heldur frásagn-
arlistin. Og þegar um sannsögulegt
efni er að ræða, svo sem í bókum
Jóns skiptir það máli að taka eftir
og muna, en kunna síðar að segja
frá og þetta allt hefur Jóni reynst
auðvelt og þess vegna eru bækur
hans skemmtilestur.
ERLINGUR
DAVlÐSSON
SKRIFAR UM
BÆKUR
Ég las bókina mér til ánægju svo
að segja í einni lotu og það er meira
en ég get sagt um ýmsar þær bækur,
sem út koma og láta mér leiðast
strax á fyrstu síðum.
Ekki veit ég hvers vegna þessi
bók Jóns Bjarnasonar ber nafnið,
Hvað segja bændur nú? og undir
þetta bókarnafn á fremri kápusíðu,
sem er eins konar ákall til bænd-
anna, er heldur ósmekkleg mynd,
sem lýtir útlitið. E.D.
Fjalla-
kúnster
segir frá
Út er komin hjá Erni og Örlygi í
Reykjavík bókin, sem Pétur Haf-
steinn Lárusson hefur skráð.
Þessi bók fjallar um Stefán
Jónsson frá Mörðudal, son hjón-
anna Jóns í Möðrudal Stefánssonar
og Þórunnar Vilhjálmsdóttur konu
hans og má segja, að Jón í Möðru-
dal hafi verið orðin þjóðsaga í lif-
anda lífi, því hann var sérstæður
maður um margt, meðal annars
listhneigður, byggði sér kirkju, sem
I Möðrudal vitnar um höfund sinn
og lék oft á kirkjuorgelið fyrir hina
fjölmörgu gesti, sem að garði bar í
búskapartíð þeirra hjóna á jörð-
inni.
En sonurinn, Stefán Jónsson
söguhetja bókarinnar, hefur um
langt árabil átt heima í Reykjavík
og er maður um sjötugt, hinn
kempulegasti maður. Ég hafði um
það heyrt þegar þessi maður hafði
háð „einvígi við dauðann" veturinn
1936 í svokölluðum Heljardal, en
hann var þá í póstferð, kom austan
úr Jökuldal og rak með sér nokkrar
kindur. Á hann gerði aftakaveður
með miklu frosti, hann villtist og
komst þó að lokum heim í Möðru-
dal, eftir ægilega hrakninga dægr-
um saman, kalinn á höndum og
fótum. Sumir vilja jafnvel halda
því fram að heiíinn í mér hafi
botnfrosið og sé ekki almennilega
þiðnaður ennþá. „En það eru þeirra
orð,“ er haft eftir Stefáni í bókinni.
Næst heyrði ég Stefáns getið er
hann hélt málverkasýningu undir
berum himni í Reykjavík og
hneykslaði yfirvöldin með myndum
af stóðlífi. Ég var þá af tilviljun
staddur I höfuðborginni og lét ber-
ast með straumnum á vettvang hins
ósæmilega! En lögreglan kom þar
þá, askvaðandi á sömu stundu og
tók málverkin í sína vörslu. Forð-
aði hún þar með viðkvæmum aug-
um bæjarbúa frá því að þurfa að
horfa upp á ósómann á léreftinu,
ættaðan frá Möðrudal.
Stefán stundaði búskap í
Möðrudal, fluttist þaðan með konu
sinni og syni að Einarsstöðum í
Vopnafirði en eftir nokkraiára bú-
skap þar hefur hann átt heima í
Reykjavík.
Hann á enn hesta og ber víða
niður til heyskapar, leikur á har-
moniku og málar öll ósköp. Um allt
þetta fjallar bókin og er frásögn
Stefáns víða í skemmtilegum og
sérstæðum stíl. Dálítið gfobb er
víða að finna og er þetta eins konar
kækur hans, sem er til líta.
Furðufuglar, eins og nefna má
Stefán Jónsson frá Mörðudal, eiga
að komast á blað og varðveitast.
