Dagur - 03.03.1981, Page 8

Dagur - 03.03.1981, Page 8
Fleira gert en að brugga og sjóða Staðarfelli 24. febrúar Rætt um iðnaðinn á stjórnarfundi Sambandsins Af fréttum Dags aö undanförnu mætti ætla að Þingeyingar stunduðu heist þá iðju um þess- ar mundir að brugga og sjóða landa. Enda þótt undirritaður hafi iítt orðið var við gufur af þeim uppruna á bæjum, vill hann ekki fortaka að einhversstaðar kunni að krauma í potti. Á skrifum Dags sést að ennþá eimir eftir af hinni gömlu öfund í garð Þingeyinga yfir framtaks- semi þeirra. Um það þýðir ekki að sakast. Á það skai hinsvegar bent að það er fullkomlega í anda hinnar framtökssömu þingeysku bændamenningar að taka upp nýjan og öruggan gjaldmiðil þegar sá gamli fellur í verði. En hvað sem líður heimilisiðju af ýmsu tagi, þá hefur fólk hér um slóðir ekki látið óvenju risjótt tíð- arfar aftra sér frá því að koma saman til hinna margvíslegustu tómstundastarfa. Um þróttmikið leiklistarstarf á vegum ungmenna- „Umfjöilun um stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar stend- ur nú yfir í féiagsdeildum Kaup- félags Eyfirðinga og eru þegar yfir 10 umræðuhópar starfandi og væntanlega fjölgar þeim enn meir næstu daga. Állir þessir Góð sýning Á laugardag opnaði Gunnar Öm Gunnarsson listmálari málverka- sýningu að Klettagerði 6 á Akur- eyri. Á sýningunni eru 20 olíumál- verk og teikningar, sem unnin hafa verið á sl. tveimur árum. Þetta er 10. einkasýning Gunnars Arnar, en hann hefur tekið þátt í samsýningum bæði hér og erlendis. Sýningunni lýkur n.k. sunnudag. Hún er opin virka daga kl. 16—22 og um helgina verður opið kl. 15—22. Sérstæðar olíumyndir Gunnars Arnar njóta sín vel í litlum sýning- arsalnum heima hjá Erni Inga, enda eru myndirnar flestar í smærra lagi. Er fólk hvatt til að sjá sýninguna. Á sunnudag lék Oliver Kentish, cellóleikari og tónlistar- kennari, á hljóðfæri sitt fyrir sýn- ingargesti. Tónamir bárust úr vinnustofu Arnar Inga, sem er fyrir ofan sýningarsalinn, og skapaðist við það skemmtileg stemmning. Hann leikur væntanlega aftur síð- asta sýningardag, milli kl. 16 og 18. Myndin er af nöfnunum Gunnari og Inga við eitt verka þess fyrrnefnda. Mynd: H. Sv. félagsins hefur áður verið getið í þessu blaði. Fyrir skömmu lauk skermanámskeiðii sem kvenfélögin stóðu fyrir. Þar voru leiðbeinendur Hólmfríður Guðmundsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir, báðar frá Akureyri. Ungmennafélagið Gam- an og alvara stendur fyrir fullorð- insfræðslu í ensku og dönsku. Kemur fólk saman einu sinni í viku í félagsheimilinu Ljósvetningabúð. Kennarar eru Kolbrún Bjarnadótt- ir Ystafelli, Margrét Sigtryggsdóttir Staðarfelli og Jón A. Baldvinsson s. st. Þá stendur einnig yfir námskeið í hjálp í viðlögum. Það er slysavarn- ardeildin Þingey sem á heiðurinn af því framtaki. Sú deild innan Slysavarnafélags Islands var stofn- uð árið 1979 og hefur að aðal- starfsvettvangi þrjú sveitarfélög: Ljósavatns-, Bárðdæla- og Háls- hrepp. Námskeið það sem nú stendur yfir fer fram á þrem stöð- um: Ljósvetningabúð, barnaskól- anum í Bárðardal og Stórutjarna- skóla. Leiðbeinandi