Dagur - 15.01.1981, Blaðsíða 7
Bjóðum fullkomna viðgerðarþjónustu á sjón-
varpstækjum, útvarpstækjum, steríomögnur-
um, plötuspilurum, segulbandstækjum, bíl-
tækjum, talstöðvum, fiskileitartækjum og sigl-
ingartækjum.
ísetning á bíltækjum.
■— Alþýðusambánd
Norðurlands...
(Framhald af bls. 8).
Þessi afkastahvetjandi kerfi hafa
auk heldur oft á tíðum haft í för
með sér ósamkomulag milli starfs-
hópa og jafnvel einstaklinga innan
fyrirtækjanna, auk þess sem starfs-
fólk á besta aldri með mikla
reynslu verður oft á tíðum ekki
gjaldgengt, þar sem það hefur misst
mestu snerpuna, þrátt fyrir að það
sé mjög vel fært til að sinna sínum
störfum. Hákon sagði að sumt væri
jákvætt, eins og t.d. að oft væru
framleiðslurásirnar bættar með
betri tækjum, sem hefði í för með
sér aukna vellíðan við vinnu og
kæmi þannig til móts við ókostina.
„Þetta er bylgja sem er að ganga
yfir og hófst upp úr 1960. Við erum
aðeins að bregðast við þessum
málum með hagsmuni okkar fólks í
huga, þangað til að því kemur að
menn sjái að sér,“ sagði Hákon
Hákonarson að lokum.
Einn
tannlæknir á
tæplega 3
þúsund
Hér á landi eru nú starfandi
172 tannlæknar eða einn fyrir
hverja 1300 íbúa, sem er
mjög gott hiutfall, segir í
Fréttabréfi um heilbrigðis-
mál. Hins vegar er fjöldi
tannlækna utan Reykjavíkur,
Reykjaness og Akureyrar
aðeins 27 eða einn á hverja
2900 íbúa.
Enginn tannlæknir er á
svæðinu frá Stykkishólmi til
Isafjarðar (5800 íbúa) enginn
frá Isafirði til Blönduóss (2700
íbúar) og enginn frá Eskifirði til
Homafjarðar (1700 íbúar).
Ekki er vafi á að það hefur verið
mikið happ fyrir leikfólkið í
Öngulsstaðahreppi að fá jafn
reyndan leikstjóra sem Jóhann er,
til að stjórna þessari viðamiklu
uppsetningu.
Ekki ætla ég að fella dóma um
listræna túlkun leikaranna, enda
ekki maður til slíks, en ég get þó
ekki látið hjá líða að minnast
góðrar frammistöðu Jóhanns
Jóhannssonar, Huldu Þórsdóttur,
Emelíu Baldursdóttur og Jón-
steins Aðalsteinssonar, sem öll
sköpuðu þær persónur í leiknum,
sem munu geymast í huga mín-
um. Og þegar á allt er litið, fannst
mér sýningin takast vel í heild.
Hún var leikurum öllum, leik-
stjóra og öðrum hlutaðeigendum
til sóma.
Um leið og ég þakka góða
kvöldstund með „þrem skálkum"
í Freyvangi, get ég með góðri
samvisku kvatt fólk til að sækja
þessa leiksýningu, ef það vill gera
sér dagamun.
Þess skal getið að sýningar
verða á „skálkunum“ um næstu
helgi í Freyvangi. . .
HVER VILL EKKI STYRKJA OG FEGRA LlKAMANN?
Komið og njótlð hinnar nýju og fróbœru aðstöðu sem
NUDD OG GUFUBAÐSTOFAN hefur upp ó að bjóða.
DÖMUTÍMAR FRA KL. 10.oo TIL KL. 16.oo.
INn HERRATfMAR FRA KL. 17. oo TIL KL. 21. oo.
Í«/TUN
Og SOLBEKKIR -SAUNABAÐ-NUDD-ÞREKHJOL-
°PpL ?s,N„ GROHE-STURTUR-HVÍLD OG KAFFISOPI.
'« f,-
Viðskiptavinir
Munió eftir kjúklingunum á
Aðeins Kr. 35,00 kg
Mjög hagstæð matarkaup
Starfsmaður
óskast á dagvistarstofnun á morgnana, til aðstoðar
þroskaheftu barni. Uppl. í síma 25880 á þriðjudag
og miðvikudag kl. 10-12.
Félagsmálastofnun Akureyrar.
jri/’i IDETVD A DD iCD
Hitaveita Akureyrar
óskar að ráða starfskraft á skrifstofu. Starfið er að-
allega fólgið í meðferð innhemtumála, útskrift á
reikningum í tölvu svo og almenn skrifstofustörf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir fjármálafulltrúi
sem einnig tekur viö umsóknum, og skulu þær
berast fyrir 26. janúar 1981.
Hitaveita Akureyrar.
Bygginganefnd verkmenntaskóla
á Akureyri
óskar að ráða röskan
STARFSMANN
sem allra fyrst.
Starfssviö er, sameining og eftirlit með:
áætlanagerð
hönnun
fjármögnun
útboóum
byggingaframkvæmdum
og fleiru á vegum nefndarinnar.
Nánari upplýsingar veitir formaður bygginga-
nefndar Haukur Árnason
símar 21488 á vinnustað
eða 23308 heima
Bygginganefnd verkmenntaskóla
á Akureyri.
Auglýsing um laust starf
Starf við afgreiðslu og vörslu teikninga á skrifstofu
byggingafulltrúa er laust til umsóknar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu á
húsateikningum. Laun samkvæmt launakerfi Ak-
ureyrarbæjar.
Nánari upplýsingar um starfið veitir bygginga-
fulltrúi.
Umsóknir sendist til skrifstofu Byggingafulltrúa
Akureyrar, Geislagötu 9, fyrir 5. febrúar n.k.
Byggingarfulltrúi Akureyrar.
DAGUR.7