Hvort höfundur bókarinnar, Pétur
Hafsteinn Lárusson, hefur unnið
verk sitt vel eða miður vel er erfitt
um að dæma nema að þekkja við-
mælanda hans og vita hvert framlag
hans hefur verið. En í sameiningu
hefur þeim þó, þótt bókin sé laus I
reipum, tekist að búa til 100 blað-
síðna, snotra og skemmtilega bók,
prýtída mörgum myndum.
Stefán hefur ætíð gengið utan
alfaraleiða og gerir enn. Höfundur
gerir enga tilráun til að breyta því
og líklega þess vegna fannst mér
gaman að slást í hóp með þeim
félögum. E.D.
Styrkir úr
menningarsjóði
Sambandsins
Á þessu ári hefur samtals verið
úthlutað 7 millj. kr. úr Menn-
ingarsjóði Sambandsins, og
skiptist upphæðin þannig að
Styrktarfélag lamaðra ög fa-
tlaðra hlaut 1,5 millj. kr.; Skóg-
ræktarfélag Islands 2,0 millj.,
Heyrnarhjálp 1,5 millj., IJng-
mennafélag Islands 1,0 millj. og
Blindrafélagið 1,0 millj.
Hinn 6. nóv. afhenti sjóðsstjórn
fulltrúum fjögurra af þessum sam-
tökum styrkina í Sambandshúsinu,
þ.e. fulltrúum Styrktarfélagsins,
Heyrnarhjálpar, UMFÍ og
Blindrafélagsins, en Skógræktar-
félagið hafði fengið styrk sinn af-
hentan í júlí.
Hanna Gerður Haraldsdóttir
Fædd 16. maí 1949 - Dáin 8. nóvember 1980
Með vaxandi vetrarskuggum
varstu til ljóssins borin.
Þú, sem elskaðir ylinn
og angan gróðrar — á vorin.
Nú autt er þitt rúm — og okkur
angur sársaukans nístir.
Elskuna sönnu þú áttir,
öðrum því jafnan lýstir.
Bömin þér ljúft var að leiða,
lyfta þeim sólu móti.
Með veglyndi veg þeirra greiða,
í vanda og ölduróti.
Fannst þér að fínstrengjuð harpa,
fögur bamssálin væri.
Að umvefja hana elsku
auður og sælu bæri.
Varstu þar jafnan á verði,
vanda og sorgar hvar gætti.
Til varnar gegn kuli og kvíða
knýttir dýrustu þætti.
Ef mættu þeir allir mæla,
sem mildi þín náði að hugga,
yrði hin sannasta sæla —
sólskin úr mörgum skugga.
Þín minning er vorbliðu vafin,
vegur þinn of skammt var genginn.
Bænir og brennheitar þakkir
bæra nú dýpsta strenginn.
Tmdra nú táranna perlur,
tímans kyndill er brunninn.
Huliðstjald fallið hefur,
heiður er dagur runninn.
J.Ó.
Við hið skyndilega fráfall Hönnu
Gerðar setur okkur hljóðar, erfitt er
að trúa því að hún hafi svo skyndi-
lega verið hrifin burt frá öllum sín-
um ástvinum, svona ung og í blóma
lífsins. En við hljótum að trúa því
að einhver tilgangur sé með þessu,
henni hafi verið ætlað annað og
stærra hlutverk annarstaðar, henni
sem var svo margt til lista lagt.
Við ætlum ekki að rekja hér
æviferil Hönnu Gerðar, aðeins
senda fáein kveðjuorð frá starfs-
fólkinu hér á Árholti og börnunum
hér sem virtu hana og dáðu svo
einstök sem hún var. Hanna Gerð-
ur var glaðlynd, hlý og traust og átti
svo oft frumkvæðið ef stóð til að
gera eitthvað.
