Dagur - 22.01.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 22.01.1981, Blaðsíða 6
Kvcnfélagið Framtíðin heldur aðalfund mánudaginn 26. janúar kl. 20.30 í Dvalar- heimilinu Hlíð. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið vel. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. I.O.O.F. 2 — 1621238 Vi Brúðhjón. Hinn 12. desember sl. voru gefin saman í hjónaband að Syðra-Lauga- landi, brúðhjónin Doris Anita Adamsson, frá Lundi í Svíþjóð, og Guðmundur Geir Jónsson á Munka- þverá. í söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar handa hungruð- um heimi hefi ég veitt við- töku gkr. 85.000. Beztu þakkir. Bjartmar Kristjáns- son. Fjárframlög í byggingarsjóð Náttúrulækningafélags Ak- ureyrar frá 7. október - 31. desember 1980. Allar tölur gamlar krónur. Áheit frá starfsstúlkum Lindu kr. 11.000, Petronella og Jón Helgason, kr. 50.000, Brynhildur Björnsdóttir, kr. 10.000, Kristín Björnsdóttir, . kr. 10.000, N.N., kr. 25.000, Jónas og Borghildur, kr. 50.000, ída Þórarinsdóttir, áheit, kr. 30.000, Halldóra Kristjánsdóttir, kr. 15.000, K.K., kr. 100.000, Kven- félagið Hildur, Bárðardal, kr. 100.000, Arnór Sig- mundsson, kr. 100.000, Steindór Pálmason, kr. 2.000.000, Ólafur Kristjáns- son, kr. 5.000, Kristbjörg Sigurðardóttir, kr. 15.000, Öngulstaðarhreppur, kr. 250.000, Margrét Antons- dóttir, kr. 2.000, Guðmund- ur Benediktsson, Hörg., kr. 10.000, Ragnar Geirsson, kr. 1.000, Guðbjörg Guðmundsdóttir, kr. 25.000, N.N., kr. 2.000, Náttúru- lækningafélag íslands, kr. 5.000.000. Samtals kr. 7.811.000,00. Öllum þessum gefendum sendum við hjartans þakkir, svo og öðr- um þeim er stuðlað hafa að því að þessum fyrsta áfanga byggingarinnar er náð. Ósk- um ykkur öllum velfarnaðar á nýju ári, f.h. N.L.F.A. Laufey Tryggvadóttir, formaður. Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9. myndina Góðir vinir sem fjallar úm líf millistéttar- fólks í New York. Juli Messinger er gift kona, til- heyrandi efri miðstétt og búsett í Manhattan í New York þar sem sér yfir Mið- garð. Maður hennar, Ric- hard, er starfandi við tíma- rit, þar sem hann er lista- og myndaritstjóri. Aðgerð sem gerð er á honum á sjúkra- húsi veldur því að gefa þarf honum mikið blóð og þarf Júlí að safna 20 blóðgjöfum. í leit sinni að þeim kemst hún að því að Richard hefur verið slyngur kvennamaður svo að vart hefur nokkur kona í kunningjahópi þeirra, komist hjá að leggjast með honum. Kl. 11 sýnir bíóið Sex express sem er djörf ensk mynd. AUGLÝSIÐ I DEGI Rögnvaldur nuddar viðskiptavin. (Ljósm.: Þengill Valdimarsson). Ný nuddstofa Nýlega var á Akureyri stofnsett Nudd og gufubaðstofan og er hún til húsa að Sunnuhlíð 10. Eigendur stofunnar eru hjónin Bima Guðjónsdóttir og Rögn- valdur Sigurðsson. Birna lærði á Bjóðum fullkomna viðgerðarþjónustu á sjón- varpstækjum, útvarpstækjum, steríomögnur- um, plötuspilurum, segulbandstækjum, bíl- tækjum, talstöðvum, fiskileitartækjum og sigl- ingartækjum. Isetning á bíltækjum. imímmmm Slmi (96) 23626 Glerðrgotu 32 • Akuieyn Gjaldafsláttur á fóðurbæti Um siðustu áramót hófst út- hlutun á skömmtunarseðlum hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins vegna gjaldafsláttar á fóðurbæti handa hrossum. Samkvæmt ákvörðun Framleiðsluráðs fá hrossaeigcndur á lögbýlum út- hlutað skömmtunarseðlum, sem veitir þeim rétt til að kaupa 50 kg af fóðurbæti með 33,3% gjaldi, fyrir hvert folald og tryppi, samkvæmt forðagæslu- skýrslum, ennfremur reiðhesta 4ra vetra og eldri. Hestamanna- félög geta fengið gjaldafslátt á 125 kg af fóðurbæti fyrir hvert hross á félagssvæðinu Lagðar eru til grundvallar upplýsingar hestamannafélaga og Sveit Stefáns Ragnarssonar efst fyrir síðustu umferð Tólfta og næstsíðasta umferðin í sveitakeppni Bridgefélags Akur- eyrar var spiluð sl. þriðjudags- kvöld. Úrslit urðu þessi: Stefán R. — Ferðaskrifst. Ak 20—0 Páll — Gylfi 20-t-2 Stefán V. — Siguróli 20—0 Zarióh — Kári 18—2 SigurðurV. — Magnús 18—2 Alfreð — Jón 14—6 Gissur — Haraldur 20-t 4 Nú þegar aðeins ein umferð er eftir í Akureyrarmótinu hafa 4 sveitir möguleika á sigri. Röð efstu sveita er þessi: Stig 