Dagur - 05.02.1981, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKUREYRI
^•rnvjnda'ié^!
papp'*
64. árgangur
Akureyri, fimmtudaginn 12. febrúar 1981
10. tölublað
Breytingatillögur varðandi Blönduvirkjun:
„Okkar samþykki er
bundið þessari tilhögun“
— segir Páll Pétursson, alþingismaður
„Ég tel að allir andstæðingar
Blönduvirkjunar, eins og rætt
hefur verið um að hafa hana,
geti sætt sig við þessa mála-
miðlunarlausn,“ sagði Páll Pét-
ursson, þingmaður, í viðtali við
Dag, en hann kynnti á þing-
flokksfundi Framsóknarflokks-
ins í gær hugmyndir að lausn
Blöndudeilunnar. Þar er gert
ráð fyrir að virkjunin verði á-
fram 177 melawött, lónið verði
jafn stórt og rætt hefur verið um,
eða 400 gígalítrar, en flatarmál
þess verði um helmingi minna,
enda verði það dýpra og tilhögun
skurða með öðrum hætti en
hingað til hefur verið rætt um. í
þessari tillögu er ekki gert ráð
fyrir að stíflað verði við
Reftjarnarbungu heldur við
Sandárhöfða og að vatnið verði
geymt í kvos meðfram Blöndu
-vom
-verð
Á þriðjudag tóku kaupfélags-
búðirnar i landinu upp nýtt
fyrirkomulag varðandi afslátt-
ar- og tilboðsvörur, sem leiða
mun til varanlegrar lækkunar
vöruverðs í matvörubúðum fé-
laganna. Þetta fyrirkomulag
hefur verið nefnt „Grunnvara
á grunnverði“ og kemur í stað
skammtíma tilboða, sem
kaupfélögin hafa boðið upp á.
Innflutningsdeild Sambands-
ins hefur tekist að semja um stór-
innkaup, hagkvæmni í flutning-
um og fleira, sem leiða mun til
verulegrar verðlækkunar á mörg-
um helstu neysluvörum allt árið.
Af þeim átján vörum sem
mynda Grunnvöruhópinn eru
margar helstu neysluvörur sem
hvert heimili þarfnast, svo sem
hveiti, sykur, grænmeti, ávextir
og þvottaefni. Á því sést að hér
mun ekki vera um neina smávegis
kjarabót að ræða, heldur umtals-
verða lækkun á matarreikningi
þeirra, sem við kaupfélagsbúð-
irnar skipta, félagsmanna sem og
annarra.
og það hindrað í að flóa bæði í
austur og vestur með
stíflugörðum.
„Við lítum á okkur sem land-
vemdarmenn og látum það ganga
fyrir öllu öðru að fara vel með
landið okkar,“ sagði Páll Péturs-
son. Hann sagði að margir and-
stæðingar Blönduvirkjunar í nú-
verandi mynd hefðu komið saman
um helgina, þar sem þessi mál hafi
verið rædd. Hér væri um að ræða
næsthagkvæmasta virkjunarkost-
inn, að viðbættum nokkrum end-
urbótum. „Þessi annar hagkvæm-
asti virkjunarkostur er um 70
milljón krónum dýrari (7 milljarðar
gkr.) auk þess sem við gerum ráð
fyrir að við bætist Galtarárflóa-
stífla og önnur tilhögun skurða. Á
móti koma mun lægri bætur fyrir
landsspjöll, þar sem með þessu
móti fer aðeins um helmingur
þeirra 60 ferkílómetra af grónu
landi undir vatn, sem hingað til
hefur verið reiknað með. Með svo
miklu minna lóni verður auk held-
ur mun minni hætta á ísmyndun og
óheppilegum veðurfarsáhrifum,“
sagði Páll Pétursson ennfremur.
Hann sagði, að hann og aðrir
mótmælendur í Svínavatnshreppi
færu ekki fram á neinar bætur fyrir
landsspjöll, heldur aðeins að þeir
fengju í staðinn land á Auðkúlu-
heið í „náttúrulegu tilstandi", en
Svínavatnshreppur á 50% heiðar-
innar. Torfulækjarhreppur á 42%
heiðarinnar og Blönduósshreppur
8%, sem hann er tilbúinn til að af-
sala sér eingarrétti á, að sögn Páls.
„Við viljum eyða sem allra
minnstu landi og bjarga Galtar-
árflóa og Langaflóa, sem er
tæknilega mögulegt. Við viljum að
vatnið verði flutt í skurðum norður
heiðina og við myndum ekki
leggjast gegn því að virkjunaraðilar
sæktfi vatn og leiddu í skurðum úr
Vatnsdalsá við Eyjavatnsbungu í
lón í Eldjárnsstaðaflá, þannig að
unnt yrði að stækka virkjunina.
Við höfum aldrei fært fætur við
því að orka Blöndu yrði nýtt til
rafmagnsframleiðslu, en við höfum
hins vegar aldrei ljáð máls á því að
eyðileggja 60 km2 gróins lands og
ég tel að sú hugmynd hafi verið
andvana fædd. Það er unnt að ná
samkomulagi á þessum grundvelli
núna. Þessi lausn er eitthvað dýrari
í peningum, munar verði svona 2-3
skuttogara eða rúmlega það. Nú er
að sjá hvort viðsemjendur okkar
ganga að þessu eða kjósa að kynda
elda ófriðar. Okkar samþykki er
bundið þessari tilhögun," sagði Páll
Pétursson, alþingismaður í Norð-
urlandskjördæmi vestra, að lokum.
