Dagur - 09.12.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 09.12.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 9. desember 1980 90. tölublað mmammmmmm Jóla- trén eru komin Jólatréssalan hófst á Akureyri á iaugardag og seldist þegar all- mikið af trjám og greinum, að sögn Hallgríms Indriðasonar hjá Skógræktarfélagi Eyja- fjarðar. Selt verður hvern virkan dag fram til jóla frá klukkan 13-18, þ.e.a.s. meðan birgðir endast, en þær hafa yfirleitt gengið upp. Búist er við að seld verði milli 1000 og 1200 tré, en þau eru öll norðlensk, þ.e. úr Eyjafjarðar- og Þingeyjar- sýslu. Leiðbeiningar fylgja með um meðferð trjánna. Verð á jólatrjám hefur ekki hækkað til samræmis við verð- bólguna og er haft eftir miklum skógræktarfrömuði, að í fyrra hafi verð á vodkaflösku og meðalstóru jólatré verið álíka, en flaskan sé núna 3 þúsund krónum dýrari. Jólatrén kosta núna á bilinu frá 10-15 þúsund krónur og hæðin er 1-1,70 metrar. Hiti og höfuð verkur F.N. flaug með tvær stórslasaðar stúlkur Tvær ungar grænlenskar stúlkur slösuðust alvarlega í gasspreng- ingu á Grænlandi s.l. sunnudag. Flugvél frá Flugfélagi Norður- lands var stödd á Grænlandi í póst- og farþegaflugi og voru stúlkurnar, ásamt sjúkraliða, fluttar með vélinni til Islands. Flugvélin lenti á Akureyri og þar komu læknarnir Ólafur H. Odds- son og Einar Hjaltason um borð og settu upp vökvatæki, en Ólafur fór síðan suður til Reykjavíkur með stúlkunum, sem voru lagðar inn á spítala. Flugmenn í þessari ferð voru Gunnar Karlsson og Jónas Finnbogason. JÖLATkE 00 úkEINAk MZm Fyrir rúmum 10 árum síðan tók Karl Kristjánsson að sér að rita sögu Húsavíkur og var í upphafi stefnt að því að bókin kæmi út á 25 ára afmæli bæjarins 1974, en það tókst ekki og Karl féll frá. Sonur Karls, Kristján, tók að sér að koma verkinu út og var stefnt að því að fyrra bindið kæmi á markað á þessu ári, en nú er ljóst að af því getur ekki orðið fyrr en á næsta ári. unar, en vegna mikils álags á prentsmiðjuna sem prentar bókina verður hún látin sitja á hakanum þar til á næsta ári eins og kom fram hér að framan. Seinna bindið á að geta komið út tiltölulega fljótt út þarsem mikið efni er komið í það. Fjórfaldur skammtur af ávísanaheftum Magnús Gíslason, útibússtjóri Landsbankans, sagði í viðtali við Dag að gífurlega mikil viðskipti hefðu verið í Landsbankanum sl. föstudag. Seðlabirgðir bankans eru litlar eftir ösina. Mjög margir við- skiptavinir fengu sér ávísanahefti og gat Magnús sér til að afgreiddur hefði verið tvöfaldur skammtur af ávisanaheftum miðað við það sem gerist venjulega. I gær voru aðeins tveir að störfum í Landsbankanum — Magnús og Birgir Björn Svav- arsson. Vatnsbirgðir H.A. minnka Kristján Karlsson hefur óskað eftir að annar maður tæki að sér umsjón með útgáfu seinna bindis- ins og hefur verið ákveðið að Björn H. Jónsson, sóknarprestur á Húsa- vík taki það verk að sér. Fyrra bindið er tilbúið til prent- Fátt minnir meira á jólin og jólahald en jólatrén, en sala hófst á þeim á Akureyri á laugardag. Ekki er vitað um upphaf þess siðar að hafa jólatré, en hann bzrst fyrst til Íslands um 1850 og varð algengur upp úr aldamótum. Krakkar sem leið áttu um miðbæinn á iaugardag komust strax í jólaskap við að handfjatla trén og greinarnar. Mynd: H.SV. Kuldinn eykur á notkun heita vatnsins: Saga Húsavíkur kemur ekki út fyrir þessi jól hrjá Akureyringa „Að undannförnu hef ég verið á vöktum og þurft að sinna fólki sem hefur haft háan hita, hósta og hálssærindi. Þetta er dæmi- gerð veirupest, en einnig hefur verið að ganga í bænum uppköst og niöurgangur. Þar áður var mjög áberandi vírusveiki, sem lagðist í augu,“ sagði Ólafur H. Oddsson, héraðslæknir. Þessi veirusjúkdómur hefur ekki verið greindur, ein einkennin eru hár hiti, höfuðverkur, hálssær- indi og hósti. Ólafur sagði að engar tölur væru til um fjölda tilfella, og því má bæta við að langflestir hafa aldrei samband við sinn heimilis- lækni heldur liggja heima og bíða að pestin rjátli af þeim. „Undanfarna mánuði hefur ver- ið mikið álag á Hitaveitu Akur- eyrar og framundan eru miklir álagstímar, en af reynslu und- anfarinna ára er það Ijóst að vatnsnotkun er mjög mikil yfir jólin. Það er því ósk forráða- manna Hitaveitunnar að fólk taki tillit til þess og reyni að draga úr vatnsnotkun eins og unnt er til þess að koma i veg fyrir að