er Ingibjörg Siglaugsdóttir hjúkrunarfræðingur og prestsfrú á Hálsi. J.A.B. umræðufundir hafa verið vei augiýstir og þeir, og svo starf- andi umræðuhópar, eru opnir öllum félagsmönnum kaupfé- lagsins. Þarna er kjörið tækifæri að koma fram með hugmyndir og tillögur um allt það, sem mönnum finnst að samvinnu- hreyfingin eigi að Iáta sig varða, hvort heldur það snertir hefð- bundin verkefni eða brotið er upp á nýjum“, sagði Gunnlaugur P. Kristinsson, félagsmálafull- trúi KEA, er blaðamaður innti hann frétta um stefnuskármálið. „Sumir virðast halda, að nú eigi að breyta starfsreglum samvinnu- hreyfingarinnar/kaupfélaganna. En svo er alls ekki. Væntanleg stefnuskrá mun að sjálfsögðu byggja að fullu á þeim grundvall- arhugsjónum og reglum, sem sam- vinnufélögin starfa eftir hér á landi og annarsstaðar — þær eru óumbreytanlegar. En þjóðfélagið er stöðugt að taka breytingum og mun án efa halda því áfram. Verk- efni samvinnumanna eru nú mun fleiri og fjölbreyttari en áður fyrr. Við úrlausn þeirra er byggt á þeirri grundvallarhugsjón hreyfingarinn- ar, að fjármagnið þjóni fólkinu, að einstaklingarnir hafi sama rétt til áhrifa án tillits til fjármagnseignar. Fram að þessu hefur samvinnu- hreyfingin ekki átt sérstaklega samda stefnuskrá, heldur hefur hún falist í samvinnulögunum og svo samþykktum og logum hvers samvinnufélags/kaupfélags og Sambands ísl. samvinnufélaga. En breyttir tímar og þjóðfélagsað- stæður krefjast nýrra vinnubragða og því vinna samvinnumenn nú um land allt einhuga að samantekt stefnuskrár fyrir samtök sín. Hver og einn þarf að leggja sitt fram svo að hún megi sýna sem best vilja félagsmanna. Markviss og skýr stefnuskrá mun efla samvinnu- menn í baráttunni fyrir áframhald- andi vexti og viðgangi samvinnu- hreyfingarinnar hér á landi.“ Stjórnarfundur Sambandsins verður haldinn á Akureyri í vik- unni. Hann hefst á miðvikudag „Eru miklar umræður á fund- um?“ „Já, það má með sanni segja, bæði miklar og almennar. Allir eru með, þar eð fundunum er yfirleitt skipt í umræðuhópa þar sem menn eru djarfari að segja skoðanir sínar, leita upplýsinga og ræða málin af hreinskilni. Umræðuefnin eru óþrjótandi og meðal nýrra verk- efna samvinnuhreyfingarinnar hefur verið stungið upp á fast- eignamiðlun og að frekar verði unnið að verðtryggingu stofnsjóða kaupfélaganna." „Hvenær lýkur þessari umfjöll- un?“ „Félagsdeildir KEA þurfa að hafa komið hugmyndum sínum, tillögum eða álitum til kaupfélags- stjórnar 20. mars n.k. Félagsstjórn- in mun síðan sjá um framhald málsins og væntanlega senda álits- gerð, byggða á umræðum félags- manna, til stefnuskrárnefndar Sambandsins, sem mun leggja frumvarp að stefnuskránni fyrir aðalfund Sambandsins í byrjun (Framhald á bls. 6). MIKIL ÖLVUN Töluverð ölvun var á Akureyri um síðustu helgi. Að sögn lög- reglunnar hefur hún alltaf í nógu að snúast þegar mánaða- mót eru um helgi, en þá er fólk nýbúið að fá laun og fer út að skemmta sér. Alls voru ellefu teknir úr umferð og sátu því í fangahúsinu um helg- ina. Tveir ökumenn voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur og einn ökumaður