Við sem störfuðum með henni
söknum bæði góðs starfsfélaga og
vinar sem alltaf var tilbúin að rétta
hjálparhönd, þegar á þurfti að
halda. Erfitt verður að fylla það
skarð sem hún skilur hér eftir, en
minning hennar mun lifa hér áfram
meðal okkar allra.
Gunni minn, við sendum þér og
bömunum, innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að gefa
ykkur styrk á erfiðri stundu. Við
vonum að þið litið við hér i ieik-
skólanum eftir sem áður. Sendum
einnig móður Hönnu Gerðar, syst-
kinum og tengdaforeldrum hennar
okkar innilegustu samúðarkveðjur
svo og öllum öðrum ástvinum.
Huggun er það harmi gegn að
eiga svo bjartar og góðar minning-
ar.
Blessuð sé minning Hönnu
Gerðar Haraldsdóttur.
Starfsfólk og börn Arholti.
Fölna grös, falla blóm,
færist nótt yfir lönd.
En minningin vakir og vitnar
um verk eftir hjálpfúsa hönd.
Þeir sem Guð elskar, deyja ungir.
Þessi orð flugu í gegnum huga
minn, skömmu eftir að mér.varsagt
lát Hönnu Gerðar.
Ég átti því láni að fagna, að fá að
kynnast Hönnu Gerði ogivinna
með henni á Leikskólanum Ár-
holti. Hún stundaði starf sitt með
bömunum af einstakri alúð og
umhyggju, og var alltaf til taks ef á
þurfti að halda, með sáttaorð og
huggandi hönd, og ætíð fús að taka
þátt í leikjum þeirra og gleði. Enda
var það til hennar sem þau leituðu
ef eitthvað bjátaði á.
Ein minning ríkir ofar öðrum í
huga mínum er ég lít yfir stutt
kynni okkar Hönnu Gerðar. En
það var er hún kom til mín inn á
fæðingastofu F.S.A., til að fagna
með mér fæðingu sonar míns, í
febrúar síðastliðnum. Þakka þér
Hanna Gerður fyrir þá slund og öll
okkar kynni.
Eiginmanni hennar, börnum og
öðrum ættingjum votta ég innilega
samúð mína.
Guð blessi minningu hennar.
\Þura.
4.DAGUR
MINNING
Eiríkur Sigurðsson
Fyrrverandi skólastjóri
Fæddur 16. október 1903.
Dáinn 17. nóvember 1980.
Víða liggja vegamót. Á einum slík-
um stöndum við nú, er Eiríkur Sig-
urðsson gengur af leið okkar, til
ljósheima.
Ég á Eiríki mikið að þakka, allt
frá því að leiðir fyrst lágu saman,
fyrir réttum 47 árum, og allt til
þessa, að leiðir skilja um stund, og
veit ég þó ekki hvort hann stendur
mér fjær, þótt umbúðir anda hans
séu moldu orpnar.
Já, ég á Éiríki stóra skuld að
gjalda vegna hollráða hans og
stefnumörkunar á æskuskeiði,
þegar flestum ríður hvað mest á
farsælum stuðningi, skilningi og
hlýju. Þessa þörf skildi Eiríkur og
því jós hann ómælt af þessum
nægtabrunni sínum, fjölmörgum
ungmennum til heilla á lífsbraut-
inni.
Minningar ungdómsáranna frá
1933 og allt fram til 1940 eru um-
vafðar birtu, þar sem gáski og lífs-
gleði æskunnar átti samleið með
uppeldismarkmiði leiðtogans, er
jöfnum höndum var félagi og
fræðari. Því hlutverki skilaði Eirík-
ur af meðfæddri elju og næmum
skilningi.
