Dagur - 03.03.1981, Síða 5

Dagur - 03.03.1981, Síða 5
HMGUR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON . Augl. og afgr.: JOHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Opinber heimsókn Vigdís Finnbogadóttir hefur nú farið í sína fyrstu opinberu heimsókn sem forseti íslands. Sjaldan eða aldrei hafa íslendingar orðið þess eins áþreifaniega varir, hvert gildi slíkar heimsóknir geta haft. Kosning Vig- dísar var á sínum tíma geysileg land- kynning, en heimsóknin til stallsystur hennar í Danaveldi var jafnvel ennþá meiri og betri landkynning. Stafar það fyrst og fremst af persónutöfrum og heillandi framkomu Vigdísar. Ekki sakaði heldur að hún hafði góðan mótieikara, ef svo má að orði komast, sem var Margrét Danadrottning. Margir íslendingar hafa hingað til a.m.k. litið Dani hálfgerðu hornauga. Þeir voru jú einu sinni herraþjóð, sem með nýlendustefnu sinni og einokun gerðu sitt til að auka á erfiðleika landsins. íslandssagan greinir frá þessu og henni kynnast allir strax á skólaskyldualdri. Því hefur andað svolítið köldu frá íslendingum til Dana og margir hafa ætlað að svipað væri uppi á teningnum hvað varðar viðhorf Dana til íslendinga. Það má mikið vera ef Vigdísi og Margréti hefur ekki í sameiningu tekist að eyða þessari tortryggni með öllu. Oft hefur verið efast um gildi opin- berra heimsókna, en heimsókn Vig- dísar tíl Danmerkur tekur af öll tví- mæli um það, að þær geta verið mjög gagnlegar. íslendingar hafa verið svo lánsamir að eignast þjóðhöfðingja sem með látlausri og einlægri fram- komu tekst að auka virðingu l'slend- inga meðal erlendra þjóða og þá ekki síður, — tekst að auka virðingu ís- lendinga fyrir sjálfum sér. Skrefagjaldið í umræðum um skrefagjaidið svo- kallaða, sem fyrirhugað er að setja á síma á höfuðborgarsvæðinu og síðar á öðrum þéttbýlisstöðum á landinu, hefur berlega komið í Ijós það viðhorf, að ísland sé staðsett á suðvestur- horni landsins. Eigi eitthvað að gera til að bæta hag allra landsmanna ætl- ar alit af göflunum að ganga í Reykja- vík og nágrenni. Þá vill það t.d. gleymast að það býr gamalt fólk víðar en á Reykjavíkursvæðinu, sem jafnvei vill geta talað við ættingja og vini í öðrum landshlutum, án þess að þurfa að verða fyrir stórkostlegum fjárútlát- um. Þá vill það einnig gleymast að það er aðeins á Reykjavíkursvæðinu sem sama símagjald gildír innan sama svæðis. Landsbyggðarfólk viðurkennir fús- lega að Reykavík er höfuðstaður landsins. Eftir höfðinu dansa limirnir, en án lima er ekkert höfuð. Höfuð- borgarbúar ættu að reyna að átta sig á þessari staðreynd og skyggnast örlít- ið lengra en nef þeirra nær. Vilberg Alexandersson, skólastjóri: Um sundlaug í Glerárhverfi Nokkur undanfarin ár hefur verið mikill áhugi hjá íbúum Glerár- hverfis að fá sundlaug í hverfið. Á almennum fundum Foreldrafélags Glerárskóla hafa komið fram fyr- irspurnir um þetta mál og á fundi skólanefndar með nemendum og kennurum í mars 1979 í tilefni barnaárs SÞ var mikið spurt um byggingu sundlaugar í tengslum við Glerárskóla. í fyrra komst mikil hreyfing á þetta mál m.a. vegna fjölda áskorana frá íbúum Glerár- Æskulýðsheimiiið Dynheimar hóf starfsemi sína árið 1972. Húsið er mikið notað á kvöldin yfir vetrarmánuðina en lítið á daginn, þó hefur starfsemi auk- ist milli kl. 17 og 20. Aðalstarf- semi á vegum hússins eru disk- ótek, opin hús og barnaböli. Nokkrir klúbbar og félög hafa aðsetur í Dynheimum, t.d. leik- klúbburinn Saga og Gömlu- dansaklúbburinn Sporið. Þá er einnig