Dagur - 19.02.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMtÐIR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
1 AKUREYRI
Kodák
64. árgangur
Akureyri, fimmtudaginn 19. febrúar 1981
14. tölublað
iww’mnrfiTf
Þæft um
togara-
kaupin
á Alþingi
Miklar umræður urðu utan
dagskrár um togarakaupin til
Þórshafnar og Raufarhafnar
í báðum deildum Alþingis í
gær og búist var við að þær
héldu áfram í dag. Sýnist sitt
hverjum um málið, eins og
fram hefur komið bæði í út-
varpi og sjónvarpi.
Stjórn Framkvæmdastofnun-
ar ákvað með 5 atkvæðum, en 2
sátu hjá, að byggðasjóður
greiddi 10% af kaupverði togar-
ans og 10% yrðu greidd með
erlendri lántöku til sjóðsins.
Taldi stjórn stofnunarinnar sig
þannig vera að fara að beinum
tilmælum ríkisstjórnarinnar,
sem myndi ábyrgjast 10%-lánið
auk 80% kaupverðsins, sem áð-
ur hafði verið ákveðið. Hækkun
á verði togarans með breyt-
ingakostnaði úr 21 milljón í 28
milljónir norskra króna olli
þessum mismun, sem þurfti að
brúa.
Málið er allt hið furðulegasta
og úrræði surnra þingmanna og
annarra virðast vera þau helst í
dag, að leita að sökudólgum,
sem virðist hreint ekki auðvelt,
því það vefst fyrir mönnum að
skilgreina sökina. Beiðni hefur
komið frá nokkrum þingmönn-
um um að opinber rannsókn
verði gerð á málinu.
Dalvíkurtogarinn Björgvin:
AÐALVÉLIN DÆMD ÓNÝT
Dalvíkurtogarinn Björgvin ligg-
ur nú við bryggju á Dalvík og er
Ijóst að togarinn vcrður frá
veiðum næstu þrjá til fjóra
mánuði. Matsmcnn hafa dæmt
aðalvél togarans ónýta og búið
er að panta nýja frá Wickman-
verksmiðjunum. Þrjú fyrirtæki
Fóstrur ganga út
Eins og málin standa nú er allt
útlit fyrir að síðasti vinnudagur
fóstra á Akureyri verði á morg-
un og að þær mæti ekki til vinnu
á mánudag vegna uppsagna
þeirra. Óformlegur fundur var
með fóstrum og fulltrúum bæj-
aryfirvalda á fimmtudag í síð-
ustu viku, en niðurstaða fékkst
ekki.
Á þessum fundi var fóstrum
boðið að gerð yrði bókun um það í
bæjarstjórn, að allar fóstrur sem
ráðnar yrðu til starfa á samnings-
tímabilinu færu í 13. launaflokk, en
ekki 12. eins og sérkjarasamningar
gera ráð fyrir, en með þeirn hækk-
uðu grunnlaun fóstra úr 11. í 12.
launaflokk og fóstrur á Akureyri
fengu allar starfsheitið deildar-
fóstrur og kæmust þannig í 13.
launaflokk. Samkvæmt þessu
óformlega tilboði var gert ráð fyrir
að þessi mál yrðu endurskoðuð í
næstu samningum.
Fóstrur höfnuðu þessu tilboði á
þeirri forsendu að ekki væri tryggt
að þessi mál yrðu til lykta leidd í
næstu samningum, en fóstrur vilja
að starfsheitið deildarfóstra verði
lagt niður og grunnlaun almennra
fóstra verði 13. launaflokkur, að
sögn Guðrúnar Óðinsdóttur, sem
starfað hefur að kjaramálum fóstra.
Samningar ganga úr giidi 31. des-
ember n.k. Guðrún sagði að fóstrur
ætluðu að láta hart mæta hörðu i
þessu máli og aðspurð sagðist hún
ekki óttast að menntamálaráðu-
neytið gæfi undanþágur til ófag-
lærðs fólks, enda ekki gert ráð fyrir
að slíkar undanþágur væru gefnar
nema fóstrur væru ekki til á við-
komandi stað.
