Dagur - 09.12.1980, Blaðsíða 5
DAGUR
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími augiýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Fjölskylduvernd
Nýlega hafa tveir þingmenn
Framsóknarflokksins, Haraldur
Ólafsson og Alexander Stefáns-
son, lagt fram tillögu til þings-
ályktunar um stefnumörkun í fjöl-
skylduvernd, þar sem gert er ráð
fyrir að skipuð verði nefnd til þess
að undirbúa löggjöf um sam-
ræmda stefnu í málum er varða
eflingu og vernd fjölskyldunnar
með tilliti til mikilvægis hennar
fyrir þjóðfélagið og gera henni
kleift að sinna vel uppeldis- og
umönnunarhlutverkum sínum.
Að undanförnu hefur orðið vart
töluverðs áhuga stjórnmálaflokka
á svokallaðri fjölskylduvernd, eða
fjölskyldupólitík eins og svo hefur
verið nefnd. Samband ungra
framsóknarmanna reið á vaðið í
þessu efni og síðan hafa fleiri
komið í kjölfarið. Er það vel, að
þessum málaflokki skuli nú loks
sýndur sá sómi og áhugi sem
honum ber. Heimili og fjölskylda
eru sá grunnur, sem framtíð hvers
og eins er á reist og það skiptir
miklu máli að sá grunnur sé
traustur.
í greinargerð með þingsálykt-
unartillögunni segir meðal annars
á þessa leið: „Við mótun stefnu í
fjölskyldumálum skal miðað við
að vernda fjölskylduna og efla
hana svo hún geti sinnt mikilvæg-
um hlutverkum sínum til gagns
fyrir land og lýð. Kanna þarf hvort
einhver ákvæði laga og reglu-
gerða beinlínis stuðli að því að
sundra fjölskyldum eða geri þeim
erfitt fyrir að halda saman. Þar
verður að athuga tryggingamál,
framfærsluskyldu, dagvistarmál,
skólatíma, sifjalöggjöf. Þá verður
að kanna atvinnumál og vinnu-
tíma. Vinnumarkaðurinn er kröfu-
harður og vinnutími hentar ekki
ætíð vel fjölskyldulífi og til athug-
unar er, hvort sveigjanlegur
vinnutími getur að einhverju leyti
auðveldað fjölskyldulíf. Skattamál
og launamál hafa veruleg áhrif á
fjölskylduna og þarf að athuga
rækilega hvernig stefnumörkun í
þeim málum hefur áhrif á fjöl-
skyldugerð og möguleika fjöl-
skyldna til að lifa góðu og heil-
brigðu lífi. Húsnæðismál eru stór
liður og áhrifamikill sem taka þarf
til athugunar í þessu sambandi.
Möguleikar til íþróttaiðkana og
frístundastarfs snerta fjölskyldur
mjög mikið og stefnumörkun í
þeim málum af hálfu opinberra
aðila getur haft veruleg áhrif á
fjölskyldulíf.“
í lok greinargerðarinnar segir:
„Vinna verður að því að skapa
börnum og unglingum góð
uppeldisskilyrði og tryggja
félagslegt öryggi barnafjöl-
skyldna. Heimili og fjölskylda eru
sá grunnur, sem framtíð hvers og
eins er á reist. Það skiptir miklu að
sá grunnur sé traustur.“
Draumur undir
hauststjörnum
ný Ijóðabók Guðmundar
Nýkomin er á bókamarkaðinn
ofangreind bók frá hendi Guð-
mundar Frímanns, en hann hefir
ekki sent frá sér ijóðabók, hvorki
frumsamin ljóð né þýdd, síðan
1957, ef frá er talið ljóðakverið
Kvœðið um Kofahlíð og tveimur
betur, er út kom 1973 í mjög tak-
mörkuðu upplagi. í undirtitli
kallar höfundur bókina mennsk
ljóð, og vissulega eru þau það, en
vísast vill hann gefa í skyn með
þessum undirtitli, að ljóðin séu
ort samkvæmt íslenskri skáld-
skaparhefð, þar sé engin æra-
tobbakvæði né heldur nokkra
spéspeki að finna, eins og hann
kemst að orði í eftirmála, er hann
kallar Að síðustu, og gefur þar í
skyn, að nú sé ekki framar ljóða
að vænta frá sinni hendi.
