Dagur - 17.03.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 17.03.1981, Blaðsíða 8
Akureyri, þriðjudagur 17. mars 1981 HHBni RAFGEYMAR í BfUNN, BÁTINN, VINNUVfUNA VEUIÐ RÉTT MERKI Hafralækjarskóli: Mikil áhersla lögð á tónlistarkennslu Karl Gunnlaugsson, kaupfélagsstjóri, lengst til hægri, ásamt starfsmönnum sem vinna við frönsku kartöflurnar. Fjórði frá hægri er Sævar Hallgrímsson, framleiðslustjóri. Þegar reynsla er komin þarf vart fleiri en 4-5 starfsmenn við framleiðsluna. - Mynd: H. Sv. Framleiðsla hafin á frönskum kartöflum: Geta framleitt tonn á dag Skólastjórnarmenn f Hafralækjar- skóla í Aðaldælahreppi hafa á und- anförnum árum lagt mikla áherslu á tónlistamám f skólanum, en þar er nú þriðja veturinn starfrækt form- leg tónlistardeild með rösklega 30 nemendum. Flestir þeirra eru einnig nemendur grunnskólans, en einnig er fólk úr sveitinni í deildinni. I Hafralækjarskóla er lúðrasveit, sem mun f fyrsta sinn fara á mót barnalúðrasveita, sem verður haldið f vor, að þessu sinni f Mosfellssveit. í Hafralækjarskóla eru 115 nem- endur. Skólastjóri grunnskólans og tónlistardeildarinnar, er Sigmar Ólafsson, en yfirkennari tónlistar- deildarinnar er Guðmundur Norð- dal. Þess má til gamans geta að á þorrablóti sem haldið var í skólan- um fyrir nemendur og ættingja þeirra spilaði 90 manna hljómsveit! Þetta mun vera í fyrsta sinn sem hljómsveitin kom fram og að lík- indum það síðasta. „Það er svolítið sérstakt að við rekum tónlistarskólann samhliða Eyfirðingar haida árs- hátíð í Reykjavík Árshátið Eyfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldin að Hótel Sögu föstudaginn 20. mars og hefst hátíðin kl. 19. Ýmislegt verður til skemmtunar og verður verði miða stillt í hóf, eins og undanfarin ár. í Eyfirð- ingi, fréttablaði félagsins, segir að vitað sé um að fólk frá Akur- eyri ætli að koma á hátíðina, ef veður og færð leyfa. Eru Eyfirð- ingar hvattir til að mæta á hátíðina og gleðjast með þeim fyrir sunnan, ef þeir geta komið þvf við. Aðgöngumiðar verða seldir á morgun og fimmtudag milli kl. 17 og 19 í anddyri Hótels Sögu. f fréttabréfinu er greint frá félagsstarfinu á síðasta starfsóri. Fjölmennt var að venju á árlegum kaffidegi 14. september, sem kvennadeildin stóð fyrir. Spila- kvöld voru haldin þrisvár sinnum fyrir áramót og var þátttaka mjög góð. Eftir áramótin voru svo önnur þrjú spilakvöld og voru þau einnig mjög vel sótt. Nú stendur yfir enn ein þriggja kvölda spilakeppni og var fyrst spilað 26. febr., önnur umferð var 12. mars og sú þriðja verður 26. mars. Kökubasar var haidinn á vegum kvennadeildar- innar að Hallveigarstöðum 18. maí á síðasta ári og seldist allt upp. Gróðursetningarferð var farin í Eyfirðingalund í Heiðmörk 4. júní og gróðursettar 100 plöntur. Tóku 20 manns þátt i þeirri ferð. Aðalfundur félagsins var hald- inn 5. febrúar s.l. og var stjórnin endurkjörin. Hana skipa Ásbjörn Magnússon, formaður, Haraldur Kr. Jóhannsson, varaformaður. Harpa Bjöjnsdóttir, ritari, Árni Jónsson, .gjaldkeri og Agnes Pét- ursdóttir, meðstjórnandi, en til vara Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Sig- urbjörg Kristinsdóttir. grunnskólanum — við lögum skól- ana hvorn að öðrum og stundar- skrár eru samdar með hliðsjón af þörf beggja skólanna. Krakkar eru teknir úr tímum og fara í tónlistar- skólann og þurfa því ekki að fara þangað eftir að venjulegum skóla- tíma lýkur. En að sjálfsögðu leggj- um við grunninn undir þetta tón- listarnám í hinum almenna skóla,“ sagði Sigmar Ólafsson, skólastjóri er Dagur ræddi við hann á dögun- um. Sigmar sagði að tónlistarnám