Dagur - 17.03.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 17.03.1981, Blaðsíða 6
Glæsileg ferðagetraun: Ferð fyrir tvo tö Búlgaríu með Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar Eins og greint var frá í síðasta blaði hefur DAGUR í samvinnu við Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar og fleiri aðila efnt til stórglæsilegrar ferðagetraunar fyrir lesendur DAGS. Getraunin er í tveimur hlutum og hér birtist seinni hluti. Vinningurinn er ferð fyrir tvo til Búlgaríu, þar sem dvalist verður í þrjár vikur á Grand Hotel Varna, sem er á strönd Svartahafs. Vinningshafi á þess kost að fara á tímabilinu frá 25. maí til 14. september. Innifalið er hálft fæði. Reglur getraunarinnar eru einfaldar. Svör við spurningum á að skrifa aftan við þær og ekki á að senda svörin sitt í hvoru lagi heldur í einu umslagi. Svör verða þá og því aðeins tekin gild ef þau eru skrifuð á úrklippuna úr DEGI. SPURNINGAR UM BÚLGARÍU - SEINNI HLUTI 11. Þarf vegabréfsáritun til Búlgaríu? -——————— 12. Hver er helsti atvinnuvegur Búlgara?- 13. Hvaða Akureyringur hefur gegnt starfi sendi- herra í Búlgaríu? (þ.e. með aðsetri í Moskvu). Þess má geta að maðurinn kenndi lengi við Menntaskólann á Akureyri, sat í bæjarstjórn Akureyrar og var eitt sinn utanríkisráðherra. -------------------------------- 14. Hvað er „SHOPSKA“ salat? _____________________ 15. Nefndu eitt búlgarskt rauðvín og eitt búlgarskt hvítvín.------------------------------------------ 16. Hvaða hráefni flytjum við frá Mývatni til Búlg- aríu? -------------------------------------------- 17. Hvort er meirihluti Búlgara grísk/rómverskur eða rómversk/kaþólskir? -------------------------- 18. Fyrir hvað er Rósadalurinn frægur? ----------- 19. Hver er þjóðaríþrótt Búlgara? Tennis eða fót- bolti?_________________________i_______________________ 20. Nefndu tvo fræga skíðastaði í Búlgaríu. LAUSNIRNAR EIOA AÐ FYLGJAST AÐ. Senda á svörin (báða miðana) á eftirfarandi heim- ilisfang: DAGUR (Getraun KH) Tryggvabraut 12 602 Akureyri Svörin þurfa að hafa borist fyrir 7. apríl n.k. P.s. Það sakar ekki að hafa bækling frá Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar við hcndina þegar spumingum er svarað. Á Akureyri er hægt að fá þá hjá gullsmiðunum Sigtryggi og Pétri i Brekkugötu og að sjálfsögðu mun fcrðaskrifstofan senda þá hvcrjum scm hafa vill. Nafn, hcimili og simi sendanda: ---------------------------- Guðsþjónusta í Draflastaða- kirkju n.k. sunnudag 22. mars kl. 14.00. Sóknarprest- ur. Akureyrarkirkja föstumessa miðvikudagskvöldið 18. mars kl. 20.30. Sungið verður úr passíusálmum sem hér segir: 10. 4-7, 11. 1-3, og 17, 12.18- 24, 25-14. B.S. Akureyrarkirkja messað verður n.k. sunnudag kl. 14. e.h. Ingimar Eydal predikar. Jóhann Pálsson syngur ein- söng við undirleik Jakobs Tryggvasonar. Sálmar 18, 114, 343, 345, 526. B.S. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sunnudaginn kem- ur. öll börn hjartanlega vel- komin. Sóknarprestur. Lögmannshlíðarkirkja messað kl. 14. e.h. Sálmar 177, 35, 207, 345,526. P.S. Möðruvallaprestakall. Guðs- þjónusta í Glæsibæjarkirkju n.k. sunnudag 22.mars kl. 2. e.h. Aðalsafnaðarfundur að aflokinni guðsþjónustu. Sóknarprestur. SAMKOMUR — Sjónarhæð. Almenn samkoma n.k. sunnudag kl. 17.00. Drengjafundur á Sjónarhæð á laugardag kl. 13.30. Sunnudagaskóli í Glerár- skóla n.k. sunnudag kl. 13.35. Verið hjartanlega vel- komin. Ffladelfía Lundargötu 12. Fimmtudag 19. biblíulestur kl. 8.30. Allir velkomnir. Laugardag 21. safnaðarsam- koma kl. 8.30. Sunnudagur 22. sunnudagaskóli kl. 11 f.h. Almenn samkoma kl. 17. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Föstudag 20. 3. kl. 17.00 opið hús fyrir börn í Strandgötu 21. Sunnudag 22.3 kl. 13.30 sunnudaga- skóli kl. 17. Almenn sam- koma. Mánudaginn 23. mars kj. 16.00 heimilissambandið. Velkomin. Föroyingafélag á Norðurland- inum. Fundur verður haldinn í Alþýðuhúsinu laugardaginn 21. mars kl. 20.30. Bingo, kaffiveitingar. Félagar fjöl- menni og takið með ykkur gesti. Lionsklúbburinn Hængur. Fundur flmmtudaginn 19. mars kl. 19.15 að Hótel KEA. St.:. St.:. 59813207 — VIII □ RÚN 59813187 - Frl. I.O.G.T. st. Isafold-Fjallkonan no. 1. Fundur fimmtudaginn 19. þ.m. kl. 8.30 e.h. í félags- heimili tepmlara Varðborg. Fundarefni, vígsla nýliða. Skáldakynning. Æ.t. Sálarrannsóknarfélag fslands. Fundur föstudaginn 20. þ.m. kl. 9.00. Erindi Baldur Hall- dórsson. Stjórnin. ^tffiUGID M Spilakvöld verður hjá Sjálfs- björg í Alþýðuhúsinu fimmtudaginn 19. mars kl. 20.30. Allir velkomnir. Nefndin. Náttúrugripasafnið. Sýningar- salurinn opinn á sunnudög- um kl. 1-3 sd. Tekið á móti hópum utan þess tíma. Haf- ið samband við gæslumann- inn, Kristján Rögnvaldsson, i síma 24724. Kristniboðshúsið Zíon: Laugar- daginn 21. mars. Fundur í Kristniboðsfélagi kvenna kl. 3. Allar konur velkomnar. Sunnudaginn 22. mars sunnudagaskóli kl. 11. Sam- koma kl. 20.30. Ræðumaður Guðni Gunnarsson frá Reykjavík. Allir velkomnir. Kvenfélagið Baldursbrá. Fundur verður hjá Kvenfélaginu Baldursbrá í Glerárskóla fimmtudaginn 19. mars kl. 20.30. Áríðandi að sem flestar mæti. Stjórnin. Frá Guðspekifélaginu. Aðal- fundur verður haldinn fimmtudaginn 19. þ.m. kl. 21.00. Formaður flytur er- indi um blik mannsins (ára). Innilegar þakkir til allra þeirra, er glöddu mig á 90 ára afmœli mínu þann 9. mars síðast liðinn. HELGI TRYGGVASON Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför eigin- manns og bróður AXELS SIGURÐSSONAR frá Gíslastöðum. Gunnþórunn Slgurbjörnsdóttir, Unnur Sigurðardóttlr. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og jarðarför MAGÐALENU SIGURÐARDÓTTUR, Hvammi. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og starfsfólki lyfja- deildar Sjúkrahússins á Akureyri, einnig starfsfólki dvalar- heimilisins Hlíðar á Akureyri. Fyrir hönd aðstandenda, Þórður G. Þórðarson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR HÓLM JÓNSSONAR, Ásláksstöðum, Glæsibæjarhreppi. Lilja Slgurðardóttir, Sveinn Gíslason, Helga Sigurðardóttir, Þórður Snæbjörnsson, Birgir Sigurðsson, Lóa Stefánsdóttir, Jón Svan Sigurðsson, Þuríður Ólafsdóttir, Gylfi Sigurðsson, Maren Árnadóttir, Logi Sigurðsson, Guðrún Sigurðardóttir, Smári Sigurðsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Svaia Sigurðardóttir, Sæmundur Friðfinnsson, Hlynur Frosti Sigurðsson og barnabörn. Höfum til sölu 5 tommu innanhúsklæöningu, smíöafuru. Verö kr. 126,00 ferm. Kassagerð K.E.A. Vermundarstaðir í Ólafsfirði til sölu Til sölu er jörðin Vermundarstaðir í Ólafsfirði. Upplýsingar gefur Sigurjón H. Sigurðsson í síma 62111 milli kl. 09 til 17 virka daga, en um 02 á kvöldin og um helgar. Ungmennafélagið Vorboðinn heldur aðalfund sinn að Sólgarði sunnudaginn 22. mars kl. 13.00. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. 6•DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.