grípa verði til aðgerða,“ sagði Vilhelm Steindórsson hitaveitustjóri í samtali við Dag. Vilhelm sagði einnig að haustið hefði verið óvanalega kalt og því hefðu notendur hitaveitunnar þurft á miklu vatni að halda, sem hefur svo leitt til þess að það hefur gengið á vatnsbirgðir hitaveitunn- ar. „Við höfum gengið meira á þessar birgðir en við áætluðum, en það er ekki þar með sagt að það sé orðið vatnslaust — síður en svo. Framundan eru tveir mánuðir sem samkvæmt fyrri reynslu geta verið kaldir og því kann það að vera rangt að halda áfram að tengja jafn mikið af húsum og gert hefur ver- ið,“ sagði Vilhelm. Hitaveitustjóri gat þess að þeirri ósk hefði verið komið á framfæri við nýja notendur í Öngulsstaða- hreppi að þeir frestuðu að láta tengja hús sín þar til eftir áramót. Þessi málaleitan fékk jákvæðar undirtektir og hér á Akureyri eru pípulagningamenn að kanna fyrir Vegna rafmagnsskorts á orku- veitusvæöi Landsvirkjunar hefur vélasamstæða Laxárvirkjunar á Rangárvöllum á Akureyri verið keyrð 16 klukkustundir á sólar- hring síðan 25. nóvember. Þessi vélasamstæða sem mun vera stærst sinnar tegundar á landinu brennir svartolíu. Vélin framleiðir 6,5 megavött og hitaveituna hve mikið er áætlað að tengja á næstu vikum, með það fyrir augum að athuga hvaða teng- ingum megi slá á frest. Eins og komið hefur fram í fréttum er unnið að byggingu kyndistöðvar. Þegar hún verður tekin í notkun, en það er áætlað að gera um miðjan janúar, verður unnt að mæta kuldaköstum án þess að ganga óþarflega mikið á vatns- birgðir Hitaveitu Akureyrar. eyðir 26 til 27 þúsund lítrum á hverjum 16 tímum. Kostnaður við þá keyrslu er um 4 milljónir króna. Laxárvirkjun framleiðir nú 18 til 18,5 megavött. Frá Kröfluvirkjun koma 10 til 12 megavött og gufu- aflsstöðin í Bjarnarflagi framleiðir rúmt megavatt— allt eftir því hver notkunin er í Kísiliðjunni. Gestur Jónsson, gjaldkeri í Bún- aðarbankanum, sagðist ekki muna eftir jafn miklum viðskiptum á einum degi og sl. föstudag. f Bún- aðarbankanum fór fjórfalt magn af ávísanaheftum og sagði Gestur að það hefði ekki verið óvanalegt að fólk hefði tekið nokkur hundruð þúsund út úr bankabókum. Skarphéðinn Ásgeirsson, for- stjóri Amaro, sagði að verkfall bankamanna kæmi ekki hart niður á fyrirtækinu — ekki fyrst í stað a.m.k. Fyrirtækið væri t.d. búið að leysa út mestan hluta af þeim vör- um sem það yrði með á boðstólum fyrir jólin. „I rauninni vitum við lítið um hvaða áhrif verkfall bankamanna getur haft á starfsemina þegar til lengdar lætur," sagði fsak Guð- mann, aðalgjaldkeri K.E.A. „Þetta er fyrirbæri sem aldrei hefur komið fyrir áður og því erfitt að sjá fyrir hvaða afleiðingar það getur haft.“ Dijúgt sopið á Rangárvöllum Barnapössun KFUM og K Unglingadeild KFUM og K gengst fyrir barnapössun dagana 13. (næsta laugardag), 18., 19., 20., 22. og 23. desember frá kl. 13-19 alla dagana nema á Þor- láksmessu, en þá verður pössun frá 13-22. Þetta er kjörið tækifæri fyrir foreldra sem eiga erfitt með að komast frá börnum sínum en eiga annríkt vegna jólaundir- búnings. Barnanna verður gætt að Hólabraut 13 (Zion) og þar verður haft ofan af fyrir þeim með leikjum, söng, föndri og kvikmyndasýningum, svo eitt- hvað sé nefnt. Kostnaður er að- eins 600 kr. á tímann og rennur ágóðinn til húsbyggingasjóðs KFUM og K. Tvær ferðir á is- lendingaslóðir í Kanada f sumar voru farnar tvær ferðir á íslendingaslóðir í Kanada, sem skipulagðar voru í samvinnu við Þjóðræknisfélagið á fslandi. Var að venju flogið í gagnkvæmu leiguflugi til Winnipeg á austur- ströndinni en í sumar var einnig bryddað á vesturströndinni. f báðum tilfellum fór flugvélin full utan með fslendinga sem heimsóttu vini og kunningja þar vestra, og heim aftur flaug hún með Vestur-íslendinga sem dvöldust hérlendis. Mikill áhugi er ávallt fyrir þessum ferðum og samvinna við Þjóðræknisfélagið og félagasamtök Vestur-fslend- inga í Kanada hefur gefist mjög vel. Ný verslun á Fá- skrúðsfirði Kf. Fáskrúðsfirðinga opnaði fyrir stuttu nýja og glæsilega verslun á fyrstu hæðinni af þremur í ný- byggingu sinni á Fáskrúðsfirði. Hófst byggingin vorið 1978, og er gert ráð fyrir að tvær efri hæðirn- ar verði teknar í notkun á næstu árum. Verslunin er um 2800 rúmmetrar. IAUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 23207I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.