töluvert um kvöldvökur, fundi og bekkjarkvöld. Á sumrin hefur Leikja- og íþróttanám- skeið Æskuiýðsráðs haft að- stöðu í Dynheimum. Diskótek, opin hús og barnaböll eru haldin reglulega allt árið. Diskótek eru einu sinni í viku, annað hvort á föstudags- eða laug- ardagskvöldum og standa til kl. I eða 2 e.m. Aldurstakmark er 14 ára (á árinu). Einnig eru yfir vetrar- tímann nokkurdiskótek fyrir lóára og eldri. Diskótek þessi hafa yfir- leitt verið vel sótt, þó dró verulega úr aðsókn síðustu þrjá mánuðina 1980 og var húsinu lokað urn tíma. Nú er aðsókn góð. Opið hús er einu sinni í viku á miðvikudagskvöldum kl. 20.30- 23.00. Er þá oftast spiluð músík (diskólek). Stundum er svokallað Gamlotek (2ja-10 ára lög). Alltaf hverfis. Þessar áskoranir báru þann ávöxt að yfirvöld bæjarins ákváðu að byggð skyldi sundlaug í Glerár- hverfi. Húsameistara Akureyrar- bæjar, Ágústi Berg, var falið að velja lauginni stað og gera tillögu- teikningar og kostnaðaráætlun. Þetta verk fórst Ágústi vel úr hendi og nú liggja fyrir tillöguteikningar af 25 m. sundlaug með búnings- herbergjum og hreinsitækjum og kostnaður hljóðar upp á 71 millj. gkr. Lauginni er valinn staður hefur verið góð aðsókn á opin hús. Aðgangur er ókeypis. Barnaböll eru annanhvern laug- ardag yfir vetrarmánuðina kl. 15- 17. Ekkert aldurstakmark er og að- gangur ókeypis. Á síðustu árum hafa unglingar farið að vinna mikið við húsið. Bæði við rekstur (diskótek, opin hús o.fl.) og einnig við skreytingar á húsinu að innan. Á 3-4 mán. fresti er salurinn skreyttur með nýju „dóti“. Efnið í skreytingarnar er alltaf mjög ódýrt en oft er mikil vinna við þetta verk. Neysla áfengis og annarra vímu- gjafa er bönnuð í húsinu, en ekki reykingar. Aðgangseyrir á diskótek er kr. 35.00 en kr. 25.00 fyrir þá sem eiga Dynheimaskírteini. Dynheima- skírteini geta allir fengið og kosta þau ekkert nema 2 myndir. Með tilkomu Dynheimaskírteina varð til spjaldskrá yfir flesta fastagesti Dynheima. Dynheimar hafa einn fastráðinn starfsmann og lausráðið fólk eftir þörfum fyrir rúmlega eins manns laun. Mikið baráttumál fyrir Dyn- heima undanfarin ár hefur verið að eignast neðri hæð hússins. KEA er núverandi eigandi þess húsnæðis og hefur ekki ennþá séð sér fært að flylja þá starfsemi burt sem þar er nú. norðan við íþróttahús Glerárskóla. Fjárveitingavaldið hefur gefið leyfi fyrir sitt leyti til að byrja fram- kvæmdir. Þegar hér var komið sögu urðu margir glaðir, ég segi allt að því hamingjusamir, yfir svona góðri byrjun og sjáandi fram á að fá stóra sundlaug eftir eitt eða tvö ár. En það er hlaupin snurða á þráðinn. fþróttaráð Akureyrar leggst gegn því að byggð verði opin laug af þessari stærð i Glerárhverfi og finnur því flest til foráttu. Þau veigamiklu rök að bygging sund- laugar er okkur hjartans mál og að yfirvöld bæjarins hafa samþykkt byggingu hennar, lætur íþróttaráð sig engu skipta. Mér finnst merkilegt að íþrótta- ráð skuli senda frá sér þetta álit einmitt núna, þegar framkvæmdir eru ákveðnar og aðeins eftir að reka smiðshöggið á teikningar. Hvers vegna ekki, þegar málið var til umræðu eða var samþykkt hjá bæjarráði? Var ekki eðlilegast að kveða þessa sundlaugarbyggingu niður strax fyrst hún er svona óhagstæð, dýr, á röngum stað o. fl. o. fl.? Á vori komanda er reiknað með að Sjálfsbjörg byrji á sund- laugarbyggingu í tengslum við æf- ingastöð sína að Bugðusíðu I. Það er vissulega lofsvert framtak, sem ber að styðja með ráðum og dáð, en það kemur ekki að mínu viti neitt við