Dagur - 22.01.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 22.01.1981, Blaðsíða 8
Akureyri, fimmtudaginn 22. janúar RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VEUIÐ RÉTT MERKI Fóstrur hætta I síðasta blaði sagði í fyrirsögn að fóstrur á Akureyri væru að fara í verkfall, en við lestur textans kem- ur berlega í Ijós að fóstrurnar eru búnar að segja upp allar sem ein og ætla að hœtla störfum þann I. febrúar. Blaðið biður fóstrurnar velvirðingar á þessum mistökum, en þær voru á fundi í gærkvöldi og lítið hrifnar af fyrirsögninni. Ann- ars sendir blaðið þeim baráttu- kveðjur með ósk um velfarnað í framtíðinni. ÁHUGI FYRIR BRÚNNI „Við munum fylgjast náið með þessu máli og óhætt er að segja að hér sé áhugi fyrir brúnni,“ sagði Bjarni Arthúrsson, fram- kvæmdastjóri Kristneshælis, en það hefur borið á góma að ríkisspítalarnir reyndu e.t.v. að koma á fót einhvers konar rekstri að Laugalandi. Hins vegar hefur alltaf komið fram að forsendan fyrir slíkum rekstri, sem yrði í nánum tengslum við Kristneshæli, væri sú að brú væri á Eyjafjarðará, skammt frá hæl- inu. Bjarni vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið, en samkvæmt heimildum blaðsins hafa ýmsir aðilar sýnt áhuga á að fá afnot af skólahúsinu að Laugalandi, sem hefur staðið lítt notað að undan- fömu. Menn á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins hafa gert athugun á húsinu og er Ijóst að það þarfnast mikilla viðgerða. Ef brú yrði byggð á Eyjafjarðará, hjá Hrafnagili, er eins líklegt að skólinn að Hrafnagili gæti notfært sér húsið. Viðmælendur Dags sögðu að ef brú yrði ekki byggð yfir ána hjá Hrafnagili í ár, væri ljóst að hún kæmi ekki næstu 20—30 árin. Nú þegar tími þorrablóta og árshátíða fer í hönd og forráða- menn félaga og klúbba geta átt í erfiðleikum með að fá hljóm- sveitir til danslcikjahalds getur verið gott til þess að vita að Hljómsveit Finns Eydal sé að taka til starfa að nýju, eftir nokkurra mánaða hlé. Hljómsveitin hætti að leika í Sjálfstæðishúsinu fyrir tæpu ári, en þar hafði hún stárfað í þrjú ár, en þau Finnurog Helena Eyjólfsdóttir höfðu starfað þar samfellt í 10 ár, lengst af með hljómsveit Ingimars Eydal. Auk hjónanna Helenu og Finns leika með hljómsveitinni Alfreð Almarsson, sem syngur og leikur á gítar, Jóhannes Ásbjörnsson, BMHBSBS Nægur snjór Nú er kominn ágætur skíðasnjór í Hlíðarfjalli og um næstu helgi verða allar lyftur í gangi ef veður leyfir. Einnig verður troðin göngubraut í Hrappsstaðaskái. Göngubrautina verður reynt að troða um helgar í vetur. Skíðaskólinn tekur til starfa mánudaginn 26. janúar. Kennsla er á morgnana frá kl. 10 til 11.30. Þetta námskeið er ætlað yngstu nemendunum. Eftir hádegi eru námskeið milli klukkan 14-16, 17- 19 og 20-22. Að sögn fvars Sig- mundssonar er enginn of gamall til að læra á skíðum og sjálfsagt fyrir þá sem geta að læra á skíði. Margir hafa eflaust fengið skíðabúnað í jólagjöf og segja þeir í Hlíðarfjalli að það sé sérstök ástæða til að minna fólk á að merkja búnaðinn vel. Það er of al- gengt að nýir skór eða ný skíði séu tekin viljandi eða óviljandi við Skíðastaði. Einnig er ástæða til að biðja fólk um að hafa bremsur á skíðunum. í vetur verður aðeins eitt meiri- háttar mót í Hlíðarfjalli, en það eru Andrésar Andar leikarnir sem verða 23. til 26. april. Sú nýbreytni verður tekin upp á þessu móti að keppt verður í göngu og stökki auk alpagreinanna. harmonikkuleikari og Þorleifur Jó- hannsson, trommuleikari, sem hóf sinn feril með „Bravó-bítlunum“ á sínum tíma, og lék sl. sumar með þeirri vinsælu hljómsveit, Upplyft- ingu. Fundur á loftneti Sjónvarpsloftnet eru vinsæl meðal snjótittlinga. Á þeim halda fuglarnir fundi og oft eru þeir f jölmennari en þessi. Það jaðrar við að þessar kræklóttu „hríslur“ verði fallegar þegar fuglarnir setj- ast á þær. Myndtáþ. Mun færri umsóknir um nýjar byggingarlóðir Hljómsveit Finns Eydal eins og hún er nú skipuð. „Ég hef það á tilfinningunni að umsóknir um nýjar byggingar- lóðir verði til muna færri en ver- ið hefur,“ sagði Jón Geir Ágústsson, byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar, er