Dagur - 15.01.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
, SIGTRYGGUR
1 AKUREYRI
& PETUR
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Akureyri, fimmtudaginn 15. janúar 1981
mmmmmmmmmmmmmwmmmmmmmmmmmmmmmmm^^mmmmmm
4. tölublað
a—mBimnT...—
KodaK
Haf ísinn færist nær landi
Mikil ófærð um Norðurland í gær
Mikið norðanáhiaup gerði um
norðanvert landið i gær. Vegir
voru nær ófærir vegna hríðar-
innar og þurftu bílar meðal
annars að snúa við á ieiðinni
frá Akureyri tii Húsavíkur.
Hafísinn hefur færst nær landi
og er nú skammt undan, en
fyrir þetta hret var hann mun
nær iandi en á sama tíma í
fyrra. Gert er ráð fyrir að haf-
íshrafl sé nú farið að nálgast
Grímsey og í gærdag voru tog-
arar í iygnum sjó, þrátt fyrir
veðurofsann, norður af
Grímsey og út af Skagagrunni.
Þótti mönnum þetta benda tii
þess að ís væri skammt undan.
Þá urðu togarar að hörfa
vegna íss á Rifsbanka, norður
af Melrakkasiéttu, sem bendir
tii að isinn liggi nú úti fyrir öllu
Norðurlandi.
Að sögn veðurfræðinga hefur
þessi mikla norðanátt örugglega
haft áhrif á hafísrekið í átt til
lands. Landhelgisgæslan fór í ís-
könnunarflug i gær, en komst
ekki austar en að Skagatá vegna
veðursins. ísröndin var þá 55 sjó-
mílur norðvestur af Skagatá. Við
Vestfirði liggur ísröndin mun nær
landi.
Vegna hríðarinnar var kennsla
felld niður víðast hvar á Norður-
landi í gærdag. Færð mun ekki
hafa spillst mjög á vegum, nema
hvað snjókóf brygði mönnum sýn
og því ófært af þeim sökum. Eins
og áður sagði sneru bílar við á leið
til Húsavíkur. í gær var hins vegar
greiðfært til Dalvíkur og Greni-
víkur og fært var yfir Öxnadals-
heiði, en færð tekin að spillast í
dalnum. Færð var víðast hvar
þokkaleg á Akureyri, en sums
staðar orðið þungfært í úthverf-
um. Byrjað var að ryðja götur
strax í gærkvöldi, enda hafði
veðrið þá gengið niður að mestu.
Þegar Dagur hafði samband
við Grímsey í morgun sagði
Steinunn Sigurbjörnsdóttir,
fréttaritari blaðsins þar, að ágætt
hljóð væri orðið í mönnum, enda
komið fínasta veður eftir mikið
óveður í gær. Þrír bátar eiga net í
sjó og voru þeir að fara út í
morgunsárið. Steinunn sagði að
sjómenn væru þó uggandi um
sinn hag. Gæftir til sjóróðra hafa
verið mjög slæmar síðustu tvo
mánuði, að segja má, og ef ísinn
er á hraðferð upp að landinu
horfir mjög illa. Ef ís kemur upp
að landinu núna þá er hann
óvenju snemma á ferðinni.
Reynsla Grímseyinga er sú, að
áður en ísinn kemur og hindrar
sjóróðra hefur jafnan verið mok-
afli og hefur það oft bjargað
miklu.
í nóvember s.l. spáðu tveir
spakir menn því hér í blaðinu, að
þetta yrði hafíssvetur. Töldu þeir
veðráttuna í haust benda til þess.
Þá var talið hér fyrr á árum, að
hret í líkingu við það sem var í
gær kæmi oftast sem fyrirboði
hafískomunnar. Þess ber þó að
geta, að áður hefur ís komið þetta
nærri landi, án þess að hann yrði
landfastur og ylli taljandi erfið-
leikum.
Skattfram-
talseyðublöð
í næstu viku
Akureyringar mega búast við
að skattframtalseyðublöðin
fari að berast inn í bréfalúg-
urnar um miðja næstu viku,
að sögn Jóns Dalmanns,
skrifstofustjóra á Skattstöfu
Norðurlandsumdæmis eystra.
Jón sagði að eyðublöðin væru
enn ekki komin úr prentun, en
gert væri ráð fyrir að þau yrðu
tilbúin upp úr 18. janúar, þ.e.
næstu helgi. Þau yrðu þá sam-
stundis send út á land og dreif-
ing hæfist strax og þau bærust.
Framtalsfrestur fyrir almenn
framtöl einstaklinga er til 10.
febrúar, til 15. mars hjá
einstaklingum með atvinnu-
rekstur og til 31. maí hjá félög-
um og öðrum lögaðilum.
Jón sagði að mjög litlar
breytingar yrðu á framtals-
eyðublöðunum frá því í fyrra.
Franskar kartöflur á Svalbarðseyri:
Framleiðslan hefst í næsta mánuði
3-4 hundruð tonna ársframleiðsla
Eins og greint hefur verið frá í
Degi er nú verið að koma á fót
verksmiðju á Svalbarðseyri sem
framleiða mun franskar karföfl-
ur. Vonast er til að starfsemi
geti hafist í næsta mánuði, en
undanfarnar sex vikur hefur
verið unnið af kappi við lagfær-
ingar á húsnæðinu sem verk-
smiðjan verður í og tækja-
búnaður er væntanlegur til
landsins frá Danmörku á næstu
dögum.