Hún sagðist ekki vita til þess að
fóstrur væru farnar að leita sér að
öðrum störfum, því þær treystu á
það í lengstu lög að samkomulag
næðist. Hún sagði ennfremur að
samstaða væri um það að fóstrur
tækju ekki að sér að passa börn
fyrir fólk, ef til þess kæmi að þær
hættu störfum.
Karl Jörundsson, launafulltrúi
Akureyrarbæjar, sagði í viðtali við
Dag, að þar sem málið væri raunar
komið úr höndum kjaranefndar
bæjarins, eftir gerð sérkjara-
samninga nýverið, væri það á valdi
bæjarráðs og bæjarstjórnar, hvort
eitthvað yrði gert til að koma til
móts við kröfur fóstranna, umfram
það sem um hefði verið samið.
Fundur er í bæjarráði í dag og í
kvöld munu fóstrur koma saman til
fundar um þessi mál.
hafa í hyggju að bjóða í við-
gerðina og er þess að vænta að
tiiboðin berist útgerðarfélagi
togarans innan skamms.
Kristján Ólafsson, útibússtjóri á
Dalvík, sagði að Ijóst væri að at-
vinna á Dalvík minnkaði verulega
þann tíma sem togarinn verður frá
veiðum, en ætlunin erað reyna að fá
fisk til vinnslu annarsstaðar frá svo
starfsfólk frystihússins fái a.m.k.
dagvinnuna. Hins vegar er Ijóst, að
lítið verður að gera fyrir starfsfólk i
skreiðar- og saltfiskverkun.
„Það er ekkert vafamál að bilun
togarans er mikið áfall fyrir Dal-
víkinga," sagði Kristján Ólafsson,
og bætti því við, að á þessu stigi
væri með öllu ómögulegt að gera
sér nokkra grein fyrir fjárhæðum í
þessu sambandi. Að vísu væri vitað
hve mikið vélin kostaði. en heild-
artjónið væri margfalt vélarverð.
Á togaranum var 15 manna
áhöfn. Átta hásetum hefur þegar
verið sagt upp, en yfirmenn eru
með 3ja mánaða uppsagnarfrest.
Kristján sagði að flestir hásetanna.
ef ekki allir, væru búnir að fá vinnu
annarsstaðar.
Stefnuskrár-
málið
Nú er kominn sá tími þegar gera má
ráð fyrir að drög þau að stefnuskrá
fyrir samvinnuhreyfinguna. sem
send voru út frá Sambandinu fvrr i
vetur, séu sem óðast að komast i
fulla umfjöllun hjá kaupfélögunum.
Áhugi virðist vera rnikill viða á
landinu fyrir þessu efnl. en eins og
kunnugt er hafa kaupfélögin verið
beðin að skila álitum sinum um
málið til Sambandsins fvrir 1. april
n.k.
Isaksturskeppni
í fyrsta skipti
Verður hlið Pálnihults lokað n.k. mánudagsmorgun? Mynd: á.þ.
Unt helgina er fyrirhugað að
halda ísaksturskeppni á Leiru-
tjörn. Þetta er í fyrsta skipti sem
slík keppni er haldin á Akureyri.
Keppt verður á venjulegum bíl-
um og einnig sérútbúnum til ís-
yksturs. Einnig verður keppt á vél-
sleðunt. Ekið verður i óreglulegan
hring og tími tekinn á brautinni.
Bílaklúbbur Akureyrar stendur
fyrir þessari keppni, sem hefst á
sunnudag klukkan 14. Skráningu
keppenda lýkur á föstudagskvöld
og geta væntanlegir keppendur
snúið sér til Ólafs B. Guðmunds-
sonar, formanns Bílaklúbbsins. í
síma 23094. Búist er við mörgum
keppendum, því fjölmargir hafa
sýnt málinu áhuga og látið skrá sig.
Ekki á að vera nein hætta á að
skemnia bíla í brautinni og ættu
rnenn ekki að þurfa að veigra sér
við að sýna hæfni sína í akstri i
hálku af þeim sökum.
Keppninni verður að sjálfsögðu
frestað ef ekki viðrar til isaksturs.
þ.e. ef hlánar.
AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 23207