Dagur - 05.02.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 05.02.1981, Blaðsíða 8
Akureyri, fimmtudaginn 12. febrúar ÞJÓNUSTA FYRIR r r HAÞRYSTISLONGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Asjóna Ibúð í raðhúsi við Grundargerði: Sparaði tæp 10 þúsund kflóvött — Lækkaði hitann um nætur Sérkennilegt sakamál: Braust inn um hábjartan dag „Cg trúði ekki niðurstöðunni og f«')r því aftur yfir útreikningana, en útkoman varð hin sama,“ sagði eigandi rafhitaðrar 2ja hæða íhúðar í raðhúsi við Grundargerði, en allt s.l. ár gerði fjölskyldan það sem hún gat til að spara rafmagn sem fór til hitunar á íbúðinni. Hún hafði líka árangur sem erfiði, því sparnaðurinn, miðaður við árið 1979, var tæp 10 þúsund kiló- vött. Ef verð á orkueiningu til hitunar er lagt til grundvallar sparaði fjölskyldan sér rúmar 103 þúsund gamlar krónur. Það munar um minna. Viðmælandi DAGS sagði að árið 1979 hefði hann eytt samtals 31.570 kílóvattstundum í upphitun íbúð- arinnar, en í fyrra nam eyðslan 22.245 kílóvattstundum. Munurinn DAGS-BlÓ Á morgun, föstudag kl. 17, verður kvikmyndasýning fyrir blaðburðarbörn DAGS í Borg- arbíói. Hvert blaðburðarbarn getur tekið með sér einn gest og það ætti að vera óþarfi að koma með pcninga mcð sér, því veit- ingar verða á hoðstólum og inn- gangur ókeypis. Ætlunin er að sýna myndina Tarzan og bláa styttan, sem er bæði vinsæl og skemmtilcg mynd. Til að fyrir- byggja misskilning skal það endurtekið að þessi kvikmynda sýning er eingöngu fyrir blað- burðarbörn DAGS og gesti þeirra. mmmmm^^m—mmmmmmmmmm er 9.325 kílóvattstundir. „Ég lækka hitann unt nætur og næ sparnaðin- um aðallega með þvi. Við höfum líka reynt að nota rafmagn til eld- unar og þ. h. af svolítið meiri skyn- semi. Heimilisnotkunin var 1979 3.348 kílóvött og lækkað á s.l. ári niður í 3.056 kílóvött. Munurinn er 252 kílóvattstundir", sagði húseig- andinn. Aðspurður sagði húseigandinn að hann efaðist um að hann gæti náð meiri árangri í rafmagnssparn- aði, en að sjálfsögðu verður reynt. Fjölskyldan passar t. d. að hafa ekki opna glugga og hurðir að óþörfu, en gætir þess jafnframt að í íbúðinni, sé gott loft og nægur hiti. N. k. laugardag kl. 14.00 opnar Kristján Guðmundsson myndlistarinaður sýningu í sýn- ingarsal Arnar Inga, Klettagerði 6. Þetta er 18. einkasýning Kristjáns en sú áttunda hér á landi, Þá hefur hann tekið þátt i miklum fjölda samsýninga víða um heim. Kristján er sjálfmenntaður í myndlist og haslaði sér aðallega völl í Amsterdam þar sem hann bjó og starfaði frá 1970 til 1979, en þá flutti hann til íslands og er nú búsettur á Hjalteyri ásamt fjöl- skyldu sinni. Þess ber að geta að myndlistarsöfn í Amsterdam, París, Stokkhólmi og víðar eiga mynd- Á laugardaginn var stolið lit- sjónvarpstæki úr Lönguhlíð 17. íbúar hússins voru ekki heima og höfðu skilið eftir opið. Þegar þeir komu heim höfðu þeir sam- stundis samband við lögregluna og skömmu síðar kom rannsóknarlögreglumaður á -staðinn. Hann fór m.a. í hús í nágrenninu og kona nokkur sagðist hafa séð gulan sendi- Það er kunnara en frá þurfi að segja að Fiskeldi h/f fékk fá- dæma góðar undirtektir þegar það var stofnað á sínum tíma og fjöldi fólks lofaði að kaupa hlutafé. Þegar á reyndi náðist ekki inn líkt því allt sem fólk var búið að skrifa sig fyrir og því lenti fyrirtækið, sem rekur eld- ishús á Húsavík, í töluverðum fjárhagskröggum fyrir áramót. Af þeim sökum er fyrirsjáanleg breyting á uppbyggingu hluta- félagsins hvað . snertir hluhafa- fjölda, frá því sem áformað var í upphafi. T. d. samþykkti bæjar- stjórn Húsavíkur fyrir skömmu að auka hlutafé bæjarins i Fiskeldi h/f um 5 milljónir gkr úr 1 milljón. Nokkrir stærstu hluthafanna hafa aukið hlutafé sitt í Fiskeldi h/f, en Ijóst er að fyrirtækið verður ekki i jafn almennri eign og áætlað var í upphafi. Helstu eigendur eru t.d. verkfræðistofur og fyrirtæki í Reykjavík. S.l. haust var byrjað á eldishúsi og síðar kom u.þ.b. ein milljón hrogna, sem munu klekjast út eftir mánaðartíma. Nú er verið að vinna að uppsetningu kerja. Næsta sumar verk eftir Kristján, það ber og að nefna að Kristján hlaut á síðasta ári sjö mánaða starfslaun til myndlist- arstarfa. Á sýningunni eru 18 málverk sem eru öll til sölu. Sýningin er opin virka daga frá kl. 16.00 til 22.00 og um helgar frá kl. 15.00 til 22.00. Sýningartími 7.