var tekinn fyrir of hraðan akstur. Frá föstudagskvöldi til sunnudags voru fimm árekstrar skráðir hjá lögreglunni á Akureyri, og nokkrir ökumenn voru stöðvað- ir og áminntir, þar sem ljósabún- aður bifreiða þeirra var ekki í lagi. og stendur fram á föstudag. Á fundinum verður einkum fjallað um iðnaðarrekstur Sambands- ins, auk annarra stjórnarstarfa. Meðal þess sem rætt verður á fundinum verðá málefni skóverk- smiðjunnar Iðunnar, en sem kunnugt er hefur verið mikill tap- rekstur hjá fyrirtækinu og rætt hef- ur verið um að leggja verksmiðjuna niður. Allt er enn óákveðið í þeim efnum, en nú er nokkuð ljóst, að opinberir aðilar hafa ekki áhuga á að hlaupa á neinn hátt undir bagga, svo halda megi þessari einu skó- verksmiðju landsins gangandi. Valur Arnþórsson, sagði að verksmiðjunni hefði verið haldið gangandi þrátt fyrir taprekstur undanfarin ár, en nú væri svo komið að óvíða væri sá hagnaður hjá fyrirtækjum Sambandsins, að unnt væri að hjálpa upp á rekstur skóverksmiðjunnar. fp ÍT 3—p TT 'Í0 ® I Djl f ö li m \\h S JjU- O O % Mótmæla selnum Fyrir nokkru kom til Akureyr- ar hollensk kona og í för með henni voru 2 karlmenn og 1 selur. Selnum var sleppt við norðurenda flugbrautarinnar eins og Dagur sagði frá á sínum tíma. Ekki eru allir á eitt sáttir að yfirvöld skuli hafa leyft Hollendingunum að koma hingað með selinn og benda m.a. á að stangveiði- menn hafi um árabil unnið við að rækta upp Eyjafjarðará. Þekktur stangveiðimaður á Akureyri bætti því við að öll- um veiðimönnum, sem kæmu erlendis frá, væri gert skylt að sótthreinsa veiðar- færi sín og að auki væri harðbannað að flytja til landsins dýr nema þau upp- fylltu ströng skilyrði. % Breyttverka- lýðsfélög Og þá eru fóstrur teknar til starfa á ný. Sagt er að ýmsir hópar opinberra starfsmanna hafi í hyggju að feta í fótspor fóstranna, en upp frá því er næsta Ijóst að hlutverk verkalýðsfélaga og stéttar- samtaka mun gjörbreytast á næstu árum. Það er ekki vit- að hvernig breytingin verður í smáatriðum, enda skiptir það ekki máli. Hitt er líka mikil- vægt að aðgerðir fóstranna geta orðið til þess að auka enn á misræmi í launamálum og þótti ýmsum það vera nóg fyrir. % Verður haft hátt? Innan tíðar munu Húsvíking- ar fá nýjan togara til heima- hafnar og á þessu ári munu nokkur bæjarfélög taka nýja togara í notkun. Flestir, ef ekki allir, eru mun dýrari en „Þórshafnartogarinn" og með tilkomu þeirra fjölgar skrapdögum flotans. Er ekki von á að þeir sem hafa haft hæst vegna „Þórshafnartog- arans“ muni láta álíka illa þegar umræddir togarar hefja veiðar eða koma fánum prýddir í fyrsta sinn til heimahafnar? % Samið Loks hafa tekist samningar milli leikara og útvarpsins. Leikarar kröfðust þess m.a. að innlend dagskrárgerð yrði aukin í sjónvarpinu og fengu því framgengt. Samþykkt var að sýna eitt íslenskt sjón- varpsleikrit í mánuði, en hlutfall innlendrar dagskrár- gerðar hefur farið síminnk- andi undanfarin ár að sögn leikara. Og nú skulum við bara vona að ekki verði lögð áhersla á magn — á kostnað Fjallað um stefnuskrá

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.