Skyldu þessir hciðursmenn
Blöndudciluna?
Hafnarstræti á Akureyri vera að ræða
Bjargar samdráttur í bygg-
ingaiðnaði Rafveitunni?
Rafveitustjórar á landinu fund-
uðu á dögunum vegna þeirra
miklu fjárhagserfiðleika sem
rafveiturnar eiga nú við að etja.
Rafveita Akureyrar hefur
ekki farið varhluta af þessum
vandræðum, sem eru víða all-
verulegir, að sögn Knúts Ott-
erstedts, rafveitustjóra.
Knútur sagði, að vandinn væri
ekki hvað síst slæmur hjá Raf-
veitu Akureyrar og mikið
vantaði upp á að ráðstöfunarfé
væri nægilegt. í fyrra voru um 600
milljónir gkr. til ráðstöfunar, eftir
að búið var að greiða orku og
skatta. Þessi tala dettur niður í 470
milljónir gkr. í ár, þrátt fyrir 50%
verðbólgu. Sambærileg tala í ár
væri um 900 milljónir, þannig að
þarna er um tæplega 50% rýrnun
ráðstöfunarfjár að ræða.
Knútur sagði að þessir erfiðleik-
ar stöfuðu fyrst og fremst af því, að
undanfarið hálft annað ár eða svo
hefðu rafveiturnar ekki fengið að
hækka gjaldskrár nema til að mæta
heildsöluhækkun, eða varla það.
Knútur sagði að verulegar gjald-
skrárhækkanir þyrftu til að koma,
ef lagfæra ætti þetta ástand. Það
væri reyndar svo á Akureyri, þó
leitt væri frá að segja, að verulegur
samdráttur í byggingafram-
kvæmdum kæmi rafveitunni til
bjargar. Minni framkvæmdir í
byggingariðnaði þýddi minni
framkvæmdir rafveitunnar.
Landfrekt iðjuver utan Akureyrar
í tilefni af fundargerð at-
vinnumálanefndar, sem sagt
var frá í síðasta blaði, sam-
þykkti bæjarstjórn Akureyrar
svar sem sent verður staðar-
valsnefnd iðnaðarráðuneytis-
ins, sem er að kanna „hvar
helst komi til álita að reisa
iðjuver í tengslum við nýtingu
á orku- og hráefnalindum
Iandsins.“
Svar bæjarstjórnar er nokkuð á
annan veg en tillaga atvinnu-
málanefndar, en í því er m.a. sagt
að hafnaraðstaða á Akureyri sé
allgóð og bent á að nú sé að
hefjast vinna við gerð nýs aðal-
skipulags. „Skilyrði til nýrrar
hafnargerðar innan lögsagnar-
umdæmisins eru góð,“ segir í
svarinu.
„Rými fyrir mjög landfrekt
iðjuver er tæpast fyrir hendi inn-
an núverandi lögsagnarumdæmis
Akureyrar. Slíku iðjuveri yrði því
að koma fyrir annars staðar á
Eyjafjarðarsvæðinu. í því sam-
bandi hafa verið tilgreindir ýmsir
staðir vestan fjarðarins, þar sem
saman fer nægilegt landrými og
möguleiki á að gera fullnægjandi
höfn.“ Og síðar kemur fram að
bæjarstjórn álítur, eins og at-
vinnumálanefndin, að æskileg-
asta staðsetning iðjuvers af þeirri
stærð sé á svæðinu sunnan Hjalt-
eyrar en norðan Hörgár.
í svarinu kemur einnig fram að
tteYrl'?
félagslegar aðstæður eru góðar og
mannfjöldinn á svæðinu veldur
því að það getur tekið við veru-
legu átaki í atvinnumálum án
þess að það hafi í för með sér al-
varlega félagslega röskun. Hvað
varðar losun úrgangsefna frá
iðjuveri, þarf væntanlega mjög
mikillar athugunar við, segir í
svarinu, þar sem kyrrviðri eru al-
geng og straumar í firðinum lílt
rannsakaðir.
„Jafnframt því sem kannaðar
verði aðstæður og leiðir til að efla
orkufrekan iðnað á Eyjafjarðar-
svæðinu, telur bæjarstjórn Akur-
eyrar nauðsynlegt að hugað verði
að þróunarmöguleikum þeirra
atvinnuþátta, sem fyrir eru á
svæðinu," segir að lokurn.
Ánægður með það að
samstaða náðist
„Ég er mjög ánægður með að
samstaða náðist um þetta svar til
staðarvalsnefndar. Fyrr í vetur var
ágreiningur í bæjarstjórn Akur-
eyrar um ályktanir um iðnaðar-
stefnu og kom frani í þcim uin-
ræðum bæði eðlis- og stigsniunur
um á hvað bæri að lcggja áherslu,"
sagði Sigurður Óli Brynjólfsson,
bæjarráðsmaður í samtali við
DAG vegna samþykktar bæjar-
stjórnar sem rakin er hér til
liliðar.
Sigurður sagði að í þessu svari
nú væri leitast við að ná þeim
aðalatriðum, sem nienn væru
sammála um, en greinilegt væri
að afstaða þeirra gæti orðið mis-
munandi, ef eða þegar kæmi að
ákvörðun um einstakar fram-
kvæmdir. í því sambandi mætti
nefna eignarréttarákvæði og
fleira.