byggingu almenningssund- laugar í Glerárhverfi. Sú hugmynd að senda nemendur úr Glerárskóla í skyldusund í laug Sjálfsbjargar hefur ýmsa annmarka í för með sér. Þessi laug er of langt frá skólanum til að tímar geti fallið inn í stundaskrá og svo er ekki ósennilegt, að skólanum yrði út- hlutað tímum eftir að félagið hefur fullnægt sinni þörf og þá er ekki víst að okkar sundtímar yrðu á mjög þægilegum tíma fyrir nem- endur. Mér eru nefnilega minnis- stæðir leikfimitímarnir í Skemm- unni hérna á árunum. Við urðum að haga okkar stundaskrá eftir þeim tímum, sem okkur voru skammtaðir, burtséð frá því hvort þeir væru hentugir fyrir nemendur eða ekki. Hitt er svo annað mál, að Sjálfsbjörg gæti haft einhverjar tekjur af að leigja skólanum tíma í lauginni. — Annars er allt tal um sundtíma fyrir nemendur Glerár- skóla í fyrirhugaðri sundlaug Sjálfsbjargar út í loftið. Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum, að notkun innilaugarinnar verði svo mikil að þar verði hver tími fullnýttur af félagsmönnum — og það ekki eingöngu félagsmönnum á Akureyri heldur úr nágranna- byggðum einnig. Þá segir það sig sjálft að ekki eru eftir þær 24 stundir á viku, sem við þurfum á að halda til sundkennslu í dag, og nemendafjöldi fer ört vaxandi. Útisundlaug í Glerárhverfi er tímabær og mikil nauðsyn og stað- urinn undir hana er við Glerár- skóla. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þegar hún er komin flykkist fólk í hana á öllum tímum árs. Þeir íbúar Glerárhverfis, sem ekki eiga bíl, fara sjaldan inn í Sundlaug Akureyrar en mundu geta farið fótgangandi með börn sín í laug við Glerárskóla. Aðsókn að Sundlaug Akureyrar er þegar of mikil og því ætti að vera ávinningur fyrir alla íþróttahús Glerárskóla er í horninu til hægri. Norðan við það hefur verið rætt um að hyggja sundlaug. Sífellt eitthvað að gerast í Dynheimum 4 -DAGUR Vilberg Alexandersson. bæjarbúa að önnur sundlaug verði byggð sem fyrst. Iðkun sunds yrði almennari en hún er í dag t.d. fer mikill hluti nemenda í Glerárskóla ekki í sund utan skyldutíma vegna þess, hve langt er fyrir þá í Sund- laug Akureyrar. Það er sannfæring mín að fengjum við sundlaug héma við skólann mundi sundiðkun og kunnátta stóraukast hjá þessu fólki. Mér kemur vægast sagt spánskt fyrir sjónir að íþróttaráð skuli vera á móti sundlaugarbyggingu við Glerárskóla. Norður af skólanum eru góðir knattspyrnuvellir bæði gras og malar í eigu íþróttafélagsins Þórs, íþróttahús Glerárskóla er eitthvert hið glæsilegasta og best útbúna íþróttahús, sem sögum fer af. Það væri því rökrétt að bæta einu íþróttamannvikinu við — sem sé almenningssundlaug. íbúar Glerárhverfis geta ekki afsalað sér þeim rétti að t'á sund- laug samkvæmt samþykkt bæjar- yfirvalda og ég trúi því ekki að þau hundsi vilja meirihluta fólks í einu stærsta hverfi bæjarins. Það er von mín, að bæjaryfirvöld standi við gerða samþykkt í þessu sundlaugarmáli og blandi ekki saman byggingu sundlaugar við Glerárskóla og byggingu sund- laugar Sjálfsbjargar hvað sem öll ráð hafa til málanna að leggja og ýmsir úrtölumenn kunna að segja um málið. Að blanda saman þessu tvennu er aðeins til að tefja fram- kvæmdir og spilla fyrir þeirri und- irbúningsvinnu, sem þegar hefur verið unnin. Vilberg A lexandersson. Alþjóðlegur bænadagur kvenna Fastan er að hefjast í þessari viku. Þennan tíma notum við til þess að þekkja kærleika Guðs, sem Jesús birti okkur á göngu sinni út á krossinn. Kærleikann getum við aðeins þekkt af því, sem hann á sig leggur. Um það vitnar heilög ritning: „Af því þekkjum vér kærleikann, að hann lét lífið fyrir oss.