Þegar ég minnist þessara góðu
ára fer ekki hjá því, að inn í þá
björtu minningamynd komi sér-
staklega, tveir aðrir horfnir vinir,
þeir Snorri Sigfússon þá skólastjóri
og Hannes J. Magnússon kennari
og síðar skólastjóri, en þeir störf-
uðu þá allir þrír við Barnaskóla
Akureyrar með þeim ágætum, er
saga skólans geymir. Allir áttu þeir,
þrátt fyrir mikil og erilsöm skyldu-
störf, óþrjótandi áhuga og hug-
sjónaeld til að standa fyrir, og
halda uppi um áraraðir félagsstarfi
með ungu fólki í bænum, í þeirri
bjartsýnu von og raunsæju vissu, að
þau frækorn, sem sáð væri í hug og
hjörtu æskunnar væru líkleg til að
bera góða ávöxtu, og skila íslenskri
þjóð traustari og betri borgurum.
Þessir þrír fræðarar voru, þrátt
fyrir sérstaka persónuleika hvers og
eins, sem sprottnir af einni rót, þar
sem þeir samhæfðu krafta sína til
varnar eiturskotum illra afla um-
hverfisins, og til að hvetja og
styrkja afl og lífsorku allra, sem orð
þeirra og áhrifavald náði til, að
setja lífsstefnu sinni það mark og
mið að til heilla horfi hverjum ein-
staklingi. Þeir ávöxtuðu sitt pund.
Blessuð sé þeirra minning.
Samskipti okkar Eiríks vöruðu
óslitið allt til þeirra þáttaskila, sem
nú eru orðin. Fyrir öll hollráðin og
einlæga vináttu ber ég fram hug-
heilar þakkir. Lifðu heill bróðir og
vinur, megi lífsorka þín framvegis
sem hingað til vera aflgjafi til
þeirra kærleiksverka, sem allt líf
nærist af.
Við hjónin þökkum þér og
Jónínu konu þinni margar ánægju-
stundir og góð samskipti fyrr og
síðar. Henni og ástvinum öllum
biðjum við Guðs blessunar.
Jón Kristinsson.
Þrenning
ný bók eftir Ken Follet frá
Bókaforlagi Odds Björns-
sonar.
Þann 7. maí 1977 birtist eftirfarandi
frétt í Lundúnablaðinu The Daily
Telegraph:
Frá því var skýrt í dag, að talið er, að
Israel hafi átt sök á því, að skip með
úranfarm, sem hefði nægt í þrjátíu
kjamorkusprengjur, hvarf á rúmsjó
fyrir níu árum.
Embættismenn sögðu, að atvik þetta
væri „ósvikið James Bond-mál,“ og þótt
njósnastofnanir fjögurra landa hefðu
kannað þetta dularfulla mál, var aldrei
hægt að ganga úr skugga um, hvað varð
um þær 200 lestir af úrangrýti, sem
hurfu ...“
Atburður sá er lýst er hér að ofan
gerðist árið 1968. Leyniþjónusta
Israels hefur komist að því um
seinan, að Egyptar, með aðstoð
Sovétmanna, munu eignast kjarn-
orkusprengju innan nokkurra
mánaða — sem þýddi ótímabæran
endi á tilveru hinnar ungu þjóðar.
Það var ólíklegt að hægt yrði að
koma í veg fyrir það, nema þá að-
eins að Israelsmenn sjálfir gætu
orðið sér úti um úran í sínar eigin
kjamorkusprengjur. Niðurstaðan
varð sú að þeir áícváðu að ræna því,
en til að það yrði mögulegt urðu
ísraelsmenn að finna mann til að
framkvæma þessa ólíklegu áætlun,
mann sem var jafn ólíklegur og
áætlunin sjálf.
Þrenning er hrollvekjandi
spennandi saga, en jafnframt er
hún um leið stórfurðuleg ástarsaga.
í bókinni er reynt að svara ýmsum
áleitnum spurningum um atburða-
rás í löndunum fyrir botni
Miðjarðarhafs og t.d. reynt að
ímynda sér raunverulega ástæðu
þess að Anwar Sadat forseti
Egyptalands sótti heim sína fornu
fjandmenn í Jerúsalem.