Aldrei skyldi maður segja ald-
rei, á hér við. Satt er það að vísu,
að ekki bætir Guðmundur Frím-
ann nýjum streng í skáldhörpu
sína, hvað frumortu ljóðin snertir.
Ffann fágar þar smíðisgripi úr
líku efni og fyrr, en á listfenginni
eru engin afturfararmerki, þar
sem honum tekst best upp:
Glóðafok sumarsólar
sindrar og glitrar um alla jörð.
Dynbjörg og hulduhólar
halda ennþá um dalinn vörð.
í kyrrðinni til þín kem eg,
Kofahlið min, i hinzta sinn.
Hamingjuheillaður nem ég
hyldusöng þinn.
Sit ég hér einn að sumbli,
sólveig áfenga að vörum mér ber.
Inni í kofans kumbli
krœkUyngshœgindi bý ég mér.
Strýkur um vallgróna veggi
vorgolan mjúkhent, en búin lil alls,
greiðir glettin úr skeggi
Grávíði karls.
Þannig dansa fyrstu vísurnar í
Kvœðinu um Kofahlíð upp í fang
lesanda Draums undir haust-
stjörnum. Og hvaða orðsmiður
Guðmundur
Frímann
fyllist ekki sárri öfund að geta
ekki gripið á þennan hátt í
strenginn og G.Fr. gerir í lokaer-
indi kvæðisins Kveðið á Breiða-
mýri:
Áfram, áfram skal haldið.
Frá enginu sumarfríða
einmana og hrœrður held ég,
hef ekki neins að biða.
Hvað vildirðu, vorgrœna engi?
Hvað vakli mér Ijóð á tungu?
Mýkl gróandi moldar?
Mildi konunnar ungu?
Enn vil ég nefna Sumarkveðju
og Draum undir hauststjörnum
sem góðgripi, en öfundsveróasta
kvæðið af hinum frumsömdu er
mér Fiðlarakvæði. Þar finnst mér
kannske þráðurinn renna næmast
spunninn upp á snælduna. Ann-
ars eru það þýddu ljóðin, sem
skera úr um það, að Guðmundur
Frímann á ekki og má ekki binda
skáldfák sinn nú við stall, þó að
þonum þyki árin þyngja sig í
spori. Andinn er auðsæilega vel
vopnfær enn. Vel má það vera
rétt hjá G.Fr., að hann muni ekki
með nýjum frumortum kvæðum
kveða snjallar um lík efni og fyrr
en hann hefir þegar gert, en hann
getur auðsæilega enn fært okkur
úr smiðju sinni nýja og.nýja kjör-
gripi þýddra ljóða, eða hver vildi
hafa misst af þýðingu hans á Vísu
fíflsins eftir Tom Kristensen,
Silfri eftir Walter ue la.Mare eða
Húsinu við veginn éftir Sam
Walter Foss? svo að dæmi sú
nefnd. Orðfærni og 'smekkvísi
Guðmundar Frímanns og leikni
hans í meðförum ríms og hátta
gerir hann óvenjuvel ;búinn, til
góðra þýðingastarfa, sýnist mér..
Af nógu er að taka,. en ekki
margir til verka í því útfærslu-'
starfi á andlegu sviði.
Bragi Sigurjónsson. >- •
Aldnir hafa orðið
Öldungaþættir Erlings Davíðsson-
ar, f.v. ritstjóra á Akureyri, eru í
níunda skiptið komnir fram á
sjónarsviðið, 270 bls. bók með
endurminningaþáttum tveggja
kvenna og fimm karla, roskins
fólks, sem fætt er á árunum 1892-
1917, sem hefur frá mörgu athygl-
isverðu að segja.
Erlingur bjó þessum bókum sín-
um þegar í upphafi mjög fast form,
nokkuð sérstætt, og heldur fast við
það, hann byrjar hvern þátt með
2-3ja bls. upphafsoTðum, æviferils-
yfirliti viðmælandans og saman-
þjöppuðum höfuðatriðum þáttar
hans. Því næst gefur Erlingur við-
mælanda sinum nokkuð lausan
tauminn, að sönnu innan vissra
takmarka, og virðist sjálfur lítið við
sögu koma. Er það gagnstætt ýms-
um öðrum höfundum slíkra bóka,
sem troða látlaust fram í sviðsljósið
með spurningum og vangaveltum.