- 15. febrúar. 28. febrúar er ákveðið að Gunn- ar Örn, listmálari frá Reykjavík opni sýningu í sýningarsalnum, Gunnar Örn er af góðu kunnur undanfarin ár fyrir frumlega og glaðlega myndlist, sem kemur ekki hvað síst fram í dirfskulegri lita- meðferð og frjálslegri formnotkun. ferðabíl staðnæmast við umrætt hús og út úr bílnum steig maður sem fór inn, tók tækið og hélt á brott. Síðar um daginn fundu lög- reglumenn gula bílinn, sem var samstundis stöðvaður, og ökumað- ur færður til yfirheyrslu til rann- sóknarlögreglumannsins, sem reyndar er mágur hans! Við „yfir- heyrslu“ kom hið sanna í ljós, en „þjófurinn“, er útvarpsvirki og verður haldið áfram að vinna að uppbyggingu eldishússins og verð- ur e.t.v. farið út í að virkja meira vatn og einnig hefur verið rætt um að stækka eldishúsið. í eldisstöð- inni hjá Húsavík starfar nú einn maður, Þórhallur Óskarsson, en ætlunin er að fjölga starfsmönnum innan skamms. hafði í sakleysi sínu farið í Löngu- hlíð 17, en hann átti hins vegar að fara í Langholt 17. Eftir að útvarpsvirkinn hafði náð í tækið í Lönguhlíð fór hann með það á stofu sína og gerði við það sem átti að vera bilað. Þegar því var lokið hafði hann farið út og vissi því ekkert um misskilninginn fyrr en lögreglan færði hann til „yfir- heyrslu“ hjá rannsóknaríögreglu- manninum. Síðar um daginn fór útvarps- virkinn með tækið góða í Löngu- hlíðina, en fór á sunnudag hins vegar út í Langholt og sótti bilaða sjónvarpstækið. Þess má geta að tækin eru bæði af sömu tegund, en fleira var líka sömu tegundar. Rannsóknarlögreglumaðurinn komst t.d. að því að skófar „þjófs- ins“ voru nákvæmlega eins og hans eigin og hjólför gulu sendiferða- bifreiðarinnar voru nákvæmlega eins og eftir lögreglubifreiðina! Svona í lokin má bæta því við að konan sem sá gula bilinn sagði þegar rannsóknarlögreglumaður- inn var að leita að vitnum, „ég held að þetta hafi verið hann mágur þinn,“ og það var nú reyndar það sem kom lögreglunni á sporið. ÍXl MT ■pc— nr 11 UA.. > / J JLJ _ 0 Gömul blöð og biðstofur Það fólk sem þarf að bíða á biðstofum lækna kvartar oft undan því hve blaðakostur er þar lítill. Gömul blöð, sem gjarnan eru trosnuð og lasin, er það lestrarefni sem boðið er upp á. Á Læknamiðstöð- inni liggja jafnan nýjustu bæjarblöðin og ber að þakka það, en úrbóta er þörf. Og í sambandi við bæjarblöðin er rétt að benda fólki á að taka þau ekki með sér heim — það eiga aðrir eftír að koma og vilja fá eitthvað að lesa. £ Eineygðir bílar Eru Ijósin á bílnum þínum í lagi? Að þessu er spurt því vegfarendur hafa bent á að um þessar mundir sé óvenju- mikið um „eineygðar" bif- reiðar í umferðinni og einnig mætti oft ætla að stefnuljós margra bifreiða séu einnig óvirk, því sumir bílstjórar fast alls ekki til að nota þau. f vetur hafa akstursskilyrði verið óvenju erfið og er full ástæða til að minna öku- menn á að sýna tillitssemi í akstri og nota stefnuljósin rétt. 0 Sakarvottorð fæst ekki hér Þegar fólk hér í bæ þarf að fá sér sakarvottorð liggur bein- ast við að fara á skrifstofu bæjarfógeta og biðja um vottorðið. Þar eru jú skrif- stofur bæjarfógetans og þar ætti slík þjónusta að vera innt af hendi. En svo er ekki. Fólk verður að hringja út á land til Reykjavíkur og panta vott- orðið. Ef við höfum í huga alla þá sem þurfa á sakarvottorði að halda, og öll þau símtöl sem þeir hinir sömu þurfa að hringja, er ekki fjarri lagi að áætla að sá kostnaður sé mun meiri en ef starfsfólk bæjarfógeta annaðist þessa þjónustu. Hér er á ferðinni enn eitt dæmi þess að þa ð er dýrara að búa utan höfuðborgarinnar. • Bfófyrir börnin Eins og kemur fram annars- staðar á síðunni verður kvik- myndasýning fyrir blaðburð- arbörn Dags, og gesti þeirra, á morgun. Með þessu vilja ráðamenn Dags sýna börn- unum að þeir meta störf þeirra mikils en það er áríð- andi fyrir hvert blað að hafa harðsnúið lið blaðburðar- fólks. Kristján Guðmundsson sýnir í Klettagerði 6 Fiskeldi hf.: Illa gekk að inn- heimta loforðin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.