Áður hefur komið út bókin Nál-
arauga eftir Ken Foilet hjá Bóka-
forlagi Odds Bjömssonar. Þrenning
er 286 blaðsíður, prentuð og bund-
in í Prentverki Odds Björnssonar á
Akureyri.
DAGIJR
bókamarkaði
eftir Jón Trausta, fyrra bindi.
Bókaklúbbur AB hefur sent frá sér í
nýrri útgáfu skáldsöguna Heiðar-
býlið eftir Jón Trausta, fyrra bindi.
Heiðarbýlið er eins og kunnugt er
framhald Höllu, sem kom út hjá
Bókaklúbbi AB fyrr á þessu ári.
Hin frjálslega og vel gefna Halla
hefur verið táldregin af prestinum
og til þess að bjarga þessum veik-
geðja klerki og hamla gegn sinni
eigin niðurlægingu játast hún smá-
menninu Ólafi. Þau flytjast á heið-
arbýlið og hefja þar stríð sitt, ann-
ars vegarvið hörku náttúruaflanna,
hins vegar við illmælgi og meinfýsi
fólksins.
Halla og Heiðarbýlið gerist á
sjöunda áratug I9. aldar, um þær
mundir þegar mikil harðindi gengu
yfir á þeim slóðum þar sem sagan
gerist. Saga Höllu er engin
skemmtisaga, en vinsældir sínar
hlaut hún strax, þegar hún kom
fyrst út 1907-H, og heldur þeim
enn, umfram allt fyrir hinar sönnu
og lifandi lýsingar.
Ýmsar verða ævirnar
eftir sr. Bolla Gústavsson í
Laufási.
Bókaútgáfan Skjaldborg á Akur-
eyri sendir nú frá sér nýja bók eftir
Bolla Gústavsson í Laufási. Árið
1978 kom út bók hans Fjögur skáld
í för með presti og hlaut hún ágætar
viðtökur um allt land og góða
dóma allra þeirra, er um hana rit-
uðu. Gísli Jónsson menntaskóla-
kennari komst svo að orði um hana
í ritdómi: „Bolli Gústavsson setur
sér markið hátt í þessari bók og nær
því. Bókin er gerð af mikilli dirfsku.
„Og Halldór Kristjánsson frá
Kirkjubóli endaði ritdóm sinn á
þessa leið: „Hér er bæði persónu-
saga og menningarsaga sem vissu-
lega grípur á mörgum umhugsun-
arefnum líðandi stundar. Því er hér
bók sem vert er að lesa.“
Ýmsar verða œvirnar er sann-
nefni á þessari nýju bók Bolla. Hún
greinir frá mörgu fólki.
í fyrsta þætti bókarinnar fylgjum
við skáldkonunni Látra Björgu
fram Bárðardal og töfrar þjóðsög-
unnar njóta sín til fullnustu. Sr.
Björn Halldrsson skáld og prestur í
Laufási er fyrirferðarmestur í
löngum þætti, sem nefnist, Á
prestssetrinu. Mynd hans verður
lifandi og tilbrigðarík. Átthaga-
skáldið, Jón ahinriksson á Hellu-
vaði, mun koma lesendum á óvart
og einstæð saga hans. Baráttusaga
Benedikts Sigurjónssonar, sem
gekk undir nafninu Fjalla Bensi,
mun engum gleymast og hér er
jafnframt varpað ljósi á tengsl
hennar við skáldsögu Gunnars
Gunnarssonar, Aðventu. Mikill
fjöldi fólks kemur hér við sögu,
fjölmargir minnilegir atburðir og
skáldskapur af ýmsu tagi.
Ævintýri um
eyfirskar mýs
Á dögunum kom út ný bók eftir Kristján frá Djúpaiæk og um sömu
mundir kom á markaóinn hljómplata sem byggð er á sögu Kristjáns.
Sagan fjallar um mús, Pílu pínu. Á plötunni eru Ijóð Krístjáns við lög
Heiðdísar Norðfjörð, sem jafnframt les úr bókinni á plötunni. Það er
ekki á hverjum degi sem tveir Akureyringar leggja saman og fjalla um
mýs á þennan hátt og í tilefni af því ræddum við stundarkorn við
Heiðdísi.