Hjá Erlingi fá þættirnir sterkan
persónulegan blæ viðmælendanna
og er slíkt höfuð kostur.
Eins og jafnan áður teflir
Erlingur fram fólki úr röðum al-
þýðunnar, mönnum, sem lítið hafa
látið á sér bera og af öðrum verið
hóflega hossað. Þetta fólk lumar þó
á mörgu eftirtektarverðu, fágætu
og fróðlegu. Merkilegir atburðir
koma í ljós með litríkum, jafnvel
heillandi svipmyndum úr þjóðlíf-
inu, sérstæð tiltök manna við hinar
ólíkustu aðstæður, eftirminnileg
lífsreynsla, fyrirbæri og skoðanir,
sem vinningur er að kynnast. í
heild er hér um að ræða yfirgrips-
mikið minningasafn úr þjóðlífi ís-
lendinga á fyrstu þrem fjórðungum
þessarar aldar.
Þátttakendurnir eru: Katrín
Guðmundsdúttir frá Furufirði á
Ströndum vestur, Eggerl Ólafsson í
Laxárdal, Þistilfirði, Hannes
Jóhannsson, Bárufelli í Glerár-
þorpi, Akureyri, Stefán Sigfússon
frá Heiði í Mývatnssveit, Sigurður
G. Jóhannesson, kennari í Eyjafirði
og á Akureyri, Agústa Tómasdöttir
frá Suður-Vík í Mýrdal og Leópold
Jóhannesson í Hreðavatnsskála,
Barðstrendingur að uppruna.
Ekki vil ég gera upp á milli þátt-
anna og þeirra, sem þar koma fram.
Þeir hafa hver til síns ágætis nokk-
uð og eru þættir þessir í heild gott
framlag til þjóðlegra fræða. bóka-
útgáfan Skjaldborg á Akureyri
gefur bókina út og þetta ritsafn allt
ogniun halda því áfram, enda vin-
sældir þess miklar og vaxandi. Er
þegar farið að huga að endurútgáfu
fyrstu bindanna, sem nú eru upp-
seld.
Eitt hnýt ég um í þessari góðu
bók og öllum hinum fyrri i ritsafn-
inu: Nafnaskrá er engin, en slík
viðbót gefur fróðiegum ritum stór-
aukið gildi. Ætti útgáfan að „halda
upp á“ tíu ára afmæli ritverksins
með ítarlegri mannanafnaskrá fyrir
öll bindin og svo áfram fyrir hvert
einstakt, sem síðar kemur. Þeirri
viðbót yrði vel fagnað af fróðleiks-
unnandi lesendum.
Erlingur
Davíðsson.
Á tæpum áratug hefur Erlingur
sent frá sér, auk ritsafnsins Aldnir
hafa orðið, fjórar bækur (Jóa
norska, Konuna frá Vínarborg, Nóa
bátasmið og MiðHshendur), allar í
heild gott framlag, þ.e. 13 bœkur
alls. Spyrja mætti því úthlutunar-
nefnd listamannalauna hvers svo
afkastamikill og vinsæll rithöfund-
ur eigi að gjalda, að hafa ekki
komist þar á blað. Eru þeir kannski
verðugri, sem hafa „ungað út“
nokkrum svonefndum Ijóðmælum,
sumurn lítt skiljanlegum, eða höf-
undar að skáldsagnarugli og ritum
um kynferðisafglöp og ýmislega
glæpatilburði? Við hvað er miðað?
Ég hygg að við íslendingar
stöndum nú í nokkurri hættu með
menningu þjóðarinnar fyrir lát-
lausan straum af óvönduðum og
hættulegum erlendum ruslbókum,
svo að full þörf væri að á verðlauna
einkum þá rithöfunda, sem semja
bækurá fögru íslensku máli, bækur
um göfugar hugsjónir og fögur
lífsviðhorf. Hinuni, sem nefna
mætti andlega vanskapninga, ætti
að benda á önnur æskilegri störf
með því að strika yfir nöfn þeirra af
listamannaskránum, allt eins þó að
þeir haldi sjálfir að þeir séu verð-
launaverðir.
Bókaútgáfan Skjaldborg á Ak-
ureyri leggurhöfuðáherslu á útgáfu
góðra íslenskra bóka. Henni sé
þökk fyrir það.
Jóhannes Óli Sœmundsson.
að vera það sem að er stefnt í
ræktun fjárins hvað þessar afurð-
ir áhrærir, ætti enda líka að gefa
bóndanum mestan og bestan arð.