Að sögn Sveinbergs Laxdals,
fréttaritara Dags á Svalvarðseyri og
kartöflubónda, er gert ráð fyrir að
4-5 manns vinni við framleiðsluna í
fullu starfi. Framleiðslustjóri verð-
ur Sævar Hallgrímsson. Áætlað er
að framleiða 1—VA tonn af
frönskum kartöflum á dag, eða
milli 300 og 400 tonn á ári. Nýting
hráefnisins er um 50% og hefur
m.a. verið hugað að því hvort nota
megi frákastið í skepnufóður.
Markaðsmálin eru ekki full-
könnuð, en verslanir og veitinga-
staðir hafa sýnt málinu mikinn
áhuga. Ekki er enn vitað hvort um
samkeppni verður að ræða við
innfluttar franskar kartöflur, eða
hvort innflutningur á þeim verði
lagður niður. Fer það nokkuð eftir
því hvort litið verður á þessa starf-
semi sem landbúnað eða iðnað, en
skiptar skoðanir munu vera um
það.
Undanfarið hefur verið unnið að
því að safna hráefni á lager, en
kartöflurnar sem fara í þessa
vinnslu þurfa að geymast við um
helmingi hærra hitastig en kartöfl-
ur eru venjulega geymdar við, eða 8
gráður.
Sveinberg sagði að um áramótin
hafi ekki verið búið að selja nema
um 5% af kartöfluframleiðslunni
Á mánudagskvöldið héldu þingmenn
Framsóknarflokksins í Norðurlands-
kjiirdæmi vestra fjölmennan stjórn-
málafund á Blönduósi. Þar var eftirfar-
andi ályktun gerð:
„Almennur stjórnmálafundur, hald-
inn með þingmönnum Framsóknar-
flokksins í Norðurlandskjördæmi
vestra, á Blönduósi, mánudaginn 12.
við Eyjafjörð, sem er með allra
minnsta móti þegar litið er til þess,
að þá voru liðnir fimm mánuðir frá
því uppskera hófst. Sagði hann
sýnilegt að ákvörðun stjórnvalda
um innflutning á kartöflum í
ágústmánuði hafi ekki verið til
bóta.
janúar 1981 skorar á alla þingmenn
kjördæmisins að taka nú strax höndum
saman og beita öllum sínum áhrifa-
mætti til þess að virkjun Blöndu geti
orðið að veruleika, sem næsti virkjun-
arkostur landsmanna."
Þessi ályktun var samþykkt sam-
hljóða.
Almennur stjórnmálafundur á Blönduósi:
Vilja virkja Blöndu
Vilja leggja
vatnsleiðslu
milli lands
og eyjar
Hríseyingar velta því nú fyrir sér
hvort unnt sé að fá ferskt vatn úr
landi, því sérfræðingar hafa sagt
að ekki sé neysluvatns að vænta
með borun í Hrísey. Að sögn
Sigurðar Finnbogasonar,
fréttaritara Dags í Hrísey, vant-
ar sífellt vatn í eynni og eina
leiðin virðist vera sú að fá það úr
landi. Helst hallast menn að því
að fá vatn úr lindum á svipuðum
slóðum og Árskógsstrendingar
fá sitt vatn, en frá lindunum og
• út í ey eru um 9 kílómetrar, þar
af er sundið milli lands og eyjar
um 3 kílómetrar.
„Á tímabili í fyrrasumar lá við að
hér yrði vatnsskortur,“ sagði Sig-
urður, „og það er ljóst að við getum
ekki búið við svo ótryggt ástand til
frambúðar. Hinsvegar er þetta mál
enn á frumstigi og ekkert hægt að
segja neitt t.d. um kostnað og þ.h.“.
Það kom fram í samtalinu við
Sigurð að ýmsir eru smeykir við að
fá vatn úr landi og benda á að raf-
og símalínur, sem koma úr landi,
Hafa farið í sundur hvað eftir ann-
að. „Kaplarnir nuddast í sundur
við fjöruborðið,“ sagði Sigurður,
og eins fara þeir strax þegar ís er að
sveima hjá eynni. En sérfræðing-
amir halda því stíft fram að það
þýði ekki að bora hérna og þá
verður að leita annarra leiða.“
Tamningar
að hef jast
Syðra-Skörðugili, Skagafirði 13. janúar.
Tíð hér hefur verið risjótt hér
eins og annarsstaðar og vont á
högum víðast hvar því hér komu
tveir blotar og það eru ekki
nema þúfnakollarnir sem standa
upp úr. Víða er farið að gefa
hrossum eitthvað og það sést á
þeim sem ekkert hafa fengið, en
þau eru ekki illa haldin þó hart
sé á högum. Ekki man ég eftir
jafn umhleypingasamri tíð síðan
ég kom hingað í fjörðinn. Fjár-
bændur láta víða liggja við opið,
en kindurnar eru mest inni þrátt
fyrir það.
Þessa dagana er mikið tekið inn
af hrossum, en menn eru að byrja
að hefja tamningar. Tamið er t.d. á
Hólum, Vatnsleysu, Flugumýri,
Varmalæk og hér hjá okkur á
Syðra-Skörðugili. Friðrik í Glæsi-
bæ er að taka inn þessa dagana hóp
af hrossum til að temja.
Vegna tíðarfarsins hefur fólk lit-
ið getað hreyft sig. Að vísu hefur
ófærð á vegum ekki komið í veg
fyrir ferðalög svo neinu nemur, en
þessar sifelldu rokhviður hafa oft
sett strik í reikninginn. T.d. varð að
fresta þrettándaballi karlakórsins
um eina helgi svo dæmi sé tekið. Út
í Fljótum er mikill snjór, en um allt
héraðið er að öðru leyti ágætis
færð. E.G.