Var Kristján að semja æfintýri
um eyfirskar mýs?
Já, líklega, því sagan gerist í
fallegum dal á Norðurlandi. Vit-
anlega gætu verið til svipuð
Lyngbrekkuþorp víða um land,
en Kristján sagði mér, að hér
fram í Leyningshólum, væri
svolítil brekka, sem svipaði til
Lyngbrekkunnar góðu.
Hann kynnti sér einnig ýmis-
legt um lifnaðarhætti músa, áður
en hann skrifaði söguna.
Heldurðu að mamma hennar
Pflu Pínu, hafi kannski komið frá
Akureyri?
Það er ekki gott að segja. Alla
vega áttu þær mæðgur rætur sínar
að rekja til Akureyrar.... og ef til
vill, er smá angi af henni Pílu litlu
Pínu í sumum Akureyringum.
Af hverju heitir músin þessu
nafni, Píla-Pína?
Ja raunar var hún aðeins skírð
Píla, af þvi að hún var snemma
fim og fljót, og þaut um eins og
Píla. En hún hlaut viðurnefnið
Pína, því hún var svo smávaxin og
miklu minni en jafnaldrar henn-
ar.
Er boðskapur í sögunni?
Já, það er ég ekki í nokkrum
vafa um. Til dæmis, má nefna, að
mamma hennar Pílu Pínu, hún
Gína mamma, var ekki fædd i
Lyngbrekkuþorpi, heldur barst
hún þangað á dularfullan hátt.
Hún var talsvert ólík heimamús-
unum þar, bæði í sér, og eins í
útliti. Þrátt fyrir það, tóku þær
henni tveim höndum, og ólu hana
upp, sem væri hún ein af þeim.
Og í nýjasta ljóðinu hennar Pílu
Pínu, er mikill boðskapur, en það
ersvona:
„Heimurinn er betri en við höldum.
Hitt er flesl afokkar sjálfra völdum
sem móli blœs og miður fer.
Best er öilu böli þvi að gleyma
sem bætt við ekki fáum úr og dreyma
það eitt sem fallegt er.
Heiðdis Norðfjörð.
Margar bráðsmellnar myndir eftir Pétur Halldórsson prýða bókina.
Heiðdís, hvernig stóð á því að
þú gerðir lög við ljóðin, hefurðu
gert slíkt áður?
Nei, ég hef lítið gert af slíku. En
þegar ég fór að lesa söguna, lifði
ég mig svo inn í æfintýrið, að áður
en ég vissi af, hafði ég samið 11
lög.
Ég söng þau og spilaði inn á
hljómband, og siðan útsetti sonur
minn, Gunnar Gunnarsson. lög-
in. Hann á útsetningarnar í bók-
inni, en á plötunni annaðist
Ragnhildur Gísladóttir allar út-
setningar.
Hvert er annars hlutverk
Ragnhildar í þessu verki?
Hún stjórnaði allri gerð plöt-
unnar, útsetti lögin, lék á mörg
hljóðfæri, söng hlutverk Gínu-
mömmu, auk bakradda og samdi
eitt lag. Lagið við þuluna. Hún er
mesti dugnaðarforkur og frábær
listamaður. Það var gaman að
kynnast henni.
Hverjir koma fleiri fram á
plötunni?
Margrét Helga Jóhannsdóttir
leikkona syngur rödd Pílu-Pínu
Þórhallur Sigurðsson eða Laddi,
leikur kött og hund. Pálmi
Gunnarsson, Magnús Kjartans-
son og Sigurður Karlsson auk
stúlkna, sem heita Valva og Ólöf,
sjá um tónlistina.
Ætlarðu að halda áfram að
semja lög Heiðdís?
Það er aidrei að vita, ég hef
samið nokkur til viðbótar.
DAGUR.5