Þessi voru helstu atriði í óskum
iðnaðarmanna: Þeir vildu ull
með hreinum litum; hvítum,
svörtum, mórauðum og gráum.
Einkum lögðu þeir áherslu á
hvíta ull. Ullin átti að vera þel-
mikil með ekki alltof grófu togi
og óskemmd af húsvist og sem
minnst í henni af mori og skít.
Forðast skyldi mjög gula ull og
reyna að útrýrpa illhærum. Ull af
tvílitu fé, mislit ull, er ónýtanleg
enda í lágu verði. Er því áríðandi
að fækka sem kostur er tvílitu fé,
en fram kom á fundinum að á
undangengnum árum hefur
þessu fé fjölgað að miklum mun
— um allt að hundrað prósent á
fáum árum. Hvað varðar gærur er
óskin fyrst og fremst sú að fá
hvítar gærur óskemmdar. Svartir
blettir í gærum af tvílita fé eru til
mikillar óþurftar og ber því allt
að sama brunni að snúa sem
bráðast þeirri þróun við sem verið
hefur undanfarið og fækka
flekkóttu og skræpóttu fé. I lokin
er því hér áskorun til bænda, nú í
hönd farandi fengitíð, að spara til
muna þá hrúta sem gefið hafa og
líkur eru á að gefi tvílit lömb en
nota, eftir þvt sem kostur er, vel
hvíta hrúta og reyna eftir mætti
að útrýma sterkgulum lit úr fénu.
Þá er ástæða til að hvetja til vetr-
arrúnings, eftir því sem tök eru á
og vanda alla meðferð ullar. Ef
þetta fer allt eftir verðmæti ullar
til íslenskra bænda geta stóraukist
áallra næstu árum.
„. , L, UMSJÓN: JÓHANNES SIGVALDASON
Bunaðarþattur-----------------------------------
Meira af hvítri ull
— minna af tvílitu fé
Dagana 14. og 15. nóv. s.l. var
haldinn á Akureyri ráðstefna um
sauðfjárrækt, einkum það er sneri
að ull og gærum og um fram-
leiðslu og sölu á ullar- og skinna-
vörum. Þarna voru saman komnir
fulltrúar bænda, ráðunautar
þeirra bæði hjá Búnaðarfélagi ís-
lands og úr hinum ýmsu héruð-
um, rannsóknamenn og fulltrúar
flestra þeirra fyrirtækja í landinu
sem vinna úr og versla með ull og
gærur.
Til þessarar ráðstefnu var boð-
að af Búnaðarfélagi íslands í
samvinnu við Rannsóknastofnun
landbúnaðarins og aðila ullar- og
skinnaaiðnaðarins og þeirra er
þessar vörur selja. Búnaðarmála-
stjóri, Jónas Jónsson, stjórnaði
fundi og greindi frá því í upphafi
að tilgangur fundarins væri að fá
ofangreinda aðila til að skiptast á
skoðunum, en e.t.v. hefur sam-
band þeirra verið minna en æski-
legt er. Úr þessu væri hugmyndin
að bæta.
Þarna voru flutt erindi um
stefnu í sauðfjárrækt, rannsóknir
með sauðfé einkum það sem sneri
að ull og gærum, um ullar og
skinnaiðnað og óskir þessa iðn-
aðar um það hvernig hráefhið er ekki rúm til að rekja stefnur í
ætti að vera. Þá voru flutt erindi sauðfjárrækt, gamlar eða nýjar, ei
um hvemig sölu á umræddum heldurrannsóknarniðurstöðurení
vörum er háttað. I þessum pistli stórum dráttum ættu óskir hans
Sporthúsiö hefur nú flutt sig unt sct í Hafnarstræti 94 og er nú þar scm Cesar var sinu gamla húsnæði. Fyrirtækið er nú rekið af Rögg h.f. en cigendur að því eru Jón
áður. Á myndinni eru Sigbjöm Gunnarsson eigandi og Gunnar Gunnarsson verslun- Bjamason, Bjarki Tryggvason og Herbert Ólason. Á myndinni eru Bjarki Tryggva-
arstjóri. son og Jón Bjamason og á milli þeirra cr Emilia Kristín.
