Dagur - 17.03.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 17.03.1981, Blaðsíða 1
Fermingar gjafir f MIKLU JÚRVAU 64. árgangur Akureyri, þriðjudaginn 17. mars 1981 22. tölublað Verður brúin byggð? Nú er verið að kanna mögu- leikana á því að koma hitaveitu- lögn frá borholunum við Hrafnagil yfír að Laugalandi, þannig að í framtíðinni megi nýta þau mannvirki sem til þess þarf við vega- og brúargerð. Hefur verið um það rætt að nauðsynlegt sé að koma hita- veituvatninu yfír í sumar, en vegur og brú til umferðar kæmu ekki fyrr en síðar. Verulegar líkur eru nú taldar á því, að unnt verði að fara þessa leið og skilningur mun vera fyrir því hjá stjórnvöldum að það sé bæði skynsamlegt og nauðsyn- legt að nýta mannvirkin til beggja hluta, þó svo að vegur og brú verði ekki tekin í notkun um leið og hitaveitulögnin og ekki byrjað á þeim framkvæmdum fyrr en að loknu þessu og næsta ári. Ekkert fé er til á vegaáætlun til brúargerðar yftr Eyjafjörð við Hrafnagil, en hins vegar hafa hrepparnir framan við boðist til að fjármagna vegagerð beggja vegna við fyrirhugaða brú um nokkur ár. Bæði Hita- veita Akureyrar og hrepparnir hafa sýnt því mjög mikinn áhuga að fá þarna brú, enda myndu allir aðilar hafa hag af. Helgarskákmót á Sauðárkróki Um helgina var svokallað „helgarskákmót" á Sauðár- króki á vegum Tímaritsins Skákar og Skáksambands fs- lands. Alls tóku 57 þátt i mótinu þar af var 21 úr Skagafirði. Efstur var Jón L. Árnason með 5,5 vinninga, en í öðru sæti var ungur sunnanmaður, Karl Þor- steins. Við Mývatn að vetrarlagi. Mynd: J. G. J. Krefjast fögetaaöstoðar gegn ólögmætum verslunarháttum Á aðalfundi Kaupmannafélags Akureyrar á laugardag voru samþykktar tvær ályktanir sem báðar snerta sölustarfsemi þar sem gengið er fram hjá smá- söluverslunum. önnur snertir sölu heildverslana og umboðs- verslana til einstaklinga og fyr- irtækja, sem ekki eru með versl- unarrekstur, en hin snertir sölu- mennsku þar sem gengið er í hús og fyrirtæki með vörur. Skorað er á umboðs- og heild- verslanir svo og framleiðendur á Akureyri að hætta tafarlaust sölu á dreifingar- og framleiðsluvörum sínum til einstaklinga og fyrirtækja, sem ekki hafa verslunarleyfi eða starfandi verslun. Verði ekki farið að þessum tilmælum sjái kaupmenn sé ekki annað fært, en að stöðva viðskipti við viðkomandi aðila. í hinni ályktuninni eru gerðar þær kröfur til Bæjarfógetans á Ak- Nýtt aðalskipulag á Dalvlk Innan skamms verður Dalvlkingum gefinn kostur á að sjá tiilögur að nýju aðalskipulagi fyrir Dalvík. Skipulagstillögurnar eru unnar af Hver fær ferð til Búlgaríu? Seinnf hluti getraunarinnar er í þessu blaði Á blaðsíðu 6 má finna seinni hluta ferðagetraunarinnar, sem Dagur efndi til í samvinnu við Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar og fleiri aðila. Vinningurinn er ferð fyrir tvo til Búlgaríu þar sem vinnings- hafi mun dveljast á hóteli á strönd Svartahafsins. Lausnirnar eiga að vera komnar á afgreiðslu DAGS fyrir 7. apríl n.k. Nauðsynlegt er að svörin séu skrifuð á úrklipp- una úr Degi og að svörin fylgist að, þ.e. séu í sama umslagi. Stefáni Thors, skipulagsarkitekt. Þegar er farið að starfa eftir þessu aðalskipulagi, en vinna við deildi- skipuiag er rétt að hefjast. Þegar skipulagstillögurnar hafa hangið uppi í sex vikur mun bæjarstjórn og skipulagsnefnd fjalla um fram- komnar athugasemdir, en síðan verður skipulagið sent til skipu- lagsstjóra ríkisins og að lokum verður ráðherra að undirrita það svo það öðlist gildi. Aðalskipulagið á að duga til árs- ins 2000, en með 2% aukningu íbúafjölda er gert ráð fyrir að t.d. íbúðasvæðin dugi í 25 ár. í dag eru tæplega 1300 íbúar á Dalvík og með umræddri aukningu ættu þeir að vera rösklega 1700 árið 2000. Sveinbjörn Steingrímsson, tæknifræðingur á Dalvík, sagði að samkvæmt tillögunum væri gert ráð fyrir að þjóðvegurinn í gegnum kaupstaðinn