“ (1. Jóh. 3,16). Það er hollt fyrir okkur í hörð- um og köldum heimi að hugsa um kærleika Guðs, sem að okkur snýr. Föstumessunum er einkum ætlað það hlutverk, og nú er fyrsta föstumessan á miðviku- daginn 4. mars í Akureyrarkirkju kl. 8,30. Þangað eru allir vel- komnir og sumir hafa þann sið að sækja þessar föstuguðsþjónustur, sem eru á hverju miðvikudags- kvöldi út föstutímabilið. Það ættu sem flestir að gera. Þá vil ég benda á annan dag í þessari viku, föstudaginn 6. mars. Það er alþjóðlegur bænadagur kvenna. Þá verður samkoma í kapellu Akureyrarkirkju kl. 8,30 e.h. Þessar alþjóðasamkomur kvenna hafa verið undanfarin ár í Hjálpræðishernum, í Zion og á Sjónarhæð, — og þá hafa konur kristinna safnaða á Akureyri sameinast í bæn. Alþjóðlegur bænadagur kvenna er vaxinn upp úr litlum bænahópum í alheimshreyfingu. Hreyfing þessi á upptök sín í Ameríku. Árið 1887 sendu for- ustukonur ýmsra trúflokka hinn- ar kristnu kirkju ákall um bæn, hver til kvenna í sinni kirkju og báðu þær að helga einn dag sér- staklega bæn fyrir öllu kristni- boðsstarfi heima og erlendis. Þá var fyrsti föstudagur í föstunni valinn, en nú er bænadagurinn alltaf fyrsta föstudaginn í mars. Árið 1936 tóku konur í 50 löndum þátt í bænadeginum, en 1972 voru þátttökulöndin orðin 150. Dagskrá bænadagsins í ár er komin frá Indíánakonum í Ameríku og ber heitið: Jörðin tilheyrir Drottni. (Sálm. 1). í dagskránni er tekið svo til orða: „Fái Guð ekki að stjórna, geta vísindi, tækni og þróun leitt til eyðileggingar og endaloka alls lífs. Þar við bætist, að ágirnd og eigingirni breikka það bil, sem skilur að þjóðir og mannflokka. Og verst af öllu: manngildið hverfur, og þar með rétturinn til lífs, einkum er varðar veika og ófædda einstaklinga." Það er því efni þessa bænadags að biðja Guð um hjálp og misk- unn öllu mannkyni til handa, — biðja Guð um að hjálpa mönnum og þjóðum til friðar og farsældar, að menn læri að bera virðingu fyrir mannslífi alls staðar og í öllu samhengi. Konur hafa frá öndverðu sýnt áhuga sinn og fórnfýsi í kristilegu starfi. Með þessum sameiginlega bænadegi um víða veröld er það ekkert vafamál, a þær geta miklu áorkað. f því felst m.a. styrkur bænarinnar, að margir biðji saman. Þess er að vænta að konur á Akureyri taki höndum saman með konum annarra landa til þess að biðja fyrir hrjáðum heimi, biðja um að augu manna opnist fyrir því, að jörðin tilheyrir Drottni, til þess að friður Guðs megi verða og vilji hans ráða. Pétur Sigurgeirsson. Starfsfölk á dagheimilum Svar til Sverris Leóssonar í Degi þ. 26. feb. sl. ritar Sverrir Leósson grein og beinir fyrirspurn tii mín, vegna blaðaviðtals er Morgunblaðið átti við mig fyrir skömmu. Þar vitnar Sverrir í um- mæli mín, mistúlkar þau alvarlega og snýr upp á versta veg, þar er ég í svari mínu til blaðamanns, lýsi ástandi sem gæti skapast, ef dag- heimilin yrðu rekin fóstrulaus hér í bæ. Ástæða er til að ætla út frá blaðagrein Sverris, að honum finn- ist sjálfsagt, að ráða í þær stöður er fóstrur gegna, húsmæður og reka dagvistarheimili bæjarins án fóstra, þó svo það stangist á við landslög. Hann gefur í skyn, að ég í svari mínu vanmeti starfsfólk sem nú starfar á dagheimilum og leikskól- um hér í bæ. Ég minnist ekki einu Er starfsfólk á dag- heimilum ekki starfi sínu vaxið? Mikið hefur vcnð rctt og ritað um fullyrða, að starfsfólk launakrðfur fóstra á Akureyri, á dag- og