Vlismótið í judó
Iþróttir um helgina:
Óhagstæð
úrslit
Það voru heldur óhagstæð
úrslit í boltaleikjum helgar-
innar fyrir okkur Akureyr-
inga. Á föstudagskvöldið
byrjuðu Þórsstúlkur á að
tapa fyrir toppliðinu í fyrstu
deild kvenna, Fram. Þórs-
strákarnir fóru í mjög erfiða
keppnisferð um helgina í
handbolta. Fyrst kepptu þeir
við Tý í Vestmannaeyjum og
töpuðu og síðan við HK og
töpuðu einnig. Staða þeirra í
deildinni er mjög slæm og
ekkert nema fall blasir við
þeim ef þeir fara ekki að
vinna leiki. Körfuboltamenn
félagsins kepptu einnig fyrir
sunnan um helgina og unnu
Grindvíkinga, en töpuðu
síðan á einni körfu fyrir
Keflavík.
Veitt úr
Grétars-
sjóði
Nýlega fór fram veiting
úr minningarsjóði Grét-
ars Kjartanssonar, en sá
sjóður styrkir árlega
efnilega lyftingarmenn.
Að þessu sinni var það
Norðurlandameistarinn
Haraldur Ólafsson sem
fékk styrk úr sjóðnum,
og er hann mjög vel að
því komin. í fyrra fékk
Arthur Bogason styrk úr
sama sjóði.
Guðmundur Ö.
vann bikarinn
Á laugardaginn var haldið
Ýlismótið svokallaða í Judó,
en það dregur nafn sitt af
hinum forna miðsvetrarmán-
uði Ýli. Keppendur á mótinu
voru 15, mótsstj'óri Hjalti
Þorsteinsson og dómari
Guðmundur Kr. Guðmunds-
son form. JRA. Keppt var um
veglegan bikar sem gefin var
af Sporthúsinu og var nú
keppt um hann í annað sinn.
Jón Hjaltason vann þennan
bikar í fyrra, en hann vinnst
fyrir flest stig í glímunum. Að
þessu sinni var það Guðmund-
ur Öm Halldórsson sem vann
bikarinn en hann keppti í létt-
asta flokki. I 70 kg flokki voru
fjórir keppendur og í þeim
flokki var um að ræða einvígi á
milli bræðranna Jóns og Þor-
steins Hjaltasonar, en þeir hafa
báðir hlotið íslandsmeistaratit-
il.
Þeir kepptu til úrslita í
flokknum eftir að hafa lagt alla
andstæðinga sína. Glíma þessi
var mjög spennandi og við-
burðarrík, en að lokum mátti
Þorsteinn hætta vegna meiðsla
sem hann fékk í glímunni.
Úrslit í 70 kg flokki urðu því
þessi:
1. Jón Hjaltason 2. Þorsteinn
Hjaltason og í 3. sæti varð
Kristján Halldórsson.
í flokki 60 til 70 kg var mikil
og hörð keppni.
Það kom hins vegar í ljós að
Brynjar Aðalsteinsson var
sterkastur og í úrslitaglímu
keppti hann við Kristján Frið-
riksson og sigraði Brynjar á
YOUKO. Annars urðu úrslit
þessa flokks þessi að í 1. sæti
varð Brynjar Aðalsteinsson, 2.
Kristján Friðriksson og 3.
Broddi Magnússon.
í fiokki undir 60 kg. sigraði
Guðmundur Halldórsson eftir
að hafa unnið Ásgeir Þor-
bjömsson í úrslitaglímu og sig-
raði Guðmundur á YOUKO. í
þessum flokki voru sjö
keppendur. Úrslit urðu þessi: 1.
Guðmundur Halldórsson 2.
Ásgeir Þorbjörnsson, 3.-4. Gylfi
Jónsson og Helgi Erlendsson.
Kristján Halldórsson og Jón Hjaltason. Á myndina vantar Þorstein Hjaltason,
sem varð frá að hverfa vegna meiðsla.
Sigurvegarar í 60-70 kg flokki. Frá vinstri: Broddi Magnússon, Kristján Frið-
riksson og Brynjar Aðalsteinsson.
Sigurvegarar í lcttasta flokki. Frá vinstri: Gylfi Jónsson, Ásgeir Þorbjörnsson og
Guðmundur Ilalldórsson sem jafnframt varð stigahæstur og hlaut Ylisbikarinn til
varðveislu í eitt ár.
4.DAGUR