í grunnskólanum væri með meira móti í Hafralækjarskóla en í öðrum grunnskólum. I lögum um grunnskóla er gert ráð fyrir að nemendur fái kennslu á þessu sviði í 2 stundir á viku, en oft á tíðum verður að klípa af tónlistarkennsl- unni m. a. vegna'skorts á kennur- um. „Ég held því fram að mikil tónlistarkennsla í skólanum sé í rauninni ekki á kostnað annars náms og ég get ekki séð neina nei- kvæða þætti í þessu gagnvart öðru námi,“ sagði Sigmar. Eins og fyrr sagði eru 115 nem- endur í Hafralækjarskóla og flest- um er ekið til og frá skóla á hverj- um degi. Sigmar sagði að í upphafi hefðu menn verið svartsýnir á að þetta fyrirkomulag gengi, en sú hefði ekki verið raunin. Áð meðal- tali hafa nemendurnir misst úr 3 til 5 daga vegna ófærðar, sem getur vart talist mikið. „Hér á stað er stórt og mikið íþróttahús, en þetta er annar vet- urinn sem skólinn notar það. Ég veit ekki um nema eitt annað íþróttahús á landinu, sem er jafn- hliða félagsheimili sveitarinnar og er hannað með þarfir skólans og íbúa sveitarinnar í huga. Við erum því búnir að fá mjög góða aðstöðu til íþróttakennslunnar og almenns samkomuhalds. Það mætti alveg koma fram að á þessu ári förum við að vera tilbúnir til að taka á móti leikflokkum, kórum, söngvurum og fleiru í þeim dúr. Þetta hús er eitt stærsta sinnar tegundar í sýsl- unni, en það getur tekið 400 manns í sæti,“ sagði Sigmar Ólafsson skólastjóri að lokum. Skemmdarvargar handsamaðir Á föstudagskvöldið var lögregl- unni tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í miðbænum. Við athugun kom í ljós að nokkrir ungir piltar voru að reyna að brjóta upp stöðumæli, sem hafði verið losaður af staur við Hafnarstræti. Níu árekstrar Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar urðu alls 9 árekstrar um helgina. Enginn slasaðist í þessum umferðaróhöppum, sem flest voru smá. Einn ökumannanna er grun- aður um að hafa verið ölvaður. í síðustu viku hélt Bátafélagið Vörður aðalfund og þar var samþykkt tillaga, sem beint var til hafnarstjórnar, að hún sæi svo um að smábátahöfninni við Slippstöðina yrði haldið við. Að sögn Ingva Árnasonar, for- manns Varðar, er höfnin orðin ískyggilega grunn og úrbóta þörf. Framleiðsla á frönskum kart- öflum hófst hjá Kaupfélagi S.-Þingeyinga á Svalbarðseyri í síðustu viku, en áður hafði verið unnið að tilraunaframleiðslu undir umsjá danskra sérfræð- inga. Franskar kartöflur hafa ekki áður verið framleiddar hér á landi svo neinu nemi, en dags- framleiðslan á Svalbarðseyri er eitt tonn miðað við 8 stunda vinnudag, að sögn Karls Gunnlaugssonar, kaupfélags- stjóra. Ef unnið væri á tveimur vöktum væri hægt að framleiða um 520 tonn á ári, en það er milli 60 og 70% á hcildarneyslu landsmanna á frönskum kart- öflum. Gert er ráð fyrir að 4-5 manns vinni við framleiðsluna, þegar hún verður komin í fullan gang, en fyrst í stað munu fleiri vinna við fram- leiðsluna. Verksmiðjan kostaði um 100 milljónir gkr. Karl sagði, að miðað við núver- andi aðstæður ætti þessi rekstur að bera sig. Hann sagði ástæðuna fyrir því að þeir á Svalbarðseyri færu út í þessa framleiðslu fyrst og fremst þá, að með þessu væri hægt að tvöfalda verðmæti vörunnar og ljóst væri að mikill og vaxandi markaður væri fyrir franskar kart- öflur. Neysluvenjur virtust vera að breytast mjög mikið og nauðsyn- legt væri að fylgja þróuninni eftir. Vegna afskurðar og flysjunar nýtist ekki nema um 50% af hrá- efninu í franskar kartöflur. Hins vegar hefur komið til tals að nota afskurðinn í fóður og einnig bentu veitingahúsamenn á Akureyri á það, að nota mætti hluta afskurð- arinns