DAGUR leitaði upplýsinga um áhuga manna á þeim lóðum, sem aug- lýstar voru nýverið til umsóknar. Þarna er um að ræða fjölbýlis- húsa-, raðhúsa- og einbýlishúsa- lóðir, nyrst og vestast í bænum, í beinu framhaldi af þeim lóðum sem úthlutað hefur verið síðustu ár. Að sögn Jóns Geirs eru umsóknir að berast inn þessa dagana, en líkur á að þær verði mun færri en verið hefur, og á það við um allar gerðir lóða. Athugað hefur verið hvort hag- kvæmt muni reynast að þétta byggð og hefur skipulagsstjóri það nú sem verkefni að kanna með hvaða hætti það mætti helst verða, þannig að byggingarhæfar gætu orðið lóðir á ódýrari hátt en í nýj- um hverfum. Jón Geir Ágústsson taldi ekki trúlegt að framundan væru neinar stórfenglegar breyt- ingar í þá átt, en þó væru núna auglýstar fjórar lóðir við Einholt, sem mætti teljast falla undir hug- takið „þétting byggðar". >T ÍATÍ r-p r ÐJl "p llil ÍÍL . m & V— JiJ % Kabarettinn endurvak- inn? Það hefur heyrst utan úr bæ að til standi að sýna kaba- rettinn aftur í Sjálfstæðis- húsinu um aðra helgi — þ.e. þann 30. janúar. Ýmislegt hefur gerst í þjóðlífinu, sem aðstandendum kabarettsins finnst ástæða til að fjalla um, svo sem gjaldmiðilsbreyting- in svo eitthvað sé nefnt. # Kerfið Á forsíðu er sagt frá því að nokkrir félagar í Verkalýðs- félaginu Einingu vilji auka lýðræðið í félaginu. f greinar- gerð sem einni lagabreyting- unni kemur Ijóslega fram af hverju þeir hafa sest niður og samið breytingartillögurnar, en í greinargerðinni stendur: „Samkvæmt lögum ASf og reglugerð er skilt að hafa svonefnda „allsherjarat- kvæðagreiðslu" með sér- stöku formi, þegar félögin kjósa sér stjórnir, trúnaðar- mannaráð og endurskoðend- ur reikninga, og þegar þau kjósa sér fulltrúa á þing ASÍ og þing þess landssambands sem þau eru í (í okkar tilviki Verkamannasambandsins). Reglur ASf kveða svo á um að kosið skuli samkvæmt fram- boðslistum, og er óheimilt að gera uppástungur um færri en kjósa á í það skiptið. Þá þurfa hverjum lista að fylgja 100 meðmælendur, nema hvað listi sem trúnaðar- mannaráð ber fram þarf eng- in meðmæli! % Rúmlega 150 manns! Augljóst er af þessum reglum að almennir félagsmenn eiga óhægt um vik að koma við breytingum á fulltrúa á þing ASf eða Verkamannasam- bandsins. Hafi einhverjir félagar eða til dæmis einhver vinnustaður áhuga á að koma einhverjum ákveðnum félaga sínum inn í stjórn verða þeir að gjöra svo vel að hrista fram úr erminni rúmlega 150 manns á lista og með- mælendalista. Og allt á þetta að geta gerst á tveim dögum eða svo, skv. lögunum. Til að berja saman svona lista, þarf því verulega stóran hóp manna, og helst heilan flokk eða marga flokka á bak við. Tillaga þessi (sem um er getið á forsíðu) er til þess sett fram að draga úr áhrifum þessa ólýðræðislega fyrir- komulags, þar sem ekki er hægt að leggja það niður í heild sinni vegna laga og reglna ASÍ. Bændanámskeið Á bændaskólanum á Hólum vcrður efnt til tveggja námskeiða í almennum búfræðum í febrúar og mars n.k. Þessi námskeið verða með líku sniði og nám- skeið þau, sem haldin voru við skólann á síðasta ári. Fyrra námskeiðið stendur frá 9.-28. febrúar, en hið siðara frá 2.-21. mars. Bóklegt nám verður samtals 90 kennslustundir og verklegt nám 68 stundir. Áætlaður fæðiskostnaður á dag er kr. 55,00. Umsóknir um þátttöku skulu sendar til Matthíasar Eggertsson- ar. Búnaðarfélagi íslands eða að Hólum FINNUR MEÐ NÝJA HLJOMSVEIT BJÖRGULFUR BILAÐUR Dalvíkurtogarinn Björgúlfur bilaði s.l. laugardag og var dreginn á þriðjudag til Akur- eyrar, en þar mun skipið verða skoðað. Að sögn Kristjáns Ólafssonar, úti- bússtjóra á Dalvík er ekki vitað hvað bilaði, en þegar aðalvélin var opnuð sást að í henni höfðu brotnað ein- hverjir hlutir. Kristján sagði að væntanlegir væru til Akureyrar sérfræðingar frá Reykjavík og væri í rauninni fátt hægt að segja fyrr en ná- kvæmri athugun væri lokið. Hins vegar væri það ljóst að það yrði stórkostlegt áfall fyrir at- vinnulíf á Dalvík ef togarinn yrði frá veiðum í langan tíma. Brú hjá Hrafnagil

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.