leiksk'otlv V*’ undanfarið. Þegar ég pára þessi orð eyri sé eir; 'vtó'V á blað (24. febr.) eru dagheimdi og F' ; 4»?,/ , leikskólar lokaðir hér á Akureyri k j.sS0’' vegna kjaradeilu fóstra. I ekki að tjá mig um réttm-- krafna fóstra, um “ V' .ntáði við ..ur svo velferö . -y88ð) ,.ia þó að það starfsfólk cr . .ulir á dagheimilum og leikskól- ^' um htr 4 Akureyfi °8 ei8* börn' k ^ gofO -ureyri skapi þeim hlýlegt og gott heimili vii 6unblaðsins (en ekki bamageymslu). og er þaö Uug .ebr. s.l. a hvort heldur e orði á umrætt starfsfólk í þessu blaðaviðtali mínu, en ég get full- vissað Sverri Leósson um, að það fólk sem starfar á dagvistarheimil- um bæjarins og ég þekki til er að mínu mati fyllilega starfi sínu vax- ið, ég hef átt það gott samstarf og við reynum sameiginlega eftir fremsta megni að skapa þeim börnum sem hjá okkur dvelja, þroskandi, hlýtt og gott heimili með því öryggi sem frekast er hægt að veita á slíkri stofnun. Ég lýsi hinsvegar furðu minni á skrifum Sverris, tel þau hafa lítið upplýs- ingalegt gildi og einungis geta spillt þeim góða starfsanda, sem á dag- vistarheimilum bæjarins ríkir. Sigríður Gisladóttir, fóstra. Athugasemd frá fóstrum í Árholti Athugasemd við grein Sverris Leóssonar í Degi 26. 02 þar sem hann varpar fram þeirri spurningu hvort starfsfólk á dagheimilum sé ekki starfi sínu vaxið? Okkur finnst ýmislegt í þessari grein þurfa leið- réttingar við, virðist þar skrifað af fljótfærni og lítt hugsuðu máli. Þessi orð Sigríðar um barna- geymslu í stað uppeldisstofnunar virðist fara mjög fyrir brjóstið á Sverri, álítum við á engan hátt sé verið að vanmeta það 1 starfsfólk sem nú starfar á dagvistarheimilum bæjarins heldur sé átt við það ástand er skapaðist ef ráðið hefði verið í skyndi í störf fóstra, ein- göngu til að halda starfseminni gangandi. Við viljum taka það skýrt fram að það starfsfólk sem við vinnum með er fyllilega starfi sínu vaxið og getum við fóstrur ekki verið án starfsstúlkna frekar en þær án okk- ar. Einnig viljum við benda Sverri Leóssyni á að fóstra kemur aldrei í stað móður heldur reynir að búa barninu sem best skilyrði meðan það dvelur í umsjá hennar. Til þess að svo megi verða þarf einhugur að ríkja inn á heimilunum svo gott samband náist við börn og foreldra. Jafn fráleitt þykir okkur að gera út skip án skipstjórnarmanna með réttindi og að reka dagvistarheimili án fóstra. Með þessum orðum von- umst við til að allur misskilningur sé úr sögunni. Fóstrur á Árholti. Fjórir piltar úr MA hafa verið valdir í landslið fslands í blaki, 19 ára og yngri. Þeir eiga að keppa landsleiki við Færeyinga nú í velur. Þcir eru taldir frá vinstri. Kristján Sigurðsson frá Laugum í Reykjadal, Jón Rafn Pétursson Akureyri, Þorvarður Sigfússon Laugabakka Miðfirði, og Karl Valtýsson frá Nesi í Fnjóskadal. Mynd: Ó.Á. KA á enn möguleika á sæti í fyrstu deild Á föstudaginn léku í annarri deild í handbolta Þór og KA og var þetta síðari leikur þessara iiða í dcildinni. Leik- ur þessi var einskis virði fyrir Þór, þar eð liðið er fallið, nema þá ef vera skildi til að stríða KA mönnum sem ennþá berjast í toppbaráttu deildarinnar. Sú barátta er hins vegar mjög jöfn og erfið, þar eð öli liðin, að Þór og Ármanni undanskildum, geta lent í tveimur fyrstu sætum deildarinnar og þar með komist í fyrstu deild. í þessum leik sigraði KA nokkuð örugglega með 25 mörkum gegn 18, og eins og áður segir eiga þeir ennþá „fyrstu deildar möguleika", en þó aðeins ef þeir leika betur en þeir gerðu í þessum leik