í kartöflumús, þegar þeir Félagar í Verði hafa látið frá sér fara hugmundir um nýtt skipulag smábátahafnar á Akureyri, en nú er unnið að heildarskipulagi hafn- armála á Akureyri. „Það eru til- mæli okkar í Verði að þeir smá- bátaeigendur sem enn eru utan félagsins gangi í það. Með því móti er meiri möguleiki á að fá fram- kvæmdir í gegn,“ sagði Ingvi Ámason. voru í kynnisferð á S\ albarðseyri í síðustu viku. Leist þeim mjög vel á vöruna og töldu hana jafnvel betri en innfluttar kartöflur. Verðið á kartöflunum frá Svalbarðseyri er sambærilegt og jafnvel lægra en á innfluttum kartöflum. Framleiðslustjóri er Sævar Hallgrímsson. Hann sagði að kart- öflurnar væru fyrst geymdar í 5 vikur við 6-8° hita. Framleiðslu- rásin væri síðan sú, að kartöflurnar væru þvegnar, flysjaðar i þar til gerðri vél og hrein saðar og snyrtar áður en þær færu í vélina sem skæru þær í lengjur. Afskurðurinn er flokkaður frá í sérstakri vél og kartöflurnar síðan soðnar og að því búnu djúpsteiktar og síðan eru þær kældar. Allt fer þetta fram á færi- böndum og fyrsting og pökkun er einnig vélvædd. D # Blöndu-Páll Páll Pétursson, bóndi og al- þingismaöur frá Höllustöð- um, hefur mikiö veriö í fjöl- miölum undanfariö, - frétta- spegli sjónvarps og helgar- blaöi Vísis, svo eitthvaö sé nefnt. Ástæöan er aö sjálf- sögöu Blöndudeilan. Páll var ekki öfundsverður af þvf hlutverki landverndarmanns, sem hann hefur kosiö sér, þegar sveitungar hans fjöl- menntu á Alþingl meö áskor- anir á stjórnvöld um virkjun Blöndu. Þar var hins vegar svo komist aö orðí, aö Páli var ekki skotaskuld aö gera áskoranirnar aö sfnum, en f þeim var talaö um aö gæta hagsmuna allra þeirra sem málið snerta og komast aö sanngjörnu samkomulagi. Svo virðist sem Páli og félög- um hafi smátt og smátt tekist aö beina sjónum manna aö þvi, aö vissulega þurfi aö gæta þess aö skemma landlð eins Iftiö og nokkur kosturer, án þess þó aö gera virkjun- ina óhagkvæma. Áöur höföu margir einbllnt á þaö, aö ef Blanda yröi ekki virkjuö eins og upphaflega haföi veriö áætlaö, þá væri Hjörleifi iön- aðarráðherra gefin sú albesta afsökun sem hann heföi get- aö koslð sér til aö virkja næst á Fljótsdalshéraði. En hvaö um þaö, þegar á heildina er litið hefur Páll Pétursson komist vel frá sinum hlut, meö einarðlegri og hreinskll- inni afstööu sinni, og nú leita menn lausnar sem allir geta sætt sig viö. # Blanda og togarinn Úr því farlö er aö minnast á Blönduvirkjun og deilurnar um hana er ekki úr vegi aö nefna Þórshafnartogarann og deilurnar um hann. Þessi tvö annars óskyldu mál hafa nefnilega svolítiö samefgin- legt, sem sagt þaö, aö ekki hefur veriö algjör einhugur um þau heima i héraöi. I báö- um málunum var mikið gert úr þessari óeiningu heima- manna, bæöi af fjölmiölum f Reykjavík og einstaklingum í kerfinu. Þaö átti aö sanna aö um vafasöm mál væri aö ræða í meira lagi. # Frínúmer Fyrir réttu ári sföan, nánartil- tekið 18. mars 1980, var skrif- aö um þaö hér i Degi, aö koma þyrfti upp þess konar kerfi f sfmamálum, aö allir landsmenn ættu þess kost aö hringja f helstu stjórnsýslu- stöövar landsmanna fyrir sama gjald. Nær allar þessar stofnanir eru f reykjavik, en þótt þær eigi aö þjóna lands- mönnum öllum jafnt, er um mikinn ójöfnuö aö ræöa hvaö varðar aöganginn aö þeim. Nú hafa nokkrir kratar á Al- þlngi tekiö upp þessa hug- mynd Dags, sem var nú raun- ar ekkl alfrumleg, þar sem heimild var til þessa f lögum um stjórn og starfrækslu póst- og simamála frá 1977. Hjá þingkrötunum heitir þetta frinúmer. GRYNNIST STÖÐUGT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.