yrði á sama stað og í dag. Iðnhverfi á að vera neðan Hafnarbrautar og gert er ráð fyrir öðru slíku hverfi austur á sandin- um. íbúðahverfi eiga að koma ofan Böggversbrautar, sunnan við kirkjuna og annað íbúðahverfi á að koma hjá Brimnesi. Á þessu skipu- lagssvæði er gert ráð fyrir 280 nýj- um íbúðum, sem eiga að geta hýst (Framhald á bls. 3). ureyri og annarra bæjarfógeta og sýslumanna á landinu, auk Kaupmannasamtaka Islands og Verslunarráðs, að öll sölumennska á hverskonar varningi á einka- heimilum og almennum vinnu- stöðum verði tafarlaust stöðvuð, hvenær sem til slíkrar sölu fréttist, og leyfi til slíkrar sölustarfsemi verði ekki veitt héðan í frá. I ályktuninni segir þessi sölu- starfsemi með tilheyrandi prangi og ágengni hafi farið mjög í vöxt á undanförnum árum og tekið veru- legan skerf af sölu verslana, sem haldi uppi almennri þjónustu á sömu vörum árið um kring. Aðal- fundurinn telur, að um stórfelld skattsvik sé að ræða vegna þessarar umfangsmiklu og ólöglegu við- skipta, sem taki nú orðið megin- hluta sölu á heilum og margvísleg- um vöruflokkum á mestu sölutím- um árlega. Birkir Skarphéðinsson, formað- ur Kaupmannafélags Akureyrar, sagði í viðtali við Dag, að húsasölur hefðu farið stórlega í vöxt undan- farið. Menn kæmu jafnvel úr öðr- um landshlutum til að selja vörur sínar og hefðu til þess engar heim- ildir. Sem dæmi um þessar vörur nefndi hann bækur, hljómplötur, málverk, sælgæti, jólakort og — pappír og jafnvel egg, grænmeti og saltfisk. Birkir sagði að þessa sölu- starfsemi ætti að einskorða við líknarstarfsemi, en skera hana nið- ur að öðru leyti. Aðalfundur Einingar: Felldu allar tillögurnar Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar var haldinn s.l. sunnu- dag. Á fundinum var lýst stjórn- arkjöri — aðeins einn listi barst, en auglýst var eftir framboðs- listum. Stjórn félagsins er þvi eins skipuð og áður að undan- teknum einum manni, Guð- mundi Sæmundssyni. Á fundinum voru lagðar fram fimm tillögur, sem fólu sumar í sér lagabreytingar. Tillögurnar voru allar felldar. Efni tillagnanna var m.a. það að fyrirkomulag stjórnar- kosninga verði mun einfaldara en áður. I stað þess að þurfa að skila fullskipuðum framboðslista til stjómar, varastjórnar, trúnaðar- mannaráðs og endurskoðenda fari fram skoðanakönnun á félagsfundi um skipan stjórnar og félagsmenn geti stungið upp á mönnum í ákveðin sæti í stjórn. Efna yrði til slíkrar könnunar ef skrifleg tilmæli þess efnis bærust frá minnst 40 félagsmönnum. Þá var lagt til að í trúnaðarmannaráð yrði kjörið á vinnustöðum eftir ákveðnum regl- um, að stjórnarmenn mættu ekki gegna meira en þremur trúnaðar- störfum í einu og að enginn maður megi sitja lengur en 6 ár samfellt í stjórn (sem myndi þýða að Jón Helgason form., Einingar og annar stjómarmaður til yrðu að ganga úr stjórn árið 1982). Þó var gert ráð fyrir að minnst tveir stjórnarmenn sætu áfram ef upp kæmi sú staða að allir stjórnarmenn ættu að hætta á sama aðalfundi vegna 6 ára-regl- unnar. Fjárhagsafkoma félagsins varð góð á árinu og varð rekstraraf- gangur í heild hjá öllum sjóðum félagsins kr. 905.000,- Er mest aukning hjá sjúkrasjóði. Vegna góðrar afkomu sjúkrasjóðs, sam- þykkti fundurinn að auka greiðslur úr sjóðnum til félagsmanna. Á síð- asta ári greiddi sjóðurinn bætur til félagsmanna samtals að upphæð kr. 588.660,-. Aðalfundurinn sam- þykkti að styrkja byggingu endur- hæfingarstöðvar Sjálfsbjargar með kr. 60.000,-. Einnig var samþykkt að kaupa hlutabréf í Alþýðubank- anum h.f., fyrir kr. 20.000,- Sam- þykkt var að leggja kr. 50.000,- af tekjuafgangi félagssjóðs í bygg- ingasjóð félagsins. Félögum í Einingu fjölgaði á ár- inu um 364 og eru nú 3.128, 2.057 konur og 1.161 karl. Formaður Einingar er Jón Helgason. AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 23207

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.