og þeim síðustu. Það var Friðjón sem gerði fyrsta markið og gaf KA mönn- um tóninn, en Sigtryggur svar- aði fyrir Þór með tveimur mörkum. Þá komu tvö víti á Þór og Gunnar Gíslason skoraði úr báðum. Þá gerir Sigtryggur mark úr víti fyrir Þór og Árni Stefánsson annað og kemur Þór yfir 5—4. Þorleifur jafnar síðan Námskeiö í göngu í næstu viku kemur til bæjarins finnski skiðakcnnarinn Jouko Parviainen, en hann var hér einnig á siðasta ári. Kenndi hann þá notkun gönguskíða við Skiðahótelið og mun svo einnig verða I ár. Nám- skeiðin I ár hefjast 9. mars og er innritun og nánari upplýsingar i Skíðastöðum. Þetta er kærkomið tækifæri fyrir „trimmara" að öðlast frek- ari þckkingu á notkun göngu- skiðanna. fyrir KA um miðjan fyrri hálf- leik, en Árni Gunnarsson kem- ur Þór yfir. Þá var komið að Erlingi að jafna, en Sigtryggur kemur Þór yfir með marki úr víti. Á 24. mín. jafnar Friðjón, en Þórsarar komust enn á ný yfir með marki frá Sigurði. Þá komu þrjú KA mörk í röð og eftir það var aldrei spurning um hvaða lið mundi sigra í leikn- um. í hálfleik var staðan 10 gegn 8, KA í vil, og í byrjun siðari hálfleiks gerðu KA menn þrjú mörk í röð, og var KA þá komið með fimm marka forustu. Flest mörk KA gerðu Gunn- ar Gíslason ((4 úr víti), Þorleif- ur og Erlingur 4 hvor, Jóhann Einarsson og Friðjón 3 hver, Guðmundur 2 og Magnús G. 1. Sigtryggur var markahæstur hjá Þór með 5 mörk, Sigurður 4, Árni Stefánsson 3, Oddur og Árni Gunnarsson 2 hver og Sigurður Pálsson og Gunnar Gunnarsson 1 hver. Dómarar voru Björn Kristjánsson og Rögnvaldur Erlingsson og sluppu þeir sæmilega frá því hlutverki. Áhorfendur voru frekar fáir, en ástæða er til að minna menn á að mótið er ekki búið, og ekki veitir heldur þeim, sem um stjórnvölinn halda í deildunum af þeim aurum sem aðgangs- eyririnn gefur. Þór og Grindavík: Furðuleg málsmeðferð Eins og fram hefur komið í blöðum kærðu Grindvíkingar leika sinn gegn Þór í fyrstu deild í körfubolta sem leikinn var í haust, en þann leik unnu Þórarar. Grindvíkingar töldu að Gary Schwarts hefðu ekki verið orðinn löglegur leik- maður með Þór. í máli þessu var dæmt hér i héraði og féll sá dómur Þór í hag. Grindvíkingar áfrýjuðu til KKÍ, og felldu þeir dóm nú fyrir skömmu Þór i óhag, eða að þeim yrði þessi leikur dæmdur tapaður. Meðferð þessa máls mun hafa verið eitthvað furðu- legt, en Þórsurum var ekki boðið að senda greinargerð um það til dómstóls KKÍ eins og Grindvíkingar fengu að gera, og vissu þeir lítið sem ekkert um málið fyrr en en þeir fengu til- kynningu um að leikurinn hefði verið dæmdur þeim tapaður. Árni Pálsson, formaður Körfu- knatlleiksdeildar Þórs, sagði að Þórsarar væru að hugsa um að áfrýja þessum dómi til dómstóls ÍSÍ, en sá dómstóll er nokkurs- konar hæstiréttur. Ef Þór er dæmdur þessi leikur tapaður, verður verða þeir að leika aukaleik um fallið í deildinni. og þá sennilega án Garys, en hann þurfti skyndilega að fara heim til Bandaríkjanna vegna andláts tengdaföður síns . Árni sagði að það væri mjög dýrt að fá Gary upp, fyrir þennan leik, en fjárhagur deildarinnar væri mjög slæmur. Það getur því verið að Þór þurfi að leika þennan aukaleik án hans eins og áður sagði. Áhugasamir Þórsarar um körfubolta ættu því að létta undir með deildinni og greiða farseðil hingað upp fyrir Gary, ef Þór þarf að leika þennan leik. Ef liðið fellur verður vart körfubolti leikinn hér á Akur- eyri af nokkurri reisn næstu árin. Landsliðsmenn ÍMA DAGUR.5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.