1. Stefáns Ragnarssonar 188 2. Alfreðs Pálssonar 183 3. Jóns Stefánssonar 181 4. Páls Pálssonar 170 5. Magnúsar Aðalbjörnssonar 149 6. Stefáns Vilhjálmssonar 148 7. Ferðaskrifstofu Akureyrar 144 Síðasta umferð verður spiluð að Félagsborg n.k. þriðjudag 27. janúar, og verður eflaust margt manna að fylgjast með lokabarátt- unni í Akureyrarmótinu, sem er óvenju jöfn og spennandi. Næsta keppni félagsins verður tvímenningskeppni. handa hrossum fóðureftirlitsmanna um fjölda hrossa á fóðrun á félagssvæðinu veturinn 1980-1981. Hestamanna- félögin hafa fengið afhentar í einu lagi ávísanir (skömmtunarseðla) fyrir félagsbundna, sem og aðra hestamenn á viðkomandi félags- svæði. Einstaklingar í þéttbýli, sem einhverra hluta vegna vilja ekki sækja skömmtunarseðla til hesa- mannafélags, geta fengið afhenta seðlana á skrifstofu Framleiðslu- ráðs í Bændahöllinni. Þeir verða þá að hafa meðferðis fullgilda stað- festingu á hrossaeign sinni. Það má vera skattframtal eða vottorð forðagæslumanns. Hestamannafélög og einstak- lingar, sem reka tamningastöðvar geta sótt um gjaldafslátt sé um að ræða starfsemi með 8 bása eða fleiri. Gjaldafsláttur miðast við 125 kg af fóðurbæti fyrir hvern notaðan bás. Umsóknin þarf að vera stað- fest af hrossaræktarráðunaut Búnaðarfélags Islands. Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur beint þeim tilmælum til hestamannafélaga að þau annist úthlutun á gjaldafsláttarkortunum til sinna félagsmanna og annarra hestamanna. Þá fá allir eigendur reiðhesta jafnan rétt á 125 kg af kjamfóðri með 33,3% gjaldi á hvern reiðhest, hvar svo sem þeir búa, hvort sem það er í sveit eða þéttbýli. Orðsending til skipulagsnefndar Þessi orðsending er frá innfæddum innbæingi („ekta Akureyringi"), síðar búsettum á Oddeyri, en nú á Brekkunni. Hann biður ykkur að loka ekki Bótinni (Hafnarstræti) fyrir bíla umferð, nema eins og verið hefur í einstöku tilfellum (t.d. 17. júní, jólaös og fl.). En gera heldur vel við götuna svo betra verði að aka eftir henni. Gamla gatan þarf að vera iðandi af lífi og umferð. Jóhann Konráðsson. sínum tíma hjá Eðvald Hinriks- syni, sjúkraþjálfara að Hátúni 8 í Reykjavík. Að loknu námi þar, flutti hún til Ólafsfjarðar og rak þar nuddstofu um nokkurra ára skeið. Nú hafa þau hjónin flutt sig um set til Akureyrar og sett á fót Nudd og gufubaðstofuna, sem fyrr segir og er aðstaða þar öll til fyrirmynd- ar. Þar er til staðar saunabað, sól- bekkir, nuddbekkir, þrektæki, hvíldarbekkir og loks má geta þess, að viðskiptavinum stendur kaffi- sopi til boða að lokinni meðferð. Deginum á stofunni er skipt á milli kynja. Kvennatíminn er frá kl. 10.00 til kl. 16.00, en karlatíminn frákl. 17.00 til kl. 21.00. Fólki er gefinn kostur á því að panta sér fasta tíma, hvort sem um einstaklinga, eða hópa er að ræða. Hin síðari ár, hefur fólk tekið að sýna líkama sínum meiri ræktar- semi og er það vel. Nudd og gufu- baðstofan ætti því að vera Akur- eyringum og nærsveitarmönnum kærkomin. Þór - Grindavík Á laugardaginn klukkan 3 verð- ur hörkuspennandi leikur i skemmunni. Þá leiða saman hesta sfna í körfu Þór og Grindavík. Akureyringar — hvetjum okkar menn til sigurs. iti Móðir okkar, amma og langamma ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR, Fjólugötu 10, Akureyri verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 27. jan. kl. 1.30. Vandamenn. . Hcilsugæslustöðin f byggingu. Heilsugæslustöð opnaði á Dalvík um síðustu helgi Ný heilsugæslustöð var tekin f notkun á Dalvík um s.l. helgi. Húsið er rúmlega hálfbyggt; búið er að innrétta aðra álmuna af tveimur og tengibyggingu er lokið. Tveir lækn- ar starfa við stöðina, auk hjúkrun- arfræðings og læknaritara. Innkaupastofnun ríkisins hefur séð um byggingu hússins og verður það síðar afhent læknishéraðinu til umsjónar, en í héraðinu eru Dal- víkurkaupstaður, Hríseyjarhrepp- ur, Árskógsstrandarhreppur og Svarfaðardalshreppur. Þegar nýja húsið var tekið í notkun var ráðinn nýr læknir til Dalvíkur, Steingrímur Björnsson, sem mun starfa þar ásamt héraðs- lækninum, Eggert Briem. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.